Dagur


Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 14

Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 13. ágúst 1988 Maðurinn sokamálasoga á græna hjólinu Það var eingöngu fyrir forvitni ungs og athuguls lögregluþjóns, að andlát fagurrar stúlku, Bellu Wright, var ekki afskrifað sem hörmulegt slys. Þegar Bella, sem var 21 árs gömul, fannst látin á fáförnum vegi nærri bænum Stretton í Leicestershire, upphófst rama- kvein almennings vegna öku- níðinga, sem trufluðu friðsæld- ina í rólegum smábæjum hér- aðsins. Þegar Bella fannst við hliðina á reiðhjólinu sínu, var andlitið hulið blóði úr djúpum sárum. Möl af veginum hafði sest í sár- in þegar hún kastaðist af hjólinu og skall á jörðina. Sennilega hafði einhver samviskulaus ökuníðingur rutt henni um koll. Því héldu þorpsbúarnir að minnsta kosti fram. Þetta gerð- ist í júlí árið 1919 og hljóðið í bílvélum var ekki orðið algengt í sveitinni. Þar var það almenna- rómur, að ökumenn hræddu dýrin og væru lífshættulegir friðsömu fólki, sem ferðaðist á vegunum, gangandi og hjól- andi. Skyndiskoðun héraðs- læknisins virtist staðfesta þetta. Hans álit var að Bella hefði misst stjórn á hjólinu af ein- hverjum ástæðum, skollið í götuna og látið lífið af höfuð- áverka og blóðmissi. Lögreglu- þjónninn í þorpinu var samt ekki sannfærður. Hann fór aftur á slysstaðinn til að leita eftir frekari gögnum, sem varpað gætu ljósi á dauða stúlkunnar. Hann leitaði vandlega í vegar- kantinum báðum megin slys- staðarins og þar fann hann blóðuga, dauða kráku. Það voru engin dekkjaför hjá fuglin- um, svo hann leitaði ennþá nákvæmar og nokkrum metrum frá þeim stað, þar sem reiðhjól Bellu hafði legið fann hann annað, sem vakti enn meiri athygli hans. Það var kúla úr einhverju skotvopni. Kúlan var troðin niður í mjúkan svörðinn af hestshófi. Ný og ítarlegri rannsókn á líki Bellu Wright leiddi sann- leikann um dauða hennar í ljós. í bólgnum og blóðhlaupnum vefjunum undir vinstra auganu var gat^eftir kúlu. Og hulið af úfnu hárinu var annað gat. Bella hafði verið skotin beint •í gegnum höfuðið. Lögreglan leitaði nú ekki lengur að ökuníðingi, sem strokið hafði af slysstað, heldur morðingja. Kvöldið áður en Bella dó hafði hún farið að heiman frá sér og hjólað eins og venjulega að póstkassa bæjarins með bréf til kærastans síns. Hann var í sjóhernum á skipi, sem átti heimahöfn í Portsmouth í 30 kílómetra fjarlægð. Brúnkollan laglega bjó hjá foreldrum sínum. Hún átti marga aðdáendur, en hún lét sér nægja að daðra dálítið við þá. Sínar djúpustu tilfinningar bar hún til sjómannsins unga og vonaðist til að hann bæri fljót- lega upp bónorðið. Laugardaginn 5. júlí kom Beila heim eftir langa og þreyt- andi næturvakt í verksmiðj- unni, sem hún vann í, í ná- grannabænum Leicester, og hún svaf langt fram á dag. Þegar hún vaknaði fór hún á fætur, borðaði og hjólaði síðan með bréfið. Áður en hún fór nefndi hún við foreldra sína að hún myndi sennilega heimsækja móðurbróður sinn, sem bjó í nágrenninu. Þegar Bella kom að húsi móðurbróður síns tveim tímum seinna, var hún ekki ein á ferð. Með henni var ungur, fölleitur maður á grænu reiðhjóli. Hann beið eftir henni úti á meðan hún heilsaði upp á frændann. Móðurbróðir Bellu, George Measures, gerði grín að með- reiðarsveininum. Hún hló og sagði: „Já, hann. Ég þekki hann ekki neitt. Hann fylgdist með mér síðasta spölinn og hann virðist vera hættulaus, talaði um veðrið alla leiðina.“ Þegar Bella bjóst til farar heim klukkutíma síðar, varð móðurbróður hennar litið út um gluggann. Hann sá, að maður- inn sat ennþá þar á hjólinu. „Ja hérna,“ sagði Bella með glettn- isglampa í augum. „Ég vona bara, að hann drepi mig ekki úr leiðindum, en ég get sjálfsagt hvenær sem er hjólað hann af mér.“ Maðurinn brosti breitt við Bellu, þegar hún kom út, og samsíða hjóluðu þau frá húsinu og hurfu út í heita sumarnótt- ina. Klukkutíma síðar fann bóndi, sem rak fénað sinn í næt- urhaga, lík Bellu á Burton- Overy veginum. Við dómsrann- sókn á dauða hennar varð niðurstaðan: „Myrt af einum eða fleirum óþekktum einstakl- ingum.“ Maðurinn á græna hjólinu - afgerandi vitni í málinu - var sporlaust horfinn. Reiðhjól mannsins fannst sjö mánuðum seinna. Skipstjóri á fljótabáti frá Leicester festi í einhverju rusli á botninum. Ruslið var slætt upp og í ljós kom, að það var grindin af grænu hjóli. Lögreglan slæddi frekar og úr botnslýinu dróst upp byssuhylki, sem í voru um tugur skothylkja. Annað raðnúmer reiðhjólsins hafði einhver sorfið burt, en hitt, undir hnakknum, leiddi lögregluna til kaupmannsins, sem selt hafði hjólið tíu árum áður, og þaðan til kaupandans. Eigandinn var járnbrauta- starfsmaður, Ronald Light, fyrrverandi hermaður, losts- skaðaður úr fyrri heimsstyrjöld- inni, en með byssudellu. Hann hafði fengið lausn frá herþjón- ustu sára sinna vegna og búið í L.eicester þar til sex mánuðum fyrir dauða Bellu. Þegar lögreglan komst á spor Lights var hann fluttur frá Leic- ester, þar sem hann hafði búið með móður sinni, sem var ekkja, til Cheltenham, 20 kíló- metrum fjær. Þar hafði hann fengið starf sem leiðbeinandi. Hann var handtekinn og ákærð- ur fyrir morðið á Bellu Wright. Réttarhöldin hófust í júní 1920 í þinghúsinu í Leicester. Saksóknari hóf málflutninginn og tfndi fram ýmsar líkur fyrir því, að Ronald Light væri morðinginn. Hvert vitnið á fæt- ur öðru bar kennsl á hann sem manninn á græna hjólinu og ung þjónusta á heimili hans bar um það vitni, að hann ætti skot- vopn og -færi á háaloftinu heima hjá sér. Saksóknari sannaði, að Ron- ald væri þessi dularfulli náungi, sem hjólað hefði með Bellu rétt fyrir morðið. Light viður- kenndi, að hann hefði sorfið burt raðnúmerið af hjólinu og hent því í fljótið ásamt skotfær- unum og hylkinu nokkrum vik- um eftir morðið. Eini veiki bletturinn á mál- flutningi saksóknarans var skortur á ástæðu fyrir morðinu. Bella hafði hvorki haft kynmök né verið rænd. Þrátt fyrir að Light harðneitaði morði og full- ytri, að leiðir þeirra Bellu hefðu skilið við vegamótin rétt utan við bæinn, leit óneitanlega út fyrir að hann yrði gálgamatur að lokum. Eitt var það þó, sem ekki kom heim og saman. Það voru of margar rispur á kúlunni, sem lögregluþjónninn fann. Nokkrar höfðu komið þegar kúlan fór gegnum höfuð stúlk- unnar, aðrar voru greinilega eftir hófinn, sem hafði troðið hana niður, en ein virtist vera eftir endurkast frá einhverju. Þegar Ronald Light bar vitni sér til varnar, iá við að hann kæmi sér í gálgann. Hann viður- kenndi að hafa elt Bellu sama kvöld og hún var myrt. En hann fuliyrti, að það hefði verið til þess að fá lánaðan skiptilykil og pumpu til að laga framhjólið, sem lak. Light gerði góða grein fyrir raunum og þjáningum í and- legri vanheilsu sinni; hvernig hann brotnaði niður á þrem árum í skotgröfum við víglín- una og var síðan sendur í losts- ástandi til Englands til geð- rænnar endurhæfingar. Vitnisburður hans hafði djúp áhrif á kviðdóminn. Greinilega og með dimmri röddu, án nokk- urs merkis um hik eða hræringu sagði hann fyrir réttinum: „Eg var stórskotaliði í skotgröfun- um í fremstu víglínu frá 1915 til 1918, en var þá sendur heim, niðurbrotinn. Byssuhylkinu og skotfærunum hélt ég þar eð þau voru í tösku, sem fylgdi með á sjúkrabörunum frá víglínunni. Herinn hélt aftur á móti byss- unni eftir.“ „Þegar ég las í blöðunum um morðið á Bellu Wright daginn eftir, þá áttaði ég mig á því að þetta var sama stúlkan, sem ég hafði verið samferða kvöldið áður rétt áður en hún dó. Mér skildist þá strax að lögreglan vildi yfirheyra mig.“ Light starði tómu, líflausu augnaráði út í loftið og hélt áfram: „Ég fann hvernig heig- ulshátturinn kom yfir mig aftur. Ég sagði ekki nokkurri lifandi sálu frá því, sem ég vissi, og los- aði mig við allt, sem gæti bendl- að mig á einhvern hátt við hana. Ég var yfir mig skelkaður.“ Kviðdómurinn virti þennan hrjáða uppgjafahermann fyrir sér og yfirgaf síðan réttarsalinn til að þinga um málið. Þrem tímum seinna komu kviðdóm- endurnir til baka og tilkynntu: Saklaus. Light yfirgaf réttarsalinn sem frjáls maður. Lögregluþjónninn skarpskyggni, sem hafði breytt umferðarslysi í morð, ásakaði sig fyrir að honum hafði yfirsést það, sem jafnvel var mikilvæg- ast í annars vel unninni rannsókn, dauða krákan. Hann hafði sparkað henni til hliðar án þess að velta henni meira fyrir sér. Gæti verið að sama kúla hefði orðið krákunni og Bellu Wright að aldurtila? Kúla, sem farið hafði gegnum krákuna, endur- kastast af tré og síðan lent í Bellu og bundið enda á hennar unga líf? Án krákunnar sem sönnunargagns fengi enginn að vita hið sanna. En óhugsandi var það ekki, að einhver hefði verið á laumuskytteríi á enginu næst veginum. Var ef til vill einhvers staðar skytta, sem vissi að hugsunar- leysi hennar hafði orðið ungri, saklausri stúlku að bana? Var einhvers staðar skytta, sem flú- ið hafði af hólmi og þagði þunnu hljóði yfir hræðilegu leyndarmáli sínu, skytta, sem í reynd var ennþá meiri heigull en niðurbrotinn og sprengju- skaðaður uppgjafahermaður? vísnaþáttur Þá koma siglingavísur eftir Gísla Hannesson frá Tungu í Hörðudal, ortar 1868. Vindur gall í voðunum velti fallið gnoðunum, bylgjan skall á boðunum borðið vall í hroðunum. Súða lýsti afsólunum sýla víst á bólunum, einatt tísti á ólunum að sem þrýstu hjólunum. Næst leyfi ég mér að birta heima- gerðar vísur. Hér er einn sem heitir Jón, hægast er að sanna að allt hans lff var yfirsjón - eins og fleiri manna. Kjarasamningar. Gleðjum fyrst þá fáu, smáu fátæka sem hagamýs. Réttum síðan hinum háu hálfu meira, „prósentvís". Til manns í framboði. Þú mátt bíða sár og súr sumarblíðu þinnar þar til skrfða ungar úr eggjum lýðhyllinnar. Teitur Hartmann Jónsson kvað næstu vísurnar. Mikið fjandi er mér nú kalt. Maður verður feginn að hljóta að lokum, eftir allt ylinn hinumegin. Visna rósir, blikna blóm björtum degi hallar, vinir farnir, flaskan tóm, feigar vonir allar. Ég er á því, eins og sést ekki má það dylja, en það sem háir mér þó mest munu fáir skilja. Bragi Björnsson frá Surtsstöðum kvað: Á mér hamast tímans tönn, tápið lamað þekki, út í glamurglaða önn geng ég framar ekki. Þutu í flaumi, flúðin Ijós festi glaum í róminn, flutu í straumi fram um ós fornu draumablómin. Þeim sem auðnast ekki að sjá æviéljum linna verður lífið vonlaus þrá vökudrauma sinna. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka kvað þessa fallegu vísu. Smári og fjóla fagran 'krans frjáls á hólum mynda. Morgunsólin geisla glans gyllir stólinn tinda. Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka mun hafa ort þessa á ferðalagi. Dags er glætan þrýtur þá þokan vætir kinnar. Skjóna fætur skripla á skugga næturinnar. Hjálmar Þorsteinsson frá Þorljóts- stöðum kann að hafa ort þessa í göngum. Verum kátir öls við ál eyðum gráti og trega, það má láta sál að sál svigna mátulega. Þá er best að skjóta heimagerðum vísum, nýortum. Bráðum kveð ég harðan heiminn, heilsa upp á föður minn, undur smár og ósköp feiminn eins og ég var, drengurinn. Eflaust mun þó, er ég kynnist úr því rætast, líkt og var. Kannski glettnir fuglar fínnist frammi á heiðum eilífðar. Jón Bjarnason frá Garðsvik skrifar Mátturinn mikli, nefnast næstu vís- ur og eru heimagerðar. Lífs á tjaldi fótmál fá fetum við sem teymdir. Þegar við höfum þrammað hjá þá erum við gleymdir. Leiðir okkur eftir sér undramáttur sterkur. Hvert skal haldið ekki er okkar höfuðverkur. Hún er meir en hlægileg heimsins valdastreita því að hvorki þú né ég þumlungsvegi breyta. Látum okkur líða vel lögmálinu gæfir. Leikurinn að legg og skel litlum börnum hæfir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.