Dagur


Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 1

Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, fimmtudagur 13. október 1988 194. tölublað lluMJi' kaffid Ólafsgarðarhöfn: Ærin verkefni en lítið framkvæmdafé brýnt að ganga frá innsiglingunni Aðalframkvæmdirnar við Ól- afsfjarðarhöfn í ár hafa verið viðgerðir á varnargörðum. I október á síðasta ári urðu verulegar skemmdir á Vestur- og Norðurgarði og undanfarið hefur verið unnið að endur- byggingu þeirra. Þá hefur ver- ið unnið að endurbótum á tré- bryggju innan Norðurgarðs og í sumar var sett upp flot- bryggja við smábátahöfnina og eru þær þá orðnar tvær. Bjarni Kr. Grímsson bæjar- stjóri í Ólafsfirði sagði að tjónið sem varð á varnargörðunum hefði verið metið á 14 milljónir og væri helmingur fjárins eftir, eða 7 milljónir. Bjarni sagði að nægilega gott grjót í varnargarð- inn hefði ekki verið fyrir hendi í Ólafsfirði fyrr en ný náma var opnuð í landi Garðs skammt innan bæjarins. Byrjað var að keyra grjótið í garðinn rétt áður en aurskriðurnar féllu, en í kjöl- far þeirra grófst vegurinn í sund- ur og framkvæmdir við höfnina lágu því niðri. „Það hefur gengið á ýmsu við þetta verk, veðrið hef- ur ekki leikið við okkur undan- farið, en nú erum við loksins komin á beinu brautina og byrjað er að vinna af krafti við grjót- garðana á ný,“ sagði Bjarni. Hann bjóst við að verkinu yrði lokið eftir 4-5 vikur. Trébryggjur innan Norður- garðs eru lasnar orðnar og halda vart bílum. Nú er verið að rífa þær í sundur og laga. Um tveim- ur milljónum verður varið til við- gerða á þeim og svipaðri upphæð á næsta ári. Bærinn mun sjálfur bera kostnað af viðgerðunum. Á næstu árum eru uppi áætlan- ir um að laga innsiglinguna í Vesturhöfnina. Gamli hafnar- garðurinn var grafinn í sundur á sínum tíma, en fé skorti til frágangs. Bjarni sagði að áætlað- ur kostnaður við fráganginn væri um 20 milljónir króna. Ef vel ætti að vera þyrfti einnig að reka niður stálþil við löndunar- kant frystihúsanna, það er fram- kvæmd upp á tæplega 20 milljón- ir. „Ástand hafnarinnar er slæmt vegna þess hve við höfum haft lít- ið framkvæmdafé. Það sem við svo höfum haft hefur farið að mestu leyti í dýpkun hafnarinn- ar,“ sagði Bjarni. Ljósi punturinn í hafnarmálum Ólafsfirðinga er smábátahöfnin, en í sumar var sett upp flot- bryggja og eru þær þá orðnar tvær. Par með er legurými smá- báta orðið þokkalega gott. mþþ Skipverjar á Þórði Jónassyni voru að gera klárt fyrir loðnuveiðar í gær þegar Ijósmyndara bar að garði. Á miðunum var blíðuveður en ekkert skip hefur tilkynnt afla til Loðnunefndar frá því á þriðjudag. Mynd: gb Nefndakjör á Alþingi í gær: Stjómarflokkarnir með mcirihluta í öllum nefiidum - gæfan sneri baki við stjórnarandstöðunni í hlutkesti í neðri deild Þrátt fyrir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi ekki meirihluta nema í efri deild og sameinuðu þingi þá fengu stjórnarliðar meirihluta í öllum nefndum Alþingis við kosningar í gær. Lukkuhjólið snerist ekki með stjórnarand- stöðunni þegar til hlutkestis kom og níu sinnum máttu stjórnarandstæðingar þola að lúta í Iægra haldi. í hlutkestinu í gær voru tölur dregnar úr kassa og fulltrúar frá listum beggja drógu sér tölur. Höfðu þingmenn á orði að sá frægi huldumaður sem talað hef- ur verið um á síðustu vikum hefði komið sér fyrir í kassanum þegar ljóst varð hvernig hlutkesti lykt- aði. Kosning nefnda í sameinuðu þingi gekk hratt fyrir sig. Sömu sögu er að segja um kjör í efri deild. í fjárveitinganefnd voru kosnir tveir fulltrúar frá Fram- sóknarflokki, tveir frá Alþýðu- flokki, tveir frá Sjálfstæðisflokki, einn frá Alþýðubandalagi, einn frá Kvennalista og einn frá Borg- araflokki. Nefndina skipa: Ólaf- ur Þ. Þórðarson og Alexander Stefánsson (B), Sighvatur Björgvinsson og Jón Sæmundur Rannsókn á tannskemmdum barna: Böm í BA og Oddeyrar- skóla áberandi best - marktækur munur á milli hverfa I rannsókn á tannskemmdum aðferð til þess að koma í veg fyrir II ára barna á Akureyri sem tannskemmdir. framkvæmd var fyrr á þessu ári í Síðuskóla og Glerárskóla var kom í Ijós að marktækur mun- ástandið verst og var nokkur ur var á milli hverfa, þó að heild- arniðurstöður lofi góðu. Öll börn fædd 1976 í 5 skólum á Akureyri voru rannsökuð og kom í Ijós að börn í Barna- skóla Akureyrar og Oddeyrar- skóla voru að meðaltali með fæstar sínar tennur skemmdar eða fylltar. í þessum skólum reyndust sömuleiðis flest börn vera með skorufyllta fullorðinsjaxla sem sýnist ætla að vera árangursrík var munur á börnum þar og í fyrr- nefndu skólunum. Börn þar reyndust með talsvert fleiri tann- fleti skemmda og viðgerða og sömuleiðis voru talsvert færri tannfletir skorufylltir. Árni Þórðarson tannlæknir sem framkvæmdi rannsóknina sagði erfitt að gefa einhlíta skýr- ingu á þessum mun. Hugsanlega væri það vegna þess að Síðu- hverfi er nýjasta hverfið í bænum. Þar búi ungt fólk spm stendur í húsbyggingum, vinnur mikið og hefur ekki eins mikinn tíma til þess að sinna þessum hlutum. VG Sigurjónsson (A), Pálmi Jónsson og Egill Jónsson (D), Málmfríð- ur Sigurðardóttir (V), Margrét Frímannsdóttir (G) og Óli P. Guðbjartsson (S). í utanríkisnefnd á Framsókn- arflokkurinn tvo fulltrúa, Al- þýðuflokkur einn, Alþýðubanda- lag einn, Sjálfstæðisflokkur tvo og Kvennalisti einn. Skipting milli flokka er sú sama í atvinnu- málanefnd að öðru leyti en því að í stað fulltrúa frá Kvennalista er fulltrúi Borgaraflokks. Dagur mun birta lista yfir allar nefndir þingsins. JÓH Álafoss hf.: Þúsund bfldekk íyrir uflarvörur Eitt þúsund bifreiðahjólbarðar í eigu Álafoss hf. verða fluttir til Akureyrar á næstunni. Hjólbarðarnir voru teknir í vöruskiptum fyrir ullarvörur og verða þeir seldir næsta vor. Kolbeinn Sigurbjörnsson, markaðsfulltrúi hjá Álafossi, sagði að hér væri um slöngulausa sumarhjólbarða að ræða. Stærðin er 13 tommur og tekið skal fram Ef forðast á tannskemmdir ber að fara varlega í sælgætisát. Mynd: TLV að þetta eru skábandahjólbarðar (díagónal). Sovétmenn hafa lagt áherslu á aukna vöruskiptaverslun við ís- land þar sem þeir hafa takmark- aðan gjaldeyri. í Sovétríkjunum eru stórar hjólbarðaverksmiðjur sem framleiða allar gerðir og stærðir hjólbarða. Kolbeinn sagði að rætt hefði verið við Sovétmenn um möguleika á að fá keypt jeppadekk, en ekki hefði borist svar ennþá. Þó væri líklegt að hægt væri að fá slík dekk, e.t.v. sömu gerðar og eru notuð undir herjeppa, en þannig dekk eru níðsterk. Verðið á sovéskum hjólbörðum mun vera með því hagstæðasta sem þekkist á þeim markaði. Álafoss hefur fengið fleira en hjólbarða í vöruskiptum. Þannig hefur þeim borist hunang, niður- soðnar grænar baunir, eplasafa- þykkni, eldspýtur o.fl. Þessar vörur hafa verið seldar gegnum verslunardeild SÍS. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.