Dagur


Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 3

Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 3
13. oktöber 1988 - DAGUR - 3 Baldur Halldórsson skipasmiður á Hlíðarenda við Akureyri náði þeim merka áfanga fyrir skömmu að afhenda 100. bátinn sem hann hefur smíðað. Er þetta glæsilegur bátur 8,2 tonn að þyngd og búinn öllum siglingatækjum. Er hann því tilbúinn til veiða á handfæri, línu og net. Þessi bátur verður gerður út frá Djúpavogi. Ekki liðu nema tveir mán- uðir frá því að smíði bátsins hófst þar til hann var tilbúinn, en fjórir menn unnu við smíði hans. Mynd: tlv Ríkisútvarpið: Hundruð millióna skuld við ríkissióð Skuldir Ríkisútvarpsins við ríkissjóð nema nú 300-400 milljónum króna. Fyrirsjáan- legur halli á stofnuninni á þessu ári er 100 milljónir og í ljósi þessa segir Svavar Gests- son menntamálaráðherra að ákveðið hafi verið að skipa vinnuhóp er fjalli sérstaklega um eflingu stofnunarinnar. „Við leggjum áherslu á að þessi hópur skili af sér hið fyrsta þannig að unnt verði að taka mið af störfum hans við afgreiðslu fjárlaga næsta árs. Þannig viti þeir sem hjá Ríkisútvarpinu starfa að hverju þeir ganga í upp- hafi næsta árs en þurfi ekki, á sama hátt og verið hefur, að velkjast í óvissu og vafa um rekstrargrundvöll stofnunarinnar allt næsta ár,“ segir menntamála- ráðherra. Hópur þessi verður skipaður á næstu dögum og hefur væntan- Framhaldsaðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri: Áskorun á nýja rfldsstjóm Á framhaldsaðalfundi Sjálfs- bjargar á Akureyri sem hald- inn var 29. sept. 1988 var eftir- farandi tillaga samþykkt. „Framhaldsaðalfundur Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Akur- eyri og nágrenni, skorar hér með á nýja ríkisstjórn, „að treysta undirstöðu velferðarríkis á íslandi," eins og segir í stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar, með því að verja ekki aðeins, heldur og bæta verulega kjör hinna lægstlaunuðu í þjóðfélaginu, þar á meðal elli- og örorkulífeyris- þega. Jafnframt verði auknu fjár- magni veitt til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, þegar á næstu fjárlög- um, til þess að hægt sé að bæta og auka aðra þjónustu við fatlaða.“ Vetrarhjólbarðar - athugasemd vegna verðkönnunar Fimmtudaginn 6. október birt- ist í Degi verðkönnun frá N.A.N. um verð á hjólbörð- um, kostnaði við umfelganir o.fl. því skylt. Haukur Ivars- son hjá Bílasölunni hf. á Akur- eyri hafði samband vegna þess að ekki var leitað til Hjól- barðaþjónustu Bflasölunnar hf. í verðkönnun þessari. Hjólbarðaþjónusta Bílasöl- unnar hf. er í húsnæði fyrirtækis- ins í Skála við Laufásgötu. Verð á negldum vetrarhjólbörðum hjá þeim er sem hér segir: 155-12 sól- aðir kr. 2950, 155-13 ný dekk kr. 3500, 165-13 sóluö kr. 3025, 175- 14 sóluð kr. 3400. Jeppadekk 215/75-15 kosta kr. 5900 og 205/75-15 kr. 6880. Slöngur 13 tommu kosta kr. 570 og 14 tommu kr. 660. Umfelgun kostar 300 kr. ef viðskiptavinur setur sjálfur undir en 400 kr. pr. hjól ef verkstæðið sér um það. Jafnvægis- stilling kostar kr. 300 pr. hjól. EHB lega strax störf þar sem skammur tími er til stefnu við fjárlagagerð- ina. Meginviðfangsefni nefndar- innar verður væntanlega að gera tillögur um hvaða leiðir verði að fara til að tryggja stofnuninni rekstrargrundvöll. „Tekjur stofnunarinnar þarf að styrkja og ég er þeirrar skoðunar að stofnunin eigi að vera sjálf- stæðari hvað varðar fjárhag og mannaráðningar en hún hefur verið til þessa. Ef Ríkisútvarpið á að geta sinnt sínum skyldum við fólkið í landinu þá þarf það að hafa mun sjálfstæðari stöðu í samfélaginu en það hefur haft,“ segir Svavar Gestsson. JÓH Ráðstefna um meðferð ávana- og fíkniefnaneytenda Haldin verður ráðstefna um meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 26. október næstkomandi að Borgartúni 6,4. hæð og stendur frá kl. 13.00-17.00. Nánar auglýst síðar. 5. október 1988. Samstarfsnefnd ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál. Snyrtívörukynning MOIST : tsimk'Min BASÍC MOIST IIYDRAI'AMl INTUiSSf Snyrtíjfræðingur leiðbeinir um val og notkuná TBiodroqa snyrtívörum í dag fimmtudag kl. 1-6 10% kyrniiugarafsláttur Verið velkomin SÍMI 21400

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.