Dagur


Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 5

Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 5
13, október 1988 - DAGUR - 5 „Framkvæmdancfnd um búvörusamninga vill fækka hvoru tveggja, bændum og búfé,u segir Völundur m.a. í grein sinni. Eldridansaklúbburinn Dansleikur í Lóni, Hrísalundi 1, laugardaginn 15. okt. kl. 22-03. Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið. Allir velkomnir. Stjórnin. Hundaeigendur á Akureyri og nágrenni athugið! Er að fara á stað með hlýðninámskeið fyrir hunda. Skráningar í síma 96-33168. Susana. Aðalfundur Bílaklúbbs Akureyrar verður haldinn að Hótel Varðborg sunnudaginn 16. október 1988 kl. 2 eftir hádegi. Félagsmenn hvattir til að mæta. ★ Nýir félagar velkomnir. Völundur P. Hermóðsson: Er munur á bændum og búfénaði? í huga framkvæmdanefndar um búvörusamninga er enginn mun- ur á; hvoru tveggja skal fækkað. Hvernig nefnd undirmálsmanna fær slíkt vald er með engu móti skiljanlegt. Peir hafa möguleika til að leggja í eyði eða draga úr búskaparháttum í landinu á handahófskenndan hátt, þannig að óbyggilegt er fyrir þá sem eftir sitja. Þessi nefnd slær einföldu mati á tvö atriði: Mismun á fram- leiðslu og útflutningi landbúnað- arvara. Þeir sigla grunnt, ekki er tekið tillit til annarra þátta eins og samfélagsbreytinga, nýtingar á verðmætum, t.d. afurðastöðva, skóla, félagsheimila, sjúkrahúsa og samgöngumannvirkja. Ekkert heildarmat er til. Þótt ég kalli þessa nefnd til ábyrgðar á ósómanum eru þeir einnig ábyrgir sem komu mynd á óskapnaðinn. Ekki má gleyma forystumönnum bænda sem beinlínis gæta ekki réttar umbjóðenda sinna, nema ef til vill þeirra stærri, þó að aldrei hafi verið bent á hagkvæmni stærri búa. Þessir bændahöfðingjar eru stéttinni til skammar, þeir reyna ekki að hamla móti neinum árás- um á bændur, taka öllu með þögninni og framkvæma niður- skurð hver á öðrum. Þeir koma jafnvel í veg fyrir að bú fái auk- inn framleiðslurétt. Vandinn, sem horft er á, eru greiðslur útflutningsbóta. Hver þjóð verður að framleiða næg matvæli til að tryggja tilveru sína á öllum tímum. Þetta þurfa aðrar þjóðir að gera. Hvernig getum við með nokkru móti treyst á flutning matvæla til landsins á öll- um tímum? Við erum eyþjóð, stríð í fjarlægum heimshlutum, mengunarslys, siglingar, náttúru- hamfarir eða léleg bændaforysta hafa áhrif á hvort við höfum eitthvað til lífsviðurværis eða ekki. Af öllum þessum ástæðum framleiða þær þjóðir sem geta meiri mat en þær þurfa til þess að tryggja tilveru sína ef að sverfur. Þess vegna er oftar meira fram- boð en eftirspurn eftir þeim vör- um og verð lágt. Dreifbýlið líður fyrir störf þeirra manna sem reka erindi og framkvæma vilja þröngsýnna fjármálaspekinga ríkisins. Þessir sérfræðingar eru lærðir vel í sín- um fræðum, en ómenntaðir að öðru leyti og slá mati á alla hluti samkvæmt þröngri hugsun. Því er ómögulegt að taka þeirra útreikninga hráa, það verður að slá pólitísku mati á allar afleiðingar breytinga. Heildar- úttekt hefur aldrei farið fram á þýðingu landbúnaðar í víðtæku samhengi. Þegar ljóst var fyrir nokkrum árum að framleiðsla búvara þótti of mikil þá var ákveðið að setja einhver bönd á þá framieiðslu með búmarkinu 1980 sem byggð- ist á framleiðslu nokkurra undan- genginna ára og búmarkið leið- rétt með tilliti til aðstæðna bænda viðmiðunarárin. Þar með var komið mat á framleiðslumögu- leika hverrar jarðar á landinu og allir sátu við sama borð. Innan þessarar viðmiðunar var hægt að hreyfa framleiðsluna eft- ir því sem þurfa þótti. Eftir útreikninga búmarksins hafa hver mistökin rekið önnur. Hvatning til samdráttar, er sumir sinntu en aðrir ekki. Ný viðmið- un, fullvirðisréttur, tilviljana- kennd kaup á honum og þar með upptaka eigna. Hvatning til aldr- aðra bænda til þess að selja búskaparrétt sinn. Við höfum bölsungið fram- kvæmd stjórnsýslu í Rússlandi en það er enginn skortur á þeim manngerðum hér á landi komist þeir í þá aðstöðu að sýsla með örlög annarra. Búseta í landinu byggist á alda- langri hefð og grundvallast á veðurfari og landkostum. Á sein- ustu áratugum hafa afurðastöðv- ar (mjólkurbú og sláturhús) verið reistar og þá í samræmi við sam- göngur til miðstöðva hvers héraðs. Því er til í landinu löng þróun á eðlilegu samfélagi og samtvinnun á atvinnulífi bæja og sveita. Á bak við hverja afurðastöð þarf tiltekið magn afurða. Með tilviljunarkenndum samdrætti er verið að kyrkja þessar stöðvar og í flestum tilfellum kaupfélögin. Sú hugsun er ríkjandi hjá þeim sem öllu stjórna að ekkert mál sé að flytja afurðir milli héraða. Gott og vel, þeir geta bætt sam- göngur en ekki breytt veðurfari. Flutningar hrávöru eru dýrari en fullunninnar vöru. Hvað með atvinnu í bæjum landsins? Hvað með nýtingu skóla, félagsheimila og sjúkrahúsa? Stenst samfélagið þessa breytingu? Ef sveitir hrynja hrynur viðkomandi bæjarfélag. Hefur þessi hraksmánarlega nefnd atvinnu handa því fólki sem missir atvinnu fyrir hvern bónda sem hættir? Enginn bóndi getur afsalað sinni bújörð framleiðslurétti, þótt honum sé mútað til þess. í raun á enginn maður þau verð- mæti, heldur hefur til láns þann stutta tíma, sem hann lifir. Það er ómögulegt að skilja þannig við búið að það sé óbyggilegt þeim sem á eftir vildu koma og þeim óheimilt siðferðilega gagnvart sinni sveit og samfélagi. Bændur, látið ekki kvelja ykk- ur lengur. Kynntu þér helgarpakka Flugleiða innan- lands hjá næstu söluskrifstofu félagsins, um- boðsmanni eða ferðaskrifstofu. FLUGLEIDIR Rjupnaveiðimenn! Nú eru fáir dagar eftir ★ Eigum einhleypur, tvíhleypur og pumpur. Verð frá kr. 7.200.- Rjúpnaskotin komin Margar gerðir og verðið frá kr. 350.- á 25 skota pakka. Einnig sérstakur magnafsláttur. lli EYFJÖRÐ WNf Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 BÚÁLRJR SÍÐAN 1210 Lifrarkæfu Papriku paté Kariý paté Skinku paté Veisluskinku Skinku Hangíaleggi Rúllupylsu Lambasteik

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.