Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 7
undar hér á landi. Skíðamenn eða fjallgöngumenn setja sendi- díóðu í föt sín eða á skíðaklossa. Við ætlum að koma díóðunum á markað hér fyrir norðan því það er auðvitað forsenda þess að hægt sé að leita að mönnum að þeir hafi hana á sér svo móttöku- tækið geti fundið þá. Til umræðu hefur komið að kaupa Recco- leitartæki hingað á Eyjafjarðar- svæðið. Það er dýrt, kostar um hálfa milljón króna, og tii greina kemur að nokkrir aðilar á svæð- inu kaupi eitt tæki saman. Þó hef- ur það ekki verið rætt nánar, t.d. með tilliti til fjármögnunar.“ Áttavitar og skíðaferðir - Mikil áhersla er lögð á með- ferð áttavita á námskeiðum hjá ykkur. Hvernig fer sú kennsla fram? Baldur: „Hún byggist á því að kenna mönnum grundvallaratriði áttavitans. í fyrstu fer kennslan fram hér innanhúss en síðar er en heildarfélagatala er á annað hundrað. Þar er um að ræða eldri félaga sem hafa dregið sig í hlé nema hvað þeir koma til okkar ef um sérstök verkefni er að ræða, t.d. varðandi fjáröflun eða stór almannavarnaútköll. “ - Hvernig er starfinu háttað hjá þeim sem hafa lokið nýliða- þjálfuninni? „Starfsemin fer eftir einstakl- ingunum sjálfum en þetta er alger sjálfboðaliðsvinna sem þeir inna af hendi. Félagsstarfið er mikið, um er að ræða skemmti- ferðir, æfingaferðir og vinnu að fjáröflun sem hefur farið vaxandi undanfarin ár. Síðan vil ég nefna félagsheimilið að Galtalæk en mikil vinna fer í að halda því við. Umsjón með tækjum er líka mik- il þannig að við höfum alltaf mik- ið að gera og sjáum ekki út fyrir verkefnin.'1 - En sjálft björgunarstarfið, það veit auðvitað enginn hvenær kallið kemur? „Starf okkar byggist á æfinga- þurfum að halda gangandi og það kostar sitt.“ - Eru einhver stór verkefni á döfinni hjá ykkur í vetur? „Við þurfum sífellt að endur- nýja tæki og búnað. Við erum að kaupa nýjan bfl, t.d., en auk þess þurfa minni tækin endurnýjunar við. Fjarskiptatækin eru alltaf í þróun og við þurfum að fylgjast með henni. Eitt stærsta verkefnið núna er að endurnýja og endur- bæta félagsheimilið og komast hjá því að það grotni niður. Hér er alltaf nóg að gera fyrir vinnu- fúsar hendur og ég hvet alla sem hafa áhuga til að koma hér og vinna. Það kemur strax í ljós hvort menn hafa áhuga fyrir því að starfa í björgunarsveit." - Hver er tækjabúnaður sveit- arinnar í dag? „Við eru sæmilega útbúnir. Við eigum tvo fjórhjóladrifsbíla, tvo snjóbíla, fjóra vélsleða og fleira í kringum það, kerrur og vagna. Þá eigum við mikið af skyndihjálpargögnum, teppum. Recco-díóðurnar er hægt að festa á skíðaklossa eða bera í fötum. Þær eru mikilvægt hjálpartæki fyrir útilífsfólk og auðvelda leit stórlega, t.d. úr þyrlu. Mynd: gb farið út. Menn fikra sig áfram í þessu. Svonefnt áttavitamaraþon er viðamesti þátturinn í þessu.“ — Notið þið gönguskíði við leitir? „Já, við förum í gönguskíða- ferðir, en ein slík ferð er á nýliða- dagskránni. Hún er farin til að ganga úr skugga um að nýliðar hafi a.m.k. einu sinni farið á gönguskíði því ekki hafa allir prófað það sem hingað koma.“ - Hvaða búnað þurfa menn að eiga til að teljast gjaldgengir í sveitina? „Það er e.t.v. misskilningur hjá fólki að það þurfi að eiga ein- hvern búnað til að geta byrjað hérna. Það er ekki rétt. Hins veg- ar þarf fólk að kaupa sér vetrar- fatnað og gönguskíði eftir fyrsta árið ef það á slíkt ekki fyrir, einn- ig bakpoka og svefnpoka. En það kostar ekkert að vera í sveitinni sem slíkri." Tryggvi Sveinbjörnsson, for- maður, varð næstur fyrir svör- um um starfsemina. - Hvað eru margir í flugbjörg- unarsveitinni? „Virkir félagar eru um þrjátíu ferðum á vetrum þannig að við erum til taks hvenær sem er. Sem betur fer hefur ekki verið mikið um útköll undanfarin ár, þeim hefur farið fækkandi. Hvað flug- slys snertir þá er hægt að kalla til þyrlur til leitar og neyðarsendar vísa á staðinn. Það eru því ekki sendir út fjölmennir leitarflokkar í óvissuna heldur fer björgunar- leiðangur beint á staðinn sem neyðarsendirinn vísar á. Við sinnum líka stundum verkefnum eins og að bjarga fólki úr bílum í ófærð o.fl.“ - Hlutverk sveitarinnar er þá orðið breytt frá því sem var? „Við sinnum öllum hjálpar- beiðnum sem til okkar berast. Þetta er fyrst og fremst þjónusta við hinn almenna borgara." Starfsemin kostar mikið fé - Er ekki dýrt að reka sveitina? „Jú, það kostar mikið fé. Fyrir jólin förum við af stað með fjár- öflun með ýmsu móti. Lands- samtök björgunarsveita fóru af stað með nýja fjáröflun fyrir skömmu og það hefur létt á okk- ur að nokkru leyti. En við erum með stórt félagsheimili sem við leitartækjum o.s.frv. þótt alltaf sé hægt að gera betur." Samkeppni eða samvinna? - Hvernig er samstarfi Flugbjörg- unarsveitarinnar við aðrar björg- unarsveitir háttað? „Það hefur verið vaxandi sam- starf milli sveitanna og nú er komin sérstök svæðisstjórn sem er samræmingaraðili í leitum. Hér er um að ræða Hjálparsveit skáta, Flugbjörgunarsveitina og Slysavarnafélagið. Þetta hefur skapað meiri samvinnu. Þó er alltaf einhver rígur á milli sveit- anna og mér hefur ekki fundist vera nægilega mikið samstarf varðandi tækjakaup eða sam- ræmingu á slíkum kaupum. Við erum að berjast á sama fjáröfl- unarmarkaði fyrir sömu tækjum sem hægt væri að nýta og skipu- legga miklu betur. Eg sakna þess að hafa ekki meiri samvinnu en hana þyrfti að auka á svæðinu. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með þetta. Samkeppni er oft til góðs en stundum getur hún verið til miska. Það er ekki nægileg samvinna í þessum efnum." EHB Húselgn tfl sölu! Eyrarvegur 21 sem er 4ra herbergja parhús um 107 fm ásamt bílskúr er til sölu. Nánari upplýsingar gefa Torfi í síma 21010 og Stefán í símum 21717 og 21818. V_____________________I__________/ • Blaðaprentun • Tímaritaprentim • Tölvuprentun • Allt smáprent Vönduð vinna Góð þjónusta Dagsprent hf. Strandgötu 31 • Akureyri • ‘53?' 24222 Nýkomið glæsilegt úrval af peysum frá Favoriet og PQtTQVQ Skyrtum frá goLdress Hálsbindum frá Jammer & Leufgen og margt fieira % Smókingföt Kjólföt Klæðskeraþjónusta Verslið hjá fagmanni ATH. Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 10-12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.