Dagur - 13.10.1988, Side 8

Dagur - 13.10.1988, Side 8
8 - DAGUR - 13. október 1988 Þessi orð Kolbeins unga fyrir Örlygs- staðabardaga eru ekki tilefni þess að um bardagann verði rætt í þessari grein. Tilefnið er ráðstefna sem haldin var á Sauðárkróki fyrir nokkru. fíáð- stefnan var um fræðslumál á Norðurlandi vestra og þeir aðilar sem gengust fyrir henni voru Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki, Fræðsluráð Norður- lands vestra, Kennarasamband Norðurlands vestra og menntamálaráðuneytið. Yfirskrift þess- arar greinar eru lokaorð í ræðu Jóns F. Hjart- arsonar skólameistara, sem var einn af hvata- mönnum þess að ráðstefnan yrði haldin, og endaði hann ræðu sína, um hver væri ábyrgð sveitarfélaga við framkvæmd nýju framhaldsskóla- laganna, með þessari tilvitnun í Sturlunga sögu. Var fulltrúum skóla- og sveitarstjórna í kjördæminu boðið að koma á ráðstefnuna og varþátttaka góð, um 50 manns sóttu hana. Þá voru fulltrúar menntamálaráðuneytisins á ráðstefnunni, sem að sögn manna tókst nokkuð vel og þjónaði að mestu tilgangi sínum, þ.e. að vekja menn til umræðu og fá hugmyndir til úrbóta í fræðslumálum á Norður- landi vestra. Tilefni ráðstefnunnar voru aðallega nýju framhaldsskólalögin og ný lög um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í félags- og fræðslumál- um. Fjallað var um 5 málaflokka og að loknum framsöguerindum voru málaflokkarnir teknir til umfjöllunar í starfshópum. Fjölmennt var á ráðstefnunni um fræðslumál og að loknum framsöguerindum var fundarmönnum skipt upp umræðuhópa um tiltekna málaflokka. Málaflokkarnir fimm sem voru til umræðu voru: 1. Verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga í fræðslumálum. Frummælendur; Örlygur Geirsson frá mennta- málaráðuneytinu og Áskell Ein- arsson framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga. 2. Hver er ábyrgð sveitarfélaga við framkvæmd nýju framhalds- skólalaganna? Frummælendur; Jón F. Hjartarson skólameistari og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri. 3. Grunnskólar á Norðurlandi vestra, samstarf skóla, skipulag o.fl. Frummælandi var Guð- mundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri. 4. Fullorðinsfræðsla, tón- listarskólar og búnaðarmenntun. Frummælandi var Stefán Jónsson formaður Fræðsluráðs Norður- lands vestra. 5. Staða kennara í dreifbýli. Frummælendur; Ólafur J. Arnbjörnsson aðstoðarskóla- meistari og Inga Þórunn Hall- dórsdóttir yfirkennari. Skólarnir eins og undanvillingar í samfélaginu í tilefni ráðstefnunnar var aðal hvatamaður hennar, Jón Frið- berg Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki, tekinn tali og inntur eftir niðurstöðum ráðstefnunnar og fleiru sem tengdist henni. Fyrst var rætt um nýju framhaldsskóla- lögin og gefum Jóni orðið: „Á undanförnum árum hafa verið gerðar margar tilraunir til að koma lögum í gegn á Alþingi um framhaldsskóla, það hefur ekki tekist vegna þess að það hef- ur alltaf strandað á fjárlaga- kaflanum. Ágreiningur hefur verið um það hvort framhalds- skóli eigi að vera kostaður af ríkissjóði eða sveitarfélögum, eða af þessum aðilum til samans. Það var núna sl. vor sem fyrst tókst að koma lögum yfir fram- haldsskóla. í þeim lögum eru ákvæði um það að ríkið greiði all- an rekstur, en að sveitarfélög taki þátt í stofnkostnaði sem nemur 40%, á móti 60% hluta ríkisins. En í lögunum eru engin ákvæði um það hvaða sveitarfélög það eru, þannig að skólarnir eru eins og undanvillingar I samfélaginu, það er enginn sem ber ábyrgð á þeim. Ríkið á að greiða rekstur- inn, það er á hreinu, en hvaða sveitarfélög eiga að borga stofn- kostnað, er ekki á hreinu. Kveikjan að þessari ráðstefnu um daginn, í og með, er sú að það horfir til vandræða á Norðurlandi vestra, öðrum kjör- dæmum fremur, þar sem sveitar- félögin eru svo mörg og álíka stór. Það er ekki eins og á Norðurlandi eystra, þar sem Akureyrarbær er mun burðugra sveitarfélag til að taka þátt í stofnkostnaði á móti ríkinu, eitt og sér. Það sama er í Reykjavík og á suðvesturhorninu, þar eru sveitarfélögin svo sterk. Það hafa t.d. öll sveitarfélögin sjö á Suður- nesjum sameinast um þetta, það er ekkert að því að gá, þar liggur allt á hreinu. En hvort Siglfirð- ingar, Hofsósingar, Blöndósing- ar, Skagstrendingar og Hvamms- tangabúar sjá sér hag í því að standa að uppbyggingu skóla- mannvirkja á Sauðárkróki, er opin spuming, það er ekkert svar sem liggur við því, Þess vegna

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.