Dagur - 13.10.1988, Page 9

Dagur - 13.10.1988, Page 9
13. október 1988 - DAGUR - 9 Jón F. Hjartarson, skólamcistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, flutti fróölega ræðu á ráðstcfnunni um ábyrgö sveitarfclaga við fram- kvæmd nýju framhaldsskólalaganna, auk þess sem hann sagði frá slæmri aðstöðu Fjölbrautaskólans á Sauöárkróki, samanborið við aðra framhaldsskóla. finnum við mjög svo fyrir þessari óvissu. Landinu á að skipta upp í skólasvæði Núna á t.d. að skipa 5 manna skólanefnd, menntamálaráð- herra skipar formann, en fjóra nefndarmenn þurfa sveitarféiög- in að sameinast um að tilnefna. Hvernig á að standa að því? Því er ekki svarað í nýju framhalds- skólalögunum. Það er engin verkstjórn heldur í gangi um það hvernig þessi mál á að leiða til lykta. Það hefði verið eðlilegra að sveitarfélögin kæmu öll saman, og ríkisvaldið, til þess að taka ákvörðun. Menntamála- ráðuneytið sendi út bréf til 11 sveitarfélaga, af þeim 32 á Norðurlandi vestra, og biður þau að tilnefna menn í samvinnu við hina. Þá þarf hvert þeirra að taka upp málið, þannig að þetta er mjög þungt í vöfum. Það er því eitt vandamálið, hvernig á að skipa í skólanefnd. Það er nú svo að það gæti verið alveg óháð því hvort viðkomandi sveitarfélag væri greiðandi í stofnkostnaði eða ekki.“ - Það er því þannig í þessum nýju lögum að allar skólanefndir verða að vera skipaðar fimm mönnum, án þess að hver skóli hafi verið skoðaður fyrir sig. „Já, það er svo yfir alla línuna. Ég gerði nú reyndar athugasemd við frumvarpið þegar það lá fyrir, að það vantaði í það að landinu væri skipt upp í skólasvæði. Ef landinu væri skipt upp þá væri það lögum bundið hvaða tilteknu sveitarfélög ættu að eiga aðild að skólanum, þá væri ekki verið að velkjast í vafa um þetta. Stofn- kostnaður verði greiddur af rík- inu. Ein af ályktunum ráðstefnunn- ar tekur á þessum tveimur þátt- um sem ég hef verið að tala um. Hún var frá starfshópi sem fjall- aði um fyrstu tvo málaflokkana; Verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga í fræðslumálum og Hver er ábyrgð sveitarfélaga við fram- kvæmd nýju framhaldsskólalag- anna? Ráðstefnan skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því, í fyrsta lagi, að allur stofnkostnað- ur verði greiddur af ríkinu eða þá að það verði skýr ákvæði um það í lögum hvaða sveitarfélög eigi að greiða stofnkostnað í hverjum skóla fyrir sig, taka af allan vafa um það. Landinu yrði þá skipt upp í skólasvæði og var ég nú einn af þeim sem stóðu að tillögu um það með hvaða hætti það gæti gengið. Við tókum saman hönd- um nokkrir sveitarstjórnarmenn og skólamenn fyrir nokkrum árum og héldum fundi á Sauðár- króki, Garðabæ og ísafirði. Lögðum þá fyrir alla þingflokk- ana fullmótað frumvarp fyrir framhaldsskóla, sem ekki hafði þann ágalla sem fylgir nýju lögunum nú. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra? Þá var lagt til á þessari ráðstefnu, að héraðsnefndir skipuðu þessa 4 fulltrúa í skólanefnd, einn fyrir V.-Húnavatnssýslu, einn fyrir A.-Húnavatnssýslu, einn fyrir Skagafjarðarsýslu og einn full- trúa fyrir Siglufjörð. Þá um leið væri Fjölbrautaskólinn orðinn formlega kjördæmisskóli Norðurlands vestra og að því tilefni væri rétt að breyta nafni hans yfir í Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, það var einnig lagt til. Það var líka bent á það, og gerði ég það m.a. í erindi mínu, að með samanburði á stöðu framhaldsskólanna um landið allt þá höfum við verið afskiptir í fjárveitingum á undan- förnum árum, svo að til vand- ræða horfði. Bygging bóknáms- hússins er orðin mjög tímabær, það er brýnt að hefjast handa sem fyrst. í þriðja málaflokknum, um grunnskóla á Norðurlandi vestra, samstarf skóla og skipulag, komu fram ábendingar og óskir um það að samstarf Fjölbrautaskólans og grunnskólanna yrði aukið og tengslin styrkt. Það komu beinar áskoranir um það að Fjölbrauta- skólinn myndi koma upp hjá sér öflugri tölvudeild sem sinnti endurmenntun kennara á grunn- skólastigi á Norðurlandi vestra. Það var líka talað um aukið samstarf á sviði fullorðins- fræðslu, sem kom fram í fjórða málaflokknum. Við vorum reyndar búnir að ákveða það áður að standa að könnun á eftir- spurn eftir fullorðinsfræðslu í kjördæminu. Það verður væntan- lega gert núna í vetur. Um full- orðinsfræðslu, tónlistarskóla og búnaðarmenntun voru gerðar ályktanir, t.d. var bent á það að það væri ambögulegt að taka út launaþátt kennara við tónlistar- skóla og setja þann eina þátt á herðar sveitarfélaga, í stað þess að hafa það eins og öll önnur kennaralaun, að ríkið greiddi þau. Atvinnukennarar á landsbyggðinni og íhlaupakennarar í Reykjavík í fimmta og síðasta málaflokkn- um var rætt um stöðu kennara í dreifbýli. Það sem mér fannst merkilegast koma fram þar, og var í erindi Ólafs J. Arnbjörns- sonar aðstoðarskólameistara, er að sérstaða kennara á lands- byggðinni er mjög mikil. Hún felst ekki einungis í staðsetning- unni sjálfri, heldur líka í því að skólarnir eru það litlir að kennar- arnir eru í faglegri einsemd. Þeir eru einir, þeir geta ekki jafn auð- veldlega unnið saman, eins og í stóru skólunum þar sem eru 3-4 kennarar í hverju fagi. Þannig að þeir hafa meiri þörf fyrir það að sækja ráðstefnur, kynningar og sýningar í Reykjavík. Það þarf að viðurkenna þann þátt í skóla- haldi að þessir skólar þurfa meira fé til ferðalaga kennara heldur en skólar á suðvesturhorninu, svo dæmi sé tekið. Þessu sýndu emb- ættismenn ráðuneytanna, sem á ráðstefnunni voru, mikinn skilning. Svo var Ólafur með þá kenningu að það væri nokkuð merkileg þróun að eiga sér stað í kennarastarfinu. Það væru at- vinnukennarar einungis úti á landi, og íhlaupakennarar í Reykjavík. Kennarar vildu fyrst og fremst kenna kennsluskyldu sína og vera síðan í öðrum störfum, ekki vera með neina yfirvinnu. En úti á landi er þetta þveröfugt." Stórkostlegt, praktískt vandamál - Hvern telur þú vera aðal vand- ann í nýju lögunum? „Það er mikil umræða núna um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, það eru ekki allir ásáttir með hvaða hætti þetta eigi að vera, að grunnskólarnir fari á herðar sveitarfélaganna og fram- haldsskólarnir á ríkið. Lögin kveða það óskýrt á um stofn- kostnaðinn að það er stórkostlegt praktískt vandamál, a.m.k. fyrir okkur sem störfum í skólunum. Það verður að segjast líka að vandi skólanna hefur ekki síst verið fólginn í því að sveitarfélög eru illa stödd fjárhagslega, t.d. á Norðurlandi vestra. Það má segja að eina sveitarfélagið í kjördæm- inu sem hefur alltaf greitt eins og áætlanir gera ráð fyrir, er Hóla- hreppur. Allir reikningar eru greiddir og alltaf er skuldastaðan núll. Útistandandi skuldir sveit- arfélaganna við skólann eru núna um 2,7 milljónir króna, við rétt höfum fyrir launum og fjármunir liggja ekki á lausu. Þeir gera sér hins vegar allir grein fyrir því þessir herramenn sem verið er að rukka, að það þarf að greiða þessar skuldir, en þeir bara geta það ekki.“ - Nú tóku sveitarstjórnar- menn þátt í þessari ráðstefnu? „Jú, jú, fulltrúum allra sveitar- félaga var boðið að sækja ráð- stefnuna. Þetta var 50 manna ráðstefna, og sveitarfélögin eru 32, þannig að það mættu ekki nándar nærri allir. T.d. voru nú Siglfirðingar lokaðir inni vegna skriðufaila. Eftir framsöguerind- in var svo skipt upp í umræðu- hópa eftir áhugasviði hvers og eins, og tóku allir þátt í þeim. Það þarf að skilgreina framfærsluvísitölu framhaldsskólanna Aðalatriðið fyrir okkur er að skilgreina umbótaþarfir í kjör- dæminu í fræðslumálum, það var eiginlega markmiðið með þessari ráðstefnu. Að ná fram skilgrein- ingu á því hvar þarf að taka til höndunum, hvað þarf að laga. Það tókst, tel ég.“ - Hvenær heldur þú að þú sjáir þá árangur? „Ég geri ráð fyrir því, að t.d. þessir embættismenn seni eru núna að hefja störf við reglugerðasmíði, á reglugerðum sem tengjast þessum lögum sem núna eru í gildi, að þeir þurfi að meta það hverjar eru í raun og veru fjárþarfir skólanna. Eigin- lega þarf að skilgreina fram- færsluvísitölu framhaldsskóla. Ef þeir hafa fengið beint í æð, bæði heyrt og hlustað á kennara og sveitarstjórnarmenn hér á Norðurlandi vestra ræða þessi vandamál hispurslaust og opin- skátt, þá eru þeir betur í stakk búnir til þess að taka skynsamleg- ar ákvarðanir. Það gæti skiluð sér þannig, óbeint. Að vísu er ég nú í einni nefndinni sem á að gera tillögur um með hvaða hætti reglugerðirnar eiga að vera, þannig að ég kem örugglega til með að leggja gott til málanna.“ Skólinn má ekki staðna - Nú talaðir þú um í erindi þínu hve margir nemendur af Norður- landi vestra hafi farið í annað framhaldsnám undanfarin ár, en Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. „Já, undanfarinn áratug hafa að meðaltali um 600-700 nemendur þurft að sækja fram- haldsnám af Norðurlandi vestra, ár hvert. Haustið ’86 fóru 324 nemendur annað, þannig að verulega þarf að bæta stöðuna, stækka skólann og gera honum betur kleift að ná þessum nemendum, svo að þeir yfirgefi ekki Norðurland vestra. I erindi mínu skoraði ég á stjórnmála- menn að beita sér fyrir því að það yrði eitthvað gert, t.d. í byggingu bóknámshússins. Það er líka mjög afdrifaríkt fyrir okkur að fá fram verksamning um það hve- nær eigi að byggja það. En að vera í þessari óvissu ár frá ári og vita ekkert hvað verður, er baga- legt. Ef maður tekur mið af því í kringum sig hvað framhaldsskól- ar hafa fengið mikið fjármagn til sín, t.d. Verkmenntaskólinn á Akureyri, skólarnir á Akranesi og ísafirði og víðar, þá verður maður bara miður sín að hugsa til þess hvílíkt fátæktarástand er hérna miðað við þessa staði. Svo að ég segi það, ef það er nokkur réttlæting fyrir því að veita auka- fjárveitingu til nokkurs fram- haldsskóla í landinu, þá er það til Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki. Skólinn má ekki staðna, við verðum að stækka hann og efla.“ -bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.