Dagur - 15.11.1988, Page 1

Dagur - 15.11.1988, Page 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. nóvember 1988 217. tölublað Gránufélagsgötu 4 Akureyri - Sími 23599 s Húsavík: Átök um byssu - maður særðist á fæti Maður á Húsavík særðist á fæti aðfaranótt laugardags er skot hljóp úr byssu er hann reyndi að ná af drukknum syni sínum. Lögreglan, sem kölluð hafði verið á vettvang, náði byssunni af unga manninum áður en frekari slys hlutust af. Málið er enn í rannsókn. Ekki er að fullu ljóst hve alvarleg meiðsli maðurinn hlaut en þau munu ekki vera talin mjög alvarlegs eðlis. Lögregla var kölluð í hús eitt í bænum aðfaranótt laugardagsins vegna ungs manns sem var ofur- ölvi og hafði átt í útistöðum við föður sinn. Er lögreglan var kom- in á vettvang hafði ungi maður- inn náð í haglabyssu og hleypti hann af skoti í gegnum hurð inni í húsinu. Þá réðst faðirinn til inn- göngu í herbergið til unga mannsins og freistaði þess að ná af honum byssunni og kom lög- regla strax til aðstoðar. Til átaka kom um byssuna og svo slysalega vildi til að skot hljóp úr byssunni og í fót föðurins. IM Skíðalyftan á Siglufirði: Höfða Samvinnu- trygginga mál - á hendur Viðlagasjóði? „Ég trúi því varla ennþá að viðlagatrygging hafi sagt nei,“ sagði Asgrímur Sigurbjörns- son, umboðsinaður Samvinnu- trygginga í Siglufirði, en for- svarmenn Viðlagatryggingar Islands neituðu fyrir skömmu að greiða tjón að upphæð 3,7 milljónir króna sem varð á skíðalyftu Siglfirðinga síðasta vetur. Eins og flestir muna skemmd- ist skíðalyfta í Siglufirði vegna snjóflóða síðastliðinn vetur. Lyftan hefur verið brunatryggð frá árinu 1984 hjá Samvinnu- tryggingum en reglur um bruna- tryggingar kveða á um að allar brunatryggðar fasteignir skuli jafnframt vera viðlagatryggðar. Þar sem lyftan skemmdist ekki af völdum bruna töldu samvinnu- tryggingamenn að viðlagatrygg- ingin myndi bæta skaðann. Nú er ljóst að svo verður ekki og hefur lögfræðingi Samvinnutrygginga, Gunnari M. Guðmundssyni hrl., verið falið að sækja kröfuna á hendur Viðlagasjóði íslands. Ásgrímur Sigurbjörnsson sagði að á næstu dögum yrði Ijóst hvernig Samvinnutryggingar myndu bregðast við gagnvart bæjarfélaginu en eftir öllum sólar- merkjum að dæma myndi trygg- ingafélagið fara þá leið að kaupa kröfuna á Viðlagasjóð af Siglu- fjarðarbæ og innheimta hana með málssókn ef þurfa þætti. EHB Kátur var ekki sérlega kátur þegar hann mætti til árlegrar hundahreinsunar sem fram fór í Gróðrarstöðinni á Akur- eyri fyrir skömmu. Guðmundur Knudsen dýralæknir og cigandi hundsins Gísli Kristinsson eru hins vegar hinir kát- ustu með dagsverkið. Mynd: Tt.v Þrefait fleiri atviimuleysisdagar Fjöldi atvinnuleysisdaga hér á landi hefur þrefaldast á einu ári, frá því í október á síðasta ári og þar til ■ síðasta mánuði. I október árið 1987 voru skráðir 4600 atvinnuleysisdagar á landinu öllu á móti 15.300 í sama mánuði í ár. Mikil umskipti hafa því orðið á vinnumarkaðinum á þessu ári. Hafa ber í huga að í oktober á síðasta ári var mikil þensla á vinnumarkaðinum, en Ijóst er að atvinnustigið í nýliðnum oktobermánuði er Iakara en í októbermánuði um árabil, seg- ir í yfirliti um atvinnuástandið sem Vinnumálaskrifstofa félags- málaráðuneytisins hefur tekið saman. í síðasta mánuði voru skráðir samtals 15.300 atvinnuleysisdag- í síðasta mánuði miðað við október í fyrra ar á landinu öllu, en það er aukn- ing frá septembermánuði upp á 4200 daga, eða 37%. Þessi fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga jafn- gildir því að 706 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í október á móti 514 í sept- ember. Skráð atvinnuleysi nú svarar til 0,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum í mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Aukningin var mest á Norðurlandi Eystra, 2200 dagar og á Suðurnesjum þar sem skráðum atvinnuleysisdög- um fjölgaði um 1000. Af einstöku stöðum varð aukning skráðra atvinnuleysisdaga mest í Ólafs- firði um 1000 dagar, á Húsavík Valur Arnþórsson: „Mjög óhress með viimu- brögð Fijálsrar verslunar‘ 1 frétt í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er fullyrt að mjög þungt hljóð sé í Val Arn- þórssyni, fráfarandi kaup- félagsstjóra KFA, vegna ákvörðunar stjórnarinnar um eftirmann hans. í fréttinni er sagt að Valur muni alltaf hafa ætlað sér að ákveða eftirmann- inn sjálfur og hafi ekki átt von á að stjórn KEA kæmi í veg fyrir það. í samtali við Dag sagðist Valur vera mjög óhress með vinnu- brögð Frjálsrar verslunar í þessu máli. „Þeir birta þarna slúður- frétt. Þeim hefði verið í lófa lagið að bera hana undir mig áður en hún var prentuð og fá að vita hver er sannleikurinn í málinu. Það gera þeir ekki, heldur prenta slúðrið beina leið og hleypa því út á meðal almennings." Að sögn Vals vildi hann ekki hafa afskipti af því hver yrði hans eftirmaður í stöðu kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. „Eg tel yfirleitt mjög óeðlilegt og mjög óheppilegt að fráfarandi menn ráði því hverjir verði þeirra eftirmenn. Slíkir menn starfa að sjálfsögðu á ábyrgð viðkomandi stjórna og það eru því stjórnirnar sem eiga að velja þá.“ Sjá „Frétt Frjálsrar verslunar úr lausu lofti gripin“, bls. 2. tæplega 900 dagar, þá voru skráðir atvinnuleysisdagar um 600 í Reykjvík og um 500 í Kefla- vík. í síðasta mánuði bárust Vinnu- málaskrifstofunni tilkynningar frá fyritækum um uppsagnir á milli 500-600 starfsmanna. Á síð- ustu þremur mánuðum þar á undan höfðu skrifstofunni borist slíkar tilkynningar sem tóku til um 1200 starfsmanna, eða sem næst 1% af mannafla á vinnu- markaði. mþþ Sauðárkrókur: Bflþjófiiaður og mfldl ölvun um helgina - ekið á rollu og tvö hross Síðasta helgi var frekar anna- söm hjá lögreglunni á Sauðár- króki og mikið um ölvun. Til- raun var gerð til bílþjófnaðar á 3 bflum og tókst sú tilraun á fjórða bflnum, en bflþjófurinn var eltur uppi af lögreglunni og gripinn. Það var aðfaranótt laugar- dagsins sem bílaþjófurinn var á stjái, lögreglan gat rakið slóð hans og fyrir utan það að vera mikið ölvaður var þjófurinn aðeins 16 ára að aldri. Hann var einn af nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem voru í heimsókn um helgina og kepptu við kollega sína í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki í hinum ýmsu grein- um íþrótta. Að sögn lögreglunn- ar þurfti hún að hafa mikil afskipti af nokkrum Suðurnesja- mönnum vegna ölvunar þeirra og atferlis á almannafæri og sagði hún að þetta væri ekki í fyrsta skiptið þegar um skólaheimsókn- ir er að ræða. Eitthvað var um útafkeyrslur bíla og ekið á girðingar vegna mikillar hálku en aldrei var um alvarleg tilfelli að ræða. Sl. föstudagsmorgun var ekið á rollu í Blönduhlíð og var hún aflífuð á staðnum. Aðfaranótt sunnudags var svo ekið á 2 hross við bæinn Útvík, er bíl var ekið inn í hóp af hrossum. Annað hrossið var aflífað strax á staðn- um og hitt skömmu seinna, en það brotnaði mjög illa á fótum. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögregluþjóns hefur lausa- ganga hrossa og sauðfjár við vegi verið mikið vandamál í Skaga- firði og sagði Björn að þrátt fyrir að mikið hafi verið brýnt fyrir bændum að fjarlægja kvikfénað frá vegunum, þá kæmu alltaf upp óhöpp sem þessi. Spurning er hvað langt þarf að ganga þar til allir bændur fjarlægja fénað sinn og hross frá vegunum. -bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.