Dagur


Dagur - 15.11.1988, Qupperneq 6

Dagur - 15.11.1988, Qupperneq 6
\~ 6 - ÐAQUR^'15. nóvemfarer 1988 Síldarfjölskyldan ásamt þeim sem vinna að framleiðslunni, Helga, Þorsteinn, Bára, Guðmundur, Sólveig og Börkur. „Sfldin kemur og sfldin fer....“, svo segir í texta söng- ieiks eftir þær Iðunni og Krist- ínu Steinsdætur sem frumsýnd- ur var á Húsavík fyrir tveimur árum. Síldin er komin, það hefur ekki farið fram hjá nein- um sem fylgist með fréttum í fjöhniðlum, og sfldin er söltuð og svo fer sfldin. Hvaðan sfldin kom eða hvert hún er að fara er ekki mikið fjallað um. Á Húsavík ER sfldin, allan ársins hring. Það fer ekki mikið fyrir henni og það muna ekki alltaf allir eftir henni, þó hafa nokkr- ir einstaklingar sitt lifibrauð af úrvinnslu síldarafurða. í húsi rækjuvinnslunnar á Höfða er annað fyrirtæki í eigu Fiskiðjusantlags Húsavíkur með húsnæði. Þetta eru íslenskir sjáv- arréttir sem framleiða síldarrétti undir nafninu Kúttersíld. Krydd- anganin mætti blaðamanni Dags í dyrunum er hann heimsótti fyrir- tækið í síðustu viku. Þá voru fáir í vinnu við fiskvinnslu hjá fisk- iðjusamlaginu og enginn að vinna við rækjuvinnsluna, en vinnslan við síldina gekk sinn vanagang. Þrjár konur unnu við að setja tómatsíld í bakka ásamt Berki Emilssyni, verkstjóra og mat- reiðslumeistara, Guðmundur Aðalsteinsson verkstjóri í rækju- vinnslunni hjálpaði til við pökk- unina og síðan gekk Þorsteinn Jónasson frá kössunum á lagern- um. Alls eru níu tegundir af síldar- réttum framleiddar undir merki Kúttersíldar, þetta er kælivara sem hefur 3-4 mánaða geymslu- þol. „Ég tel að þetta sé ódýrasta áleggið á markaðinum," sagði Börkur. „Síldin inniheldur mikið af A og D vítamínum, auk fleiri vítamína og er holl og góð. Þessa stundina erum við að pakka marineraðri síld í tómatsósu, þessi sósa er algjörlega fitulaus og ætti því að vera hollari en hin- ar sósurnar. Mér finnst hún mjög góð á bragðið, ekki síðri en hinar en þær eru: Grafsíld, dillsíld, lauksíld og karrýsíld. Þetta eru allt saman þróaðar uppskriftir, sömu uppskriftirnar og notaðar voru áður en fyrirtæk- ið var keypt frá Kópavogi fyrir nokkrum árum. Við framleiðum einnig tvær gerðir af salötum, reyksíldarsalat og síldarsalat og svo erum við með kryddsíld í búrgundarvínsósu og marineraða síld með lauk. Mesta salan er í karrýsíldinni og marineruðu síld- inni og svo er mjög góð sala í síldarsalötunum, en ég held að það sé vani hjá fólki að kaupa sömu vörurnar, því þetta eru allt jafngóðar vörur og við ætlum frekar að reyna að auka söluna á þeim vöruflokkum sem hingað til hafa selst minna heldur en að koma með nýja vöruflokka á markað. Kúttersíld hefur lítið verið kynnt og lítið verið auglýst en samt er salan mjög góð og söluaukning um 30% milli ára. Við framleiðum einnig sósur í ýsurétti fyrir fiskbúðina, þeir hafa selst vel og við erum að hugsa um að bjóða þá til sölu víðar.“ - Seljið þið síldarvörurnar um allt land og eru nokkur vand- kvæði á að framleiða slíka mat- vöru úti á landi fyrir markað í Reykjavík? „Já, við seljum um allt land, þó er helst að Austurland verði útundan vegna erfiðra sam- gangna. Síldin er send suður með bílum, tvisvar í viku og engin Níu Ijúffengir síldarréttir. Fremst er síldarsalat og reyksíldarsalat, síðan eru kryddsíld og marineruð síld í dósum og fimm gerðir af sfld í bökkum: Grafsfld, tómatsíld, dillsfld, lauksfld og karrýsfld.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.