Dagur - 15.11.1988, Síða 7

Dagur - 15.11.1988, Síða 7
8?í1!5: nóvember.1988^+'DAGUR 7 sögðu þær að á þessum vinnustað tíðkaðist að karlmennirnir hituðu kaffið, vöskuðu upp og skúruðu gólfin og væri þetta hið ágætasta fyrirkomulag. Sjö manns vinna að jafnaði við síldarvinnsluna og þessa dagstund voru Bára Her- mannsdóttir, Sólveig Guðmunds- dóttir og Helga Sigurgeirsdóttir við vinnu. Þær létu allar vel af síldarvinnslunni en voru spurðar hvort þær hefðu upplifað hið eina sanna síldarævintýri. Bára sagð- ist hafði búið í Flatey á síldarár- unum og unnið við fiskverkun en ekki var söltuð síld í eyjunni. Sólveig er svo ung að ekki þýðir að spyrja hana um síldarárin en Helga upplifði hina einu sönnu síldarstemmningu og það meira að segja á síldarplani á Raufar- höfn. Hún saltaði tvö sumur hjá Óðni á Raufarhöfn í sumarfíinu sínu og auk þess saltaði hún á plani á Húsavík. Nú hefur Helga Guðmundur Aðalsteinsson pakkar. Slappað af í kaffistofunni: Börkur, Bára, Helga og Guðmundur. Þorsteinn Jónasson. Síldin komin í kassa og tilbúin til að senda á markað. vandkvæði eru á þeim flutning- um. Svo sé ég ekkert því til fyrir- stöðu að hægt sé að stækka fyrir- tækið og hefja útflutning, en í fyrra voru flutt út um 30 tonn af síld í sósum á vegunt Sölumið- stöðvar lagmetis.“ - Hvaðan færðu hráefnið? „Síldin kemur af bátum sem landa hér og hún er fryst í pönnur, en auðveldara er að marinera síld sem búin er að frjósa heldur en nýja síld.“ Nú var kominn kaffitími hjá starfsfólkinu og því skroppið á kaffistofuna til að ræða við síld- arstúlkurnar sem voru að koma sér fyrir með kaffi í könnum, unnið við Kúttersíld í tvö ár en segir aðspurð að ekkert sé líkt með úrvinnslu á síldinni og söltuninni fyrr á árum hvað stemmningu og rómantík varðar. „Þetta er allt öðru vísi,“ segir Helga og líklega mun hin marg- umrædda stemmning ekki vera bundin við hráefnið, síld, heldur söltun á síldarplani. Kaffitími starfsfólksins er fljót- ur að líða og það heldur aftur í vinnslusalinn til að pakka ang- andi síldarréttinum í bakkana. Vinnustaðnum sínum eru þau búin að lýsa á þessa leið: „Lítill og þægilegur og hér ríkir góður andi.“ IM Frá samkomu á sal Barnaskóla Húsavíkur 2. nóv. er minnst var að 80 ár voru liðin frá því að gamla Barnaskólahúsið var tekið í notkun. Halldór Valdimarsson, skóla- stjóri Barnaskóla Húsavíkur, minntist þess við athöfn á sal skólans þann 2. nóv. sl. að þá voru 80 ár liðin frá vígslu gamla barnaskólahússins á Húsavík. Árni Sigurbjarnarson skólastjóri tónlistarskólans lcikur á harmóniku ásanit einuni nemenda sinna. Myndir: im I ávarpi sínu sagði Halldór að þetta væri merkur dagur í sögu skólahalds á Húsavík. Frá 1908 til 1945 hefði allt skólahald á Húsavík farið fram í liúsinu, bæði kennsla barna og unglinga. Unglingaskólinn hefði verið flutt- ur úr húsinu 1945 en barnaskói- inn hefði fengið núverandi hús- næði 1960. Þá var gamla barna- skólahúsið flutt af grunni sínum við Borgarhól, á lóð við Stóra- garð og hefur síðan þjónað sem íbúðarhúsnæöi. Sagði Halldór að á næstunni yrði einn liður náms- ins að fjalla urn sögu skólahalds á Húsavík, bæði yðri rætt um skólahaldið og nemendur ynnu að verkefnum sem því tengdust í skólanum. Halldór sagði að ekki væru nema rétt um 100 ár síðan fyrst hefði verið um skólahald að ræða á staðnum og það hefði tal- ist til forréttinda að fá að læra, t.d. lestur og skrift. Halldór benti nemendum skól- ans á að kynna sér fróðlega grein eftir Sigurjón Jóhannesson, fyrr- verandi skólastjóra, í greininni væri m.a. sagt frá aðstöðu í gamla barnaskólahúsinu fyrr á árum og erfiðleika við kyndingu þess, en komið hefði fyrir að blekið hcfði frosið í kennslustof- unum. Greinin birtist í Víkur- blaðinu 3. nóv. sl. ásamt nokkr- um gömlum myndurn setn gaman er að skoða. Að lokum fór Halldór nokkr- um orðum um aðstöðumun nem- enda í dag eða fyrr á árum, er margir hefðu búið við fæði og klæði af skornum skammti, slæmt heilsufar, fátækt og erfiðleika, benti hann á að í dag byggju nemendur í hlýjunt og björtúm húsum og flestir hefðu allt til alls. Að ávarpinu loknu sungu nem- endur tvo sálma en skólastjórarn- ir, Halldór og Árni Sigurbjarnar- son, skólastjóri Tónlistarskólans léku undir á harmonikur. Einnig lék Árni ásamt einum nemenda sinna og nemendur sjötta bekkj- ar skemmtu með söng og hljóð- færaslætti. í tilefni þessara tímamóta barst skólanum íslenski fáninn að gjöf frá Soroptimistaklúbbi Húsavík- ur, er fáninn ætlaður til að setja upp í sal skólans. IM Sjöttubekkingar skemmta með söng og undirleik. Barnaskóli Húsavíkur: 80 ár frá vígslu gamla skólahússins

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.