Dagur - 15.11.1988, Síða 10

Dagur - 15.11.1988, Síða 10
10 - DAGUR - 15. nóvember 1988 Jl íþróttir Jj 1. deild í blaki: Létt hjá KA á móti Fram - en stelpurnar töpuðu fyrir UBK KA vann átakalítinn sigur 3:0 á Fram í 1. deildinni í blaki á laugar- daginn í íþróttahúsi Glerárskóla. Strax á eftir töpuðu KA-stúlkurn- ar 3:0 fyrir íslandsmeisturum Breiðabliks. Leikur KA og Fram mun ekki fara á blakspjöld sögunnar sem áhrifa- mikill kapítuli í sögu íþróttarinnar á íslandi. Framararnir mættu rétt með í lið og það var því meira formsatriði en nokkuð annað aö ljúka leiknum. Það var þó smá kraftur í þeim fyrstu hrinunni og var þetta eina hrinan sem gaman var að horfa á. Eins og oft áður virkuðu KA-dreng- irnir frekar slappir í byrjun, en tóku sig þó á og sigruðu örugglega. í annarri hrinunni fengu allir vara- ntenn KA að spreyta sig og átti þá Framliðið sér örlitla viðreisnar von. En það þurfti ekki meira á slaka gestina og voru úrslitin í þeirri hrinu 15:8 fyrir KA. I þriðju hrinunni fór að gæta kæru- leysis hjá KA mönnum og gengu þeir bláklæddu á lagið. Hvað eftir annað mistókust uppgjafir og einfalt upp- spil hjá heimamönnum og allt í einu var staðan orðin 11:2 fyrir Fram. Nú leist Fei þjálfara ekki á blik- una, hann spilaði reyndar ekkert í leiknum, og skipti öllum lykil- mönnunum inn á. Þeir tóku strax við sér og náðu að jafna 14:14 og síðan innbyrða sigurinn 17:16 á seinustu stundu. Framliðið er mun slakara en HSK liðið, sem kom hér seinast í heim- sókn. Það virtist miklu fremur sem þeir væru komnir hér af skyldu en ánægju og bar leikur þeirra þess merki. KA liðið verður ekki dæmt eftir þessum leik, til þess var mótstaðan of lítil. Varamennirnir fengu að spreyta sig og er það af hinu góða. Hætt er þó við því að þegar Þróttarar koma um næstu helgin að róðurinn verði erfiðari og verða þá allir að leggja sig mun meira fram en í þess- um leik. Slakt hjá KA-stelpunum gegn Breiðabliki KA-stúlkurnar höfðu lítið í sterkt Breiðabliksliðið að gera. Kópavogs- stúlkurnar, sem töpuðu seinasta leik í deildinni óvænt, ætluðu greinilega ekki að falla í sömu gryfu aftur og léku af miklum krafti. Þær höfðu meira að segja kallað Sigurborgu Gunnarsdóttur, Blak- mann íslands árið 1987, til liðs við sig aftur, en hún hefur lítið æft í vetur vegna anna í skóla. Hún er einn besti uppspilari í 1. deildinni og lék hún samherja sína oft snyrtilega uppi. Á sama tíma gekk lítið upp hjá KA-stelpunum. Uppgjafir misfórust, sendingar heppnuðust ekki og smössin fóru í netið. Blikarnir unnu því fyrstu hrinuna örugglega 15:4. KA klóraði í bakk- ann í annarri hrinunni og náði að skora 11 stig í þeirri hrinu. í seinustu hrinunni gekk allt upp hjá Blikunum og urðu því KA-stúlkurnar að sætta sig við 3:0 tap enn eitt skiptið. Bestan leik hjá KA áttu Karitas Jónsdóttir og Hrefna Brynjólfsdótt- ir. Hjá Blikunum bar mest á Sigur- borgu og Hildi Grétarsdóttur. KA átti í litlum erfiðleikum með Fram í 1. deildinni í blaki Guðmundur Jónsson sést hér skora úr horninu gegn Selfossi. Mymi: jóh Sund: HSÞ í 1. deild - ásamt UMSK HSÞ liði í sundi tryggði sér sæti í 1. deild í sundi á bikarmeistara- mótinu í sundi sem haldið var í Sundhöllinni í Hafnarfirði. Það var lið UMSK sem sigraði í 2. deild en HSÞ var í öðru sæti og þessi tvö lið keppa því í 1. deild að ári. Liðin sem féllu úr 1. deild HSK og UMFB höfðu skamma vidvöl í 2. deild og féllu niður í 3. deild. Úrsltin urðu þannig: Stig 1. UMSK 17.560 2. HSÞ 17.516 3. UMSB 16.505 4. Ármann 16.218 5. HSK 15.997 6. UMFB 14.313 Handknattleikur 2. deild: Tvö töp hjá Þórsumm fyrir sunnan um helgina - fyrir ÍH 23:20 og 27:19 fyrir Selfossi Karlalið Þórs í handknattleik, sem leikur í 2. deild, hélt suður nú um helgina og spilaði tvo leiki. Á föstudagskvöldið spilaði liðið við ÍH og tapaði naumlega 20:23. Á laugardaginn voru Selfyssingar andstæðingar þeirra og mættu Þórsarar þar sterku liði og töpuðu 19:27. Naumt gegn ÍH Leikurinn gegn ÍH á föstudagskvöld- ið var lengstum nokkuð jafn. Þór byrjaði vel og komst í 3:0 en ÍH svar- aði með fimm mörkum í röð. Sunn- anmenn skoruðu þrjú mörk það sem eftir var hálfleiks og leiddu í hálfleik, 8:6. í seinni hálfleik hélt ÍH í horfinu og munurinn var minnstur tvö mörk á liðunum. Lokastaðan var 23:20 eins og áður sagði. Mörk ÍH skoruöu Höröur Karlsson 5, Við- ar Sigurðsson 4, Sigþór Jóhannsson 4, Ragnar Guðlaugsson 1, Ásgeir Ólafsson 7 og Ólafur Kristjánsson 2. Mörk l’órs gerðu Sævar Árnason 7, Páll Gíslason 8, Guðmundur Óli Jónsson 3, Sölvi Ingólfsson 1 og Ingólfur Samúelsson 1. Stórt tap á Selfossi Selfoss náði strax undirtökum í leiknum á laugardaginn. Fyrstu mín- úturnar leiddu þeir með tveimur mörkum, virtust ákveðnir í sókn og léku fasta vörn. Snemma í hálfleikn- um fengu þeir dæmd á sig þrjú víti í röð og þar með komust Þórsarar yfir, 5:4. Það sem eftir var hálfleiks var Þórsliðið nánast að kljást við einn mann, Einar Gunnar Sigurðsson, sem skoraði 5 mörk í fyrri hálfleik. Þetta er leikmaður sem örugglega á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Þessi stórleikur Einars Gunnars kom Selfyssingum á bragðið og þeir höfðu yfir í hálfleik, 14:9. í upphafi síðari hálfleiks voru Ein- ar Gunnar og Erlingur Klemensson ákveðnir við mark Þórs og skoruðu grimmt. Þegar 10 mínútur voru liðn- ar af hálfleiknum var staðan orðin 20:11 fyrir Selfoss. Þórsarar komu meira inn í leikinn eftir þetta en munurinn á markatöfl- unni var of mikill til að Þórsarar gætu unnið hann upp, enda við sterkt lið að etja. Lokastaðan varð því 27:19 fyrir Selfoss. Einar Gunnar Sigurðsson var best- ur Selfyssinga og maður leiksins. Hjá Þórsurum áttu þeir Gunnar Gunn- arsson og Guðmundur Óli ágætan leik. Einnig var Páll Gíslason sterkur og öryggið uppmálað í vítaskotum. Mörk Selfoss skoruðu: Einar Gunnar Sig- urðsson 9, Erlingur Klemensson 5, Smári Stefánsson 4, Sigurður Þórðarson 3, Sverrir Einarsson 2, Grímur Hergeirsson 3, Magnús Sigurðsson 1. Mörk Þórs skoruðu: Páll Gíslason 7, Gunn- ar Gunnarsson 3, Hörður Harðarson 2, Krist- inn Hreinsson 2, Guðmundur Óli Jónsson 2, Aðalbjörn Svanlaugsson 1, Atli M. Rúnars- son 1, Sævar Árnason 1. JÓH Hópurinn sem er i Austurríki efri röð: Helmut Maicr þjálfari, Egill I. Björnsson, Haukur Arnórsson, Valdimar Valdimars- son, Vilhelm Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Arnór Gunnarsson. Fremri röð: Jón Ingvi Árnason, Kristinn Björnsson, Þórdís Hjörleifsdóttir, Anna María Malmquist, Guðrún H. Kristjánsdóttir og Kristinn Svanbergsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.