Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. janúar 1989 16. tölublað miJW \ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Sigurður Þorvaldsson frá Sleitustöðum: Varð 105 ára í gær - elsti núlifandi íslendingurinn Elsti núlifandi íslendingur, Sigurður Þorvaldsson frá Sleitustöðum, varð 105 ára í gær, 23. janúar. Sigurður dvelst á Hjúkrunar- og dvalar- heimili aldraða á Sauðárkróki og hefur verið þar sl. 5 ár. Hann er nokkuð hress, miðað við háan aldur, að vísu ekki göngufær en sest daglega í hjólastólinn sinn og lét enga undantekningu verða á því í gær, á 105. afmælisdeginum sínum. Vinir og vandamenn héldu honum veislu og var glatt á hjalla. Sigurður fæddist 1884 á Mið- húsum í Mýrarsýslu en ólst upp í Álftártungukoti í sömu sveit. Hann tók kennarapróf í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og kenndi eftir það á Hvítárbakka í Enn vantar snjo í Hlíðarfjall Þrátt fyrir ofankomu um helg- ina og fagrar bænir, hefur enn ekki sett niður nægan snjó í Hlíðarfjalli þannig að hægt sé að renna sér þar á skíðum. ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skíðastaða sagði í samtali við Dag í gær, að enn þyrfti um 30 cm af snjó í viðbót, en þeir þurftu frá að hverfa í gær þegar fara átti af stað með troðara. Skíðamenn verða því að bíða enn um sinn, en ívar lofaði því, að um leið og færi gæfist yrði opnað í Fjallið. VG Borgarfirði í tvo vetur, 1905-06. Þaðan lá leiðin til Danmerkur þar sem Sigurður menntaðist enn frekar í kennaranáminu og var hann þar í 3 ár. Er til íslands kom, 1910, gerðist Sigurður kennari á ísafirði og kenndi þar til 1916. Árið 1914 keypti Sigurð- ur jörðina Sleitustaði í Hóla- hreppi í Skagafirði og með kennslunni á veturna sinnti hann búskapnum á sumrin. Hrepps- stjóri Hólahrepps var Sigurður til fjölda ára. Árið 1910 kvæntist Sigurður Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum og eignuðust þau 12 börn, 8 komust á fullorðinsár og eru 6 þeirra á lífi í dag. Guðrún dó 1969. Sigurður brá búi á Sleitustöðum í kringum 1965 en bjó þar ætíð þar til hann fór alfar- inn á Dvalarheimilið 1983. -bjb „Rauða ljósið“ iogaði glatt í Alþýðuhúsinu á Akureyri sl. sunnudag á fundi formanna A-flokkanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Fundarstjórar voru þeir Heimir Ingimarsson, til vinstri og Hreinn Pálsson. Myníl: GB Jón Baldvin utanríkisráðherra, „á rauðu ljósi“ í Alþýðuhúsinu á Akureyri: ÚtUokar ekkí aö ríkisstjómin grípi inn í komandi kjarasamninga - „menn eiga að ná jöfnuði í kjarasamningunum,“ segir Ólafur Ragnar „Er ekki kominn tími til að við förum að ræða í alvöru hvað það er sem sundrar okkur eða sameinar okkur? Hvernig vilj- um við að þjóðfélagið þróist þegar kemur fram á næstu öld?“ spurði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðu- flokksins, fundargesti á fundi hans og Olafs Ragnars Gríms- sonar, fjármálaráðherra og formanns Alþýðubandalags- ins, á rauðu Ijósi í Alþýðuhús- inu á Akureyri sl. sunnudag. Fundurinn var fjörlegur en jafnframt þótti hann sá málefna- legasti til þessa í fundayfirreið þeirra félaga. Víða var komið við, allt frá pólitískri söguskoðun í víðu samhengi og til framtíðar- Helgidagalöggjöfm brotin: Kirkjan á grænu ljósi en ráðherrar á rauðu „Ég tek það fram að þessir ágætu menn ætluðu ekki að vanvirða kirkjuna,“ sagði sr. Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur á Akureyri, en eins og kunnugt er vöktu prestarnir í Akureyrarsókn athygli á því með útvarpsauglýsingu á sunnudag að opinber fundur þeirra Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar var haldinn á friðhelgum tíma þjóðkirkjunnar. Samkvæmt lögum um friðhelgi helgidaga frá 1926 er tíminn frá kl. 11.00 til 15.00 friðhelgur og er bannað að halda opinbera fundi eða skemmtanir á þeim tíma. Sr. Norðurleið felldi niður ferð í gær: í þriðja skiptið á átta árum Norðurleið hf. felldi niður áætlunarferð sína milli Akur- eyrar og Reykjavíkur í gær vegna veðurs og færðar. Frá því fyrirtækið hóf daglegan akstur milli þessara staða árið 1981 hefur aðeins tvisvar þurft að fella ferð algerlega niður. Að sögn Þorsteins Kolbeins hjá Norðurleið hf. þótti ekki ráð- legt að senda áætlunarbílana af stað í gærmorgun þar sem útlit var fyrir vonskuveður. Auk held- ur höfðu áætlunarbílarnir í fyrra- dag lent í mestu erfiðleikum á þessari leið. Bíllinn sem fór úr Reykjavík á sunnudagsmorgun komst við ill- an leik í Hreðavatnsskála og sneri þar við. Til Reykjavíkur var hann ekki kominn fyrr en á þriðja tímanum aðfaranótt mánudags. Bíllinn sem lagði af stað frá Akureyri á sunnudags- morgun lenti í hrakningum þegar hann var kominn í Fornahvamm og sóttist ferðin seint eftir það. Til Reykjavíkur var hann kom- inn um fjögurleytið aðfaranótt mánudags. jóH Þórhallur benti aðstandendum fundarins góðfúslega á að verið væri að brjóta helgidagalöggjöf- ina með fundarhöldum á þessum tíma, en hér væri um lög að ræða sem Alþingi hefði sett, ekki þjóð- kirkjan. Þeir sem að fundinum stóðu, þ.m.t. annar ráðherrann, tjáðu honum að þeim þætti miður að geta ekki breytt tímasetningu fundarins og frestað henni til kl. 15.00. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur í Glerársókn, sagði að hann hefði haft samband við Ámunda Ámundason, skipu- leggjanda fundaherferðarinnar, fyrir tveimur vikum og bent hon- um á að opinber fundarhöld á þessum tíma brytu í bága við lög. Ámundi tjáði Pálma að þrátt fyr- ir að búið væri að útbúa auglýs- ingar vegna fundanna yrði unnið að því að breyta tímasetning- unni. Það dæmi hefði þó greini- lega ekki gengið upp og því fór sem fór. EHB drauma íslenskra jafnaðarmanna. Ríkisstjórnarsamstarfið fékk sinn skerf og Jón Baldvin gerði upp við fyrrum samstarfsmenn sína í Sjálfstæðisflokknum með miður fallegum orðum. Formennirnir svöruðu fyrir- spurnum fundarmanna. Meðal annars voru þeir spurðir út í kjaramálin og hvernig ríkis- stjórnin myndi standa að kom- andi kjarasamningum. Fjármála- ráðherra sagðist fastlega gera ráð fyrir erfiðum kjarasamningum. „í þeim mun blasa við þessi stóra spurning: Vilja menn stuðla að því að efnhagsstjórnunin takist? Vilja menn stuðla að því að við náum hér stöðugleika í verðlagi og drögum úr skuldum eða ætla menn að sprengja þetta í loft upp. Ég hef sagt að í þessum kjarasamningum eigi menn að reyna að ná jöfnuði,“ sagði Ólaf- ur Ragnar. Jón Baldvin tók undir þessi orð fjármálaráðherra og sagði það mikilvægt að ekki verði „koll- steypa í kjaramálum" á þessu ári því stefnt sé að því að „sigla út þetta ár í stöðugleika." Utanrík- isráðherra útilokaði ekki að ríkis- stjórnin kunni áð grípa inn í komandi kjarasamninga. Orðrétt sagði hann: „Það getur vel verið. Ef hér verður upplausn og vit- leysa í kjaramálum, sem þýddi það að hér eigi að sprengja upp launastig í landinu, upp fyrir allt sem skynsamlegt getur talist, upp fyrir okkar greiðslugetu, þá ætla ég ekki að lýsa því yfir fyrirfram að það korni ekki til greina að ríkisstjórn hlutist til um kjara- samninga.“ óþh Sjá nánar á bls. 6 og 11.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.