Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1989 íþróttir r- Aðeins einn leikur í 1. deild - Sigurður skoraði fyrir Sheffield - Hörkukeppni í 2. deild - Wolves óstöðvandi í 3. deild Aðeins einn leikur fór fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag. Öðrum leikjum var frestað eða þeim hafði verið flýtt vegna landsleiks Englend- inga og Albana nú í vikunni. Sá leikur er liður í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar og því allt gert til að auka sigurlík- ur Englands. Það þurfti hins vegar aðeins að fresta einum leik í 2. deild, leik Sunderland gegn Chelsea þar sem mark- vörður Chelsea, Dave Beasant er í landsliðshópi Englands. Sá leikur sem fram fór í 1. deild var mikilvægur í fallbarátt- unni, leikur Sheffield Wed. gegn Úrslit 1. deild Sheflldd Wed.-Charlton 3:1 2. deild Oldhain-Shretvshury 3:0 Birminghain-Oxford 0:0 Bradl'ord-Barnsley 1:2 Brighton-Blackburn 3:0 Crystal Palace-Bournemouth 2:3 Hull City-Stoke City 1:4 Ipswich-Swindon 1:2 Leicester-Walsall 1:0 Plymouth-Portsmouth 0:1 Sunderland-Chelsea frestað Watford-Manchester City 1:0 W.B.A.-Leeds Utd. 2:1 3. deild Bristol City-Northampton 3:1 Bury-Gillinf>ham 1:0 Cardiff City-Manslield 0:0 Chcstcr-Bristol Rovers 0:2 Chesterficld-Southend 2:1 Fulham-Swansea 1:0 Huddersfleld-Aldershot 2:1 Port Vale-Blackpool 1:0 Prcston-Brcntford 5:3 Reading-Notts County 1:3 Wigan-Sheflield Utd. 1:2 Wolves-Bollon 1:0 4. deild Cambridge-Colchester 3:1 Carlisle-Exeter 1:0 Crewe-Hartlepool 3:0 Darlington-Lincoln 2:1 Halifax-Doncaster 2:0 Hereford-Peterborough 4:0 Leyton Orient-Burnley 3:0 Rotherham-Torquay 1:0 Scunthorpe-Rochdale 4:0 Stockport-Scarhorough 2:2 Tranmere-Wrexham 2:1 York City-Grimsby 0:3 Úrslit í síðustu viku. Deildabikarinn undanúrslit síðari leikur. Luton-West Ham 2:0 Luton leikur gegn Nottingham For. til úrslita á Wembley. 1. deild Arsenal-Millwall 0:0 Liverpool-Charlton 2:0 Tottenham-Aston Villa 2:0 Wimbledon-Derby 4:0 2. deild Bamsley-Watford 2:2 Blackburn-Sunderland 2:2 Bournemouth-Oldham 2:2 Chelsea-Hull City 2:1 Portsmouth-Ipswich 0:1 Shrewsbury-Plymouth 2:0 Stoke City-Birmingham 1:0 Swindon-Leicester 2:1 Walsall-Brighton 1:0 Leeds Utd.-Bradford 3:3 Manchester City-W.B.A. 1:1 Oxford-Crystal Palace 1:0 Charlton. Sheffield liðið hafði ekki sigrað á heimavelli í 5 mán- uði fyrir þennan leik og stigin því kærkomin. Ef til vill teícst nú hin- um nýja framkvæmdastjóra Ron Atkinson að snúa gæfuhjólinu sér í hag. Mikil barátta var í leikn- um, sem var ekki vel leikinn. David Hirst náði forystu fyrir heimaliðið á 30. mín. er hann komst inn í sendingu frá Peter Shirtliff ætlaða markverði. Charl- ton jafnaði þó strax, Paul Wil- liams komst í gegn, Chris Turner markvörður Sheffield varði skot hans, en missti boltann frá sér og Williams skoraði auðveldlega. Sheffield liðið gerði síðan út um leikinn á síðasta stundarfjórð- ungnum, Sigurður Jónsson skor- aði með skalla eftir aukaspyrnu Mark Proctor og 4 mín. síðar sendi Hirst fyrir rnark Charlton þar sem Tony Galvin var á rétt- um stað og skoraði. Sigurður Jónsson var besti maður liðs síns í leiknum sem nú hefur náð Charlton og O.P.R. að stigum. Þrjú lið falla úr 1. deildinni í vor og því veitir Sigurði og félögum hans ekki af sigrum um þessar mundir. 2. deild Chelsea er efst í 2. deild, en lék ekki á laugardag og Manchester City átti því möguleika á að korn- ast í efsta sætið. Til þess þurfti liðið þó að sigra Watford á úti- velli. Sá er kom í veg fyrir það var markvörður Watford Tony Coton. Undir Iokin er City sótti án afláts varði hann frábærlega frá Andy Hinchcliffe, Wayne Don Goodman skoraði bæði mörk W.B.A. gegn Leeds Utd. á sunnu- daginn. Sigurður Jónsson lék mjög vel fyrir Sheffield Wed. gegn Charlton og skoraði gott mark í leiknum. Biggins og Brian Gayle. Eina mark leiksins var skorað í fyrri hálfleik, Glyn Hodges átti þá góða sendingu á Iwan Roberts sem skallaði yfir Andy Dibble í marki Manchester City. Hodges átti síðar skot í slá og Roberts skaut yfir úr góðu færi, en undir lokin átti City leikinn og aðeins Coton kom í veg fyrir að leik- menn liðsins jöfnuðu leikinn. Blackburn er í þriðja sæti deildarinnar, en tapaði óvænt gegn Brighton 3:0. Eftir góða byrjun Blackburn í leiknum náði Brighton undirtökunum og hélt þeim til loka. Garry Nelson skoraði fyrsta markið eftir ein- leik, Kevin Bremner skoraði annað markið 5 mín. síðar og Nelson bætti þriðja markinu við um miðjan síðari hálfleik. Nel- son fékk síðan tvívegis tækifæri til að fullkomna þrennu sína und- ir lokin, en mistókst. Pað urðu einnig óvænt úrslit í leik Crystal Palace á heimavelli gegn Bournemouth. Pað virtist sem sigur Bournemouth væri í höfn á 55. mín. er liðið komst í 3:0 og virtist líklegt til að bæta við mörkum. John Williams skor- aði fyrsta markið með skalla á 22. mín., Mark O’Connor bætti öðru markinu við og 10 mín. eftir hlé skoraði Richard Cooke þriðja markið eftir frábæra sendingu Luther Blissett. Blissett átti síðan skot í þverslá, en Ian Wright mis- notaði vítaspyrnu fyrir Palace. Þegar 15 mín. voru til leiksloka skoraði John Pemberton fyrir Palace og aðeins mín. síðar bætti Wright öðru marki Palace við og liðið hafði allt í einu möguleika á stigi. En af því varð ekki og sanngjarn sigur Bournemouth í höfn. Stoke City vann stórsigur á úti- velli gegn Hull City. Carl Beeston skoraði tvö mörk, Gary Hackett og Nicky Morgan sitt markið hvor, en Billy Whitehurst fyrir Hull City. Birmingham er í neðsta sætinu þrátt fyrir að liðið tæki stig af Oxford í markalausu jafntefli. Walsall er einu stigi fyrir ofan Birmingham, en liðið tapaði gegn Leicester, Nicky Cross skoraði eina mark leiksins. Ipswich tapaði óvænt heima gegn Swindon þrátt fyrir að Simon Milton næði forystu fyrir Ipswich í leiknum. Steve White skoraði bæði mörk Swindon. Mice Ouinn skoraði sigurmark Portsmouth gegn Plymouth og var það fyrsti sigur Portsmouth í langan tíma. Barnsley sigraði Bradford á útivelli ineð mörkum þeirra David Currie og John MacDon- ald, en Mark Leonard gerði eina mark Bradford. Á föstudagskvöldið sigraði Oldham örugglega í hinum mikil- væga fallbaráttuleik gegn Shrewsbury 3:0. í 3. deild er Wolves óstöðvandi W.BA sigraði Leeds 2:1 - í toppslagnum í 2. deild A sunnudag léku W.B.A. og Leeds Utd. í 2. deild. Mjög mikilvægur leikur þar sem bæði þessi lið stefna að sæti í úrslitakeppninni í vor um lausa sætið í 1. deild. Heimamenn höfu heppnina með sér í leiknum og tókst að ná öllum þrem stigunum. Tvö mörk frá þeirra aðal markaskorara Don Goodman dugðu gegn bar- áttuglöðu liði Leeds Utd. Lið W.B.A. fékk óskabyrjun í leikn- um er Goodman skoraði eftir aðeins 25 sek., Colin West skall- aði til hans boltann og Marvyn iDay markvörður Leeds Utd. átti ekki möguleika á að verja við- stöðulaust skot hans. Leeds Utd. lét þetta þó ekki á sig fá og sótti nokkuð, Ian Baird lét verja frá sér úr góðu færi, en markvörður W.B.A. missti frá sér boltann og Micky Adams var vel með á nót- unum og jafnaði fyrir Leeds Utd. Sigurmark W.B.A. kom 8 mín. fyrir leikhlé, West náði knettinum áður en hann fór afturfyrir endamörk á hægri kanti, sendi síðan fyrir markið þar sem Goodman var fyrir og skoraði af stuttu færi. Goodman fékk tvö færi á að bæta við mörk- um í síðari hálfleik, en það var Leeds Utd. sem átti meira í leiknum. Stuart Naylor mark- vörður W.B.A. varði tvívegis vel frá Bobby Davison og varnar- menn W.B.A. þurftu oft að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að hinir hættulegu sóknarmenn Leeds Utd. jöfn- uðu. Úrslitin bæta mjög mögu- leika W.B.A. á sæti í úrslita- keppninni í vor, en að sama skapi eru þetta slæm úrslit fyrir Leeds Utd. eftir jafntefli í tveim heima- leikjum í röð. Howard Wilkinson framkvæmdastjóri liðsins reynir nú allt hvað hann getur til að kaupa leikmenn fyrir endasprett- inn í deildinni. Þ.L.A. og virðist ekkert geta komið í veg fyrir sigur liðsins þar. Liðið hefur mesta markaskorarann á Eng- landi um þessar mundir Steve Bull sem skorar í næstum hverj- um leik. Wolves er efst með 67 stig, en næst koma Port Vale 58, Bury 54 og Sheffield Utd. 53 stig. í 4. deild er Crewe efst með 59 stig, Scunthorpe 54 og Scar- borough 53 stig. Þ.L.A. Staðan 1 deild Arsenal 27 16- 7- 4 52:25 55 Norwich 26 14- 8- 4 39:28 50 Millwall 26 12- 7- 7 38:30 43 Coventry 26 11- 7- 8 34:26 40 Man.Utd. 25 10- 9- 6 35:21 39 Liverpool 24 10- 9- 5 32:20 39 Nott.Forest. 24 9-11- 4 34:26 38 Derby 25 11- 5- 9 29:24 38 Wimbledon 25 11- 5- 9 32:30 38 Tottenham 27 9- 9- 9 40:37 36 Everton 25 8- 9- 8 31:29 33 Middlesbro 26 8- 7-11 31:39 31 Aston Villa 26 7-10- 9 35:42 30 Luton 25 7- 8-10 27:31 29 Southampton 26 6-11-10 37:49 28 Charlton 27 6- 9-12 29:41 27 QPR 26 6- 9-11 24:24 27 Sheff.Wed. 26 6- 9-11 22:35 27 Newcastle 24 5- 6-13 22:44 21 West Ham 24 4- 6-14 20:41 18 2 . deild Chelsea 31 17-10- 4 64:32 61 Man.City 32 17- 9- 6 48:26 60 Blackhurn 32 16- 7- 9 52:46 55 Watford 31 15- 7- 9 45:32 52 W.B.A. 32 13-12- 7 49:31 51 Bournemouth 31 15- 5-11 37:36 50 Stoke 31 13- 9- 9 41:47 48 Ipswich 32 14- 5-13 47:42 47 Swindon 31 12-11- 8 46:38 47 Lecds Utd. 32 11-13- 8 40:32 46 liarnsley 32 12-10-10 43:42 46 C.Palace 30 12- 9- 9 47:39 45 Sunderland 31 11-11- 9 41:38 44 Portsmouth 32 11- 9-12 39:38 42 Lcicester 32 10-11-1139:44 41 Hull 31 10- 8-13 41:47 38 Oxford 32 10- 8-14 45:47 38 Plymouth 32 10- 7-15 36:46 37 Bradford 32 8-12-12 34:41 36 Brighton 32 10- 6-16 44:49 36 Oldham 32 8-12-12 51:51 36 Shrcwsbury 31 5-12-14 25:47 27 Birmingham 32 4- 9-19 19:54 21 Walsall 32 4-10-18 27:54 22

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.