Dagur - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 01.04.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1989 „Ég hef alla mína tíð verið mjög upptekinn af pólitík en af hverju ég varð það strax í barnæsku botna ég ekkert í. Ég var framsóknarmaður þangað til ég var fimmtán ára gamall og stóð t.d. með Framsóknar- flokknum í kjördæmamálinu í kosningunum árið 1959. Það var síðan ári seinna sem ég söðlaði um og gekk í Æskulýðsfylkinguna, félag sósíalista hér í Reykjavík. Ég hef stundum sagt um þetta að „Bréf til Láru“ hafi haft þessi áhrif en ég datt í að lesa bókina á þessum tíma. Menn verða aldrei samir eftir að hafa lesið þá bók.“ Þannig farast Svavari Gestssyni, menntamála- ráðherra, orð þegar hann er spurður um stjórn- málaáhugann. Hann er vestlendingur langt aftur í ættir en er þó að mestu leyti uppalinn í höfuðborginni. Þegar hann var níu ára gamall fluttist hann ásamt for- eldrum sínum vestur í Dali en þar var dvölin ekki löng því þrettán ára fór hann að heiman að mestu leyti og þá á ný til Reykjavíkur þar sem skólagangan tók við. Snemma valdist hann til ábyrgðarstarfa fyrir Alþýðu- bandalagið og þegar hann var 22 ára varð hann vara- fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Síðan þá hafa verkefnin verið næg, ekki síst á síðustu mánuðum í starfi menntamálaráðherra. Að stúdentsprófi loknu fór Svavar að vinna sem blaðamaður á Pjóðviljanum en byrjaði síðan í lögfræði í Háskóla íslands. Ekki lauk hann því námi heldur sneri við blaðinu og hélt til náms í heimspeki og sögu við háskóla í Austur-Berlín. Þegar heim kom lá leiðin aftur inn á Þjóðviljann þar sem Svavar var einn af ritstjórum blaðsins næstu 10 árin eða þar til hann var kosinn á þing árið 1978. Þetta var í fyrsta skipti sem hann tók þátt í kosningum til Alþingis og ekki var hann einasta kjörinn þingmaður heldur tók hann og strax sæti í ríkisstjórn fyrir flokkinn. „Jú, þetta var mikil breyting. Ég hafði reyndar varla komið fyrr í stjórnarráðið og vissi þar af leiðandi ekki hvernig þar var umhorfs. Og satt best að segja hafði ég ekki haft hugmyndaflug til þess að láta mér detta það í hug að ég væri á leiðinni þangað þó ég ins ljós á næstu mánuðuni. Og á mörgum hlutum megi taka á annan hátt en gert hafi verið. „Auðvitað er svigrúmið mikið til að taka stefnulega öðruvísi á hlutunum en gert hefur verið á undanförnum hálfum áratug. Við höfum sett í gang vinnu við svo að segja allt skólastigið, erum að fara yfir forskólastigið og undirbúa rammalöggjöf um það og þar að auki liggur nú fyrir í ráðuneytinu nær fullbú- ið frumvarp um breytingu á grunnskóla- lögunum sem ég ætla mér að sýna á Alþingi fyrir vorið. Við erum að fara yfir endurmat á inntaki framhaldsskólans og skoða stöðu hans í heild. Við stöndum frammi fyrir því að framhaldsskólanum er ætlað að vera fyrir alla sem þýðir að við þurfum að breyta náms- framboði og gera það sveigjanlegra en nú er. { þeim efnum viljum við undirbúa nýjar verki hvers skóla fyrir sig í framhaldsskóla- kerfinu. Dæmi um það sé hvernig Laugaskóli geti orðið gildur þáttur í framhaldsskólakerf- inu einmitt vegna þess að þar er hægt að bjóða upp á heimavist. Framundan mikil breyting á sviði endurmenntunar Svavar segir háskólann það skólastig sem stækka muni hvað hraðast á komandi árum. Nú eru um 6000 nemendur í háskóla en Svavar segir að spár geri ráð fyrir meira en helmings fjölgun á þessu skólastigi á næstu 25 árum. „En þá er ónefnt það menntunarstig sem á eftir að fjölga lang mest á í framtíðinni en það er endurmenntunin. Sú hugsun að menn Ijúki einhvern tímann námi og séu þar með fleygir og færir til 50 ára embættisfærslu úti í þjóðfélaginu er einfaldlega úrelt. Menn þurfa alltaf að vera að mennta sig og því höf- um við gjarnan viljað horfa á þetta á þann hátt að við reynum að sjá yfir allt náms- framboð símenntunar í landinu og þar erum við að tala um endurmenntun, fullorðins- fræðslu og margvísleg námskeið sem menn sækja. Dæmi um þetta eru námskeið fyrir fiskvinnslufólkið sem þarf að þróa til að þau geti verið hluti af skólaumhverfi landsins líka þannig að þetta nýtist fólki inn í framhalds- skóla eða aðra skóla og þetta myndi allt eina samfellu eins og kostur er í stað þess að menn lendi í öngstræti." Framhaldslíf Háskólans á Akureyri veltur á sjávarútvegsbrautinni Ríkisstjórnin hefur nýverið samþykkt að sjávarútvegsbraut megi taka til starfa við Háskólann á Akureyri frá næstu áramótum. Fyrir lig'gja ákveðnar tillögur um þessa braut sem Svavar segir að mönnum lítist að mörgu leyti mjög vel á. „Þarna er í rauninni ekki verið að búa til enn einn skóla sem er bara til að taka við stúdentaframboðinu heldur er þarna verið að setja upp atvinnulífsháskóla og ég held að framhaldslíf Háskólans á Akureyri sé ekki síst bundið því að þessi sjávarútvegsbraut verði myndug, af henni fari gott orð og að hún skili lífi og þekkingu út í atvinnufyrirtækin í sjávarútveginum. Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að þarna verði 8 nemendur á önn og að þeir taki t.d. að sér að vinna tiltekin verkefni í sjávar- útvegi í einstökum byggðarlögum, það verði hluti af námi þeirra og atvinnulífið og skól- inn tengist þannig mjög eindregið saman.“ löggjafinn ákveður og auðvitað verðum við að tryggja það að þetta verði sem árangurs- ríkast og hagkvæmast fyrir þjóðina og að menn séu ekki að eyða peningum í sömu verkefnin á mörgum stöðum. Ástæðan fyrir því að menn setja spurning- armerki er ekki síst sú að menn velta því fyr- ir sér hvort þær brautir sem þarna hafa verið hafi verið nógu góðar og á því er engin laun- ung að aðsókn að þessum brautum hefur ekki verið slík sem menn héldu. Þessar brautir eru báðar endurtekning á því sem til er annars staðar en með sjávarútvegsbraut- inni erum við ekki aðeins að skapa Háskólanum á Akureyri framtíðarlíf heldur framtíðarsérstöðu í íslensku skólaum- hverfi." Þarf að verja Háskólann á Akureyri áróðursáföllum Svavar er bjartsýnn á framtíð Háskólans á Akureyri. Hann segist þess fullviss að þessi skóli eigi eftir að skipta miklu máli fyrir atvinnulífið, ekki síst sjávarútveginn. „Síðan er þetta mikið byggðamál, það skiptir miklu máli að stofnunum þjóðarinnar verði dreift út um landið en séu ekki takmarkað við þessa fáu ferkílómetra hér á suðvesturhorn- inu. Ég tel enga ástæðu til að ætla annað en að mönnum takist að koma þessum Háskóla á Akureyri á legg en í því sambandi tel ég skipta miklu máli að farið sé af stað af gætni, ekki anað að hlutunum og að haldið verði vel utan um fjármunina meðal annars til þess að koma í veg fyrir að skólinn verði fyrir erfið- um áróðursáföllum úti í þjóðfélaginu. Það þarf að búa honum sem vinsamlegast umhverfi sem víðast á landinu og takist það þá óttast ég ekki um hann. Hins vegar má lengi tala um það hvað er háskóli. Er hann akademía eða „universitas“ eða er hann eitthvað annað? Eigum við að vera með tvenns konar háskóla, þ.e. starfs- háskóla og hins vegar fræðilegan háskóla? Þetta er umræða sem við eigum alveg eftir að fara í gegnum þó svo að við höfum mörg hver velt þessu mikið fyrir okkur. Ég held að við eigum þarna að nálgast hlutina sveigjan- lega eins og annars staðar og vera með marg- víslegar brautir og margvíslega áfanga í þessu námi eftir framhaldsskóla. Það skiptir miklu í sambandi við háskólaþróunina að okkur takist að þróa þetta í sátt og samlyndi og að skólarnir og einstakar stofnanir skól- anna nái sem best saman um hin sameigin- legu verkefni. Þó svo að menn keppi sín á milli þá þurfa þeir að vinna þétt saman ein- Erum að skapa Háskólanum jramtíðarsérstöðu í íslensku - segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, í helgarviðtali Dags væri í framboði. Þess vegna kom þetta bæði efnislega og tilfinningalega á óvart,“ segir Svavar en bætir því við að ekki hafi verið eins mikil viðbrigði að hefja störf á Alþingi þar sem hann hafi verið orðinn nokkuð hag- vanur eftir störf sem þingfréttamaður fyrir Þjóðviljann. „Þetta var mikið álag til að byrja með en ég var orðinn vanur þessum pólitíska vinnu- tíma eftir að hafa verið á blaðinu þar sem maður var oft að vinna fram á kvöld og nætur. Vinnuálag er þess vegna orðið mjög gamalt í mínu lífi og minnar fjölskyldu og maður er fyrir löngu hættur að kippa sér upp við þetta.“ Mörg járn í eldinum Svavar segir að vel sé unnið í menntamála- ráðuneytinu og þar hafi menn nú á prjónun- um ýmsar breytingar og endurbætur á íslenska menntakerfinu sem líta muni dags- brautir og öðruvísi en nú eru, tveggja ára brautir jafnt sem fjögurra ára brautir sem skili einhverjum réttindum inn í atvinnulífið. Hugmyndir eru uppi um meiri tengsl skólans við atvinnulífið og skref í þá átt er að við höfum ákveðið að meta störf úti á vinnu- markaði eða inni á heimilum sem 16 einingar til stúdentsprófs." Þess er að vænta að framhaldsskólar geti á komandi árum tekið upp nánara samstarf en nú er og með frumvarpi sem Svavar segir að nú liggi fyfir stjórharflokkunum verður skól- um á hverju svæði gert kleift að skapa sam- eiginlega samstarfsgrundvöll t.d. hvað varð- ar innritun, áfanga og námsbrautir. Þannig hefðu t.d. framhaldsskólar á Norðurlandi eystra með sér skipulega verkaskiptingu. Svavar segist ekki telja að framhald- skólarnir hafi á undanförnum árum verið að þróast hver í sína áttina. Hins vegar þurfi menn að gera sér grein fyrir stöðu og hlut- Svavar segir að huga þurfi að mörgum atrið- um í tengslum við stofnun sjávarútvegs- brautarinnar við Háskólann á Akureyri. Menn þurfi að átta sig á hvernig hún komi til með að tengjast öðrum skólum í landinum t.d. sjávarútvegsstofnun sem hugmyndin er að komi í Háskóla íslands, útgerðartækni- námi við Tækniskóla íslands, Fiskvinnslu- skólanum og fjölmörgum sjávarútvegsbraut- um við framhaldsskóla og grunnskóla. Margir hafa sett spurningarmerki við upp- setningu Háskóla á Ákureyri og telja að ekki sé nægilega staðið við bakið á Háskóla íslands og því sé ótímabært að huga að upp- setningu á öðrum háskóla í landinu. Svavar segir málið ekki horfa þannig við mönnum í menntamálaráðuneytinu. „Málið er einfaldlega þannig að löggjafinn hefur talað í þessu máli og samþykkt að þennan skóla skuli setja upp. Það er hlutverk okkar í ráðuneytinu að framkvæma það sem faldlega vegna þess að peningarnir eru tak- markaðir.“ Stanslaus rógur vegna Iausnar Sturlumálsins Þegar talið berst að samskiptum skólamanna við menntamálaráðuneytið segir Svavar augljóst að þar gæti tortryggni á ýmsum sviðum. í því sambandi nefnir hann svokall- að Sturlumál sem lauk fyrr í vetur þegar Svavar ásamt fjármálaráðherra bauð Stúrlu' Kristjánssyni 790 þús. krónur í bætur til við- bótar því sem Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra hafði boðið. „Síðan hef ég setið undir stanslausum rógi í blöðum frá alls konar liði vegna þessarar lausnar málsins sem hefur, að mínu mati, skólapólitískt innihald og á að sýna þá sam- stöðu sem við viljurn hafa með skólunum í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.