Dagur - 28.04.1989, Blaðsíða 6
'■ eSöfcÖtöR ^WsíaaigB? 26&8^Hlsfófe9
FUNDARBOÐ
Akureyrardeild S.Í.B.S. heldur fund á Hótel
KEA sunnudaginn 30. apríl n.k. kl. 14.00
Fundarefni:
Oddur Ólafsson formaöur S.Í.B.S. flytur ávarp.
Erindi flytja eftirtaldir læknar:
Davíö Gíslason ofnæmissérfræöingur:
Um ofnæmi og asma.
Friörik Yngvason lungnasérfræöingur:
Um súrefnismeðferð.
Jón Þór Sverrisson hjartasérfræðingur:
Endurhæfing hjartasjúklinga.
Fyrirspurnir að ioknum erindum.
Allir, sem hafa verið eða eru haldnir brjósthois-
sjúkdómum eru hvattir til að mæta á fundinn.
Við sjáum vel um
bílinn þinn
Allar tegundir bíla velkomnar
Viðgerðir
Réttingar
★ Sprautun
★ Blettun
★ Lakkskýrun
★ Motorstillingar
★ Eftirlit
★ Sumarskoðun
★ Bíla-þvottur
★ Sætahreinsun
★ Teppahreinsun
★ Bónþjónusta
★ Hjólbarðasala
★ Hjólharðaþjónusta
Sækjum - Sendum.
Möldursf.
Laugardagskvöldið 29. apríl
Dansleikur
Hin frábæra hljómsveit
Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi
Húsið opnar fyrir aðra en matargesti kl. 23.00.
Ver/'ð velkomin
Vegna forfalla eru til örfá borÖ
laus fyrir matargesti.
Borðapantanir í síma 22200
Sjálfsbjörg í Reykjavík:
Flytur í nýtt hús-
næði innan skannns
Á fjölmennum aðalfundi Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra í Reykja-
vík og nágrenni þann 30. mars
urðu nokkur umskipti í stjórn
félagsins. Hana sitja nú: Ragnar
Gunnar Þórhallsson form., Sig-
urður Björnsson varaform., Jón
H. Sigurðsson gjaldkeri, Ruth
Pálsdóttir ritari og Hildur Jóns-
dóttir vararitari. Til stendur að
félagið flytji í nýtt húsnæði, sem
nú er í byggingu að Hátúni 12,
Reykjavík. Par verður hin besta
aðstaða fyrir skrifstofur og glæsi-
legur samkomusalur, hvoru
tveggja sérstaklega byggt með
aðgengi fatlaðra í huga. Sjálfs-
björg treystir á góðar undirtektir
almennings við fjáraflanir félags-
ins á árinu eins og svo oft áður.
Stjórn Sjálfsbjargar fagnar
góðum árangri Lionshreyfingar-
innar í landssöfnuninni „Léttum
þeim lífið“ með sölu á rauðu
fjöðrinni. Rétt fjölfatlaðra ein-
staklinga til að búa á eigin heimiii
með þeirri þjónustu sem nauð-
synleg er teljum við ótvíræðan.
Við lýsum yfir ánægju okkar með
byggingu vistheimilis fyrir fjöl-
Ný stjórn Sjálfsbjargar í Reykjavík,
sem kjörin var á aðalfundinum.
Fremri röð, talið frá vinstri: Jón H.
Sigurðsson, Sigurður Björnsson.
Aftari röð, talið frá vinstri: Ruth
Pálsdóttir, Ragnar Gunnar Þór-
hallsson, Hildur Jónsdóttir.
fatlaða að Reykjalundi.
Stefna Sjálfsbjargar í hús-
næðismálum kemur fram í
stefnuskrá samtakanna. Kjarni
þeirrar stefnu felst í hugtakinu
„blöndun". Með blöndun er átt
við að fatlaðir eigi heima innan
um ófatlaða. Til þess að þetta
megi takast verður að uppfylla
ákveðnar kröfur: Húsnæði verð-
ur að vera aðgengilegt öllum.
Skipulag þarf að vera í lagi.
Nægileg þjónusta þarf að vera
fyrir hendi. Sjálfsákvörðunarrétt-
ur og sjálfstæði einstaklingsins
verður að sitja í fyrirrúmi.
Heimaþjónustu þarf ekki síst að
efla svo þessu markmiði verði
náð.
Þá lýsir stjórn félagsins yfir
stuðningi sínum við samstarf og
fyrirhugað átak S.E.M., Samtaka
endurhæfðra mænuskaddaðra og
Áhugahóps um bætta umferðar-
menningu. Kynning á afleiðing-
um umferðarslysa og viðhorfum
þeirra, sem hafa fatlast af völdum
slysa, teljum við mikilvægan þátt
í því að bæta umferðarmenning-
una og breyta hugarfari og hug-
myndum almennings þannig að
fatlað fólk verði metið til jafns á
við aðra þegna þjóðfélagsins.
Fréttatilkynning frá unglingaráði Hestamannafélagsins Léttis:
Mjög öflugt starf framundan
Unglingaráð var stofnað á vegum
Hestamannafélagsins Léttis á
aðalfundi félagsins í febrúar sl.
Unglingaráði er ætlað að hafa
yfirumsjón með unglingastarfi á
vegum félagsins svo og öðru sem
því tengist t.d. að hafa samstarf
við Æskulýðsráð Akureyrar
varðandi reiðskólann sem Æsku-
lýðsráð og Léttir reka í samein-
ingu.
Allir krakkar sem hafa áhuga á
hestum geta tekið þátt í almcnnu
unglingastarfi á vegunt Léttis,
s.s. reiðtúrum og námskeiðum.
Þau þurfa hins vegar að vera
félagsbundin til að taka þátt í
almennum mótum og keppni.
Aðeins eitt skilyrði er sett og það
er að allir krakkar beri öryggis-
hjálm þegar þau eru á hestbaki.
Á döfinni er að hafa eitthvað
fyrir alla krakka. Áhugamálin
eru mismunandi þótt áhuginn á
hestum sé fyrir hendi lijá öllum.
Mót og sýningar eru fyrir þau
sem vilja keppa, námskeið fyrir
þau sem vilja verða betri reið-
menn og útreiðartúrar eru fastur
liður flesta mánudaga.
Átta krakkar hafa verið valin
til að taka þátt í sýningu í Reið-
höllinni 5.-7. maí n.k. og eru þau
nú á fullu að undirbúa skemmti-
lega sýningu. Þeim sem ekki
komust í þann hóp gefst þó kost-
ur á að komast í Reiðhöllina og
horfa á, því ákveðið hefur verið
að ef næg þátttaka fæst verði far-
in hópferð með rútu til Reykja-
víkur þessa sömu helgi. Farið
verður síðdegis á föstudag og
komið heim á sunnudagskvöld.
Gist verður í skóla. Rútuna þarf
að panta með nokkrum fyrirvara
og þess vegna þarf að tilkynna
um þátttöku sem allra fyrst til
Kristínar í síma 26670. Þátttak-
endur þurfa sjálf að greiða ein-
hvern hluta kostnaðar vegna
þessarar ferðar.
Laugardaginn 29. apríl verður
firmakeppni á Breiðholtsvelli.
Þar verður m.a. keppt í unglinga-
flokki. Firmakeppni er mjög
skemmtileg keppni fyrir alla.
Vikuna 8.-12. maí er gert ráð
fyrir að halda námskeið í hesta-
íþróttum fyrir þá krakka sem
vilja keppa á íþróttamótum. Því
námskeiði lýkur með íþróttamóti
um hvítasunnuhelgina. Laugar-
daginn 20. maí verður kattaslag-
ur á vegum íþróttadeildar Léttis.
Vikuna 22.-26. maí verður
almennt reiðnámskeið fyrir alla
krakkaflokka, bæði byrjendur og
framhalds. Þessu námskeiði lýk-
ur með því að haldið verður (í
fyrsta skipti) sérstakt mót barna
fyrir krakka og unglinga, þá eink-
um fyrir þau sem tóku þátt í nám-
skeiðinu.
í byrjun júní verður svo enn
Út er komið annað tölublað af
Efnahagsumræðunni, hagfræði-
riti sem fjallar um efnahagsmál
líðandi stundar. Að þessu sinni
er fjallað um annars vegar heil-
brigðisþjónustu hins opinbera,
og hins vegar um húsbréfakerfið
og þeirri spurningu varpað fram,
hvort húsbréf séu peningar. Þá er
reynt að meta efnahagsleg áhrif
húsbréfanna, og eru helstu niður-
stöður þess eftirfarandi:
1. Húsbréfin hafa flesta eigin-
leika peninga. Þau eru ríkis-
tryggð, hafa mikla innbyrðis sam-
svörun, hafa þekkt verðgildi og
ljúka víðskiptum. Þau hafa því
alla burði til þess að verða pen-
ingar í hagkerfinu. Útgáfa þeirra
getur því magnað verðbólguna ef
ekki er rétt að málum staðið. Þá
geta þau fengið víðtækara gjald-
miðilshlutverk en á fasteigna-
markaðnum.
2. Sparnaðarheigðin í þjóð-
félaginu setur húsbréfakerfinu
óhjákvæmilega skorður, því ekki
er hægt að gefa út fleiri húsbréf
en sparnaðareftirspurn bréfanna
gefur tilefni til, nema það hafi
eitt námskeiðið, í þetta skipti á
vegum fræðslunefndar Léttis. Þá
kemur kennari úr Reykjavík,
Trausti Þór Guðmundsson og
leiðbeinir bæði fullorðnum og
þeim krökkum sem lengst eru
komin á keppnisferlinum.
í unglingaráði eru: Benedikt
Sigurðarson sími 24661, Guðrún
Hallgrímsdóttir sími 23862,
Kristín Jósteinsdóttir sími 26670,
Hugrún ívarsdóttir sími 24339 og
Haukur Sigfússon sími 22969 og
þau veita allar nánari upplýsing-
ar.
áhrif á raunvirði þeirra til lækk-
unar. Áhrifin eru að færri lán
verða afgreidd en áður, en gert er
ráð fyrir hærra lánsfj árhlutfalli til
fasteignakaupenda en í núver-
andi kerfi.
3. Ef um offramboð húsbréfa
verður að ræða hefur það víðtæk
áhrif á vaxtastigið í þjóðfélaginu.
Sömuleiðis hefur það mjög verð-
bólguhvetjandi áhrif, bæði
almennt og á fasteignamarkað-
inn.
4. Tilkoma húsbréfakerfisins
mun skerða verulega getu Seðla-
bankans til að sinna því hlutverki
í hagkerfinu sem honum er
ætlað, þ.e. að stjórna peninga-
magni hagkerfisins og að vinna
að stöðugu verðgildi krónunnar.
5. Fullyrðingar um að húsbréfa-
kerfið muni bæði auka innri fjár-
mögnun á fasteignamarkaðnum
og lækka útborgunarhlutfallið
eru á misskilningi byggðar.
Af ofangreindu má ráða að fátt
bendir til þess að hið nýja hús-
næðiskerfi, eins og það er útfært,
muni leysa hið gamla (með viss-
um lagfæringum) af hólmi sem
be.tra kerfi, nema síður sé.
Út er komið annað tölublað
af Efnahagsumræðunni:
Fjallar um efnahags-
mál líðandi stundar