Dagur - 28.04.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 28. apríl 1989
Orlofshús
Frá og með þriðjudeginum 2. maí hefst
útleiga á orlofshúsum neðanskráðra félaga
vegna sumarmánaðanna.
Húsin eru leigð til viku í senn og ber að greiða viku-
leiguna við pöntun á húsunum.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt um húsin sl. 3 ár
hafa forgangsrétt til 9. maí nk.
Félag málmiðnaðarmanna.
Skipagötu 14, sími 26800.
Sjómannafélag Eyjafjarðar.
Skipagötu 14, sími 25088.
Trésmiðafélag Akureyrar.
Skipagötu 14, sími 22890.
AKUREYRARBÆR
Félög, félagasamtök
stofnanir
Upplýsingarit um sumarstarf og tómstunda-
iðju fyrir börn og unglinga á þessu sumri
verður gefið út á næstunni.
Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum í
þetta rit eru beðnir að senda þær til Æskulýðs-
ráðs Akureyrar Strandgötu 19 fyrir 5. maí n.k.
Æskulýðsráð Akureyrar, sími 22722.
KENNARA-
HÁSKÓLI
ÍSLANDS
Almennt kennara-
nám til B. ED.-prófs
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara-
nám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní.
Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum.
Umsækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní,
þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein
fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf
eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs svo og
náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undir-
búning.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum
fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík,
sími 91-688700.
Rektor.
Laugardagur kl. 13:45
17. LEÉKVIKA- 29. APRIL1989 m m m
Leikur 1 Aston Villa - Middlesbro
Leikur 2 Luton - Derbv
Leikur 3 Man. Utd. - Coventry
Leikur 4 Millwall - Tottenham
Leikur 5 Q.P.R. - CharKon
Leikur 6 Sheff. Wed. - West Ham teningur
Leikur 7 Wimbledon - Newcastle
Leikur 8 C. Palace - W.B.A.
Leikur 9 Hull - Watford
Leikur 10 Oxford - Man. City
Leikur 11 Portsmouth - Blackburn
Leikur 12 Stoke - Leeds
Símsvari hjá getraunum á
laugardögum eftir kl. 16:15 er
91-84590 og -84464.
Ftjálsar íþróttir:
fþróttir
Agætur árangur
Norðlendinga
- á Meistaramóti 15-22 ára
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum, 15-22 ára, var haldið
í Keykjavík og á Laugarvatni.
Þegar hefur verið sagt frá
árangri UMSE-keppenda en
við skulum líta á bestu afrekin
hjá öðrum keppendum af
Norðurlandi.
í flokki 19-22 ára kvenna var
Hulda Ólafsdóttir framarlega;
hún lenti í 2. sæti í langstökki
með 5,09 og varð í 4. sæti í 50 m
spretti á 6,8 sek. Þuríður Þor-
steinsdóttir úr UMSS lenti í 2.
sæti í kúluvarpi og varpaði kúl-
unni 10,03 metra.
í sama aldursflokki drengja
varð Helgí Sigurðsson UMSS í 3.
sæti í 50 m spretti á 6,0 sekúnd-
um. Hann lenti síðan í 4. sæti í
langstökki með 6,43 m. Friðrik
Steinsson UMSS lenti í 4. sæti í
50 m grindarhlaupi á 8,2 sek. I
hástökki varð Guðmundur S.
Ragnarsson USAH í 4. sæti með
I, 85.
í stúlknaflokki, 17-18 ára, bar
mikið á Berglindi Bjarnadóttur
UMSS. Hún sigraði í 50 m hlaupi
á 6,7 sekúndum og sigraði einnig
í kúluvarpi með 11,70 m kasti.
Hún lenti síðan í 3. sæti í 50 m
grindahlaupi á 8,2 sekúndum og
varð síðan í 5. sæti í langstökki
með 5,24.
í drengjaflokki 16-17 ára sigraði
Ágúst Andrésson UMSS í kúlu-
varpi og varpaði hann kúlunni
II, 99 m.
í meyjaflokki, 15-16 ára, sigr-
aði Guðný S. Björnsdóttir HSÞ í
hástökki með 1,55 m stökki.
Sigurlaug Gunnarsdóttir UMSS
stökk einnig 1,55 en notaði fleiri
tilraunir og lenti í 3. sæti. Sigur-
laug lenti síðan í 2. sæti í þrí-
stökki án atrennu með 7,14 m.
Jóhanna S. Kristjánsdóttir
HSÞ lenti í 2. sæti í kúluvarpi
með 9,58 m kasti.
í sveinaflokki, 15-16 ára, sigr-
aði Hilmar Frímannsson USAH
á 6,3 sekúndum eftir hörku-
keppni. í langstökki sigraði Arnar
Sæmundsson UMSS með 6,13 m
stökki. I 2. sæti varð Atli Guð-
mundsson líka úr UMSS. Arnar
gerði sér síðan lítið fyrir og sigr-
aði einnig í hástökki með 1,80 en
annar þar varð Ingvar Björnsson
USAH. Hákon Sigurðsson HSÞ
lenti í 2. sæti í langstökki án
atrennu með 2,82 m stökk. í þrí-
stökki án atrennu sigraði Arnar
Guðmundsson UMSS með 8,82
og Hákon lenti í 2. sæti með 8,67.
Ingvar Björnsson USAH nældi
sér í annað silfur með því að
varpa kúlunni 10,58 metra.
Berglind Bjarnadóttir UMSS stóð
sig vel á meistaramóti 15-22 ára í
frjálsum íþróttum fyrir skömmu.
Mynd: bjb.
Fijálsar íþróttir:
Þóra keppir á
móti á Kýpur
- með íslenska úrvalsliðinu
Þóra Einarsdóttir frjálsíþrótta-
kona úr UMSE hefur verið
valin til að keppa með íslensku
frjálsíþróttaúrvali á leikum
smáþjóða sem haldnir verða á
Kýpur um niiðjan maí. Þóra
mun keppa í hástökki en hún
hefur sýnt miklar framfarir í
þeirri grein á síðasta ári.
Það eru 60 íslenskir íþrótta-
menn sem munu keppa á þessum
leikjum; bæði landsliðin í körfu-
knattleik, blaklandslið karla og
hluti af sundlandsliðinu og svo
frjálsíþróttamennirnir.
Liðið sem vann Firmakeppnina fyrir hönd Dags. F.v. Jón Árni Bjarnason, Marta Heimisdóttir, Magnús Örlygur
Lárusson, Sveinn Sævar Frímannsson fyrirliði með bikarinn, Andri Valur Ivarsson, Ásmundur Gestsson og Ellert
Stefánsson. Mynd: IM.
Húsavík:
Dagur sigraði
- í firmakeppni handknattleiksdeildar Völsungs
Handknattleiksdeild Völsungs
stóð fyrir firmakeppni nýlega
þar sem nokkrir hópar Völs-
unga á aldrinum 8-12 ára
kepptu í nafni 26 fyrirtækja.
Að lokum var dregið um vinn-
ingslið og það var lið 8-10 ára
krakka sem kepptu í nafni
Dags sem dregið var út.
Degi var því boðið í íþrótta-
höllina til að mynda vinningsliðið
sitt og taka við veglegum bikar.
Þetta er í annað sinn sem keppt
er um bikar þennan en hann er
gjöf HSÞ til Völsungs á 60 ára
afmæli félagsins. Handknattleiks-
deild var afhentur bikarinn og í
fyrra var í fyrsta sinn haldin
firmakeppni þar sem keppt var
um hann, og var það Bifreiðastöð
Húsavíkur sem fyrst hlaut bikar-
inn til varðveislu í eitt ár.
I liðinu sem vann bikarinn fyrir
hönd Dags voru: Sveinn Sævar
Frímannsson, fyrirliði, Jón Árni
Bjarnason, Marta Heimisdóttir,
Magnús Örlygur Lárusson,
Andri Valur ívarsson, Ásmundur
Gestsson og Ellert Stefánsson.
IM