Dagur - 17.05.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 17.05.1989, Blaðsíða 1
A/lt fyrír henrsarkSí errabudin HAFNARSTRÆTI 92.602 AKUREYRI. SlMI 96-26708 . BOX 397 Hitaveita í Gerðahverfi II á Akureyri: Meirihluti bæjar- stjómar klofnaði Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær með 9 atkvæðum eftir langar og strangar umræður að leggja skuli dreifi- kerfi hitaveitu í Gerðahverfi II samkvæmt bókun stjórnar veitustofnana frá 9. maí. Til- laga Sigurðar Jóhannessonar um að vísa málinu aftur til veitustjórnar og umsagnar íbúa hverfisins var felld með átta atkvæðum gegn tveimur. Ljóst er að klofningur ríkir innan meirihlutasamstarfsins í bæjarstjórn um þetta mál. Guð- finna Thorlacius studdi þannig tillögu Sigurðar Jóhannessonar en Freyr Ófeigsson upplýsti á fundinum að kæmi málið aftur til kasta stjórnar veitustofnana væri óvíst um afdrif þess þar sem tveir varamenn meirihlutans væru á ' Jeppafæri i Víkurskarði Veðurguðirnir gera það ekki endasleppt, eins og Norölend- ingar og aðrir landsmenn hafa fengið að kynnast að undan- förnu. Er það mál manna að veðrið lagist ekki fyrr en veðurfræðingar koma úr verk- falli. í gær var skafrenningur víða og t.d. var orðið jeppafæri í Víkur- skarði seinni partinn og þá var töluverð hálka í Ólafsfjarðar- múla og hætta á grjóthruni. Öxnadalsheiði var greiðfær svo og Holtavörðuheiði, þó svo þar hafi einnig verið skafrenningur. -KK annarri skoðun en aðalmennirn- ir, en á fyrri fundi veitustjórnar í upphafi mánaðarins voru fasta- fulltrúarnir á þeirri skoðun að láta fara fram skoðanakönnun í hverfinu. Sigurður Jóhannesson benti m.a. á að samkvæmt þeirri skoð- anakönnun sem gerð var í fyrra á vilja íbúanna væru aðeins 29,4% þeirra meðmæltir því að taka inn hitaveitu. „Margir íbúanna eru hræddir við að þeir verði neyddir til að taka inn hitaveitu síðar með beitingu refsitaxta rafveitu. Hér er verið að rasa gróflega um ráð fram,“ sagði hann. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði að sér væri kunnugt um ýmis vandkvæði á lagningu hita- veitu í hverfið og þar yrði mishit- un vatns örugglega vandamál, því langflestir tækju inn neyslu- vatn en mun færri myndu taka inn fulla hitaveitu fyrr en síðar. EHB Háfleygir atorkumenn gefast ekki upp þótt norðangarrinn sýni kiærnar. Mynd: KL Dalvíkingar og Svarfdælingar kreflast þess að fá hluta af lífeyrissjóðsgreiðslum til ávöxtunar heima í héraði: Við erum tilhúin að segja líf- eyrissjóðunum stríð á hendur Svo kann að fara að Dalvíking- ar og Svarfdælingar stofni staðbundinn lífeyrissjóð sem launafólk á svæðinu myndi greiða í. Þetta verður niður- staðan ef lífeyrissjóðir fara segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri 87 milljóna halli á rekstri KNÞ árið 1989: Verslun KNÞ undir smásjánní - „reynum að selja eignir og minnka skuldir,“ segir Eysteinn Sigurðsson 87 milljóna króna halli varð á rekstri Kaupfélags Norður- Þingeyinga á liðnu ári. Þetta er verulega verri útkoma en árið 1987, en þá nam rekstrarhalli 15 milljónum króna. Liðið ár var KNÞ verulega erfitt, félag- ið fékk greiðslustöðvun og í framhaldi af henni náðist sam- komulag um að fara leið nauðasamninga. Að sögn Eysteins Sigurðsson- ar, kaupfélagsstjóra, hefjast nauðasamningar á næstu vikum og mánuðum og búast má við að þeir taki langan tíma. „Lögum samkvæmt eru nauðasamningar einskonar skiptameðferð. Þetta verður auglýst í Lögbirtingar- blaðinu og síðan þurfa menn að lýsa sínum kröfum,“ segir Ey- steinn. Eysteinn segir að nú sé unnið að breytingu á rekstri Kaupfé- lagsins en hann segir ekki tíma- bært að skýra í smáatriðum frá í hverju þær verða fólgnar. „Það er þó ljóst að við förum í saum- ana á versluninni, enda hefur hún komið illa út og tap varð á rekstri allra þriggja verslana félagsins, á Kópaskeri, Raufarhöfn og í Ás- byrgi, á sl. ári,“ segir Eysteinn. Fjármagnskostnaður varð gíf- urlegur baggi í rekstri KNÞ árið 1989. Þessi rekstrarliður hækkaði um hvorki meira né minna en 100% milli ára og segir Eysteinn að fjármagnskostnaðurinn sé þvílíkur baggi að enginn rekstur geti staðið undir honum. „Þess vegna erum við að reyna að selja eignir og minnka skuldir eins og hægt er,“ segir Eysteinn. óþh ekki að þeirri kröfu Dalvíkinga að hluti fjármagns, sem þeir borga til einstakra lífeyris- sjóða, komi til ávöxtunar heima í héraði. I gangi eru undirskriftarlistar á Dalvík þessa efnis og hafa hundruðir manna skrifað nöfn sín á þá. Listarnir verða sendir viðkom- andi lífeyrissjóðum í næstu viku. Dalvíkingar og Ólafsfirðingar hafa áður vakið máls á þessu en undirtektir lífeyrissjóðanna hafa til þessa verið heldur neikvæðar. Friðrik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Svarfdæla, segir að þolinmæði fólks ^é endanlega á þrotum og nú sé krafa þess að fá hluta af þeim 100 milljónum, sem fólk á Dalvík og Svarfaðar- dal, greiði til fjölmargra lífeyris- sjóða, til ávöxtunar heima í hér- aði. „Ef að þessi leið skilar ekki árangri er ekkert um annað að ræða en fara út í róttækari aðgerðir og þá erum við tilbúin að segja öllum þessum lífeyris- sjóðum stríð á hendur og stofna eigin lífeyrissjóð sem þjónaði okkar svæði. Þá myndum við ráð- stafa okkar peningum eins og okkur sýndist, fyrir utan þá fjármuni sem renna til húsnæðis- geirans," segir Friðrik. Hann seg- ir að lífeyrissjóðakerfið sé alltof dýrt í rekstri í dag og misvitrir menn, sem hafi lítið peningavit, ráðstafi fjármununum „út og suður." „Eg vil taka skýrt fram að forsvarsmenn fyrirtækja hér skrifa ekkert síður undir undir- skriftalistana en einstaklingar," segir Friðrik. „Við treystum okk- ur til að reka staðbundinn lífeyr- issjóð mun ódýrar og sömuleiðis treystum við okkur til að hækka þennan smánarlega lífeyri sem nú er borgaður,“ bætir hann við. Sjómenn í Ólafsfirði rituðu bréf í fyrra til Lífeyrissjóðs sjó- manna þar sem þess var óskað að lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra rynnu til staðbundins lífeyris- sjóðs í Ólafsfirði. Þessari mála- leitan var ekki vel tekið en Þor- steinn Þorvaldsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar, segir að þrátt fyrir það hafi menn síður en svo lagt árar í bát með að koma á fót staðbundnum líf- eyrissjóði. Skipuð var nefnd á vegum Ólafsfjarðarbæjar á sl. hausti til þess að fara í saumana á þessu máli og leita leiða til stofna staðbundinn lífeyrissjóð. „Við höfum rekið okkur á marga veggi í þessu máli en þrátt fyrir það erum við síður en svo hættir,“ segir Þorsteinn. óþh Erfitt tíðarfar í Skeggjastaðahreppi: Bændur kaupa hey frá Vopnafirði Þrír af fímm sauðfjárbændum í Skeggjastaðahreppi hafa að undanförnu þurft að leita á náðir nágranna sinna í Vopna- firði með hey. Sigurbjörn Þor- steinsson, bóndi á Hellulandi, segir að búið sé að flytja þónokkuð af heyi frá Vopna- firði en vonir standi til að ekki þurfi að að koma til frekari heyflutninga. Hann segir þó að það ráðist af tíðinni næstu daga. Sauðburður er þessa dagana að hefjast í Skeggjastaðahreppi og býst Sigurbjörn við að sauð- burðurinn verði í ár að mestu undir þaki. Það krefst mun meira fóðurs en ella og vinna við sauð- burðinn verður öll mun erfiðari en ef hluti ánna ber úti í guðs- grænni náttúrunni. Sigurbjörn segir að ástæður lítilla heyja nú séu tvær. í fyrsta lagi mjög erfitt tíðarfar í vetur og vor og í öðru lagi rýr heyskapur á liðnu sumri. Heyskaparveður var með afbrigðum slæmt í fyrrasum- ar og náðust lítil og slæm hey á hús. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.