Dagur - 31.08.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 - DAGUR - 3
frétfir
Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði:
Viljum virkja Fjarðará
Samkvæmt frumhönnun sem
Rafmagnsveitur ríkisins hafa
látið gera er bygging 20 mega-
watta virkjunar við Fjarðará
mjög hagkvæm. Rafveitustjóri
ríkisins og rafveitustjórinn á
Austurlandi hafa haldið fund
með Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
og Bæjarstjórn Egilsstaða þar
sem frumhönnun virkjunarinn-
ar var kynnt. Ákveðið hefur
verið að skipa samvinnunefnd
bæjarfélaganna tveggja og
Rafmagnsveitna ríkisins um að
skoða málið áfram og vinna að
því að afla haldbærra og góðra
gagna sem liggi fyrir er virkjun
Fjarðarár getur orðið að veru-
leika. Landsvirkjun hefur
einkarétt á að byggja virkjanir
sem eru yfir 5 megawött að
stærð svo lagabreytingu þarf til
að bæjarfélögunum og raf-
magnsveitunum verði heimilað
að virkja Fjarðará.
Á aukafundi í Bæjarstjórn
Egilsstaða nú í vikunni var
ákveðið að ganga til samstarfs við
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar og
Rafmagnsveitur ríkisins um
Nýbygging Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co:
Munaði engu að bygginganefnd
léti stöðva framkvæmdimar
- framkvæmdaáætlun vegna brunatæknilegrar hönnunar
skilað á elleftu stundu
Bygginganefnd Akureyrar
samþykkti á fundi sínum 23.
ágúst að láta stöðva bygginga-
framkvæmdir við nýjasta verk-
smiðjuhús Niðursuðu K. Jóns-
sonar & Co hf. á Oddeyri,
bærist framkvæmdaáætlun
vegna brunatæknilegrar
hönnunar við verksmiðjuna
ekki innan viku. Ástæðan var
sú að slík framkvæmdaáætlun
var ekki til, en byggingafram-
kvæmdir þó talsvert á veg
komnar.
Embætti byggingafulltrúa á
Akureyri barst síðdcgis á mánu-
dag bréf frá forráðamönnum
fyrirtækisins, þar sem umrædd
framkvænidaáætlun var lögð
fyrir, miðað við að verkið taki
þrjú ár og viðkomandi teikning-
um verði skilað til bygginga-
nefndar bæjarins eftir því sem
þær verða tilbúnar. Bréfið barst á
síðustu stundu, svo ekki þyrfti að
koma til stöðvunar uppsteypu við
hús númer 13 á lóð fyrirtækisins.
Gísli Kr. Lórenzson, vara-
slökkviliðsstjóri, gegnir stöðu
slökkviliðsstjóra um þessar
mundir. Hann upplýsti að allt frá
árinu 1977 hefðu K. Jónssyni
reglulega verið send bréf með
athugasemdum vegna bruna-
varna, alls tólf sinnum. Ekkert
róttækt hefði verið gert í málun-
um þar til í maí í vor, að bygg-
inganefnd samþykkti að halda
mætti áfram uppsteypu húss
núnier 13 að hluta, með því skil-
yrði að unnið yrði að gerð fram-
kvæmdaáætlunar.
Frestur var gefinn til 5. júní,
en þá átti í síðasta lagi að liggja
fyrir staðfesting þess að unnið
yrði samkvæmt viðurkenndri
hönnun á sviði brunavarna.
Það dróst þó að staðfestingin
bærisl. Gísli Kr. Lórenzson sagði
að hann hefði, ásamt staðgengli
byggingafulltrúa, lagt fram bók-
un þess efnis að stöðva ætti allar
framkvæmdir við húsið, bærist
framkvæmdaáætlun ekki í síðasta
lagi 29. ágúst. Bygginganefndin
tók samhljóða undir bókunina.
Áætlunin barst síðan á elleftu
stundu, miðað við þennan síðasta
frest.
Jón, Jón og Ámi
boða til funda
Jón Baldvin Hnnnihalsson,
ntanríkisráðherra, og alþingis-
mennirnir Árni Gunnarsson og
Jón Sæmundur Sigurjónsson
verða með opna stjórnmála-
fundi á Norðurlandi um næstu
helgi.
Á föstudag verða þeir félagar
með fund á Hótel Höfn á Siglu-
firði og hefst hann kl. 21. Á
sunnudag halda þeir tvo fundi,
þann fyrri á Sauðárkróki kl. 14 í
Safnahúsinu og um kvöldið, kl.
20.30 í Alþýðuhúsinu á Akur-
eyri. Til stóð að halda fund á
Húsavík á laugardag en honum
hefur verið frestað um óákveðinn
tíma.
Fundarboðendur hvetja alla,
hvar í flokki sem þeir standa, að
mæta á fundina og láta sitt álit á
þjóðmálum í ljós. óþh
Jón Baldvin Hannibalsson.
„Lög og reglugerðir um bruna-
varnir eru oft brotin og menn
vilja, því miður, gjarnan láta
þessi mál sitja á hakanum. Á
Akuieyri erum við með alltof
mörg dæmi um að ráðist hafi ver-
ið í byggingaframkvæmdir, án
þess að nægilega hafi verið hugs-
að fyrir brunavörnum. Þetta cr
rangur hugsunarháttur, því svo
að segja undantekingarlaust er
dýrara að breyta hlutunum eftirá
en að skipuleggja byggingarnar
rétt í upphafi. Eg bendi einnig á
að dæmið um K. Jónsson er
ekkkert einsdæmi hér í bænum,“
sagði Gísli Kr. Lórenzson. EHB
virkjun Fjarðarár. Fyrst þarf að
afla nauðsynlegra heimilda til
framkvæmdanna. Á næsta fundi
bæjarstjórnar veröa valdir aðilar
í samstarfsnefndina.
„Við viljum fá að virkja Fjarð-
ará," sagði Þorvaldur Jóhanns-
son, bæjarstjóri á Seyðisfirði,
aðspurður um fyrirhugaðar virkj-
u n a rf ra m k væmd i r. Þor va ld ur
sagöi að ekki léki nokkur vafi á
að hagkvæmt væri fyrir Austfirð-
inga að fara í þessa virkjun.
Marga þætti þyrfti að skoða og
þetta gæti ráðist af hvar yrði fariö
út í stóriðju og hvernig virkjun-
um yrði raðað niður. Fljótsdals-
virkjun væru menn farnir að
Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri.
skoða aftur af fullum krafti og
þar væri um mjög spennandi val-
kost að ræða. sérstaklega með til-
liti til þess að reynsla af gret'tri
ganga þar mundi flýta verulega
fyrir jarðgangagerð á íslandi.
IM
Athugasemd frá formanni HSP: Rantft mál hiá Páima
Miðvikudaginn 23. ágúst sl. birtist frétt í Degi mn lokun grasvallarins á Húsavík fyrir Bikarkeppni 11SI> í knatt- spyrnu 12 ára og yngri. Þar er in.a. haft eftir Pálma Pálnia- syni íþróttafulltrúa að for- inaður HSÞ hefði lofað börn- ununi í sveitinni að þau fengju að leika á grasinu á Húsavík. Jón Bcnónýsson lormaður HSÞ hafði samband viö blaðiö og óskaði eftir aö koma með athugasemd við þessi ummæli Pálma. Hann kannast ekki við að hat'a lofaö neinu um leik á vellinum enda rétt að hann hafi ekki umboð til þess. „Ég var aldrei spurður um eitt eöa neitt í þessu sambandi og því er þetta alrangt sem þarna kemur fram." sagði Jón. VG
Til sveitarstjórna og
forsvarsmanna félaga
og fyrirtækja
Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra halda sína árlegu
viðtalstíma fyrir sveitarstjórnir og forsvarsmenn félaga og
fyrirtækja sem hér segir:
Sunnudaginn 3. september á Raufarhöfn.
Mánudaginn 4. september fyrir hádegi á Húsavík.
Mánudaginn 4. september eftir hádegi að Laugum.
Þriðjudaginn 5. september og
miðvikudaginn 6. september á Akureyri.
Þeir aðilar sem hafa hug á að fá viðtalstíma hjá þingmönnun-
um snúi sér til:
Sigurbjargar Jónsdóttur, sveitarstjóra á Raufarhöfn,
Bjarna Þórs Einarssonar, bæjarstjóra á Húsavík,
Benónýs Arnórssonar, oddvita, Hömrum og
Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri.
Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEJS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1984- 2. fl. 1985- 2. fl.A 10.09.89-10.03.90 10.09.89-10.03.90 kr. 412,68 kr. 273,38
‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiöslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS