Dagur - 31.08.1989, Side 6

Dagur - 31.08.1989, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 31. ágúst 1989 ; /.vvV? - Dagur sem aldrei gleymis - skriðuföllin í Ólafsfirði í fyrra riijuð upp - viðtal við sr. Svavar Alfreð Jónsson Um þessar mundir er ár liðið frá því að miklar aurskriður féllu á Ólafsfjarð- arbæ. Sunnudaginn 28. ágúst féllu tvær skriður úr Tindaöxl á bæinn og ollu tjóni, bæði á fasteignum og lausafjármunum íbúanna. Atburðir þessir eru mörgum enn í fersku minni, en þeir verða rifjaðir upp hér og birtar myndir frá náttúruhamförunum sem ekki hafa áður sést á prenti. Eins og Ólafsfirðingum er kunnugt af langri - og stundum biturri - reynslu, eru náin tengsl milli úrkomu og skriðufalla í Ólafsfjarðarmúla. Einn megintil- gangurinn með byggingu jarö- ganga gegnum Múlann er einmitt að gera samgöngur öruggari með tilliti til hinna tíðu snjó- og skriðufalla úr fjallinu. Úrhellisrigning og vatns- elgur á götum Olafsfjarð- arbæjar boðuðu ekki gott Helgina 27. til 28. ágúst 1988 var töluverð rigning á Norðurlandi. Þó var ekki um nein sannanleg úrkomumet að ræða þessa helgi, en mikið hafði rignt í Ólafsfirði næstu daga og vikur á undan, og vatn safnast fyrir í jarðvegi. Þessa tilteknu helgi hefur úrkom- an þó örugglega verið eins mikil og mest getur orðið, því um tíma var 35-40 cm djúpur vatnselgur á götunum, og voru margir þá þeg- ar í vandræðum vegna flóða í kjöllurum húsa og jarðhæðum, sem vonlegt er. Ekki voru nein mælitæki frá Veðurstofu íslands í Ólafsfirði, en á Siglunesi mældist 28 mnt úrkoma frá kl. 18.00 á laugardegi til sama tíma á sunndegi. Á Akureyri mældist 29 mm úrkoma þennan sólarhring. Metúrkoma í ágústmánuði á Akureyri er 52 mm, en í reiknuðum „meðalmán- uði" er hún 40 mm. Aurskriðurnar sem náðu til bæjarins voru tvær, eins og áður sagði. Sú fyrri féll klukkan 15.30 en sú síðari kl. 18.45. Þar með var þó ekki öll sagan sögð, því fjölmargar minni skriður féllu þennan dag, en þær náðu ekki til byggðarinnar. Fólk barst með skriðunum niður brekku, innilokað í bílum í Degi þriðjudaginn 30. ágúst er haft eftir Guðbirni Arngrímssyni að nokkrir bílar hafi lent í fyrri skriðunni, og bárust tveir þeirra af efstu götunni niður á þá næstu. Þrennt var í öðrum bílnum en fólkið slapp án meiðsla. Þá féll skriða á Múlaveginn til móts við Brintnesá, og hafnaði hún á bíl. Bíllinn fór fram af veginum með skriðunni og var talin mesta mildi að fólkið skyldi sleppa við líkams- áverka. Frásögn Guðbjarnar um aðstæðurnar þegar fyrri skriðan féll er á þá leið að Almanna- varnanefnd hafi verið kölluð saman eftir hádegi á sunnudag (en þegar fyrir hádegi þennan dag var mörgum orðið Ijóst að hættuástand væri að skapast vegna úrkomunnar) og var hún einmitt á fundi þegar fyrri skrið- an féll. Þá var björgunarsveitin kontin af stað til að hjálpa fólki að dæla vatni úr kjöllurum húsa. Séra Svavari Alfreð Jónssyni, sóknarpresti í Ólafsfirði, er „skriðudagurinn" ínjög ntinnis- stæður, eins og reyndar öllum öðrum bæjarbúum. Svavar var beðinn um að lýsa atburðarásinni og rifjá hana upp í tilefni af því að ár er liðið frá ósköpunum. „Þessum degi gleymi ég aldrei.“ Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur, en prestbúsl varð að hluta illa úti í skriðuföllunum. Á þessari mynd sjást báðir bílarnir sem skriðan tók nieð sér frá Hlíðarvegi. í dökka bílnum var fólk þegar þetta gerðist. „Hér höfðu verið óskaplega miklar rigningar og bærinn var eiginlega á floti. Drungalegt var um að litast og maður var orðinn forviða á öllu þessu regni. Eg man t.d. eftir því að þegar ég ók unt bæinn höfðu þurrkurnar tæp- ast við, þótt þær væru á fullu. En ég var að vinna niðri í bæ þegar konan mín hringdi í mig; hún var ein heima með son okkar nýfæddan. Hún sagði mér í síni- ann að skriða væri að falla á íbúðarhúsið. Hélt fyrst að þetta væri hávaði í bilaðri þvottavél Þegar þetta gerðist var hún að baka á efri hæð hússins og heyrði skyndilega mikinn hávaða. I fyrstu hélt hún að þvottavélin væri að bila, en vélin var að vinda þvott á neðri hæðinni. Þá varð henni litið út og sá hvers kyns var, og hringdi þegar til mín. Eg ók í ofboði uppeftir en varð að snúa við, því gatan fyrir neðan húsið hafði lokast. Ég fór því á öðrum stað upp brekkuna, en varð var við að fjöldi fólks hafði safnast að húsinu, meira að segja björgunarsveitin var komin á staðinn. Þegar ég kom að húsinu var kallað til mín og sagt að allt væri í lagi með konu mína og barn. En aðkoman var ekki glæsileg, aur um allt og mikill vatnselgur.“ Prestsbústaðurinn er við Hlíð- arveg, nánar tiltekið hús númer 71 við þá götu. Þegar fyrri skrið- an féll urðu tvö hús fyrir mestum áföllum, þ.e. húsin númer 69 og' Stórvirkar vinnuvélar og vörubílar notuð við hreinsunarstörf. Menn lögðu nótt við dag til að hreinsa frá húsunum - til að veita hjálp. og alltaf voru nógar vinnufúsar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.