Dagur - 31.08.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR — Fimmtudagur 31. ágúst 1989
myndasögur dags
ÁRLANP
Elskan ... þar sem
ég verö úti aö vinna
þarftu lykil til aö
komast inn þegar þu
kemur heim úr skól-íheim í tóma
Mér líkar
ekki hug-
myndin um
aö koma
HERSIR
BJARGVÆTTIRNIR
Okkur hefur tekist aö Ijúka viögerö og ætlum]
af stað aftur, en ég ætla aö nota þyrluna'
Legg til aö þú gerir þaö_sama! SkÍDtit-CZ
'LÞví miöur fröken Fawcett
# Oræktar-
svæðin á
Akureyri
Margt er fallegt á Akureyri.
Lystigarðurinn er sannköll-
uð perla, og það sama má
segja um fleiri alþekkta
staði. Einstaklingar láta
almennt ekki sitt eftir liggja
við að halda umhverfi húsa
og lóðum þrifalegum, og
heilbrigðisfulltrúi fjarlægir
bílhræ og annað sem til
óþrifa er í bænum. Gróður
er mikili í eldri bæjarhlutum,
og íbúar nýju hverfanna
ætla ekki að verða eftirbátar
með gróðursetningar. Allt
stuðlar þetta að fallegri og
þrifalegri bæ. En það hlýtur
þó að vekja furðu að bæjar-
félagið skuli ekki leggja
metnað sinn í að rækta upp
eða laga til malar- og sand-
fláka, sem viða eru til ó-
prýði, meira að segja einna
helst í næsta nágrenni við
miðbæinn. Hér skal bent á
nokkra staði sem ekki hafa
verið lagfærðir, áhuga-
mönnum til upplýsingar:
Svæðið austan og sunnan
við Smiðjuna, lóðina við
Umferðarmiðstöðina, svæð-
ið kringum Nætursöluna,
vegarspottann og umhverf-
ið milli Glerárgötu og Laxa-
götu/Hólabrautar að Akur-
eyrarvelli, krikann við
Strandgötu þar sem sjó-
skíðaleigan starfar, fyrir nú
utan klassíska dæmið, for-
Ijóta og ónýta gangstétt við
Strandgötu.
# Raunveruleiki
eða
glansmynd?
Hvað myndi Akureyringum
fyrst detta f hug ef þeir stigu
frá borði skemmtiferða-
skips i erlendri höfn, og
ættu þeir siðan að ganga
meðfram götu á borð við
Strandgötu? Ritari þessa
pistils er ekki í vafa um þær
hugrenningar: Þetta hlýtur
að vera fátækt bæjarfélag,
sem hefur ekki ráð á að
leggja sómasamlegar gang-
stéttar. Það er ekki nóg að
prenta fallegar litmyndir af
Akureyri í landkynningar-
skyni þegar raunveruleíkinn
er allur annar.
# Torfæran á
Glerárbrú
Umboðsmenn fyrir fjaðrir
og höggdeyfa í bifreíðar á
Akureyri hljóta að gleðjast
yfir hverju árínu sem líður
án þess að slitagið yfir Gler-
árbrú á Glerárgötu sé
lagfært. Þar eru, eins og allir
ökumenn bæjarins vita,
egghvassar brúnir úr stáli
og steinsteypu í samskeyt-
um í brúardekkinu, sem
bílstjórar reyna að sneiða
hjá með þvi að aka upp á
„hryggina“ á malbikinu.
Utanbæjarbílstjórar þurfa
ekki að aka nema einu sinni
á þessum stað til að læra
sína lexiu ...
Lánlausir
Einhetjamenn
- töpuðu 4:0 fyrir ÍBV
Einherjamenn tupuðu marg-
frestuðum leik gegn ÍBY 4:0 í
gær. Einherji var niun sterkari
í fyrri hálfleik, en tókst ekki að
skora mark. ÍBV náði undir-
tökunum í síðari hálllcik og
gerði þá út um lcikinn.
Fyrsta mark leiksins kom undir
lok fyrri hálfleiks, en það gerði
Vestmanneyingurinn Friðrik
Sæbjörnsson eftir að Einherja-
menn höfðu átt mörg ágæt
marktækifæri í hálfleiknum.
í síðari hálfleik voru gestirnir
mun aðgangsharðari og settu þeir
sitt markið hver, Leifur Ffaf-
steinsson, Jón Bragi Arnarson og
svo Hlynur Stefánsson úr víti rétt
fyrir leikslok.
Bestu menn lánlausra Einherja
í leiknum voru Hallgrímur
Guðmundsson, Gísli Davíðsson
og Einar Björnsson.
KR sigraði FH í 1. deild karla
2:0. Pf
Opna KEA-mótið í Ólafsfirði:
Eiríkur sigraði
í karlaflokki
- jöfn og spennandi keppni
í flestum flokkum
Opna KEA-golfmótið var hald-
ið á Skcggjabrckkuvelli í
Ólafsfirði helgina 19.-20.
ágúst. Aðalverðlaun mótsins í
öllum flokkum með og án for-
gjafar voru gefin af Kaupfélagi
Eyfirðinga á Akureyri og voru
þau hin veglegustu.
Keppni hófst á laugardegi í
blíðskaparveðri. Leiknar voru 36
holur með og án forgjafar í karla-
kvenna og unglingaflokki. Fyrri
keppnisdaginn var keppnin jöfn-
ust í karlaflokki án forgjafar. Þá
var Sverrir Þorvaldsson GA
fyrstur á 77 höggum, Þórhallur
Pálsson GA og Eiríkur Haralds-
son GA á 78 höggum og næstu
fimm menn á 82 höggum. Þess
má geta að að Sverrir lék fyrstu 9
holurnar á pari vallarins, 33
höggum, og hefur það aðeins
einu sinni áður gerst.
í kvenna- og unglingaflokki var
keppnin ekki eins jöfn, þar leiddi
Jónína Pálsdóttir GA með 7
höggum í kvennaflokki og
Ásgrímur S. Ásgeirsson GÓ með
5 höggum í unglingaflokki.
Seinni dag mótsins gekk á með
snörpum vindhviðum og var
besta skor dagsins 5 höggum lak-
ara en fyrri daginn. Keppni hélst
þó mjög jöfn í karlaflokki bæði
með og án forgjafar og þurfti að
leika bráðabana um 1. og2. sætið
og 3. og 4. sætið, án forgjafar.
Úrslit án forgjafar: högg
1. Eiríkur Haraldsson GA 160
2. Þórhallur Pálsson GA 160
3. Sverrir Þorvaldsson GA 165
4. Kristján Gylfason GA 165
Konur:
1. Jónína Pálsdóttir GA 188
2. Áslaug Stefánsdóttir GA 200
3. Mattý Einarsdóttir GA 232
Unglingar:
1. Bergur R. Björnsson GÓ 180
2. Ásgeir Smári Þorsteins. GÓ 190
3. Sævar R. Sigvaldason GÓ 198
Úrslit með forgjöf:
1. Gestur Sæmundsson GÓ 138
2. Matthías E. Sigvalda. GÓ 138
3. Símon Magnússon GA 142
Konur:
1. Áslaug Stefánsdóttir GA 142
2. Jónína Pálsdóttir GA 160
3. Kristín Jónsdóttir GA 166
Unglingar:
1. Á. Smári Þorsteinsson GÓ 118
2. Birnir F. Björnsson GÓ 128
3. Sævar R. Sigvaldason GÓ 134
Aukaverðlaun voru fyrir að
vera næst holu á þriðju og áttundu
braut í upphafshöggi báða dag-
ana. Einnig var Pinnacle golfsett
í verðlaun frá Golbúð Davids á
Akureyri fyrir að fara holu í
höggi á par 3 holu. Engum tókst
að fara holu í höggi á mótinu en
Þórhallur Pálsson GA komst
næst því þegar hann var 1,35
metra frá holu á áttundu braut.
Eftirtaldir hlutu aukaverðlaun
fyrir vera næstu holu í upphafs-
höggi. Sverrir Þorvaldsson GA
hlaut golfvörur frá Golfvörum
sf. í Garðabæ, Gestur Sæmunds-
son GÓ hlaut vöruúttekt hjá
David en það var Sigvaldi Þor-
leifsson sf. sem gaf þau verð-
laun. Eiríkur Haraldsson hlaut
einnig vöruúttekt hjá David en
það var Tréver hf. á Ólafsfirði
sem gaf þau verðlaun. Síðan
hlaut Þórhallur Pálsson vöru-
úttekt hjá David sem Sparisjóður
Ólafsfjarðar gaf til keppninnar.