Dagur - 13.09.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 13.09.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 13. september 1989 ;v m ! ALMANNAVARNIR AKUREYRAR Þeir eru eflaust ekki margir sem dags daglega hafa áhyggjur af yfirvofandi hættuástandi af völdum náttúruhamfara, ófriðar eða öðru slíku. Skýringin er eflaust sú að það er engin ástæða til þess að hafa slíkar áhyggjur öllu jöfnu, en EF hætta vofir yfir, hvað þá? í símaskránni má finna neyðarsímanúmer Almannavarna Akureyrar, númer sem fólk ætti að leggja á minnið eins og númer lögreglu og slökkviliðs. Dagur heimsótti stjórnstöð Almannavarna Akureyrar á dögunum og ræddi við forstöðumann hennar, Gísla Ólafsson fyrrverandi yfirlögregluþjón um aðstöðuna og fleira henni tengdri. Gísli Ólafsson fyrrvcrandi yfirlögregluþjónn á sæti í ncfndinni og hefur m.a. með birgðir og búnað að gera. Stjórnstöðin er í kjallara lög- reglustöðvarinnar við Þórunnar- stræti. Þegar inn kemur, blasir við T-laga borð með sætum fyrir 10 menn. Við livert sæti eru möppur með ýmsum nauðsynleg- um upplýsingum, á vegg eru fimm beintengdir símar á mikil- væga staði auk þess sem á borð- inu eru fimm símar fyrir nefndar- menn. Húsnæðið er vitaskuld gluggalaust, þar er lágt til iofts og óneitanlega finnst óviðkomandi aðila þetta minna á atriði úr bíó- myndum sem stundum sjást á skjánum. Aðspurður unt hvenær hús- næðið hafi verið tekið í notkun, sagði Gísli það hafa verið 24. mars 1979. „Þetta var byggt með lögreglustöðinni og átti upphaf- lega að fylla kjallarann upp, en það varð úr að hann skyldi graf- inn út og kom í Ijós síðar að ekki veitti af. Þá datt okkur í hug að setja upp stjórnstöð fyrir alntannavarnanefndina hér í kjallaranum. Áður var vitaskuld starfandi almannavarnanefnd, en hún hafði ekki bækistöð fyrr.“ Nauðsynlegasti búnaður - Er húsnæðið sérstaklega styrkt? „Það þolir ekkert húsnæði sprengjur, en loftið hér er sér- staklega styrkt og settir voru stál- bitar í veggi svo það ætti að þola töluverðan jarðskjálfta. Við eruni með sér rafstöð fyrir liúsið svo þó rafmagn fari af, höfum við straum. í næsta herbergi er mat- stofa lögreglunnar sem er mjög þægilegt því á neyðartíma væri hægt að hafa aðgang að henni, en þar eru alltaf einhverjar byrgðir því í matstofunni er eldað fyrir lögreglumenn á vakt og fanga sem hér eru hverju sinni. - Hvaða búnaður er til staðar í stjórnstöðinni? Innanhúss höfum við nokkuð gott símakerfi auk beintengdra síma til slökkviliðs, á flugvöllinn, til Almannavarna ríkisins, Ríkis- útvarpsins og á Sjúkrahúsið. Símarnir fimm á borðunum eru fyrir nefndarmenn að störfum, en númer þeirra eru hvergi skráð. Ástæðan fyrir því er sú, að á neyðartíma myndu allir símar lokast vegna álags og þá er nauð- synlegt að geta kallað út hjálpar- lið. Auk símanna höfum viö nokkrar talstöðvar, m.a. mið- bylgjustöð, sérstaka stöð Almannavarna sem prófuð er í hverri viku, en hún er alltaf opin og tengd varðstofu lögreglunnar. Þá höfum við 16 rása stöð fyrir björgunarsveitir og stofnanir sent eru í talstöðvasambandi svo sem sendibílastöðvar og fleiri. Auk þessa eigum við hér svokallaða stórslysatösku sem hefur að geyma nauðsynlegan búnað fyrir hjálpar- og björgunarsveitir á slysstað, gasgrímur, geislavirkni- mæla og nýlega fjárfestum við t.d. í eiturefnaklæðnaði sem kom sér vel þegar ammoníaklekinn varð á Kjötiðnaðarstöðinni í sumar.“ í samvinnu við hjálpar- og björgunarsveitir í lögum um almannavarnir segir að hlutverk almannavarna sé að skipuleggja og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að koma.í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdunt hernaðaraðgera, náttúru- hamfara eða af annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðiia sam- kvæmt lögum. - En hverjir eru það sem sitja í almannavarnanefnd Akureyr- ar? „I henni eiga sæti 9 menn. Sjálfskipaðir eru bæjarfógeti sem er yfirstjórnandi aðgerða og for- maður nefndarinnar, bæjarstjóri, bæjarverkfræðingur, slökkviliðs- stjóri og héraðslæknir. Síðan koma tveir til viðbótar sem eru kjörnir af bæjarstjórn og loks tveir fulltrúar sveitarfélaga í ná- grenni Akureyrar. Nefndin skipt- ir síðan með sér verkum, ég hef t.d. með birgðir og búnað að gera, bæjarstjóri sér um sam- skipti við fjölmiðla, héraðslæknir allt sem varðar sjúkrahús og slas- að fólk o.s.frv. Svæði Almannavarna Akur- eyrar nær yfir Akureyri, allan Eyjafjörð sunnan Dalvíkur og Grímsey, alls átta hreppa. Dal- vík hefur sérstaka nefnd og henni fylgja Svarfaðardalshreppur, Ár- skógsstrandarhreppur og Hrís- eyjarhreppur." - Eru fleiri en nefndin sjálf í viðbragðsstöðu ef hætta vofir yfir? „Nefndin ræður aðeins ráðum sínum í samvinnu við Almanna- varnanefnd ríksins, en auk þess höfum við samið við margar hjálpar- og björgunarsveitir um samstarf. Ég nefni sem dæmi Flugbjörgunarsveitina, Hjálpar- sveit skáta, Slysavarnadeild kvenna á Akureyri, Sjóbjörgun- arsveitina Súlur sem starfar á vegum Slysavarnafélags Islands og hraðboðasveit Sniglanna. í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði er sömuleiðis all stór sveit sem heit- ir Dalbjörg sem er reiðubúin til að sinna björgunar- og hjálpar- starfi og Rauðakrossdeild Akur- eyrar hefur m.a. tekið að sér að sjá fyrir þeim sem verða heimilis- lausir. Á Akureyri eru skráðar fimm stöðvar sem myndu taka við slíku fólki. Það eru barna- skólar nteð sínu starfsliði, skóla- stjórum, kennurum og öðrum og hefur Rauðakrossdeildin það á sínum höndum að skrá alla heimilislausa og útvega þeim viðurværi." Hjá Gísla má einnig finna fleiri aðila á minnislista yfir aðila sem hægt er að hafa samband við ef þörf krefur. Þar er að finna Fall- hlífarklúbb Akureyrar, Akureyr- arhöfn, eigendur trillubáta, Flugfélag Norðurlands, Sendi- bílastöð Akureyrar, Vegagerð ríkisins, eigendur vélsleða og björgunarsveitir á Svalbarðs- strönd, í Grenivík, Árskógs- hreppi, slysavarnadeildirnar í Grímsey, Hrísey og Dalvík, svo eitthvað sé nefnt. Nefndin alltaf í viðbragðsstöðu Hvað heldur nefndin oft fundi? „Forntlegir fundir eru haldnir 4-6 sinnum á ári, en auk þess hafa nefndarmenn all oft samband sín á milli. Þá eru haldnar æfingar af og til, stundum svokallaðar skrif- borðsæfingar, en ein slík var haldin fyrir skömmu og náði hún yfir allt Norðurland og Austfirði til Hafnar í Hornafirði. Þá voru nefndirnar á þessu svæði kallaðar saman samtímis, búið var til verkefni og í samvinnu við stjórnstöðina í Reykjavík komu fyrirspurnir og leiðbeiningar. Kjarnorkuslys átti að hafa orðið vestur á Skaga og þaðan barst ryk til austurs. Þetta þýddi að fólk á þessu svæði átti að leita skjóls til að verjast geislavirku ryki. Æfingin þótti takast vel að því leyti að menn áttu alltaf ráð við því sem upp kom, en hitt er ann- að mál að hér er ekki hægt að láta vita af skýlum sem tiltæk eru, því verðum við að nota það sem til er, bæði af fólki, tækjum og bún- aði. Það hefur reyndar farið fram fumathugun á húsnæði á vegum tæknideildar bæjarins og er þar leitað að húsnæði í hverri götu sem til greina kemur að skoða sem byrgi til að verjast geisla- ryki.“ Að sögn Gísla telja menn nú hættu á kjarnorkustyrjöld minni en hún var fyrir nokkrum árum, „en það er alltaf jafn mikil hætta á slysi; að eldflaug fari af stað af slysni.“ Gísli segir að auk þessa fari fram á vegum nefndarinnar birgðakannanir á olíu ef líkur eru á að ís loki siglingaleiðum, þá þarf að fara reglulega yfir lista yfir samstarfsaðila og forsvars- menn þeirra, þannig að listarnir séu ávallt réttir. Erfítt að fá fé til tækjakaupa Gísli segir að stöðin þyrfti í raun að eiga meira af tækjum og bún- f f f f f Höfuðstöðvar Almannavarna Akureyrar eru í kjallara lögreglustöðvarinnar við Þórunnarstræti. Myndir: kl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.