Dagur - 29.09.1989, Page 3
Erum afar þakklátir öllum
stuðningsaðilum félagsins
- segir Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar
Að reka knattspyrnudeild hjá
jafn stóru félagi og KA er meira
en að segja það og e.t.v. gera
fæstir, nema þeir sem reynt
hafa, sér grein fyrir því hversu
mikið starf er innt af höndum
við slíkan rekstur. Mest mæðir á
stjórnarmönnum sjálfum sem
sjá um að afla fjár til reksturs
deildarinnar, en án þess væri líf
hennar ekki langt. Stefán Gunn-
laugsson formaður knattspyrnu-
deildar hefur starfað fyrir félag-
ið í mörg ár og fengum við hann
til þess að fjalla hér aðeins um
rekstur knattspyrnudeildar KA.
„Starf stjórnar knattspyrnu-
deildar felst fyrst og fremst í því
að halda utanum alla starfsem-
ina, sjá til þess að æfingar og
keppnir gangi hjá öllum flokk-
um, að til séu peningar til rekst-
ursins og að allir flokkar og
keppendur hafi möguleika á að
borga sínar keppnisferðir. Það
verður að segjast eins og er að
stærsti hluti af störfum stjórnar
fer í að afla peninga sem er auð-
vitað mis erfitt, en aldrei eins
auðvelt og þessa dagana þegar
við höfum náð þessum stórkost-
lega árangri."
Dyggir stuðningsaðilar
Strax á haustin að loknu keppn-
istímabili fer stjórnin af stað við
að undirbúa næsta keppnis-
tímabil. „Það þarf að ráða þjálf-
ara fyrir alla flokka, sjá til þess
að það sé eins boðleg aðstaða
og hægt er og síðan að sjá um
búninga og bolta, en hjá KA eru
yfirleitt um 200-250 boltar í
notkun meira og minna allan
daginn. Hver flokkur hefur sína
bolta sem þjálfari ber ábyrgð á
og ber að skila af sér á haustin."
- Hvernig farið þið að því að
afla peninga til rekstursins?
„Það kemur þó nokkur hluti í
aðgangseyri af leikjum hjá
meistaraflokki karla, en það er
eini flokkurinn sem selt er inn á
leiki hjá. Sá póstur er all veru-
legur hluti af fjármagninu hjá
okkur sérstaklega nú þegar KA
hefur næst bestu aðsókn á sína
leiki af öllum fyrstudeildarfé-
lögunum og slagar hátt í Fram-
ara, sem voru hæstir. Síðan gefa
auglýsingar á búningum tekjur,
sérstaklega á aðalbúning meist-
araflokks þar sem ESSO hefur
auglýst undanfarin ár en þeir
eru okkar aðal stuðningsaðili og
hafa gert mjög vel við deildina.
Aðrir stórir stuðningsaðilar eru
t.d. Bílaleiga Akureyrar sem eru
mjög tryggir stuðningsaðilar,
Kaffibrennsla Akureyrar, Kaup-
félag Eyfirðinga hefur ávallt
stutt vel við bakið á félögunum
hérna, Amaro, Sporthúsið og að
ógleymdum Akureyrarbæ, en
þeir hafa alltaf verið boðnir og
búnir til að styðja við bakið á
íþróttafélögunum hér. Þá eru
auglýsingar á völlum, í ýmsum
blöðum sem gefin eru út og
símaskráin er mjög góð tekju-
lind. Mótshald eins og ESSO-
mótið fyrir yngri flokka og
firmakeppni eru ágæt tekjulind
og auðvitað æfingagjöldin sem
allir flokkar nema meistaraflokk-
ur karla eiga að greiða. Á þessu
keppnistímabili sem er að ljúka
var ákveðið í fyrsta skipti að
hluti æfingagjalda gengi upp í
rekstur KA-heimilisins sem
greiðsla fyrir aðstöðuna sem
flokkar knattspyrnudeildar
njóta. Knattspyrnudeild hefur
auk þessa séð um sölu ýmissa
hluta sem við framleiðum, farið
var út í flugeldasölu um síðustu
áramót sem reyndar fór fyrir
brjóstið á mörgum og jólatré
seldum við líka um síðustu jól.
Öllu þessi starfi fylgir mikil
vinna, við erum með 9 flokka
sem æfa knattspyrnu og ef
árangur á að nást þarf að leggja
fram mikla vinnu. Ég hef oft
getið um það áður og ætla að
érétta hér, að það vantar alltaf
fleira fólk til að starfa með yngri
flokkunum. Nú er það algjört
skilyrði ef við ætlum að ná betri
árangri hjá þeim að áhugasamt
fólk komi og starfi meira með.“
Fjárstuðningur
algjör forsenda
Aðspurður um hvort stærstu og
dyggustu stuðningsaðilarnir
séu alltaf jafn fúsir að styrkja
KA, sagði Stefán þá ótrúlega
fúsa. „Auðvitað verða þeir senni-
lega stundum dálítið leiðir á
okkur ef við komum of ört og við
skiljum það ósköp vel því við
erum margir í fyrirtækjarekstri
sjálfir og þekkjum þetta af eigin
raun. En sumt af þessu er ekki
eingöngu útlát heldur auglýs-
ing eins og t.d. í símaskránni og
við höfum trú á því að margir
vilji auglýsa hjá meistaraflokki
karla næsta sumar, því við verð-
um væntanlega mikið í sviðsljós-
inu þá. En ég hef trú á því að ef
ESSO hefur áhuga áfram komi
þeir til með að sitja fyrir á bún-
ingana. Fyrir lokahóf KSÍ um
síðustu helgi héldu þeir okkur
veglega veislu. Fyrst vorum við
90 manns frá KA í móttöku í um
klukkutíma þar sem þeir m.a.
færðu okkur bónusinn, en síðan
tóku þeir á móti öllum öðrum
fyrstudeildarliðum í okkar nafni,
u.þ.b. 450 manns og buðu öllum
uppá fordrykki og snittur. Var
þetta einstaklega höfðinglegt
og munum við seint geta þakkað
ESSO-mönnum með þá Vilhjálm
Jónsson og Bjarna Bjarnason í
broddi fylkingar rausn þeirra."
- Hversu mikilvægur er fjár-
stuðningurinn ykkur?
„Hann er algjör forsenda fyrir
Óskum KA til hamingju með íslandsmeistara- litilinn í knattspyrnu 1989
Búnaðarbankinn 600 Akureyri S: 27600 Súlan hf. Aðalstræti 68, Akureyri. S: 22841 Útvegsbankinn 600 Akureyri S: 23400
Sparisjóður Óiafsfjarðar 620 Ólafsfirði S: 62215 og 62230 Vátryggingafélag íslands Glerárgötu 24 S:23445 Fasteigna og Skipasala Norðurlands Glerárgötu 28 • S: 25566
Eftirtaldir aðilar styrktu KA með 50 þúsund krónum eða meiru
50 þúsund krónur Kjarnafæði sf. Fjölnisgötu 1 b, Akureyri. S: 27155 50 þúsund krónur Lyfhf. c/o Guðmundur Hallgrímsson Reykjavik. ESSO -Oliufélagið hf. Bónus 250 þúsund krónur.
50 þúsund krónur Sigurveig Guðmundsdóttir Lönguhlíð 5h Akureyri. 50 þúsund krónur Sæmundur Óskarsson Reykjavík Harpa hf. Verðlaunafé fyrir 1. sæti 425 þúsund krónur.
50 þúsund krónur frá ónafngreindum aðiia. 100 þúsund krónur Amaró hf. heildverslun. 600 Akureyri. Akureyrarbær Viðurkenning. 500 þúsund krónur.
Ellert Schram forseti KSÍ afhenti Erlingi Kristjánssyni íslandsmeistara-
bikarinn i knattspyrnu 1989.
því að hægt sé að reka deildina,
því þessar tekjur eru einu föstu
punktarnir í fjáröfluninni. Að-
sókn að leikjum getur verið
hverful t.d. ef bornir eru saman
síðustu heimaleikir í fyrra og
nú. Báðir leikirnir voru gegn
Val, í fyrra voru um 200 áhorf-
endur á leiknum en í ár voru
þeir 1700.“
Allir vilja vera með
þeim sterka
- Hvað með andlegan stuðning
frá áhorfendum og öðrum
stuðningsmönnum?
„Hann er mikill og ómetanleg-
ur þegar vel gengur, en mér
hefur stundum fundist að þegar
ver gengur vilji það brenna við
að það dragi snarlega úr honum.
Það þýðir að allt starfið daprast
og jafnvel stjórnarmenn missa
áhugann. Það vilja nefnilega all-
ir vera með þeim sterka. Nú er
okkur hampað og við erum auð-
vitað þakklátir fyrir það, en ég
vil brýna það fyrir áhangendum
og stuðningsmönnum að þetta
er hverfult og það er enn meiri
ástæða til hvatningar þegar illa
árar, að geta þá fundið fyrir því
að stuðningsmenn standi vel að
baki leikmönnum, þjálfara og
stjórnarmönnum. Félagið má
ekki vera án „móralsks" stuðn-
ings og áhangendur mega ekki
vera þeir fyrstu til að gefast
upp. Þeir þurfa að vera með í
hverjum leik sem og í heild yfir
sumarið. Á stuðningsmanna-
fundinum fyrir leikinn gegn Val
í haust þar sem nýja stuðnings-
lagið var æft og kynnt tók ég
það fram að menn ættu alltaf að
vera með jákvæða hvatningu án
þess að vera að níða niður and-
stæðingana. Þá má ekki sleppa
því að hvetja þegar leikurinn er
í járnum eða liðið er jafnvel und-
ir eins og oft bregður við. Stuðn-
ingurinn er nefnilega mikilvæg-
astur einmitt þá og getur ráðið
úrslitum um endalok leiksins.11
Þakkarhátíð í kvöld
- Verður þá ekki gaman að lifa
næsta sumar þegar vænta má
góðs stuðnings frá áhorfendum
jafnt sem fjárhagslegum stuðn-
ingsaðilum?
„Ég hef trú á því að það verði
gaman að lifa næsta sumar. Eins
og ég sagði þá tel ég það verða
auðvelt að fá stuðning frá öllum
aðilum á meðan gengi liðsins er
gott. Vegna þess hversu vel
gekk í sumar komum við til með
að geta rekið deildina skuld-
laust í sumar og gert upp gaml-
ar skuldir frá fyrri árum. Nú á
föstudaginn (í kvöld) ætlum við
einmitt að sýna þessum aðilum
og þeim sem unnið hafa fyrir
okkur í sumar og veitt okkur
góða þjónustu smá þakklætis-
vott með því að bjóða til veislu í
Sjallanum sem við köllum
„Þakkarhátíð." Þar verða fyrir
utan leikmenn og stjórnir, boðs-
gestir frá bæjarstjórn, forsvars-
menn fyrirtækja sem hafa stutt
okkur vel og ekki síður veitt
okkur ómetanlega þjónustu
hvort sem er innan eða utan
vallar. Eftir kl. 24.00 verður hús-
ið síðan opnað fyrir aðra stuðn-
ingsmenn og gesti þeirra, sem
fá þá frítt inná dansleik. Á
sunnudaginn eftir verður hóf
fyrir yngsta fólkið í Sjallanum og
á fimmtudaginn kemur verður
hóf í Sjallanum fyrir unglingana
í tilefni af komu íslandsmeistara-
bikarsins norður."
Ógleymanlegur dagur
- Eitthvað að lokum Stefán?
„Ég vil nota tækifærið og
þakka öllum, bæði leikmönnum,
þjálfara, stjórn, stuðnings-
mönnum og bara hverjum og
einum sem stutt hefur við bakið
á okkur í gegnum árin fyrir stór-
kostlegt sumar. Þá má ekki
gleyma harðsnúnu liði stuðn-
ingsmanna fyrir sunnan undir
forystu Sæmundar Óskarssonar
sem er ómetanlegt. Við munum
gera allt til þess að halda bikarn-
um fyrir norðan, á réttum stað,
og ég hvet áhorfendur til að
hjálpa okkur sem best til þess.
Þá vil ég taka það fram að við
höfum fengið ótrúlega góða
þjónustu á vellinum okkar og í
KA-heimilinu en þar hafa allir
verið á því að gera okkur lífið
eins bærilegt og hægt er. And-
inn sem þar ríkir er einstaklega
góður og í því sambandi vil ég
minnast þess sérstaklega hvað
það var gott að koma heim með
bikarinn 16. september og sjá
hvað allt var huggulega skreytt
og salurinn einstaklega hlýleg-
ur og skemmtilegur. Þó hvorki
væru gullhúðuð hnífapör eða
kristalsglös var andinn svo stór-
kostlegur að ég held að öllum
hafi liðið mjög vel. Á starfsfólkið
sem að því stóð sem og sjálf-
boðaliðar sem hjálpuðu til heið-
ur skilinn fyrir frammistöðuna.
Allur þessi dagur, móttökurnar
á flugvellinum voru svo ógleym-
anlegar að maður var ekki var
við kuldann og vindinn vegna
þess hvað allir tóku hlýlega á
móti okkur. Stundin á vellinum
og í heimilinu um kvöldið var
ógleymanleg. “ VG