Dagur - 25.10.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 25.10.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 25. október 1989 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni íbesta ^Pedíomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. \9HH Kaupfélag Vopnfirðinga hefur fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun: Tel að hægt sé að gera kaupfélagið rekstrarhæft - segir Þórður Pálsson, kaupfélagsstjóri Haldið var upp á afmæli Iðavallar með pompi og pragt og börnin fengu gómsætar afmæliskökur í tilefni dagsins. Mynd: KL Iðavöllur 30 ára í gær: „Hvað heitir maðurinn sem á afmæli?“ - spurðu börnin, en þeim fannst sárlega vanta afmælisbarn „Það er ljóst að við verðum að reka hér áfram verslun. Ef við fáum sæmilega vinsamlega meðferð bæði bankastofnana og annarra tel ég að við eigum að geta gert Kaupfélagið rekstrarhæft,“ segir Þórður Pálsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vopnfirðinga, en sl. fimmtudagskvöld fékk það greiðslustöðvun til þriggja mánaða. A undanförnum árum hefur sigið æ meir á ógæfuhliðina í rekstri Kaupfélags Vopnfirðinga. Viðvarandi taprekstur hefur gert það að verkum að á eigið fé Kaupfélagsins hefur gengið ört. Eiginfjárstaðan um síðustu ára- mót var neikvæð um 20 milljónir króna. „Við höfum meðal annars los- að okkur við rekstrarfjárfrekar einingar. Við leigðum Mjólkur- samlagið til hlutafélags bænda og þá höfum við selt eignir og tæki. Nú er unnið að því að fá stofnað hlutafélag á vegum sveitarfélags- ins til að kaupa Trésmiðju Kaup- félagsins. Hún er okkur þung í skauti," sagði Þórður. Þórður segir ekki ljóst um framtíð Mjólkursamlagsins. „Það Nú mega þeir fara að gæta að sér, bifreiðaeigendurnir sem hafa trassað að láta skoða bíla sína. Lögreglan á Akurcyri hefur verið með klippurnar á lofti að undanförnu og hyggst ekki leggja þær frá sér í bráð. Það sem af er þessu ári hafa sem þarf að gera er að hlutafélag- ið sem hefur Mjólkursamlagið á leigu fái lán til það langs tíma að hægt verði að borga það eðlilega niður, t.d. á næstu 15 árum.“ Kaupfélag Vopnfirðinga hefur sótt um úreldingu sláturhússins og segist Þórður vænta þess að hún fáist. Ljóst er að úrelding sláturhússins er mikilvæg fyrir Kaupfélagið því ætla má að fyrir það fáist á bilinu 20-30 milljónir króna sem greiðist á þremur árum. Þórður segir að á næstunni muni forsvarsmenn kaupfélag- anna á Vopnafirði og Þórshöfn setjast niður og ræða hvernig staðið verði að slátrun í framtíð- inni. Hann tekur fram að Kópa- sker hafi í raun aldrei verið inn í myndinni með sláturhúsum á Þórshöfn og Vopnafirði nema í munni einhverra manna í Reykjavík. „Við skulum gera okkur það ljóst í þessu sambandi að ef ætti að starfrækja húsið á Kópaskeri er um leið verið að gera sláturhúsið á Húsavík óstarfhæft, Húsavíkurhúsið þarf einfaldlega á sauðfé af þessu svæði að halda,“ segir Þórður. númer verið klippt af 245 bílum í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og vita þeir um jafn marga bíla sem ættu að hafa verið færðir til skoðunar. Um daginn var t.d. klippt af 10 bílum og að öllum líkindum bætast fleiri við eftir því sem líður á veturinn. VG Leikskólinn Iðavöllur við Gránufélagsgötu á Akureyri átti 30 ára afmæli í gær og í tilefni dagsins var margt gert til hátíðabrigða. Það var Barna- verndarfélag Akureyrar sem upphaflcga lét byggja hús leik- skólans með barnaheimili í huga en árið 1975 var húsið gefið Akureyrarbæ sem hefur rekið það síðan. Einn starfs- maður hefur unnið samfleytt frá því bærinn tók við rekstrin- um en það er Olga Snorradótt- ir og mun hún ekki á förum á næstunni. Sigríður Gísladóttir forstöðu- maður Iðavalla sagði að í gær hafi börnum leikskólans verið haldnar afmælisveislur, bæði fyrir og eftir hádegi þar sem á boðstól- um var mikil afmæliskaka og pylsur að ósk barnanna sjálfra. SÍegið var upp dansleik þar sem klæðnaður var frjáls, allt frá sam- kvæmisklæðnaði í trúðabúninga. „Krakkarnir hafa skemmt sér mjög vel, við höfum sungið mikið og borðað mikið en þau hafa ekki alveg áttað sig á því HVER á afmæli. Þau spyrja gjarnan: „Hvað heitir maðurinn sem á afmæli?“ eða „hvenær kemur sá sem á afmæli" og þegar við segjum þeim að það sé húsið sjálft sem eigi afmæli spyrja þau: „Er það þá maðurinn sem byggði það sem á afmæli?““ Afmæliskakan var vitaskuld með þrjátíu kertum og þar sem ekkert afmælisbarn var á staðnum til að blása á þau, fengu börnin að gera það sjálf. í gærkvöldi var haldinn aðal- fundur foreldrafélagsins og starfs- fólksins en á eftir var afmælis- veisla. Áður en hún hófst talaði Valdimar Gunnarsson íslensku- kennari við foreldrana um íslenskt mál, en s.l. mánuð hafa börnin á Iðavöllum verið frædd um Island, íslenska fánann, þjóð- búninginn og forseta íslands. Kennslan var síðan tengd vikunni 23.-27. október sem helguð er íslenskri tungu en þá var foreldr- um sent bréf þar sem bent var á algeng mistök í mæli barna og fullorðinna t.d. slettur eins og „ókey“ o.s.frv. og hafa börnin sömuleiðis fengið fræðslu um sama efni. VG óþh Klippt af 245 bflum á Akureyri Danska útgáfan af Heimsmetabók Guinness: Líta á Jóhann Svarfdæling sem Dana! Danir virðast gera tilkall til Jóhanns Péturssonar, Svarf- dælings, hæsta Islendingsins, ef marka má danska útgáfu af Heimsmetabók Guinness. Þar er sagt að Jóhann sé danskur og að hann sé hæstur Dana, 225 cm á hæð. I samtali við Dag sagði framleiðsiustjóri útgáfufyrirtækisins Komma í Kaupmannahöfn, sem gefur Heimsmetabókina út, að hjá útgáfunni væri litið svo á að þar sem Jóhann hafi verið búscttur um skeið í Dan- mörku, áður en ísland varð lýðveldi, teldist hann Dani. Kristján Björnsson, einn rit- stjóra íslensku útgáfunnar af Heimsmetabókinni, segir að ' Örn og Örlygur hafi haft gott samstarf við dönsku útgáfuna og því muni að líkindum verða sent bréf til hennar þar sem bent er á misræmi milli útgáfu bókarinnar á íslandi og í Dan- mörku. „Daninn Johan Paturson (f. á íslandi 1913), sem bjó í Kaup- mannahöfn fyrir og á tímum síð- Jóhann Pétursson, Svarfdælingur. ari heimstyrjaldar, mældist 225 cm hár og 160 kílóa þungur.“ Svo segir danska útgáfa Heimsmeta- bókarinnar í íslenskri þýðingu. Dagur leitaði skýringa á þess- um tcxta hjá Komma, dönsku Úrklippa úr dönsku útgáfunni. útgáfufyrirtæki Heimsmetabók- arinnar. Ekki náðist í útgáfu- stjóra bókarinnar en framleiðslu- stjóri útgáfunnar varð fyrir svörum. Hann var fyrst spurður hverju það sætti að íslendingurinn Jóhann Pétursson væri gerður að Dana í dönsku he'imsmetabók- inni. „Já, þetta ergóð spurning," svaraði framleiðslustjórinn. „Það er rétt athugað að Jóhann var íslendingur. Ég veit ekki af hverju hann er sagður Dani í bók okkar. Ætli megi ekki segja að við lítum á íslendinga sem Dani. Þið verðið að afsaka það. Hann var jú búsettur í Danmörku á tímum síðari hcimsstyrjaldar áður en ísland varð lýðveldi árið 1944. Svona hcfur þctta vcrið skráð hjá okkur allan þennan áratug.“ Jóhann Pétursson, Svarfdæl- ingur, leitaði lækninga í Dan- mörku árið 1935 og þar dvaldi hann til ársins 1937. Næstu tvö ár dvaldi hann í V-Þýskalandi og frá árinu 1939-1945 bjó hann í Dan- mörku. Síðan lá leiðin heim til íslands og þrem árum síðar flutti hann til Vesturheims, þar sem hann bjó lengstaf. Hann dó 26.11. 1984 og var jarösettur á Dalvík. í nýrri íslenskri útgáfu af Heimsmetabók Guinnes, sem kemur út á næstu vikum, er að sjálfsögðu greint frá Jóhanni Svarfdælingi sem hæsta íslend- ingnum. „Eg reikna með að við munum skrifa til kollega okkar í Danmörku og tilkynna þeim með formlegúm luetti að Jóhann sé íslendingur að ætt og uppruna. Jafnframt munum við leita skýr- inga á því af hverju Jóhann er skráður Dani í dönsku útgáf- unni,“ segir Kristján Björnsson, einn ritstjóra íslensku útgáfunnar af I leimsmetabók Guinness. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.