Dagur - 25.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 25.10.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 25. október 1989 - DAGUR - 11 fþróttir Neistinn er að koma - segir Haukur Valtýsson fyrirliði KA Blak: hjá okkur á að geta stöðvað hann upp við netið. Pað sem við erum að gera nú er að skipuleggja leikaðferð sem við vonum að komi þeirn í opna skjöldu. Þeir sækja ekki eins mikið upp miðjuna eins og við og það gæti komið þeint á óvart ef við spilum á allt annan hátt en þeir eru vanir. Aðalatriðið hjá okkur er hins vegar að ná sem hagstæðustum úrslitum á útivelli þannig að fyrir seinni leikinn á Akureyri ættum við möguleika á því að komast í aðra umferð.“ Ekki öruggt að Fei leiki með Enn eru mál Hou Xiao Fei þjálf- ara KA ekki komin á hreint og ekki víst að hann geti leikið með KA í þessum tveimur Evrópu- leikjum. Félagaskipti Feis eru til meðferðar hjá Alþjóða blaksam- bandinu og þurfti KA að greiða 75 þúsund fyrir skiptin. En þessir háu herrar virðast taka sinn tíma og ekki bólar á því að þeir gefi grænt ljós á að Fei spili í gulu KA-treyjunni. Haukur sagði að KA-menn væru staðráðnir í því að standa sig vel í Evrópuleikjunum, með eða án Fei sem þjálfara. Hann sagði að áhorfendur gætu haft úrslitaáhrif í seinni leiknum. „Það var t.d. áberandi í fyrra hve strákarnir mögnuðust upp í þeim leikjum sem eitthvað var af áhorfendum á. Við vonumst því eftir góðum stuðningi Akureyr- inga og annarra Norðlendinga 11. nóvember næstkomandi," sagði fyrirliðinn. Karfa: Jón Öm meiddur - missir af tveimur leikjum Jón Örn Guðmundsson körfu- knattleiksmaður úr Þór meidd- ist í leiknum gegn ÍR og verður því fjarri góðu gamni er liðið mætir Grindvíkingum í Iþrótta- höllinni á Akureyri á fiinmtu- dagskvöldið. Á móti kemur að Jóhann Sigurðsson hefur náð sér af meiðslum og verður því að öllum líkindum með gegn UMFG. Jón Örn snéri sig illa í byrjun síðari hálfleiks en harkaði af sér og spilaði leikinn til enda. Eftir á kom í ljós að blætt hafði inn á vöðva og mun því Jón Örn að öll- urn líkindum einnig missa af leiknum gegn Reyni í Sandgerði á sunnudaginn. Jón Örn Guðmundsson. Haukur Valtýsson fyrirliði KA-liðsins í blaki. „Það er eins og okkur hafi vantað þennan sigurvilja sem nauðsynlegur er til þess að ná árangri í íþróttum,“ sagði Haukur Valtýsson fyrirliðið Islandsmeistara KA í blaki er hann var inntur eftir því hvers vegna KA-liðinu gangi ekki eins vel í ár eins og á síðast- liðnu keppnistímabili. „Það er eins og titilhungrið sé ekki lengur til staðar og það þarf að laga áður en lengra er haldið. Hins vegar má ekki gleyma því að við erum meistarar og hin lið- in leggja metnað sinn í það að leggja okkur að velli. Síðan hefur Fei ekki spilað með okkur í ár og það veikir liðið óneitanlega.“ Haukur lagði áherslu á að mót- ið væri nýbyrjað og það væri ekki hægt að dæma liðið eingöngu út frá þessum tveimur leikjum: „Við vorum með unninn leik gegn ÍS og töpuðum honum á kæruleysi. Við lentum í basli á Norðfirði en ég vil benda á að Sund: Ómar fjölhæfastur Sundkrakkar úr Óöni voru á ferð og flugi um síðustu helgi. Nokkur voru að keppa í Reykjavík en annar hópur var á Isafirði og tók þar þátt í Kíwanismóti Bása þar í bæ. Þar hlaut Ómar Árnason verð- laun fyrir besta samanlagða árangur í fjórum drengjagrein- um og var þar að auki valinn fjölhæfasti sundmaðurinn í drengjaflokki. Auk Ómars tóku þau Svava H. Magnúsdóttir, Hlynur Túliníus og Gísli Pálsson þátt í þessu móti Staðan 3. deild A-riðiII Víkingur-b 4 4-0-0 120:100 8 UMFA 2 2-0-0 40: 34 4 ÍR-b 3 1-1-1 64: 64 3 UFHÖ 3 1-0-2 59: 59 2 Haukar-b 2 1-0-1 45: 45 2 KR-b 21-0-1 51:52 2 is 2 0-1-1 44: 45 1 Stjarnan-b 2 0-0-2 41: 44 0 ÍBÍ 2 0-0-2 41: 62 0 B-riðill UBK-b 2 2-0-0 50:45 4 Ármann-b 2 1-1-0 53:45 3 Fram-b 1 1-0-0 36:16 2 ÍH 1 1-0-0 28:17 2 Fylkir 1 1-0-0 27:26 2 Völsungur 2 0-1-1 48:50 1 Grótta-b 1 0-0-1 20:23 0 Ögri 2 0-0-2 48:57 0 Reynir 2 0-0-2 33:64 0 - á ísafirði á ísafirði. Þau hlutu fimm gull- verðlaun, fern silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun að þessu sinni. Elsa M. Guðmundsdóttir, Svavar Þ. Guðmundsson, Pétur Pétursson og Ottó K. Túliníus kepptu á sama tíma á opna Gold- en-Cup sundmótinu í Reykjavík og á Grand-Prix mótinu þar sem 12 bestu sundmenn landsins í hverri grein fá að keppa. Á Grand-prix mótinu var keppt í undanriðlum og komust þau Elsa, Svava og Pétur fimm sinn- um í úrslit. Það þýðir að þau voru meðal fjögurra bestu í viðkom- andi grein. En lftum þá á úrslitin hjá krökkunum í Óðni: Grand Prix: Elsa M.G. 25 skrið. 4. sæti 100 fjór. 4. sæti SvavarÞ.G. 25 skrið. 5. sæti 100 fjór. 3. sæti Ottó K.T. 25 skrið. 9. sæti 100 fjór. 10. sæti Goldcn-Cup: ElsaM.G. 100 flug. 4. sæti 1:11.95 SvavarÞ.G. 100 bak. 4. sæti 1:05.31 Ottó K.T. 100 skrið. 5. sæti 57.88 Pétur P. 100 bak. 5. sæti 1:09.79 Kíwanis-mót Gísli P. 100 flug. 2. sæti 1:10.85 100 bak. 3. sæti 1:19.72 100 skrið. 1. sæti 1:00.56 HlynurT. 100 flug. 4. sæti 1:18.67 100 bring. 2. sæti 1:21.63 100 skrið. 3. sæti 1:02.68 ÓmarÞ.Á. 100 flug. 1. sæti 1:08.80 100 bak. 2. sæti 1:17.57 100 bring. 1. sæti 1:21.24 100 skrið. 4. sæti 1:04.29 Svava H.M. 50 flug. 2. sæti 38.50 66 fjór. 1. sæti 50.44 50 skrið. 1. sæti 32.30 okkur hefur alltaf gengið illa þar gegn Þrótti á undanförnum árum. í sambandi við ÍS-leikinn þá var viss pressa á okkur fyrir þetta mót af því að við töpuðum eng- um leik á íslandsmótinu í fyrra. Þótt menn hafi e.t.v. ekki viljað viðurkenna það þá held ég að þetta hafi setið í mannskapnum. Það má því segja að tapið hafi losað okkur við vissa pressu og núna getum við farið að spila með hjartanu aftur. Spenna fyrir Evrópuleikinn Haukur sagði að spennan væri farin að magnast hjá liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Strassen í Luxemborg um aðra helgi og að með henni væri gamli góði bar- áttuneistinn að koma aftur. „Það var deyfð yfir þessu hjá okkur í byrjun en nú er þetta allt að koma,“ bætti hann við. Blak í Lúxemborg stendur á gömlum merg og eru lið þar í landi talin ívið sterkari en íslensk lið. Landslið íslands og Luxern- borgar hafa keppt tvisvar sinnum og í bæði skiptin fóru Lúxem- borgarar með sigur af hólmi 3:0. Haukur Valtýsson var í íslenska landsliðinu í báðum leikjunum og hann var beðinn að gefa álit sitt á lúxemborgísku blaki og þessu liði, Strassen, sem KA mætir í Evrópukeppninni. „Við KA-menn rennum nokk- uð blint í sjóinn í sambandi við þetta lið. Þegar ég keppti með íslenska landsliðinu gegn Lúxem- borg fyrir tveimur árum þá voru þrír leikmenn frá Strassen í lið- inu. Þrátt fyrir að við töpuðum 3:0 þá voru leikurinn mjög jafn og munaði ekki nema 2-3 stigunt í öllum hrinunum. Nú skilst mér að Strassen eigi 5 leikmenn í landsliðinu og þar á meðal besta sóknarmanninn í lið- inu. Hann lék reyndar með landsliðinu fyrir tveimur árum þannig að við könnumst nokkuð vel við hann. Þessi leikmaður er mjög sterkur og smassar alls stað- ar af vellinum. Hann er hins veg- ar enginn töframaður og vörnin Knattspyrna: Laugamótíð í mnanhússbolta Ómar Árnason. Hið vinsæla Laugamót í innan- hússknattspyrnu í meistara- flokki karla verður haldið dag- ana 11.-13. nóvember næst- komandi. Öllum félögum er heimil þátttaka og má hvert félag senda meira en eitt lið. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til framhaldsskólans að Yfirlýsing frá UMFT Yfirlýsing frá Ungmenna- félaginu Tindastóli Sauðár- króki. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki harmar þann eftir- mála er uppsögn Kára Marísson- ar sem þjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins hefur hlotið. Umfjöllun um þetta mál í blöðum hefur ver- ið villandi. Stjórnin harmar einnig það ónæði sem Kári hefur orðið fyrir vegna þessa rnáls og hvernig stað- ið var að uppsögn hans, m.t.t. þeirra starfa sem hann hefur unn- ið fyrir körfuknattleikinn á Sauð- árkróki. Stjórn Körfuknattleiksdeildar- innar væntir þess að nú, þegar málin hafa verið til lykta leidd, geti liðið einbeitt sér að þeim erf- iðu leikjunt sem framundan erú og trúir því að stuðningsmenn muni hér eftir sem áður styðja dyggilega við bakið á sínum mönnum. Laugum fyrir 1. nóvember. Búist er við um 20 liðum á mótið og er spilað eftir görnlu reglunum, þ.e. með böttuin. Leiktími verður 2x8 mínútur og fara tvö efstu liðin í hverjum riðli áfram í úrslitakeppnina. Boðið er upp á svefnpokagistingu fyrir þá sem vilja. KA sigraði á móti.iu i' íyrra eft- ir mikla baráttu við HSÞ-b. Það má því búast við jafnri og spenn- andi keppni á Laugum þessa helgi. Reyndar er önnur keppni í gangi um sömu helgi í hinu nýja Iþróttahúsi að Hrafnagili. Þar stendur UMSE-b fyrir innanhús- knattspyrnumóti til að fagna opn- un íþróttahússins sem á að vera þá helgi. Mótið er nefnt „Vínar- mótið“ og fer fram laugardaginn 11. nóvember. Þar verður einnig spilað eftir gömlu innanhússregl- unum en án batta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.