Dagur - 14.12.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. desember 1989 - DAGUR - 3 1 ■ - ........................... fréttir Rekstur Hitaveitu Akureyrar árið 1989: • • _ 't' 1niunjih I NTE RNATIONAL Taxtamir hækkuðu um 19% en gengið féll um 30% — 1. mars á þessu ári vegna verð- stöðvunar. Frá því að verðstöðv- un lauk hafa taxtarnir hækkað um rúm 19%, en gengi krónunn- ar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda hefur sigið um 30% frá áramótum. „Þetta bend- ir til að veitan standi verr nú en í upphafi árs gagnvart lánadrottn- um, en um þetta get ég þó ekki fullyrt fyrr en ársreikningarnir liggja fyrir,“ segir Franz. Hitaveitutaxtarnir hafa fylgt byggingarvísitölu, en miðað við byggingarvísitöiu ársins 1985 hef- ur orðið unr 30% raunlækkun á verði vatns hjá Hitaveitu Akur- eyrar, þ.e. frá þeim tíma að Allt bendir til að rekstur Hita- veitu Akureyrar á árinu 1989 sé með svipuðu móti og undan- farin ár, veitan hefur staðið undir rekstrar- og viðhalds- kostnaði og 70 til 75% af tekj- um hefur farið til greiðslu vaxta á erlendum lánum. Ekk- ert hefur verið greitt niður af erlendu lánunum hennar sem námu liðlega þremur milljörðum tvö hundruð og fjörutíu milljónum króna hinn 4. desember sl. Franz Árnason, hitaveitu- stjóri, segir að taxtar H.A. hafi verið óbreyttir frá 1. júlí 1988 til rennslismælarnir voru settir upp. Hitaveita Akureyrar hefur tek- ið nokkur ný lán undanfarið ár til greiðslu eldri og óhagstæðari lána. Þau hafa verið með lægri vöxtum og því hagstæðari. EHB Steypustöð Skagaijarðar hf.: Pálmi Friðriksson kaupir meirihlutann Pálmi Friðriksson vinnuvéla- eigandi á Sauðárkróki festi nýlega kaup á meirihluta Kaupfélags Skagfírðinga í Steypustöð Skagafjarðar hf. Hlutur Kaupfélagsins var um 51% og bætist það því við hlut Pálma sem hann átti fyrir en það voru um 27%. Heildarhlutur Pálma er því orðinn um 79% en Byggingafélagið Hlynur á 20% í fyrirtækinu, auk þess sem nokkr- ir einstaklingar eiga smáa hluti. Pálrni bjóst ekki við öðrum breytingum en þeim aö hann sameinar nú rekstur sinn með vinnuvélarnar og rekstur Steypu- stöðvarinnar. Hann sagði að þrjú síðastliðin ár hefðu verið erfið og fyrirsjánleg væru tvö til viðbótar en hann færi ekki í þetta öðruvísi en að hann hefði trú á að þetta myndi gánga. Pálmi sest nú í stól stjórnarformanns, en Gísli Sæ- mundsson sem verið hefur fram- kvæmdastjóri undanfarin ár mun gegna þeirri stöðu áfram. kj Z 0, _ o g H X ts rs <N

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.