Dagur - 14.12.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 14. desember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Hallarekstur ríkissjóðs
Fjárlög ríkisins fyrir árið 1990 komu til annarrar
umræðu á Alþingi í fyrradag. Þingheimur er sam-
mála um það eitt að verulegur halli verði á ríkissjóði
á komandi ári en hversu mikill hann komi til með að
verða er mikið álitamál. Fjármálaráðherra segir
fjögurra milljarða króna halla líklega niðurstöðu en
stjórnarandstæðingar vilja a.m.k. tvöfalda þá tölu
og „hæsta boð“ þeirra hljóðaði upp á 10 milljarða
króna. Þegar slíkar upphæðir ber á góma er e.t.v.
rétt að snara þeim yfir í smærri einingar, almenn-
ingi til glöggvunar. Þarna er sem sagt verið að tala
um það að fjárlagahalli næsta árs verði fjögur þús-
und milljónir króna hið minnsta en 10 þúsund millj-
ónir hið mesta, miðað við þau drög að fjárlagafrum-
varpi sem lágu fyrir til annarrar umræðu.
Þessar tölur eru vægast sagt uggvænlegar. Þegar
ríkissjóður er annars vegar er venjan að tala um
hallarekstur, sem skapast auðvitað af því að tekjur
ríkisins eru lægri en útgjöld. Þegar um venjuleg
fyrirtæki er að ræða er slíkur rekstur réttilega
nefndur taprekstur. Ekkert fyrirtæki má við því að
endar nái ekki saman í rekstrinum ár eftir ár. Ríkið,
þ.e.a.s. þjóðin sjálf, má ekki við því heldur. Allan
þennan áratug hefur ríkissjóður samt sem áður ver-
ið rekinn með halla, í góðæri sem harðæri, að tveim-
ur árum undanskildum. Ríkið hefur þurft að fjár-
magna þennan halla með lántökum, innanlands og
erlendis. Það hefur engan veginn dugað að auka
skattheimtu og aðrar álögur hins opinbera, því
útgjöldin hafa vaxið hraðar en tekjurnar. Afleiðing
þessa er m.a. sú að þjóðin sekkur æ dýpra í skulda-
fenið og æ stærri hluti þjóðarteknanna fer til greiðslu
afborgana og vaxta af þessum lánum.
Flestum er ljóst að öllu lengra verður ekki haldið
á þessari braut ef ekki á illa að fara. Með hverju
árinu sem líður verður erfiðara að koma saman
hallalausum fjárlögum því ríkisbáknið þenst statt
og stöðugt út. Hið margrómaða, íslenska velferðar-
kerfi er orðið allt of viðamikið. Það er þjóðinni ein-
faldlega ofvaxið að standa undir rekstri þess.
Þegar endar ná ekki saman í rekstri er um þrjár
leiðir að velja. Sú fyrirhafnarminnsta er að slá lán til
að fjármagna tapið og láta hjá líða að taka á vand-
anum. Sú aðferð dugir skammt, þegar til lengri tíma
er litið. Önnur leiðin er sú að auka tekjurnar. Sú leið
er naumast fær að svo stöddu hvað ríkissjóð varðar,
því í henni fælist að ríkið þyrfti enn að auka skatt-
heimtuna. Þriðja leiðin er sú að draga úr kostnaði.
Þegar um svo stórar fjárhæðir er að ræða, sem í fjár-
lögum ríkisins, þarf niðurskurðurinn að verða veru-
legur.
Síðastnefnda leiðin er sú eina sem er skynsamleg
í stöðunni. Alþingi getur ekki og má ekki víkjast
undan því lengur að grípa til raunhæfra aðgerða í
ríkisfjármálum. Það verður að ná samstöðu um
umfangsmikla lækkun á útgjöldum ríkisins. Fjár-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í húfi. BB.
erlend fréttaskýring
„Fortíðarspeglun“ Hrings Jóhannessonar. Sýning á verkum Hrings verður opnuð í Myndlistarskólanum á Akureyri
á laugardaginn.
Bolli Gústavsson í Laufási:
Þá glaðnar til í skanundegi
Islensk myndlist
Hringur Jóhannesson
eftir Aöalstein Ingólfsson
Útg.: Listasafn ASI og Lögbcrg
Reykjavík 1989
Út er komin níunda bókin í
flokknum íslensk myndlist. Það
eru Alþýðusamband íslands og
bókaútgáfan Lögberg, sem staðið
hafa að útgáfu þessara athygl-
isverðu listaverkabóka. Raunar
er hér um að ræða framhald á
ómetanlegu verki Ragnars Jóns-
sonar í Smára til kynningar á
íslenskum myndlistarmönnum og
verkum þeirra.
Að þessu sinni er það þing-
eyski listmálarinn, Hringur
Jóhannesson, sem er kynntur í
glæsilegri bók. Vera má að sum-
um finnist næstum óviðeigandi að
nota mjög sterk lýsingarorð, þeg-
ar fjallað er um Hring, því hann
er síst í þörf fyrir þau - list hans
er óháð öllum gjálfurs stefnum
og andstæð hvers konar öfgum,
enda maðurinn hógvær. En allt
um það hlýtur þessi bók að hrífa
þau augu, sem unna öruggum og
snjöllum vinnubrögðum og fág-
aðri list. Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur ritar texta bókar-
innar, allviðamikla ritgerð um
listamanninn, en Björn Th.
Björnsson rithöfundur fylgir
henni úr hlaði með stuttum for-
mála. Aðalsteinn hefur auðsýni-
lega lagt mikla alúð við könnun
sína á uppruna og listferli Hrings.
Hann notar hvergi hástemmd
orð, en þeim mun fastar og
nákvæmar fylgir hann skýringum
sínum eftir með glöggum heim-
ildum og sannfærandi rökum. Og
jafnframt verða lesendum ljós
þau átök, sem urðu á vettvangi
myndlistar hér á landi um og eftir
miðja þessa öld, þegar abstrakt-
stíllinn réði lögum og lofum og
ýmsir áhrifamestu leiðtogar
myndlistarinnar héldu því fram í
fyllstu alvöru, að abstraktstefnan
væri hámark og jafnframt loka-
stig hennar; lengra væri ekki
hægt að komast á leið til full-
komnunar. Hringur hafði lokið
námi frá Handíða- og myndlistar-
skóla íslands árið 1952. Hann var
ekki reiðubúinn að meðtaka
þennan boðskap myndlistarpáf-
anna og leiddi það til þess, að
hann sneri baki við öllu, sem
hann hafði lært, en sneri sér að
óskyldum störfum. Tók hann
ekki upp þráðinn aftur, fyrr en
eftir 6 ár. Aðalsteinn gerir sögu
þessa tímabils næsta glögg skil,
gætir mjög hófst í fullyrðingum,
en leggur áherslu á gildi átakanna
fyrir framþróun myndlistar á ís-
landi. Þannig kemst hann m.a. að
orði um jákvæð áhrif abstrakt-
stefnunnar á myndlist Hrings:
„En lærdómurinn glataðist ekki,
því fimmtán árum seinna var
geometriska abstraktlistin það
bjarg, sem hann byggði á hlut-
bundna myndveröld sína.“ Áhrif
hennar koma fram í uppbyggingu
olíumálverka Hrings undanfarna
áratugi. „Þau koma fram í stækk-
un, einföldun og skipulegri nið-
urröðun hlutanna, í hárfínu sam-
ræmi láréttra og lóðréttra þátta,
og í hinum stóru, órofa litaflöt-
um.“
Síðar lýsir Aðalsteinn óbeinum
áhrifum popplistar á listþróun
Hrings, sem leiðir m.a. til þess að
huglægur tónn verka hans víkur
fyrir hlutlægri túlkun. En
umfram allt verður manni ljóst af
þessari vönduðu umfjöllun, að
Hringur er fyrst og fremst sjálf-
stæður og persónulegur í list
sinni, sem hefur nú á sér „klass-
ískt yfirbragð fullþroska og lífs-
fyllingar, þar sem mýkt og mikil-
fengleg einföldun styðja hvort
við annað“.
Það eru verulegur fengur að
þessari ritgerð Aðalsteins og hún
er samboðin bókinni, sem hefur
að geyma fjölda teikninga og
málverkar Enginn ber brigður á
það, að Hringur er með snjöll-
ustu teiknurum okkar íslendinga,
fyrr og síðar, enda hlaut hann
þegar mikið lof á skólaárum sín-
um fyrir færni sína í þeirri grein
myndlistar. Olíumálverk hans
njóta sín næsta vel í svo vandaðri
bók. Þau eru ekki færri en 41 og
auk þess geymir hún nokkrar lit-
krítarmyndir. Myndirnar krefjast
nákvæmrar litgreiningar og
prentunar, því viðkvæm blæ-
brigði mega með engu móti
spillast. Virðist allt komast hér
vel til skila.
Þegar bók þessi kom út, stóð
yfir sýning á nýjustu myndum
Hrings Jóhannessonar í Lista-
safni ASÍ í Reykjavík, sem vakti
verðskuldaða athygli. Nú vill svo
vel til, að þessi sýning verður
opnuð hér nk. laugardag í Mynd-
listarskólanum á Akureyri. Er
óhætt að hvetja fólk til að sjá
hana og láta ekki þennan listavið-
burð á aðventunni framhjá sér
fara. Þessi norðlenski listamaður
hefur svo sannarlega ræktað
tengslin við „grómögn náttúrunn-
ar“ hér á norðurslóð frá blautu
barnsbeini og kannað hin „ströngu
lögmál" hennar af meira kappi en
nokkur annar iistamaður sinnar
kynslóðar. í því felst heilög þjón-
usta við land, þjóð og þann, sem
öllu ræður og lífið gefur.
Hringur Jóhannesson.