Dagur - 14.12.1989, Síða 7
Fimmtudagur 14. desember 1989 - DAGUR - 7
Ingunn St. Svavarsdóttir:
Frá útvörðum hins íslenska lýð-
veldis í N or ður-Þingev j arsýslu
- Hvaða auðlindir hefur Norður-Þingeyjarsýsla upp á að bjóða?
1. Eitt besta sauðfjárræktar-
svæði landsins.
Víðáttumikil beitilönd og að-
staða í byggingum á bújörðum
óvíða betri. (Sjá Búrekstrar-
könnun Framleiðsluráðs land-
búnaðarins.)
Eitt af sex fullkomnustu slátur-
húsum á landinu er til staðar á
Kópaskeri með nægum frysti-
geymslum og aðstöðu til kjöt-
vinnslu.
Æðardúntekja fer vaxandi í sýsl-
unni.
2. Örstutt á fengsæl fiskimið.
Hafnaraðstaða er góð á Þórshöfn
og Raufarhöfn og í norðaustan-
átt á vetrum hefur Kópaskers-
höfn reynst gott lægi fyrir
flotann.
Topp vinnslustöðvar eru fyrir
héndi í sýslunni, en um er að
ræða tvær loðnuverksmiðjur, tvö
frystihús, rækjuvinnslu og salt-
'fiskverkunarstöðvar.
3. Háhitasvæði, þar sem jarðhiti
er nægur.
Staðsetningin í miðri byggð í
Öxarfirði á bökkum stórfljóts
býður uppá ýmsa virkjunarmögu-
leika og nýtingu (sjá skýrslu
Orkustofnunar hér um).
4. Ferskvatn í sýslunni er nánast
óþrjótandi og sjótaka auðveld.
Orkustofnun metur skilyrði til
fiskeldis í Öxarfirði einhver þau
bestu á íslandi og þó víðar væri
leitað.
Byggð hafa verið upp þrjú fisk-
eldisfyrirtæki þar.
5. Eitt fjölbreyttasta svæði til
útivistar á landinu.
Fyrir botni Öxarfjarðar, í
Ásbyrgi og Þjóðgarðinum við
Jökulsárgljúfur er talin fyrsta
flokks aðstaða fyrir ferðamenn á
íslandi. (Úr skýrslu Byggðastofn-
unar um Landnýtingu á íslandi.)
Uppbygging ferðaþjónustu er
vaxandi í sýslunni og „Miðnæt-
ursólarhringurinn“ á uppleið, en
það er leiðin út með Öxarfirði í
gegnum Kópasker, fyrir Mel-
rakkasléttu um Raufarhöfn,
Þórshöfn og upp úr Vopnafirði.
Hvernig má bæta nýtingu
þessara auðlinda og
mannvirkja í sýslunni?
íbúafækkun er staðreynd. Síðast-
liðinn aldarfjórðung hefur íbúum
sýslunnar fækkað úr tæplega tvö
þúsund í rúmlega fimmtán
hundruð.
Samdráttartímar á Akur-
eyri - hvað er til ráða?
- bréf Vals Knútssonar rafmagnsverkfræðings til
Atvinnumálanefndar Akureyrarbæj ar
í framhaldi af borgarafundi um
atvinnumál, sem haldinn var á
Akureyri þann 21.11.89, vill
undirritaður, fyrir hönd verk-
fræðistofunnar Raftákns hf.,
benda á nokkur atriði sem
tengjast þeirri umræðu sem
fram fór á fyrrgreindum fundi.
Staða einstakra
atvinnugreina
Á fyrrgreindum fundi kom fram
að Ákureyri sker sig nokkuð frá
öðrum bæjarfélögum hvað varð-
ar samsetningu atvinnulífsins, og
þá einkum hvað varðar störf í
iðnaði og þjónustugreinum.
Þannig kom fram að fjöldi
starfa, miðað við íbúafjölda, í
iðnaði er nokkuð umfram lands-
meðaltal á meðan störf í þjón-
ustu eru mun færri en gengur og
gerist um landið. Einnig var bent
á að þjónustustörf á höfuðborg-
arsvæðinu eru nokkuð umfram
landsmeðaltal.
Hér áður fyrr voru þjónustu-
störf litin hornauga þar sem þau
töldust ekki til undirstöðugreina
atvinnulífsins og var jafnvel
gengið svo langt að kalla þá sem
þau stunduðu afætur hinna vinn-
andi stétta.
í dag er viðurkennt að þjón-
usta er nauðsynleg á hverjum
stað til að undirstöðugreinar hafi
eðlilegan starfsgrundvöll.
Á Akureyri líta margir sem
miðstöð verslunar og þjónustu á
Norðurlandi og nefnt hefur verið
að auglýsa ætti bæinn upp sem
slíkan.
Þá hefur verið rætt um að efla
Akureyri sem ferðamannabæ og
þegar er hafið átak á því sviði.
Um skólabæinn Akureyri þarf
ekki að fjölyrða.
Atvinna á
samdráttartímum
Þegar þrengir að með atvinnu
fara menn að líta í kringum sig og
skoða hvað sé til ráða. Rætt er
um að stofna til nýrra starfa og
auka fjölbreytni í atvinnulífinu.
Undirritaður starfar sem raf-
magnsverkfræðingur hjá verk-
fræðistofunni Raftákni hf. á
Akureyri og telst því sinna þjón-
mstustarfi.
Á samdráttartímum, þegar
verið er að ræða um möguleika á
að fjölga störfum á Akureyri,
veltum við því fyrir okkur, sem
stundum þjónustustörf, livort
ekki sé hægt að bæta við fólki í
okkar starfsgeira.
Niðurstaðan er sú að við sjáum
fram á samdrátt líkt og aðrir, og
megum þakka fyrir ef við getum
haldið þeim störfum sem þegar
eru skipuð.
Rætt er um að
velja íslenskt til
eflingar á íslensk-
um iðnaði. Þetta
hlýtur að gilda um
fleira en fram-
leiðsluvörur og
skipasmíði. Einnig
má heimfæra
hvatningarorðin og
segja að velja skuli
vörur og þjónustu
innan svæðis frek-
ar en utan þess.
Áður var nefnt að þjónustu-
störf eru undirmönnnuð hér á
Akureyri, ef miðað er við lands-
meðaltal. Sú spurning kemur því
upp í hugann hvort fólk og fyrir-
tæki á Akureyri sé nægjusamari
en aðrir og láti sér duga minni
þjónustu en aðrir landsmenn,
eða erum við sem þjónustustörf-
unum sinnum svo afkastamikil og
hæfileikarík að við vinnum sem
fleiri einstaklingar værum. Gott
ef satt væri.
Það skyldi þó ekki vera að
skýringin á þessu máli sé sú að
þjónusta hér í bænum sé að stór-
um hluta aðkcypt?
Við sem sinnum þjónustu hér í
bæ viljum vekja athygli á þessu
máli þar sem nú er samdráttar-
tími og með yfirmannaðar þjón-
ustugreinar á höfuðborgarsvæð-
inu en fámennt þjónustulið í
bænum getum við búist við mun
harðari samkeppni en verið
hefur.
Rætt er um að velja íslenskt til
eflingar á íslenskum iðnaði. Þetta
hlýtur að gilda um fleira en fram-
leiðsluvörur og skipasmíði. Einn-
ig má heimfæra hvatningarorðin
og segja að velja skuli vörur og
þjónustu innan svæðis frekar en
utan þess.
Mönnum er tamt að benda á
stjórnvöld og segja að þau hafi
öll ráð í hendi sér og geti ráðið
því hvar störf eru unnin. Má vera
að eitthvað sé til í þessu en hins
vegar má benda á að við erum öll
stjórnvöld hvert í sínu hlutverki.
Því ætti ekki að vera erfitt að
leiða mál til lykta á farsælan hátt,
ef gerðar eru sömu kröfur til
„allra stjórnvalda
Niðurlag
Hér að ofan hefur verið drepið á
nokkur atriði sem tengjast at-
vinnumálum og þeim vanda sem
blasir við vegna samdráttar í
starfsemi á Akureyri. Rætt hefur
verið um punkta sem nefndir
hafa verið sem úrræði. Þjónustu-
greinar hafa verið nefndar sér-
staklega þar sem undirritaður
starfar við slíka.
Niðurstaða undirritaðs er sú að
með því að standa saman og gera
sömu kröfur til okkar sjálfra og
við viljum gera til annarra þá
minnkum við vandann og auð-
veldum allar úrbætur.
Stefnum að því að efla Akur-
eyri sem miðstöð öflugs atvinnu-
lífs með því að styrkja okkar
fyrirtæki.
Hvað getur stöðvað
fólksflóttann?
1. Hækkun launa í framleiðslu-
atvinnugreinunum.
Erfiðu framleiðslustörfin verða
að vera betur launuð en þægilegu
og þriflegu þjónustustörfin, ef
fólk á að fást í þau.
2. Búið verði þannig að fram-
leiðslufyrirtækjum að þau geti
borið hærri launakostnað. Ein
leið er að lækka raforkuverð til
fiskeldisstöðva og vinnslustöðva í
sjávarútvegi og landbúnaði.
3. Framleiðslurétturinn í sauð-
fjárrækt fái að halda sér í sýsl-
unni. Ekki komi til frekari skerð-
ing á kvóta í sauðfjárbúskap í
Norður-Þingeyjarsýslu.
4. Vinnslustöðvum í sjávarút-
vegi verði tryggt hráefni, með því
að binda kvótann byggðarlögun-
um.
Þetta hefði í för með sér stöðugri
atvinnu fiskvinnslufólks og þar
með tryggari búsetu.
5. Lokið verði frumrannsóknum
háhitasvæðisins í Öxarfirði og
tekið til við að virkja og nýta ork-
una sem þar er.
Ef til vill mun vera rétt að kanna
áhuga erlendra fjárniagnseigenda
þegar um er að ræða nýtinguna.
6. Fá inn áhættufjármagn í
atvinnurekstur. Brýnt er að hlut-
deild erlendra aðila í fyrirtækjum
fái að vera hærri en 49%, því
landsbyggðarfólk hefur nú þegar
verið blóðmjólkað með tilliti til
hlutafjárframlaga í hin ýmsu
framleiðslufyrirtæki, sem hafa
svo rúllað hvert af öðru.
7. Bæta þarf veginn um Hóls-
sand og Möðrudalsöræfi. Nú er
lokað milli Norður- og Austur-
lands 5-7 mánuði á ári og því
verslun og viðskipti frá báðum
landshlutum suður til Reykjavík-
ur, en ekkert sín á milli. Það yrði
styrkur fyrir fyrirtæki bæði á
Austur- og Norðurlandi, ef fært
yrði á milli landshlutanna árið
um kring.
Ilöfundur er sálfrxðingur og oddviti
Presthólahrepps.
Glæsilegt úrval af fötum,
stökum jökkum og buxum, frökkum,
leður- og rússkinnjökkum
VönduÖ vara, á gódu verði
Vorum að taka upp hinar vinsælu peysur frá Pat
Rava og fyrsta sendingin af hinum glæsilegu
peysum frá Poul & Shark komin.
Ný sending af skyrtum frá Coldress.
Hálsbindi, lindar, slaufur, treflar, hanskar, erma-
hnappar, snyrtivörur og m.fl.
Klæðskeraþjónusta.
Munið staðgreiðsluafsláttinn og af-
sláttinn fyrir meölimi í Klúbbi Stöðvar 2.
Verslið hjá fagmanni
VISA
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendí), sími 26708.
Kaupmannafélag
Akurcyrar