Dagur - 14.12.1989, Page 9

Dagur - 14.12.1989, Page 9
8 - DAGUR - Fimmtudagur 14. desember 1989 Fimmtudagur 14. desember 1989 - DAGUR - 9 ^ Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30 Opið laugardaginn 16. desember frá kL 10.00-18.00. / g«r-7 / # r É «gt J 1 I 1 1 i • X y- Ml/H n 1. KynnSst NEITTÓ-verði KEANETTÓ Krókódílasíkið á Sauðárkróki þar sem saklausir áhorfendur breytast í öskrandi ljón En hvað segja dómararnir sem þangað koma til þess að dæma leikina? Þótt hálf ótrúlegt megi virðast þá finnst þeim flestum, ef ekki öllum, mjög gaman og gott að dæma þar sökum stemmning- arinnar sem þar er. Það er eflaust ekki öfundsvert að standa á miðj- um vellinum og kveða upp dóm sem áhorfendur sætta sig engan veginn við. En það hefur að sjálf- sögðu oft komið fyrir. Dagur hef- ur þetta orðrétt eftir einum dóm- ara sem í Síkið kom: „Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegra að dæma í NBA heldur en hérna,“ sagði hann. Svona getur þetta verið. heimaleik sem fram fer. Að berja augum þessa tíu menn sem reyna að koma boltan- um í einhverja holu í loftinu, þykir vera hin besta fjölskyldu- skemmtun. Margar fjölskyldur hópast á leikina og gildir þá einu hvort kornabarn er meðferðis. Peir eru nefnilega ekki allir háir í loftinu sem á leikina koma. Dæmi um það er einn lítill snáði sem fór á sinn fyrsta leik þegar hann var aðeins mánaðargamall! Og hefur verið einn af fastagest- unum síðan. Það er ekki úr vegi að líta aðeins á aðstöðuna sem áhorf- endum er boðið upp á. Bekkirnir sem settir hafa verið upp taka um 250 manns í sæti. Afgangurinn af fólkinu stendur svo upp á endann á svölum sem ná allan hringinn í húsinu. Áður en bekkirnir komu stóðu allir upp á endann og var þá oft þröngt á þingi, eins og gef- Heimavöllur Tindastóls í körfuknattleik er löngu landsþekktur fyrir þann áhorfendafjölda sem kem- ur til þess að hvetja „sína menn“. Hefur völlurinn verið nefndur „Krókódílasíkið“ eða bara „Síkið“, samanber „Ljónagryfjan“ í Njarðvík. Yfirleitt eru um 500 manns á hverjum leik en þó hefur talan far- ið niður í 400 einstaka sinnum. Margir hafa spurt hvort þessi gífurlegu hvat'ningarhróp sem glymja í Síkinu geti haft öfug tilætluð áhrif á leikinn, þ.e. virk- að hvetjandi á lið andstæðinganna. Þeir sem hingað koma til að leika eru nær allir sammála um það að það gildi einu hvort verið sé að hvetja heimamenn eða ekki. Stemmningin er það mikil og sterk að hún snertir alla þá sem inn á völlinn stíga, jafnt gesti sem heimamenn. En hvar væri körfuknattleikur- inn ef engir væru áhorfendurnir? Áhorfendafjöldinn er meiri á Sauðárkróki að meðaltali en t.d. í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þar mæta 3-400 manns á hvern leik og stundum meira. Einu sinni hafa t.d. verið 800 manns í Gryfj- unni, en það var á leik Njarðvík- inga og Keflvíkinga. Það mesta sem komið hefur á leik í Síkinu eru rúmlega 600 manns. En það var á leik Tindastóls gegn erlendu leikmönnunum í nóvembermánuði sl. Margir eiga sín föstu stæði eða sæti á leikjunum. Sumir sem stóðu á sama stað áður en bekk- irnir komu, hafa haldið tryggð við sín gömlu góðu stæði æ síðan. Ef einhverjum dettur í hug að stela sætum eða stæðum frá fasta- gesti, er hann umsvifalaust rek- inn í burtu. Mörg dæmi eru um að menn hafi slæðst inn á leiki. Þ.e. ein- hvern veginn þvælst á þá án þess að hafa ætlað sér það. Sömu dæmi segja að þessir menn séu nú einir gallhörðustu stuðningsmenn liðsins og mæti á hvern einasta ur að skilja. Þessa bekki er hægt að draga saman þegar þeir eru ekki í notkun og renna þeim upp að vegg. En aftur að leiknum sjálfum. Áhorfendur taka virkan þátt í honum. Þegar heimamenn, gjarn- an nefndir „Stólarnir", eru í sókn er annaðhvort dauðaþögn eða þá mikil og samtaka hvatningarhróp. Þegar andstæðingarnir eru hins vegar í sókn kveður við lófatak í föstum takti og menn stappa gjarnan niður fæti líka. Þetta virkar hvetjandi á vörn heima- manna og eykur baráttuandann. Þegar einhver Stólanna er í víta- skoti má glöggt heyra saumnál detta. En hins vegar þegar ein- hver gestanna er í vítaskoti myndi ekki heyrast í sprengju þarna inni þó hún væri sprengd, slíkur er gauragangurinn. Allir öskra, stappa niður fótum og þeir sem á svölunum standa berja með höndunum í handriðið sem þar er. Allt er þetta gert til þess að slá þann sem í vítaskotunum er, út af laginu. Áhorfendur mæta sneprma á leikina til þess að missa ekki af upphitun leikmanna. Þar byrjar jú leikurinn. Áhorfendur eru með frá upphafi og láta óspart í ljós hrifningu sína ef einhver „treður“ til dæmis. Upphitun Stólanna er skipulögð og mikið fyrir augu áhorfenda. Ef upphit- un er góð eru þeir með frá upp- hafi. Éf hins vegar upphitun er ekki góð, tekur tíma fyrir áhorf- endur að komast inn í leikinn. En alltaf gera þeir það að lokum. Ekki eru allir með leikinn á hreinu þ.e. reglurnar. Reglur í körfubolta er margslungnar og stundum erfitt fyrir hinn almenna áhorfanda að átta sig á þeim. En það virðist ekki skipta nokkru máli. Allsstaðar eru einhverjir sem kunna reglurnar og þá er ekkert annað að gera en spyrja. í leikskrá sem gefin var út fyrir einn leik í vetur voru allar dóm- arabendingar tíundaðar. Þetta plagg hafa þeir gjarnan meðferð- is sem ekki eru alveg með hlutina á hreinu. Margir hafa þetta í plastmöppu svo hægt sé að halda því heilu og læsilegu. Þetta fram- tak verður nú að teljast virðing- arvert gagnvart áhorfendum. Áhorfendur eru ekki bara á leikjum rheistaraflokks heldur sækir líka fjöldi manns leiki ungl- ingaflokks Tindastóls. Þar hafa verið á milli tvö og þrjú hundruð manns á hverjum leik. Töluvert er gert á þeim bænum til þess að laða áhorfendur að m.a. skemmti Hallbjörn Hjartarson með leik og söng á síðasta leik þeirra. Það er líka töluverður fjöldi sem fylgist með fjölliðamótum sem haldin eru. Enda þykja þau hin mesta skemmtun. Ungir og upprennandi körfuknattleiks- menn eru dyggilega hvattir til dáða ekki síður en þeir eldri. Dagur spurði nokkra áhorf- endur um hvað það væri sem heillaði svona mikið við körfu- boltann. Flestir nefndu hraðann í leiknum svo og nálægð áhorfenda við leikvöllinn. Aðrir töluðu um að þeir fengju útrás á leikjunum og menn hafa gert því skóna að líklega væri ofbeldi á heimil- um hvergi eins lítið og á Sauðár- króki. Það losnar því um ýmsar hvatir greinilega á saklausum körfuboltaleik. En allavega er það á hreinu að körfuboltinn á Sauðárkróki stæði ekki þar sem hann stendur nú ef ekki væru þessir frábæru og landsþekktu áhorfendur sem styðja svo dyggilega við bakið á „sínum mönnum“. kj Alls konar jólaávextir Gæði í gegn! Kjörbúöir KEA Opnunartími verslana í desember umfram venju Laugardagur 16. desember kl. 10-22. Fimmtudagur 21. desember kl. 09-22. Porláksmessa 23. desember kl. 10-23. Kaupmannafélag Akureyrar. % Kaupmannafelag Akureyrar Opið til kl. 21 í kvöld HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.