Dagur - 14.12.1989, Page 16
Afsláttur
sem um munarí
14 15 16
Sveitarstjórnarmenn
uggandi vegna virðis-
auka um áramót:
kostnaðarauM?
Magnús E. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Sam-
bands ísienskra sveitarfé-
laga, telur að ef ekki fáist
full endurgreiðsla á virðis-
aukaskatti af þjónustu sveit-
arfélaga, sem leggst á uin
áramót, þýði þessi kerfis-
breyting að óbreyttu 800
milljóna króna útgjaldaauka
fyrir sveitarfélögin.
í frumvarpi um breytingu á
viröisaukaskattslögunum sem
nú liggur fyrir Alþingi er gert
ráð fyrir aö fjármálaráðherra
verði heimilt að setja reglu-
gerð um endurgreiðslu á virö-
isaukaskatti til sveitarfélaga.
,.Ef sú leið verður farin að
ieggja virðisaukaskatt á alla
þjónustu svcitarfélaga skiptir
miklu máli hvernig fjármála-
ráðherra nýtir þessa heimild."
scgir Magnús.
í bréfi fjármálaráðherra til
stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga fyrir síðustu
helgi scgir að ef umrædd lög
veröi samþykkt óbreytt og
hann fái heimild til endur-
greiðslu til sveitarfélaga verði
henni beitt vegna sorphreins-
unar, ræstingar og þjónustu
sérfræðinga, það er að
„skatturinn verði endur-
greiddur ef þessi þjónusta er
aökeypt og sveitarfélögin
þurfa þar að leiðandi ekki
heidur að reikna skatt af þjón-
ustu af því er þetta varðar.“
Magnús segist telja að þetta
gangi allt of skammt hjá
fjármálaráðherra og þarna sé
mörgum liðum sleppt sem
sjálfsagt sé að taka með, t.d.
skattur af snjómokstri, ungl-
ingavinnu og viöhaldi gatna og
holræsa. „Við höfum gert til-
lögu til fjárhags- og viðskipta-
nefndar Alþingis þar sent við
leggjum til að virðisaukaskatt-
ur verði ekki reiknaður af eig-
iti þjónustu sveitariélaga
vegna t.d. sorphirðingar,
ræstingar, hitunar, umhverfis-
mála o.fl. Meginsjónarmið
okkar er að cnginn virðisauka-
skattur verði lagður á starf-
semi sveitarfélaga því það er
að okkar mati óeölilegt að
starfsemi þeirra sé tekjustofn
fyrir ríkið," segir Magnús.
óþh
Dýpkunarskip að störfum í Siglufjarðarhöfn. Mynd: Ás
Unnið að hafiiarbótum á Siglufirði
Gröfuskip Dýpkunarfélagsins
hf. hefur undanfarnar vikur
verið í vinnu fyrir Siglufjarð-
arhöfn, en þar er ætlunin að
bæta hafnaraðstöðu.
Þráinn Sigurðsson, bæjar-
tæknifræðingur Siglufjarðar,
segir að verkið sé fólgið í að
skipta um jarðveg eða botnlag í
höfninni, og til þess þurfi að
fjarlægja nokkurt efnismagn.
Vinnu við þann verkþátt er
nærri lokið, en síðar í vetur
verður ekið uppfyllingarefni í
höfnina svo betri undirstaða fáist
undir stálþil, sem rekið verður
niður.
Gröfuskip Dýpkunarfélagsins
er bilað þessa dagana, og þurfti
að panta varahluti í það frá
útlöndum. Á meðan hefur
vinna legið niðri. EHB
Kaldbakur hf. á
Grenivík:
Þarf að
leita eftir
dönskum
vmnukrafti?
Hugsanlegt er að leita þurfí út
fyrir landsteinana eftir vinnu-
afli til starfa hjá Kaldbaki hf. á
Grenivík. Fyrirtækið hefur
ítrekað auglýst eftir starfsfólki
við flæðilínu eftir áramót en
einungis tjórar umsóknir hafa
borist. Nokkrir hafa þó spurst
fyrir um vinnu. Þegar hefur
verið gengið frá ráðningu
tveggja starfsmanna.
Kaldbakur'hf. hefur hug á að
ráða 8-9 starfsmenn við flæðilínu
eftir áramót, enda er fyrirsjáan-
legt að með kaupum á Hjalteyr-
inni II af Samherja mun hráefni
til vinnslunnar stóraukast á næsta
ári. Að sögn Hrafnhildar Áskels-
dóttur, verkstjóra hjá Kaldbaki,
hefur um skeið vantað starfsfólk í
vinnsluna og um áramót segir
hún nauðsynlegt að fjölga um
tæplega 10 störf.
Ef ekki fæst fólk til starfa hér
heima hefur komið til tals að leita
eftir starfsfólki erlendis frá. í því
sambandi er litið fyrst og fremst
til Danmerkur. óþh
Kaupmenn á Akureyri argir út í farandsölumenn:
„Getum ekki meinað mönmrni um verslunar
leyfi sem uppfylla öll skilyrði“
- segir Ólafur Ólafsson fulltrúi bæjarfógeta
Kaupmannafélag Akureyrar
hafa gert athugasemd við það
hjá bæjarfógetaembættinu á
Akureyri að hinum ýmsu aðil-
um séu veitt verslunarleyfí í
bænum. Eru þeir m.a. að vísa
til hvers konar markaða sem
settir eru upp til skamms tíma.
Þar séu oft á ferð menn úr öðr-
um byggðarlögum og vilja þeir
að fógeti veiti ekki verslunar-
leyfl í slíkum tilfellum.
Ólafur Ólafsson fulltrúi hjá
bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri segir að samkvæmt lögum
Þrjú skip tilkynntu loðnunefnd
um afla í gær, samtals um 1100
tonn. Skarðsvíkin var með 550
tonn, Svanur með 240 tonn og
Fífíll með 330 tonn. Öll þessi
þrjú skip fóru til löndunar á
Raufarhöfn.
„Hingað er einna styst af mið-
unum en hins vegar er þetta ekk-
ert magn sem berst á land. Þetta
um verslunaratvinnu frá 1968 eigi
hver sá sem uppfyllir ákveðin
skilyrði rétt á að öðlast verslunar-
leyfi. Skilyrðin eru í stuttu máli
þau, að viðkomandi þarf að vera
íslenskur ríkisborgari búsettur
hérlendis, fjárráða og hafa lokið
prófi frá verslunarskóla eða hafa
aðra sambærilega menntun. Enn-
fremur má veita versíunarleyfi til
þeirra sem starfað hafa þrjú ár í
verslun og eftir það sótt nám-
skeið í verslunarfræðum og lokið
þaðan prófi. Ólafur segir að
strangt sé farið eftir þessum lög-
um og fylli menn ekki þessi skil-
eru smáslattar. Við höfum verið
að bræða síðan á mánudag og
með því sem við erum að fá núna
höfum við afla til bræðslu næstu
tvo sólarhringana,“ sagði Árni
Sörensson, verksmiðjustjóri Síld-
arverksmiðju ríkisins á Raufar-
höfn í samtali við Dag í gær.
Árni segir að á þessari stundu
hafi verksmiðjan á Raufarhöfn
tekið á móti rúmum 2700 tonnum
yrði fái þeir ekki leyfið. Ef lítið
vantar á er umsóknin send til við-
skiptaráðherra sem getur veitt
undanþágu.
Ólafur segir að farandsala hafi
oft verið stöðvuð í bænum, þ.e.
ef menn fylla ekki ofangreind
skilyrði. „En við getum ekki
meinað mönnum með fullgild
skilyrði að fá hér verslunarleyfi."
Nú þekkist það í einstaka
kaupstað að farandsölum er neit-
að um leyfi til verslunar.
Aðspurður um þetta atriði sagði
Ólafur að hægt væri að stöðva
af loðnu á þessu hausti sem telja
verður mjög lítið miðað við síð-
asta ár þegar búið var að vinna
um 25000 tonn um áraniót.
„Jú, það má nærri geta að
þetta veldur miklu tekjutapi.
Þegar aðeins er kominn einn
tíundi hluti af því sem komið var
í fyrra hlýtur það að koma fram í
minnkandi tekjum,“ segir Árni.
JÓH
farandsölu við sérstakar aðstæð-
ur. „Verslunarleyfi eru ýmist gef-
in út fyrir staðbundna verslun í
ákveðnu umdæmi eða fyrir land-
ið allt. Sumir farandsölumann-
anna liafa svokallað landsöluleyfi
sem þeir geta fengið hvar sem er,
en hingað koma þeir yfirleitt með
leyfin frá Reykjavík. Slíkt leyfi
veitir í fyrsta lagi leyfi til smá-
söluverslunar utan löggiltra versl-
unarstaða, þ.e. ekki í kauptún-
um. í öðru lagi leyfi til verslunar
innan löggiltra verslunarstaða
með vörutegundir sem ekki er
verslað með á þeim stað, nema
með samþykki lögreglustjóra á
staðnum.
Formaður Kaupmannafélags
Akureyrar, Ragnar Sverrisson
segir að kaupmenn á Akureyri
vilji benda á að þar sent heima-
menn vilji njóta þjónustu þeirra
allt árið, vilja þeir beina því til
heimamanna að versla hjá kaup-
mönnum í bænum. Þá segja þeir
algengt að bókasölumenn annars
staðar af landinu sem gerðir
eru út af bókaforlögum banki
uppá heima hjá fólki fyrir jólin
og bjóði því bækur á „afarkjör-
um“. Þó menn þessir séu full-
komlega löglegir í alla staði eru
þeir að taka verslun af heima-
mönnum sem berjast við að
halda verslunum sínurn gangandi
allt árið. VG
Loðnuveiðarnar:
Þrír bátar með afla
til Raufarhafnar