Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 13. febrúar 1990 30. töiublað
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Heppnin eltir Norðlendinga:
Tvenn hjón duttu í
Lottó-lukkupott
Norðlendinga elti hundaheppni
um helgina ef svo má segja,
þeir sigruðu ekki aðeins í
Söngvakeppninni, heldur líka
Lottóinu, en þar var potturinn
þrefaldur að þessu sinni og
skiptist milli tveggja vinnings-
hafa.
Norðurland:
Spáð éljum og
hvassviðri
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands er spáð
áframhaldandi norðanátt
með éljum á næstunni á
Noröurlandi.
Tvær lukkulegar fjölskyldur,
önnur í Skagafiröi en hin á Húsa-
vík duttu í Lottó-lukkupottinn og
fengur hvor fyrir sig 6.485.342
þúsund krónur. Hjónin Hafdís
A. Harðardóttir og Viöar Bald-
ursson á Húsavík keyptu sinn
miöa í söluskála KÞ, en þau Soffía
Sæmundsdóttir og Hafsteinn
Lúðvíksson í Skagafirði keyptu
sinn miða í útibúi KS í Varma-
hiíð. Sjá nánar viðtöl við hjónin
lukkulegu á bls. 3 í Degi í dag.
VG
Margir hal'a átt erfitt uni vik í umferAinni nií síAustu daga en liætt er viA aA þessi hali hvergi koniist. Myml: Kl
Mjólkurframleiðslan minni en sala mjólkur og mjólkurafurða:
„Það verður ekkert smjörljall í vor“
- segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda
í tiag er spáð áframhaldandi
norðanátt sem snýst til aust-
lægrar vindáttar þegar líður á
daginn. Úrkoma verður áfram
með köflum; slydda viö strönd-
ina og á annesjum en eins til
fimm stiga frost inn til landsins
með éljagangi næstu tvo daga.
Hvasst verður víða til landsins
og á miðunum, en vind mun
lægja nokkuð þegar hann snýr
sér til austlægari áttar. EHB
Norðurland:
Veður haml-
aðiflugi
Vcðrið sem gekk yfir landið
um helgina kom í veg fyrir
allt flug innanlands á sunnu-
daginn en síðdcgis í gær tókst
að fljúga til nokkurra við-
komustaða. Fyrstu vélar
Flugleiöa til Akureyrar lentu
á Akureyrarflugvelli um og
laust fyrir kl. 16.00 í gær.
Um það leyti var áætlaö að
um 100 manns biðu flugs á þess-
ari fluglcið, en nokkuð var um
að farþegar sem átlu bókað flug
í gær færu landleiðina. Eftir
hádegi í gær tókst að fljúga tvær
feröir á Sauðárkrók og síðdegis
átti að rcyna að fljúga á Húsa-
vík.
Flugfélag Norðurlands fór
eitt leiguflug til Reykjavíkur
um miðjan dag í gær en síðdegis
átti að reyna að fljúga á Egils-
staði, Vopnafjörð, Kópasker,
Rttufarhöfn og Þórshöfn. VG
Knattspyrna:
Eyjólfur skor-
aði tvö mörk
fyrir Stuttgart
Sauðkrækingurinn Eyjólfur
Sverrisson gerði sér lítið fyrir og
skoraði tvö mörk í 3:2 sigri
aöalliðs Stuttgart á landsliði
Argentínu U-21, en leikur þess-
ara liða fór fram í Argentínu.
Nánar um þetta á blaðsíðu 7.
„Nei, það verður alveg örugg-
lega ekki til neitt smjörfjall í
vor. I mesta lagi verður það
þúfa,“ segir Haukur Halldórs-
son, formaður Stéttarsam-
bands bænda, vegna birgða-
stöðunnar í unnum mjólkur-
vörum. Hratt gekk á birgðir
fyrstu fjóra mánuði verðlags-
ársins en síðasta mánuðinn
jókst framleiðslan á Suður-
landi á ný og því er sem stend-
ur uppihaid í þessari þróun.
Haukur segir að mjög langt sé
síðan smjörbirgðir hafi verið jafn
litlar og þær stefna í að verða
með vorinu. Á síðasta verðlags-
ári var mjóikurframleiðslan
nokkru minni en sem nam sölu á
innlendum markaði og á tímabil-
inu 1. september sl. til áramóta
dróst innvigtunin saman um
2,7% á sama tíma og sala mjólk-
ur og mjólkurafurða hélst
óbreytt. Meginástæður fyrir þess-
„Ég veit satt að segja ekki
hvað vakir fyrir mönnunum að
auglýsa svona. Ef launþegi
auglýsti eftir atvinnu hjá
ábyggilegum atvinnurekenda
myndi örugglega heyrast hljóð
úr horni,“ sagði Björn Snæ-
björnsson varaformaður Ein-
ingar í samtali við Dag, en hann
er mjög óhress með auglýs-
ingu sem birtist í Degi í síðustu
viku frá Niðursuðuverksmiðju
K. Jónssonar & Co. hf. þar
sem auglýst er eftir ábyggileg-
um konum til starfa.
Björn segir að sér finnist með
þessu að verið sé að skipta
ari þróun eru slæm hey á nokkr-
um svæðum landsins þó að á
stöku svæðum, cins og t.d. Eyja-
firöi, hafi framleiðslan verið
meiri á þessu tímabili en á sama
tímabili í fyrri.
í framhaldi af þessari þróun
ákvað landbúnaðarráðherra að
nýta ekki heimild til að greiða
fyrir ónotaðan fullvirðisrétt
þannig að þessi réttur verður í
Hjálparsveit skáta á Akureyri
og Flugbjörgunarsveitin höfðu
í mörg horn að líta í óveðrinu á
sunnudag og reyndar í gær
einnig. Fannfergið var slíkt á
götum og þjóðvegum að ekki
atvinnulausu verkafólki í dilka.
Auglýsingin sé mjög niðurlægj-
andi auk þess sem hún brýtur í
bága við jafnréttislög. „Ég veit
að margir atvinnulausir verka-
menn hafa sótt unt vinnu hjá
Niðursuðuverksmiðjunni og
margir fengið þau svör að ekki sé
hægt að lofa þeim vinnu, en það
verði haft samband við þá seinna.
Þá á ekki að þurfa að taka það
sérstaklega fram að óskað sé eftir
ábyggilegu fólki, verkafólk er
alveg jafn ábyggilegt og aðrir auk
þess sem ég held að jafnréttis-
nefnd ætti að láta til sín taka
varðandi orðalag auglýsingarinn-
ar.“ VG
meira mæli en áður til ráðstöfun-
ar við uppgjör í lok verölagsárs.
„En eins og okkar áætlanir eru
þá mun þetta smclla þokkalega
sarnan, en ef framlciöslan hefði
haldið áfram að dragast saman á
Suðurlandi þá hefðum við lent í
erfiðri stöðu," segir Haukur.
Von er til þess að framleiðend-
ur geti fetigið greitt fyrir umfram-
framleiðslu á þessu verðlagsári
var öörum bíluni fært en snjó-
bílum og kom tækjabúnaður
sveitanna í góðar þarfir. Lög-
rcglan kallaði sveitirnar út til
að aðstoða fólk í vandræðum
og draga bíla úr sköflum.
„Viö vorum að koma inn rétt í
þessu eftir að hafa verið úti síðan
klukkan fjögur á sunnudag,"
sagði Smári Sigurðsson hjá
Hjálparsveit skáta í samtali við
Dag rétt fyrir klukkan fjögur í
gær. Þá höfðu meðlimir sveitar-
innar verið að störfum í sólar-
hring.
„Verkefnin hér innanbæjar í
gær voru aðallega í því fólgin að
hirða upp fólk sem sat í föstum
bílum og koma bílunum út fyrir
þær slóðir sem voru færar. Það
var hvergi nein hætta á feröum en
sumir voru orðnir blautir og
kaldir. Við fórum út á Svalbarðs-
eyri og tókum upp gangandi fólk
og ökumenn sem höfðu fcst bíla
sína. Ferðin tók um 7 tíma báðar
leiðir á snjóbílnum enda var
ótrúlega brjálað veður og mikill
snjór,“ sagði Smári.
Hjálparsveitin flutti líka starfs-
fólk Kristnesspítala milli staða og
í gær fór hún í sjúkraflutninga út
fyrir bæinn að beiðni slökkviliðs-
ins enda kolófært fyrir sjúkrabíl.
Smári sagði að Flugbjörgunar-
þar sem aukning varð á fullvirðis-
rétti í mjólk um 1 milljón lítra
yfir landið og samdráttur hefur
orðið í innvigtun. „Viö höfum
því verið nteð áróður fyrir því að
bændur rcyni að auka viö fram-
leiðsluna til þessa að fullnýta
samninginn. Það verður að öllum
líkindum ekki fullvirðisrétturinn
sem takmarkar á þessu ári," scgir
Haukur. JOH
sveitin hefði verið í svipuðum
verkefnum og góð samvinna væri
milli sveitanna. Hann sagöi enn-
fremur að tækjabúnaður björg-
unarsveitanna hefði komið að
mjög góðum notum. SS
Norðurland:
Skrykkjótt
skólahald
Skólahald var æði skrykkjótt á
Norðurlandi í gær vegna fann-
komu og ófærðar. Kennsla var
víða alveg felld niður, sérstak-
lega á Norðurlandi vestra og í
afskekktari skólum norðan-
lands en í þéttbýli var ástandið
betra.
Á Akureyri var kennsla ekki
felld niður en á hinn bóginn
fengu foreldrar þau svör hjá
skólunum að þeir yrðu að meta
það sjálfir hvort þeir sendu börn
sín í skóla.
Veðurhamur sunnudagsins var
genginn niður á Akureyri í gær.
Aðalgötur voru ruddar en fáfarn-
ari götur illfærar eða með öllu
ófærar og samgöngur því stirðar.
Af þeim sökum þótt rétt að leyfa
foreldrum að meta aðstæður með
tilliti til skólagöngu barnanna.
SS
Auglýsing frá Niðursuðuverksmiðju KJ:
Niðurlægjandi og brýtur í
bága við jafiiréttislög
- segir Björn Snæbjörnsson hjá Einingu
A Björgunarsveitir í önnum:
„Otrúlega brjálað veður“
- sagði Smári Sigurðsson um ástandið á sunnudag