Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1990
r—>. r leiklist
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþrótlir),
KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
DV býður í mat
Máltækið segir að hamra skuli járnið meðan það er
heitt. Þeir sem telja það lausn alls efnahagsvanda
þjóðarinnar að innflutningur landbúnaðarvara verði
gefinn frjáls, telja sig augljóslega hafa hlotið nokkurn
hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þess vegna hafa þeir
síðustu mánuði keppst sem aldrei fyrr við að afla
málstað sínum fylgis. DV er þeirra helsti málsvari og
lítur greinilega á það sem sitt meginhlutverk að kveða
íslenskan landbúnað í kútinn. Meðal annars að þessu
leyti er DV langt frá því að vera frjálst og óháð, þótt
það auglýsi sig sem slíkt. Þvert á móti helgar blaðið
innflutningspostulunum krafta sína óskipta á þessu
sviði og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að koma
höggi á íslenskan landbúnað. „Þótt raunverulegt
tilefni til að ráðast að íslenskum landbúnaði með
offorsi sé ekki fyrir hendi, má alltaf búa það til. “ Eftir
þeirri reglu virðist unnið á ritstjórn DV.
Eitt gleggsta dæmið um þessi vinnubrögð var að
finna í DV miðvikudaginn 7. febrúar sl. Þann dag var
því slegið upp á forsíðu að ríkissjóður gæti hæglega
„boðið allri þjóðinni í hádegismat alla virka daga, allan
ársins hring, án þess að auka útgjöld sín svo mikið
sem um krónu! Þetta gæti ríkissjóður gert með því
einu að hætta að greiða niður verð á landbúnaðar-
afurðum en veita niðurgreiðslunum þess í stað beint
til neytenda." Blaðið komst að þessari niðurstöðu í
grein sem bar yfirskriftina „fréttaljós" og á víst að
heita fréttaskýringarþáttur. Þótt DV hafi oft farið út
fyrir mörk velsæmis í umfjöllun sinni um íslenskan
landbúnað er vafalaust langt síðan jafnvitlaus grein
hefur birst á síðum blaðsins. Það er blaðinu síst til
álitsauka að ósköpin skuli kennd við fréttaskýringu.
Sú forsenda er gefin í útreikningum blaðsins að
ríkissjóður muni verja 5,7 milljörðum í niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum á þessu ári. Síðan er fjárhæðinni
einfaldlega deilt niður á íbúa landsins og útkoman er
88 krónur á mann sérhvern virkan dag ársins. „Þessi
fjárhæð nýtist fjölskyldunni eflaust mun betur ef hún
kaupir eitthvað annað en landbúnaðarvörur fyrir
hana,“ segir í grein DV. Með öðrum orðum er gengið
út frá því að þjóðin hætti að kaupa landbúnaðarvörur.
Eins og ávallt áður „gleymir“ DV að geta þess að
skattlagning ríkissjóðs á framleiðslu og sölu landbún-
aðarvara nemur mun hærri upphæð en varið er í niður-
greiðslur. Staðreyndin er sú að ef skattlagning á inn-
lendar landbúnaðarvörur yrði minnkuð verulega eða
henni hætt, þyrfti eflaust ekkert að greiða þærniður til
neytenda. Ef neytendur hins vegar fengju þá fjárhæð,
sem notuð er til niðurgreiðslna, beint í hendurnar og
keyptu allt annað en landbúnaðarvörur fyrir hana,
myndi ríkissjóður tapa öllum skatttekjum sínum af
landbúnaðinum og við blasti „gat“ upp á marga millj-
arða króna.
Að framansögðu er ljóst að hugmynd DV um
hádegsimat handa allri þjóðinni alla virka daga, allan
ársins hring - á kostnað ríkissjóðs - er óraunhæf með
öllu. Hún er einfaldlega byggð á röngum forsendum.
Það verður að teljast ólíklegt að DV hafi ekki yfir betri
reiknimeisturum að ráða en dæmið hér að ofan gefur til
kynna. Líklegra er að „fréttin" hafi verið skrifuð með
það að leiðarljósi að koma því inn hjá almenningi að
innlendur landbúnaður sé baggi á þjóðinni. BB.
í-
Heill sé þér þorskur:
Gert út á andstæður
Leikfélu)’ Akureyrar: Heill sé þér þnrskur
Höfundur: Guörún Ásmundsdnllir
Leiksljúri: Viöar Eggerlssnn
Leikmynd og húningar: Anna G. Tnrfadúttir
Dansar og hreyfingar: Lára Slefansdúllir
Lýsing: Ingvar Björnssun
Söngsljóri: Ingúlfur Júnsson
Sennilega hafa íslendingar gert
út á þorskinn allt frá því að land-
ið byggðist og síðustu mannsaldra
hefur sá guli ráðið miklu um
afkomu þjóðarinnar. Afkoman
er háð sveiflum í þorskstofninum
og töluverð áhætta fylgir þessari
útgerð. Það sama má segja um
leikhús sem gera út á þorsk, síld
eða annan nytjafisk hafsins; sýnd
veiði en ekki gefin. Hugleiðingar
af þessu tagi láta á sér kræla í
heilabúi mínu þegar litið er á
hvernig Leikfélag Akureyrar
kynnir uppfærslu sína á leikverki
Guðrúnar Ásmundsdóttur, Heill
sé þér þorskur. Megináherslan er
lögð á léttleikann, sjóinn og hið
rómantíska sjómannslíf. Þctta er
hins vegar bara hálfsannleikur,
eymd og volæði eru ekki síður
áberandi.
Heill sé þér þorskur er ákaf-
lega furðulegur samtíningur.
Verkið er unnið upp úr smásög-
unni Tíðindalaust í kirkjugarðin-
um eftir Jónas Árnason og skeytt
saman með Ijóðum og söngtext-
um eftir um 30 höfunda, sem
koma vægast sagt úr ýmsum
áttum. Hluti leiktextans er síðan
eftir Guðrúnu sjálfa og allt er
þetta sett í einn pott og búinn til
hrærigrautur. Hann er síðan salt-
aður með tónlist, dansi og lát-
bragðsleik. Útkoman er vart skil-
greinanleg með hugtökum bók-
menntafræðinnar. Andstæðurnar
eru glannalegar; farsakenndar
uppákomur og hádramatískir,
tragískir kaflar skiptast á. Atrið-
in eru sanit undir einum hatti sem
má kenna við söngleikja- eða
revíuform.
Epíkin í verkinu tengist smá-
sögu Jónasar og efni hennar
myndar rauðan þráð í sýning-
unni. Eiríkur Ásláksson (Árni
Tryggvason) er gamall sjómaður
sem kominn er í land og dundar
við það að byggja grafhýsi í
kirkjugarðinum. „Maður fæðist í
heiminn til að byggja yfir sig
dauðan.“ Hann tengist því báð-
um meginstefunum í verkinu,
sjómennskunni og dauðanum.
Markmið Eiríks er að reisa
stærra grafhýsi en útgerðarmað-
urinn Elli Langdal gerði, en hjá
honum stritaði Eiríkur eitt sinn.
Langdalsættin lítur þetta bram-
bolt gamla sjómannsins óhýru
auga og virkjar kerfið til að koma
í veg fyrir að hann reisi þriggja
metra hátt inannvirki yfir beinin
sín því grafhýsi Ella er ekki nema
tæplega þriggja metra hátt og var
hann þó mun eigna- og valda-
meiri en sjómaðurinn í lifanda
lífi.
Sviðið er kirkjugarðurinn. Þar
er Eiríkur að bardúsa og þangað
koma furðulegustu persónur í
heimsókn, jafnt lifandi sem löngu
látnar. Til dæmis höktir Þórberg-
ur Þórðarson tuldrandi milli
leiða. Til vinstri er fiskvinnslan
og baka til er pallur sem er jafnt
notaður sem bryggja eða svið fyr-
ir myndir fortíðarinnar, nokkurs
konar bakgrunnur. Ekki er hægt
að tala um tiltekinn ytri tíma
verksins, atriðin eru frá ýmsum
tímabilum, sömuleiðis lög og
Ijóð. Búninga og svið er því vart
hægt að tengja við tíma. Persón-
ur eru ótal margar, allt aukaper-
sónur nema Eiríkur. Ég verð þó
að viðurkenna að þetta þoku-
kennda samfélag er ansi
skemmtilegt. Börn fara með
kvæði, menn Ijóða hver á annan.
elskendur ræða saman í bundnu
máli.
Leikverkið Heill sé þér þorsk-
ur er upphaflega klukkustundar
löng dagskrá sem Guðrún samdi
fyrir þriðja bekk Leiklistarskóla
íslands. Verkið er nú orðið tveir
tímar en ber þess enn merki að
vera dagskrá í ætt við dagskrár
sem áhugaleikfélög setja gjarnan
upp. Ég veit ekkert um upphaf-
lega verkið en líklega eru hinar
sterku andstæður komnar úr því,
enda góður skóli fyrir leik-
listarnema. Við endurgerðina
hefði Guðrún að mínu mati
kannski átt að róa á önnur mið og
leggja meiri áherslu á gamanið en
alvöruna. Eftir sýninguna kemur
maður út með annaö munnvikiö
uppsveigt, en hitt lafir niður.
Drungaleg atriði eru óþarflega
fyrirferðarmikil en margt er þar
vel gert, t.d. túlkunin á kvæðinu
Sjódraugar eftir Davíð Stefáns-
son. Flutningurinn er áhrifamikill
og ekki síður hreyfingarnar, eða
látbragðið.
Að mínu mati er þaö einkuni
t’ernt sem rífur sýninguna upp.
Þar á ég við innilegan leik Árna
Tryggvasonar, sviðshreyfingar úr
smiöju Láru Stefánsdóttur. stór-
góðan söng og tónlistarflutning
og glettilega skondin atriði víða í
verkinu. Má þar netna hina
óborganlegu upprisu Stefáns
Sturlu og Guðrúnar Þ. úr gröf-
inni. tilþrif Stefáns á dansleikn-
um og jarðarfararsenuna í upp-
hafi seinni þáttar.
Já. tönlistin var vel flutt og
söngurinn góður. ekki síst þegar
Margrét Pétursdóttir. Sigurþór
A. Heimisson og Steinunn Ólafs-
dóttir áttu í hlut. Það var gaman
að hlusta á lög Bubba í þcssum
búningi. enda niiklu betur flutt af
leikfélagsfólkinu en honum
sjálfum. Harmonikuleikur Ingólfs
Jónssonar söngstjóra og gítar-
sláttur Haraldar Davíðssonar
létu líka vel í evrum.
Leikmvnd Önnu G. Torfadött-
ur er lítt aðlaðandi en fellur vcl
að drunganum sem einkennir
stóran hluta vcrksins. Búningarn-
ir komu úr ýmsum áttum. meg-
inlínan frá 6. eða 7. áratugnum.
en andstæðúrnar sláandi eins og í
verkinu öllu. Lýsing Ingvars
Björnssonar undirstrikaði leik-
mvndina og var mikilvægt hjálp-
artæki fvrir leikarana sem oft
þurftu að þjóta út af sviðinu til að
bregða sér í líki nýrrar persónu.
Skiptingarnar gengu vel. Áhrifa-
hljóð komu vel út.
Viðar Eggertsson leikstjóri er
þekktur fyrir aö fara ótroðnar
Jónas Pétursson:
Hin nýja sjálf-
stæðisstefna
Er daginn ekki að lengja? Hvers
vegna þessi óþægilegi hjúpur í
andrúmsloftinu, þrýstir á brjóstið
og torveldar andardrátt, dregur
dökkva yfir sálargluggann - eins
og Þórbergur orðaði hlutina - og
nýlega lýsti viðskiptaráðherra
því, að íslendingar væru í hópi
ríkustu þjóða heims! Hvað veld-
ur því Jónas, spyrja kannski ein-
hverjir, að þý byrjar svo skugga-
lega? Hefurðu ekki tekið eftir því
í viðræðuþáttum útvarps, að í
lokin er lokkað út úr svo til hverri
persónu, að hún sé bjartsýn!
(Jafnvel þeir, sem hvergi sjá til
lands í skuldasúpunni!)
Ég þoli ekki við lengur! Á
Austurlandi verður á hverju ári
til stór skerfur í lífsbjörg þjóðar-
innar. En hvað horfir við nú?
Breiðdalsvík, Seyðisfjörður,
Vopnafjörður og ég bæti hér við
næsta nágranna norðar,
Þórshöfn! Á þessum stöðum er
atvinnuleysi og skuldasvipa ræn-
ingjaatferlis yfir lífsbjörg þessara
byggðarlaga. Óvissa eða stöðvun
og að því er séð verður algjört
ráðleysi og hindrun við hvert
spor í vegi þeirra, er heima eru,
tilbúnir að brjótast til bjargar.
Myndin af þessu er stigamanna-
þjóðfélag peningavalds, sem ætl-
ar að eyða byggðum - eða ekki
verður betur séð. í heilt ár hefur
verið hjakkað og þrjóskast í and-
vökuleit að rekstrargrundvelli á
viðskiptasviðum þeirra greina er
þjóðin lifir á. Mál er að brjóta
niður það vald peninga og gróða-
hyggju, sem í skjóli svo til allrar
fjölmiðlunar í landinu hefur get-
að hindrað heiðarlega stjórnun
og mennska afstöðu til vanda-
mála, sem hér eru nefnd, og fjöl-
margra fleiri.
Alþingismenn! Þið sem eitt-
hvað þekkið til þjóðlífs! Á morg-
un verðið þið bara að segja fólk-
inu á þessum stöðum og fjölda
mörgum öðrum, að myndin í gær
sé horfin, og þið gangið til fram-
leiðslustarfanna með fulla lífstrú
og af þeirri atorku, sem ykkur
er lagin úr uppeldi íslenskrar
náttúru.
Vitlaust! Ja, - þá það!
En þið, sem búið í þessum
byggðum! Ykkar er skyldan að
Jónas Pétursson.
standa einhuga. Einhuga að heill
ykkar byggðar, líta ekki aftur,
ekkert nema einbeittur ásetning-
ur - já allra í hverri byggð -
sameina allar byggðir, sem í þess-
ari baráttu standa, að rétta lilut
fólksins og ykkar!
Þannig er sjálfstæðisbaráttan
nú - gegn hinu nýja valdi við
Faxaflóann - lífið kennir, að
sjálfstæðisbaráttan er eilíf, svo ég
vitni í orð fyrrverandi sýslu-
manns Árnesinga, (en hann er
sonur Hallgríms Kristinssonar,
eins af frumherjum samvinnu-
manna), í samtali okkar fyrir
fáuni árum. Þau sannast um þess-
ar mundir - nýja borgríkið við
Faxaflóann hefir skapað tvær
þjóðir í einu landi.
Á Kyndilmessu 1990
Jónas Pétursson.
Höfundur cr fyrrverandi alþingismaöur fyrir
Sjálfstæöisflokkinn á Austurlandi.