Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1990
í DAGS-ljósinu
í
Athyglisverðar
niðurstöður tveggja
kannana á viðhorfi
erlendra kaupenda til
íslensku bleikjunnar
Bjartsýnir menn segja að ef rétt.verði á spöðum haldið sé ekki langt í að íslenska bleikjan kitli bragðlauka kokka
og annarra matargata í útlandinu. Í þessu sambandi er vert að geta um markaðssetningu á vatnableikju sem nokkrir
aðilar á Norðvesturlandi standa að. Þau tvö lönd sem sú athugun beinist að eru Frakkland og Svíþjóð. Fyrstu við-
brögð þarlendra lofa góðu um framhaldið.
Ferskvatnsbleikja á framtíð fyrir sér
Margt virðist benda til að útflutningur á bleikju
kunni að verða arðvænlegur þegar fram líða
stundir. Á undanförnum misserum hefur farið
fram mikil vinna á vegum búnaðarsamtakanna,
Útflutningsráðs og Landbúnaðarráðuneytis á ýmsu
er lýtur að bleikjueldi og sölu hennar á erlendum
mörkuðum. Niðurstöður athuguna á mörkuðum
erlendis gefa góðar vonir um að íslenska bleikjan
nái þar fótfestu.
Á síðasta ári tóku Markaðs-
nefnd landhúnaðarins, Búnaðar-
félag íslands og Útflutningsráð
íslands upp samstarf um markaðs-
setningu og vöruþróun á íslenskri
ferskvatnsbleikju fyrir erlenda
markaði. Fyrsta skrefið í því
samstarfi var að kanna viðhorf
hugsanlegra bandarískra kaup-
enda til íslensku ferskvatns-
bleikjunnar. Sú leið var farin að
gera könnun á „The Boston Sea-
food Show“ 7.-9. mars á síðasta
ári. Þetta er gríðarstór sýning
seljenda sjávarafurða í Banda-
ríkjunum.
Kaninn telur roðlitinn
skipta máli
Helsta markmiðið með könnun-
inni var að fá frant hvort blcikjan
þyrfti að silfrast í saltvatni áður
en hún yrði sett á markað. í Ijós
kom að bandarískir kaupendur
telja að roðlitur bleikjunnar
skipti máli. Þeir telja með öðrum
orðum að sú silfrun sem á sér
stað við að bleikjan gengur í sjó
verði að vera til staðar.
Könnunin leiddi ennfremur í
Ijós að kaupendur í Bandaríkjun-
um vilja fá bleikjuna heila ferska,
frosna heila og margir sýndu
ferskum bleikjuflökum áhuga.
Menn voru hvað hrifnastir af fiski
um eða stærri en 1000 grömm.
Áhugi á Anuga
Menn létu hér ekki staðar numið
í markaðsathugunum og ákveðið
var að gera aðra könnun á
Anuga-sýningunni í Köln í V-
Þýskalandi, sem haldin var dag-
ana 14.-19. október sl.
Markmiðið mcð athuguninni á
Anuga var að kanna viðbrögð
kaupenda við ferskvatnsbleikj-
unni og fá álit þcirra á ýmsum
atriðum varðandi markaðssetn-
ingu og sölu á afurðinni í frant-
tíðinni. sérstaklega í löndum
Evrópu. Einnig var sjónum beint
að kaupendum frá Asíu og Norð-
ur-Ameríku.
I ljós kom aö kaupendur á
Anuga sýndu íslensku bleikjunni
mikinn áhuga og um 50 aðilar
óskuðu eftir frekari upplýsingum
og allmargir báðu um sýnishorn
og verðlista.
Roðinn í austri
Niðurstöður könnunarinnar á
Anuga eru um margt mcrkilegar
og ástæða til að gera þeim skil
hér.
Þátttakendur í könnuninni
voru ekki á eitt sáttir um roðlit
fisksins. Bandaríkjamennirnir
vildu hafa kynþroska einkenni
bleikjunnar og töldu þeir rauða
litinn á kviði hennar afgerandi
fyrir markaðsstöðu í Bandaríkj-
unum. Einnig lögðu þeir áherslu
á eins rauðan kjötlit og mögulegt
væri.
Þjóðverjar, Frakkar, Hollcnd-
ingar og Belgíumenn, virtust
ánægðir með roð og kjötlit á
þeim fiski sem sýndur var á
Anuga, ljósrautt hold og kyn-
þroskaeinkenni á kviði. Sviss-
lendingar, sem þátt tóku í
könnuninni, voru hins vegar á
annarri skoöun með þetta atriði.
Þeir kváðust vilja bleikjuna með
hvítu eða gulhvítu kjöti án kyn-
þroskaeinkenna á kviði.
Japanar reyndust vera aðdá-
endur rauða litsins og Ijóst að
þeir vilja fiskinn eins rauðan í
holdið og mögulegt er með
fóðrun.
Artic char skal hún heita
Flestir þátttakenda í könnunini
töldu mestan feng í fiski 1000
grömm eða stærri og athyglisvert
er að flestir höföu áhuga á frystri
slægðri bleikju, einnig frystum og
reyktum flökum. Hins vegar var
enginn áhugi fyrir stykkjaðri
frystri bleikju en talsverður áhugi
fyrir ferskum flökum.
Á Anuga-sýningunni var þeirri
spurningu velt upp hvort rétt væri
að markaðssetja íslensku vöruna
'sem hágæöavöru. Svör þeirra
sem þátt tóku í könnuninni
benda til að rétt sé að stefna að
því. Þá kom það fram að þátttak-
endur töldu vænlegast að rnark-
aðssetja íslensku bleikjuna sem
Arctic char.
Næstu skref eru mikilvæg
Hermann Ottósson, hjá Útflutn-
ingsráði, segir að með þessum
tveim könnunum sé lokið
ákvcðnu stigi í uppbyggingu
framleiðslu á nýrri tegund eldis-
fisks sem framtíð eigi fyrir sér ef
rétt sé á málum haldið. Mikilvægt
sé sem næsta skref að samræma
markaðssetningu, kynningar-
starfsemi. sölu og framleiðslu á
bleikjunni; annars sé allt það
starf scm unnið hafi vcrið fyrir
g'g-
Hermann hefur velt upp
nokkrum tillögum sem næstu
skrefum og skal þeirra getið hér í
stórum dráttum.
Hagsmunaaðilar
myndi með sér samtök
Hermann telur nauðsynlegt að
hagsmunaaðilar ntyndi með sér
samtök er hafi það að markmiði
að móta stefnu í gæða- og sölu-
málum fyrir bleikjuframleiðend-
ur. Til undirbúnings sé æskilegt
að Landbúnaðarráðuneytið skipi
vinnuhóp aðila frá framleiðend-
um, Búnaðarfélagi íslands og
Útflutningsráði íslands er skili
sem fyrst af sér áætlun og stefnu-
mótun um framleiðslu, gæða- og
markaðsaðgerðir fyrir íslenska
ferskvatnsbleikju á næstu árum.
Hermann telur að fram-
leiðendur verði í fyrsta lagi að ná
samkomulagi um framleiðslustýr-
ingu sem miði að því að tryggja
jafnt og stöðugt framboð á
bleikju, í öðru lagi miðstýrða
framboðsstýringu sem miði að
því að tryggja að alltaf veröi til
það magn sem beðið er um, en
ekki meira, í þriðja lagi gæða-
stýringu með nákvæmu eftirliti
og flokkun og í fjórða lagi stofn-
un sölusamtaka.
Fjármögnun samtakanna
Að áliti Hermanns ber þessum
sölusamtökum í fyrsta lagi að sjá
urn framkvæmd framleiðslu- og
framboðsstýringu, ásamt fram-
kvæmd gæðamats. í öðru lagi að
halda utan unt sölu afurða bæði
innanlands og erlendis og í þriðja
lagi kynningar- og markaðsstarf.
Hermann leggur til að sölu-
samtökin verði fjármögnuð fyrsta
árið með framlagi frá Framleiðni-
sjóði en næstu árin greiði einhver
óskilgreindur sjóður 50% rekst-
ursins, en afgangurinn verði
fjármagnaður með sérstöku
gjaldi á fob.verð útfluttrar
bleikju. Eftir fjögur ári taki síðan
sölusamtökin alfarið við rekstrin-
um. óþh
Hér gefur að líta húnvetnska bleikju á Hótcl Blönduósi. Samkvæmt þeim könnunum sem vitnaö er til í þessari grein sækjast Anieríkanar og Gvrópubúar
hclst eftir miðlungs stórri frónskri blcikju.