Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 9
íþróftir Þriðjudagur 13. febrúar 1990 - DAGUR - 9 i r- im hesti frá viðureign sinni við Hauka um helg- Mynd: KL KKÍ/Þór-ÍBK: rinn í kvöld syri á sunnudaginn sæti sitt í úrslitakeppninni. Peim hefur gengið vel með Pórsara í leikjum í körfunni en þó var naumt á mununum síðast þegar þessi lið mættust á Akur- cyri. Pórsarar munu leggja áðaláherslu á vörnina f leiknum í Keflvík til að ná sem hagstæðustum úrslitum fyrir seinni leikinn á Akureyri. Að Öllum líkindum munu áhorfend- ur á Akureyri skipta miklu rnáli þann- ig að körfuboltaáhugamenn bíða spenntir eftir úrslitunum í Keflavík í kvöld. Handknattleikur/3. deild: Völsungar stefna nú hraðbyri upp í 2. deildina í handknatt- leik eftir tvo sigurleiki um helgina í Reykjavík. Á föstu- dagskvöldið unnu Húsvíking- arnir Fylki 28:20 og á laugar- dag vann Völsungur Ógra 21:15. Fylkismenn byrjuðu betur og komust í 3:1. En þá var líka draumurinn búinn fyrir Árbæing- ana. Húsvíkingarnir komust fljótt yfir og það sem eftir lifði leiks voru gestirnir að auka muninn. Staðan í leikhléi var 15:9 Völsungi í vil. í síðari hálfleik fengu vara- menn Völsunga að spreyta sig og stóðu sig með prýði. Mesti mun- urinn í hálfleiknum var 9 mörk en að lokum létu Húsvíkingarnir sér nægia að sigra með 8 marka mun, 28:20. Eiríkur Guðmundsson stóð sig mjög vel í marki Völsunga og varði mýgrút af skotum. Síðan voru þeir Ásmundur og Haraldur drjúgir að vanda og Helgi batt vörnina vel saman. Þess má geta að Eiríkur markvörður fékk að taka eitt vítakast og skoraði að sjálfsögðu örugglega úr því. Mörkin gegn Fylki: Ásmundur Arnars- son 8, Jóhann Pálsson 5, Haraldur Haraldsson 5, Vilhjálmur Sigmundsson 4, Tryggvi Guömundsson 4. Arnar Bragason 1. Helgi Hclgason I og Eiríkur Guömundsson (!) I. Kæruleysi gegn Ögra Kæruleysi einkenndi leik Völs- unga gegn Ögra. Mikill getumun- ur er á liðunum en Ögramenn börðust vel og tóku hraustlega á Húsvíkingunum í vörninni. Petta fór eitthvað í taugarnar á Völsungunum og lélegir dómarar leiksins höfðu lítil tök á leiknum. KA-stúlkurnar í blaki enduðu deildakeppnina á mun betri hátt en strákarnir. Þær veittu Islandsmeisturum Víkings mikla keppni þannig að þær röndóttu töpuðu Deildarmeist- aratitlinum í hendur Breiða- bliks. Á laugardeginum rúll- uðu síðan KA-stúlkurnar Þrótti upp 3:0. Leikur KA og Víkings var jafn og spennandi. KA vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 15:4 og 15:6. I þriöju hrinunni var KA með sigurstöðu, 14:10, en missti flugið og tapaði 16:14. ir höföu heimamenn minnkaö forskot þeirra grænklæddu niður í 3 mörk, 14:11. Pá tóku Völs- ungar góðan sprett og unnu öruggan sigur, 21:15. Varla er hægt að hrósa Völs- ungum fyrir þennan leik en þaö verður að viðurkennast að það er erfitt að halda haus gegn liði eins Tapið í hrinunni virtist hafa slæm áhrif á norðanstúlkurnar þannig að Víkingur vann tvær næstu hrinur og þar með leikinn. En þar sem Víkingsstúlkurnar töpuðu tveimur hrinum, féll Deildarmcistaratitilinn í hendur Breiðabliksstúlknanna. KA vann síöan öruggan sigur 3:0 á Þrótti á laugardaginn og hefndi þannig fyrir ófarir strák- anna í leiknum á undan. Hrin- urnar fóru 15:6, 15:11 og 15:5. Á uppskeruhátíð BLÍ um kvöldið var Oddný Sæmunds- dóttir Breiðabliki kosinn besti og Ögra. Markmennirnir Eiríkur Guðmunsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson vörðu þó ágætlega í leiknum. Mörkin gegn Ögra: Haraldur Haralds- son 6. Ásmundur Arnarsson 5. Jóhann Pálsson 3. Helgi Hclgason 2. Örvar Sveinsson I. Arnar Bragason I. Vil- hjálmur Sigmundsson I og Jónas Emils- son 1. bjb/AP/ leikmaður í kvennadeildinni og Porvarður Sigfússon ÍS bestur í karlaflokki. Hrefna Brynjólfsdóttir lciddi lió sitl til sigurs gegn Þrótti. Slakur endir hjá KA: Gleymum þessu sem fyrst - sagði Haukur Valtýsson fyrirliði Völsungar sigla hraðbyri upp um deild í handboltanum - tveir léttir sigrar um helgina Þegar rúmar 10 mínútur voru eft- Blak/1. deild kvenna: KA færði UBK titilinn - með því að vinna tvær hrinur gegn Víkingi - unnu síðan Þrótt örugglega Strákarnir í KA léku tvo síð- ustu leikina í Deildakcppninni í blaki fyrir sunnan um helg- ina. Greinilegt var að leikirnir skiptu ekki máli því IS var þeg- ar búið að vinna keppnina en Haukur Valtýsson fyrirliði sagði nú samt: „Við viljum gleyma þessum tveimur leikj- um sem fyrst.“ Ástæðan var sú að liðið marði Fram 3:1 en tap- aði síðan 3:0 fyrir Þrótti. KA keppti við Fram á föstu- dagskvöldið. Eitthvað virtist ferðin að norðan sitja í Akureyr- ingunum því þeir voru óvenju daufir í fyrstu hrinunni. Reyndar lék Stefán Jóhannesson ekki með í þessari suðurferð þar sem Hafstcinn Jakobsson átti einna bestan hann fingurbrotnaði á æfingu fyr- ir skömmu og munaði um minna. En KA-liðið er það sterkt að það á ekki að muna um einn leik- mann. Hrinan vannst nú samt 15:13 eftir töluvert basl. í annarri hrinunni tóku KA- strákarnir vel á og sýndu Frömur- unum hvers vegna KA er núver- andi íslandsmeistari og unnu örugglega 15:7. í þriðju hrinunni veittu þeir bláklæddu meiri mótspyrnu en KA komst í 14:10 og stóð þannig með pálmann í höndunum. En kæruleysi greip um sig meðal norðanpilta og Framararnir gengu á lagið og sigruðu 16:14 í þeirri hrinu. leik KA-manna gegn Frani. Mynd: kl Fjórða og síðasta hrinan var jöfn og spennandi. Liðin skiptust á að vera yfir og var jafnt fram á síðustu mínútu. Þá tókst KA aö tryggja sér sigur í leiknum 16:14. KA-drengirnir náöu sér ekki á strik í þessum leik. Það var einna helst Hafsteinn Jakobsson sem sýndi einhverja takta en hefur samt sem áður oft leikið betur. Hjá Fram var Kristján Már Unn- arsson bestur. Algjört núll á móti Þrótti Mjög slakt, er eina lýsingin sem hægt er að gefa af lcik KA gegn Þrótti. Greinilegt var að leikur- inn skipti engu máli fyrir liðin tvö og var engu líkara en þau væru bæði að ljúka honum af sem fyrst vegna Uppskeruhátíðar BLÍ sem haldin var um kvöldið. Þróttararnir voru þó öllu frísk- ari, unnu allar hrinurnar og hefndu þar með fyrir 3:0 tapið fyrir norðan fyrr í vetur. Reyndar voru KA-drengirnir frískari framan af fyrstu hrinunni og komust í 11:6. En þá hljóp allt í baklás og Þróttur vann 16:14. í annarri og þriðju hrinunni var áhugleysið ríkjandi og vann Þróttur þær hrinur átakalaust, 15:9 og 15:6. Um helgina tryggði HK sér sæti í 4-liða úrslitum með því að leggja HSK að velli og það verða því KA, ÍS, Þróttur R. og HK sem keppa til úrslita um íslands- meistaratitilinn í blaki karla 1990. bjb/AP Stefán í Tindastól Stefán Arnarson markvörður hefur nú endanlega ákveöið aö ganga til liös við Tindastóls- nienn í 2. dcildinni í knatt- spyrnu. Stefán er mjög öflugur markvöröur og lék á sínum tíma með KR og Val í 1. deild- inni. „Þetta leggst vel í mig, þakka þér fyrir," sagði Stefán er slegið var á þráöinn til hans í gær. „Ég þekki nú reyndar ekki mikið til leikmanna liðsins en mun æfa meö þeim lcikmönnunum hér fyrir sunnan þangað til í maí er ég kem norður." Stefún Amarson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.