Dagur - 02.03.1990, Síða 1
73. árgangur
Akureyri, föstudagur 2. mars 1990
43. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Stjórn Krossaness hf.:
Tillögur um nýja verksmiðju
með 100% meiri afkastagetu
Stjórn Krossaness hf. mun
leggja fram tillögur um upp-
byggingu nýrrar og afkasta-
meiri loðnubræðslu í Krossa-
nesi á almennum hluthafafundi
á fimmtudag í næstu viku.
Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á
Akureyri og formaður Krossa-
nesstjórnar, segir að um tíma
hafi menn verið að velta fyrir sér
að hafa eingöngu „beinaverk-
smiðju" í Krossanesi, en hætt
hafi verið við þau áform. í gær-
morgun var haldinn stjórnar-
fundur í Krossanesi hf., og ákvað
stjórnin að leggja fram tillögur
um uppbyggingu á hluthafafund-
inum í næstu viku.
„Tillögur stjórnarinnar eru þær
að nýja verksmiðjan verði af-
kastameiri en sú gamla," segir
Sigfús, en hann fer með atkvæði
Loðnuveiðar:
Veiðisvæðið nú út
af Snæfellsnesi
- mikið hefur borist af loðnu
til verksmiðja á Norðurlandi síðustu daga
Mestur hluti þeirrar loðnu sem
veiðst hefur frá því um síðustu
helgi hefur verið landað á
Norðurlandshöfnum enda er
nú aðal veiðisvæði loðnuskip-
anna út af Snæfellsnesi. Heild-
arveiðin á vertíðinni er nú orð-
in 567 þúsund tonn þannig að
innan við 200 þúsund tonn eru
eftir af kvótanum.
í gær voru fjögur loðnuskip á
leið til Raufarhafnar með afla.
Par, eins og hjá öðrum loðnu-
verksmiðjum á Norðurlandi, hef-
ur verið mikið um landanir síð-
ustu dagana en útlit er fyrir að í
heildina verði svipað magn unnið
hjá verksmiðjunni á Raufarhöfn
á þessari vertíð eins og unnið var
á vertíðinni í fyrra.
„Þessar vertíðir eru samt ekki
sambærilegar þar sem að í fyrra
barst nær öll loðnan til okkar fyr-
ir áramót en núna fór ekki loðna
að berast að ráði fyrr en eftir ára-
mót,“ sagði Árni Sörensson,
verksmiðjustjóri SR á Raufar-
höfn, í samtali við dag.
í gær var búið að taka á móti
um 34 þúsund tonnum á Raufar-
höfn og þá voru fjögur skip á leið
þangað með á samtals á þriðja
þúsund tonn af loðnu. Aðeins
hafa fallið úr tveir dagar í vinnslu
hjá verksmiðjunni frá síðustu
áramótum. Árni sagði að þessa
dagana sé verksmiðjan keyrð á
hámarksafköstum, 8-900 tonnum
á sólarhring. JÓH
fyrir hönd Akureyrarbæjar, sem
á yfir 99 prósent hlutafjárins. „Ég
greiði mitt atkvæði í samráði við
bæjarfulltrúana á Akureyri, en
stjórn Krossanes mun leggja
fram tillögur á hluthafafundinum
um hvað uppbyggingin kostar og
í hvaða formi hún á að vera. Við
erum búnir að kanna allar leið-
ir í þessu dæmi, en aðrir kost-
ir en uppbygging afkastameiri
loðnubræðslu voru ekki ákjósan-
legir. Ég vona að hægt verði að
byrja bræðslu í nýju verksmiðj-
unni strax á næstu loðnuvertíð,"
segir Sigfús.
Krossanesverksmiðjan bræddi
um 350 tonn af loðnu á sólarhring
fyrir brunann, en samkvæmt til-
lögum Krossanesstjórnar verður
afkastagetan aukin upp í 700
tonn.
Að sögn Sigfúsar eru menn
sáttir við þær tryggingabætur sem
fást vegna brunatjónsins, og telja
að niðurstaðan hafi verið viðun-
andi. EHB
Súlur skörtuðu sínu fegursta í morgun þegar loks birti upp eftir nokkurra
daga samfcllda snjókomu. Mynd: Ki.
Mývatnssveit:
Bóndi og fé sluppu ómeidd
þegar Íjárhús hrundi
Fjárhús brotnaði niður undan
snjóþunga, á bænuni Heiði í
Mývatnssveit á þriðjudags-
morguninn. Mesta mildi var að
bóndi og fé sluppu án meiðsla.
„Mér brá óneitanlega og slapp
í rauninni naumlega undan
þessu, því ég var rétt búin að gefa
á garðann,“ sagði Kristján Sig-
tryggsson bóndi á Heiði, en
fjórðungur af þaki 350 kinda fjár-
húss brotnaði og féll niður í einn
af þremur görðum í húsinu, svo
til á hæla Kristjáns sem var að
Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna:
Fljótlega rætt hvort þörf er á hertu eftirliti
„Verkalýðsfélögin
húsinu á Akureyri
gerðu samning við Neytenda
félag Akureyrar og nágrennis
1986 þess efnis að það sæi um
verðlagseftirlit fyrir félögin en
þau greiða sérstaklega fyrir
þessa þjónustu,“ sagði Sævar
Frímannsson formaður Eining-
ar í samtali við Dag, en sem
kunnugt er hafa verkalýðsfélög
á höfuðborgarsvæðinu nýlega
opnað skrifstofu sem sjá á um
verðlagseftirlit næstu mánuði
til reynslu.
Sævar segir að þetta samstarf
hafi reynst mjög vel og hafi t.d.
verið ráðinn starfsmaður í fast
starf í kjölfar þess að samningur-
inn var gerður á sínum tíma.
„Þegar þörf hefur verið á auknu
verðlagseftirliti höfum við hjá
félögunum hlaupið undir bagga
með starfsmanni félagsins og
skráð verð í verslunum eins og
gert var í upphafi."
- NAN sér um eftirlit á svæðinu samkvæmt samningi
i Alþýðu-
og STAK
Sævar sagði að þegar ákvörðun
um samstarfið var tekin á sínum
tíma, hafi þótt eðlilegra að efla
neytendafélagið á staðnum með
þessum hætti en að hvert félag
fyrir sig væri að taka við kvörtun-
um í sínu horni. Þá væri það
launþegum í hag að neytendafé-
lagið á staðnum væri sterkt.
Aðspurður um hvort ákvörðun
hafi verið tekin um hert eftirlit nú
sagði Sævar að ákvörðun um það
yrði tekin í næstu viku, en þá
verður haldinn fundur með stjórn
Neytendafélagsins þar sem m.a.
verður rætt uni endurnýjun á
samningnum, sem hann bjóst
fastlega við að yrði endurnýjaður
þar sem allir aðilar hafi verið
ánægðir mcð samstarfið. „Við
munum ræða hvort þörf er á að
bæta það eftirlit sem fyrir er núna
og taka ákvörðun í samræmi við
það.“ VG
Formannafundur L.H. um síðustu helgi:
Formörmum eyfirsku félaganna boðiö
Formönnum eyfirsku hesta-
mannafélaganna Hrings, Funa
og Léttis var um síðustu helgi
boðið að sitja formannafund
Landssambands hestamanna-
féiaga en sem kunnugt er
standa þessi félög utan sam-
bandsins. Aðalfundir félag-
anna þriggja verða á næstu
dögum og Ijóst er að þar verða
bornar upp tillögur um inn-
göngu í L.H.
Aðspurður segir Jón Ólafur
Sigfússon, formaður hesta-
mannafélagsins Léttis, að ekki
hafi verið um nein tilboð af hálfu
L.H. að ræða á þessum for-
mannafundi heldur hafi menn
viljað hittast og ræða málin.
„Já, þetta var rabbfundur okk-
ar í milli. Þetta var gert til þess að
allir vissu hvað hinir væru að
gera. Við höfunt því ekkert
beinlínis frá þessum fundi til að
leggja fyrir aðalfundi okkar en út
frá því sem gerst hefur á síðasta
ári varðandi L.H. og þessi félög
verða tillögur unt inngöngu í
Landssamband hestamannafé-
laga lagðar fyrir félagsmenn og
þeirra er að taka ákvörðun,“ seg-
ir Jón Ólafur. JÓH
gefa á næsta garða. Rétt áður en
þakið féll heyrðist hár brcstur svo
féð hrökk frá garðanum og sak-
aði ekki, en snjórinn flæddi frarn
í miðja króna.
Fjárhúsin sem brotnuðu eru
mcð steinsteyptum veggjum og
kom sprunga í suðurvegg þeirra,
en það var syðsti hluti þaksins
sem gaf sig undan snjóþungan-
um.
Þegar fréttist um óhappið komu
strax sex Mývetningar, vopnaðir
skóflum, á vélsleðum og hjálpuðu
þeir við að moka snjónum af þak-
inu og styrkja húsin. Um 270
kindur voru í húsunum og það
rúmt var um þær að hægt er að
hafa þær þar áfram, því þrátt fyr-
ir skemmdirnar eru húsin lokuð.
Ekki er heldur hlaupið að því að
nálgast byggingarefni til viðgerða
vegna ófærðar, eða hægt uni vik
við framkvæmdir vegna veðurs,
því í gær var 19 stiga gaddur á
Heiði og öskrandi renningur.
Kristján sagði að þreyfandi
stórhríð hefði verið á mánudag-
inn, en ekki hefði verið kominn
neitt teljandi snjór á þökin þann-
ig að hann hefði óttast um þau og
farið að moka, en á þriðjudags-
morguninn hefði verið búið að
bæta hressilega á.
Aðspurður sagði Kristján að
tryggingar bættu ekki tjón sem
þetta. Taldi hann að um töluvert
tjón væri að ræða, en hélt að
hann hlyti að hafa af að laga hús-
in fyrst hann slapp lifandi og
ómeiddur frá þessari óskemmti-
legu reynslu. IM