Dagur - 02.03.1990, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 2. mars 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
UÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Rangfærslum um
ríkisstyrki svarað
„Ríkisstyrkt flokksblöð" hafa verið nokkuð til umræðu að
undanförnu og hefur umræðan verið mjög í þeim dúr að ríkis-
styrkir til blaða, og reyndar til fjölmiðla yfirleitt, eigi engan
rétt á sér. Sjálfstæðismenn hafa verið sérlega iðnir við að
halda því fram að „litlu blöðin" - en Alþýðublaðið, Dagur,
Tíminn og Þjóðviljinn eru oft nefnd því nafni í þessu sam-
bandi - séu stórkostlega ríkisstyrkt og geti ekki lifað án
slíkra styrkja. Það skal upplýst hér og nú að þessar fullyrð-
ingar um að litlu blöðin séu stórlega ríkisstyrkt eru helber
ósannindi, því eiginlegii eða beinii styikii fiá ríkinu til dag-
blaða héi á landi eiu einfaldlega ekki til! Þessi fullyrðing
kann að koma einhverjum á óvart en er engu að síður sönn.
Ef málið er kannað ofan í kjölinn í leit að styrkjum frá ríkinu
til dagblaðanna, er niðurstaðan þessi: Ríkissjóður, eða öllu
heldur fjármálaráðuneytið, kaupir 750 eintök af hverju hinna
6 dagblaða mánaðarlega. Á það er ekki litið sem styrk, enda
er þessum blöðum komið skilvíslega til 750 einstaklinga,
stofnana eða fyrirtækja, sem fjármálaráðuneytið mælir fyrir
um að fá skuli blöðin. Þess er skemmst að minnast að Morg-
unblaðið fékk þessa skilgreiningu opinberlega staðfesta á
dögunum, þ.e. að um hrein viðskipti væri að ræða en ekki
styrk af hálfu hins opinbera. Öll blöðin 6 selja ríkinu 750 ein-
tök mánaðarlega með þessum hætti. í annan stað veitir ríkið
nokkrum tugum milljóna árlega til þess sem kallað er „Ríkis-
styrkur til blaðaútgáfu og útgáfumála samkvæmt nánari
ákvörðun þingflokkanna". í ár var þessi upphæð 87,8 milljón-
ir króna. Einum/áttunda hluta þessarar upphæðar er skipt
jafnt milli allra flokka, sem sæti eiga á þingi, en 87,5% af upp-
hæðinni skiptast á þingflokkana eftir þingstyrk þeirra, þ.e.
fjölda þeirra atkvæða sem þeir höfðu á bak við sig í síðustu
kosningum. Flokkunum er algerlega í sjálfsvald sett hvað
þeir gera við þessa peninga og hvort þeir láta dagblöðin yfir-
leitt fá eina einustu krónu. Af þessum 87,8 milljónum króna
fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24,6 milljónir í ár; Framsóknar-
flokkurinn 17,2 milljónir; Alþýðuflokkur 13,8 milljónir;
Alþýðubandalag 12,1 milljónkróna; Kvennalisti 9,2 milljónir,
Borgaraflokkur 7 milljónir, Frjálslyndir hægrimenn 2,8 millj-
ónir og Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1,1, milljón
króna. Af þessu sést að þessir styrkir eru augljóslega ekki
hugsaðir sem styrkir til dagblaða, því fjórir síðastnefndu
flokkarnir eiga ekki aðild að útgáfustjórn neins dagblaðs.
Flokkarnir átta geta hins vegar, svo dæmi séu nefnd, keypt
sér auglýsingarými í hvaða blaði sem er fyrir þessa peninga
eða hluta þeirra; veitt einhverju dagblaðanna eða lands-
málablaðanna styrk eða styrki ellegar gefið út fréttabréf
sjálfir. Með öðrum orðum er þessu fé veitt til stjórnmála-
flokkanna en ekki dagblaðanna og forráðamenn blaðanna
hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvort þau fá lítið,
mikið eða ekki neitt af þessum flokksstyrkjum til sín.
Ef sjálfstæðismenn vilja engu að síður halda því fram að
þessir peningar séu styrkir til dagblaðanna, og að „litlu
blöðin" séu ríkisstyrkt, má benda á þá augljósu staðreynd að
Morgunblaðið er þar með mest „ríkisstyrkt" allra íslenskra
dagblaða, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæsta
styrkinn og veitir honum væntanlega að verulegu leyti til
Morgunblaðsins, með einum eða öðrum hætti. Þetta mál
mætti að ósekju fjalla ítarlegar um á opinberum vettvangi.
Nauðsynlegt er að leiðrétta þær rangfærslur sem ávallt koma
fram þegar rætt er um ríkisstyrki til fjölmiðla hér á landi. BB.
Kirkjuvika hefst í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn og er
þetta í sextánda sinn sem slík
vika er haldin. Undirbúnings-
nefnd boðaði til fundar á dög-
unum þar sem dagskrá kirkju-
vikunnar var kynnt. Dagskráin
er fjölbreytt; messur, kvöld-
vökur, tónleikar og leiklestur
úr verki Guðrúnar Ásmunds-
dóttur um Kaj Munk.
Sunnudagurinn 4. mars hefst
með sunnudagskólanum kl. 11.
Æskulýðsguðsþjónusta verður
kl. 14. Valgerður Hrólfsdóttir
predikar og fermingarbörn að-
stoða. Eftir guðsþjónustuna
verður nýja safnaðarheimilið til
sýnis. Þar verða kaffiveitingar og
Kór Akureyrarkirkju mun syngja
í fyrsta sinn í sal safnaðarheimils-
ins.
Frá vinstri: Jón Kristinsson, Arnheiður Kristinsdóttir, Jón Oddgeir Guð-
mundsson, Ragnheiður Árnadóttir og Sveinn Jónasson húsvörður, í stóra sal
safnaðarheimilisins. Mynd: kl
Kirkjuvika í Akureyrarkirkju
- mikið um tónlist og ýmsa listviðburði
Að sögn Ragnheiðar Árna-
dóttur, formanns sóknarnefndar,
hefur kórinn haldið æfingu í safn-
aðarheimilinu og kom þá í ljcs,
sem stefnt hafði verið að, að
hljómburður er mjög góður í
salnum.
Tekið verður á móti frjálsum
framlögum til byggingar safnað-
arheimilsins, enda brýnt að fá
fjármagn til að halda fram-
kvæmdum áfram.
Fjölbreytt dagskrá
Mánudaginn 5. mars verður
kvöldvaka í Akureyrarkirkju og
hefst hún kl. 20.50. Á dagskránni
eru tónlistarflutningur, ávörp,
upplestur og helgistund, svo fátt
eitt sé nefnt.
Á þriðjudaginn heldur Hörður
Áskelsson orgeltónleika og hefj-
ast þeir kl. 20.50. Hörður er
Akureyringur, eins og flestum er
kunnugt, en starfar sem organisti
Hallgrímskirkju. Hann hlaut
Menningarverðlaun DV á dögun-
unt fyrir listsköpun sína.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Dietrich Buxtehude og
Johann Sebastian Bach.
Miðvikudaginn 7. mars verður
föstumessa. Birgir Snæbjörnsson
þjónar fyrir altari og Torfi Stef-
ánsson á Möðruvöllum predikar.
Lesið verður úr Píslarsögunni og
sungið úr Passíusálmunum.
Á fimmtudaginn verður fyrir-
bænaguðsþjónusta í kapellunni
kl. 17.15 en kl. 20.50 hefst leik-
lestur úr Kaj Munk. Ragnheiður
Tryggvadóttir tók dagskrána
saman en flytjendur eru Arnar
Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir,
Þráinn Karlsson, Sunna Borg og
Jón Kristinsson. Arnar lék ein-
mitt Kaj Munk í eftirminnilegri
uppfærslu í Hallgrímskirkju.
Föstudaginn 9. mars verður
fjölbreytt kvöldvaka. Fyrir utan
söng, tónlistarflutning og helgi-
stund má nefna að Guðrún Agn-
arsdóttir, alþingismaður, heldur
ræðu og konur í BETA-deild
kynna verk Elísabetar Geir-
mundsdóttur.
Kirkjuvikunni lýkur sunnudag-
inn .11. mars. Úm morguninn
verður sunnudagskólinn að
vanda en kl. 14 hefst hátíðar-
guðsþjónusta. Biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, predikar
og er þetta í fyrsta sinn sem hann
kemur til Akureyrar eftir að
hann varð biskup. Sóknarprestar
þjóna fyrir altari og boðið verður
upp á tónlistarflutning.
Listviðburdir áberandi
„Hugmyndin á bak við kirkjuvik-
una er sú að auka fjölbreytnina í
safnaðarstarfinu og kalla á fleira
fólk til starfa. Það eru líklega á
milli 90 og 100 manns sem standa
að kirkjuvikunni,“ sagði Jón
Kristinsson, formaður undirbún-
ingsnefndar.
Kirkjuvikan er haldið annað
hvert ár í Akureyrarkirkju. í
fyrra var haltiin kirkjulistavika og
er fyrirhugað að hún verði haldin
á móti kirkjuvikunni annað hvert
ár.
Dagskrá kirkjuvikunnar er
með nokkuð hefðbundnu sniði
en þó sagði Þórhallur Höskulds-
son, sóknarprestur, að listvið-
burðir væru meira áberandi en
oft áður.
„Það er rneira um listrænan
flutning en oft áður. Hingað til
hefur meira verið lagt upp úr töl-
uðu orði og söng,“ sagði Þórhall-
ur.
„Tónlistin hefur aukist og
þetta er mjög ánægjuleg þróun,“
bætti Jón við.
Bæjarbúar eru hvattir til að
kynna sér dagskrá kirkjuvikunn-
ar í Akureyrarkirkju og mæta á
þá viðburði sem þar eru í boði.
SS
Listahátíð í Reykjavík:
Verðlaunasainkeppm fyrir ungt fólk
- skilafrestur framlengdur til 31. mars
Skilafrestur í verðlaunasam-
keppni á sviði lista meðal ungs
fólks hefur verið framlengdur.
Keppnin er á vegum Listahá-
tíðar í Reykjavík, hún er mið-
uð við að þátttakendur séu
yngri en 19 ára og er skilafrest-
ur nú til 31. mars nk. í keppn-
inni mega þátttakendur velja
sér listform, hvort sem er á
sviði ritaðs máls, myndmáls, á
sviði danslistar, leikhúss eða
tónlistar, sviði formlistar eða
umhverfislistar, eða öðru
sviði.
Aðstandendur keppninnar
segja að þá gruni að með ungu
fólki lúri óbeislaðir hæfileikar. Á
þessum aldri sé fólk oft ófram-
færið og því gott að sýna því
traust en tekið er fram, að ekki er
verið að biðja ungt fólk að stæla
Beethoven eða Picasso, einungis
að tjá sig á sinn einlægasta hátt.
Listahátíð lýsir sérstökurn
áhuga á verkum unnum út frá
grunnhugmyndinni „íslendingar
og hafið“, þó verk úr öðrum hug-
myndum hafi fullan og jafnan
rétt í keppninni. Sjómannadag-
inn mun að þessu sinni bera upp í
miðri hátíð og verður sérstök
sýning á málverkum sem vita að
sjónum. Þá er óvíða um lönd að
sjósókn liti allt þjóðlíf svo sterkt
sem hérlendis.
Verðlaunafé í keppninni verð-
ur alls 400 þúsund krónur og hef-
ur dómnefnd sjálfdæmi um deil-
ingu þess. Hún setur sér jafn-
framt vinnureglur sjálf, en verð-
launin verða afhent við opnun
Listahátíðar 1990.
Dómnefnd er skipuð í samráði
við stjórn Bandalags íslenskra
listamanna og er Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands heið-
ursformaður hennar. Formaður
er Brynja Benediktsdóttir leik-
stjóri, en dómnefnd er heimilt að
kalla sér til fulltingis listfróða
menn. VG