Dagur


Dagur - 02.03.1990, Qupperneq 10

Dagur - 02.03.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Föstudagur 2. mars 1990 myndasögur dags ~tj ARLAND Daddi... Mamma kenndi mér fleiri eldhúslistir í gær og mér varö aftur hugsaö til þin ... ... ég kom meö Ekki þó eitt meistara- | annaö stykkið mitt spælt egg? viöbót! Nei, nei... spæld egg eru úrl sögunni núna ... ég er komiri út í mun menningarlegri og erfiðari matreiðslu ... sem krefst mikilsf Hvaö er þetta? Ristað brauö meö osti! ANPRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR I ÍM # Allir vilja fá álver Álver hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu, enda bendir flest tíl að inn- an fárra vikna taki erlendir aðilar ákvörðun um bygg- ingu álvers hér á landi. Spurningin er hins vegar hvar álverinu verði fundinn staður. Þorlákshafnarbúar vilja fá það til sín, íbúar á Vesturlandi vilja sjá það rísa á Grundartanga, Hafn- firðingar vilja byggja það í Straumsvík, Eyfirðingar í Eyjafirði, Austfirðingar fyrir austan og svo mætti lengi áfram telja. Auðvitað eru mjög svo skiptar skoðanir um ágæti álbræðslu á þess- um svæðum. Sumir líta á hana sem bjargvætt í at- vinnumálum, aðrir telja að lífriki sé í stórri hættu þar sem álver verði byggt. # „Ein reið að verða 14ára“ S&S rakst á það f nýút- komnu Bændablaði að „ein reið að verða 14 ára“ skrif- aði harðort lesendabréf gegn byggingu álvers við Eyjafjörð. Til að gefa les- endum innsýn i hugarheim stúlkunnar getur S&S ekki látið hjá líða að birta stutt brot úr lesendabréfinu. „Ég er á móti álveri við Eyjafjörð og ég veit að margir eru sammála mér. En þessir karlar hugsa bara, peningar, peningar og aftur peningar. Já þeir hugsa ekkí um aðra, þó aðrir geti átt sér stóra drauma. Ég hef átt mér þann stóra draum stð- an ég var lítil að verða bóndi, enda bý ég í sveit. Ég hef farið í fjós til að kenna kálfum að drekka, unnið önn- ur verk í fjósinu t.d. gefið heyið, mjólkað og þess hátt- ar, og ég kann lika að vinna á vélunum." # Lítið og reitt tár Síðar í lesendabréfinu segir „ein reið að verða 14 ára“. „Viku eftir að skólinn byrj- aði haustið 1989 kom ég upp í fjós. Ég var efn þar og sat með kettlingana mína í keltu mér í einum fóður- ganginum hjá kálfunum, eft- ir að hafa gengið nokkra hringi í fjósinu. Ég settist niður og var reið við þá menn sem höfðu látið sér detta í hug þá vitleysu að byggja álver við Eyjafjörð. Ég faðmaði kisurnar að mér og fann að mér hafði aldrei áður þótt svona vænt um þær og allt sem tengist bú- skap. Landareignina okkar, kýrnar og kálfana. Ég var svo reið að mig langaði að gráta, enda rann eitt lítið og reitt tár niður kinnina á mér. Ef þíð skiljið ekki hvað ég meina með þessu „þá skiljið þið ekki neitt“. dagskrá fjölmiðla ik Sjónvarpið Föstudagur 2. mars 17.50 Tumi (9). (Dommei) 18.20 Hvutti. Annar þáttur af fjörum. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Humarinn. (Homarus Americanus.) Kanadisk heimildamynd um humar og lifnaðarhætti hans. 19.20 Nýja línan. (Chic.) Nýr þýskur tiskuþáttur. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskól- anna. Þriðji þáttur af sjö. Lið MS og Flensborg keppa. 21.15 Úlfurinn. (Wolf.) 22.05 Bragðarefur. (FX.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Bryan Brown, Brian Dennehy, Diane Venora og Cliff De- Young. Tæknibrellumeistari í kvikmyndum er fenginn til að vemda vitni nokkurt tengt mafiunni, sem ætlar að leysa frá skjóð- unni. Hann flækist í atburðarás þar sem öli hans þekking á tæknibreUum kemur að góðum notum. 00.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 2. mars 15.40 Skyndikynni. (Casual Sex.) Létt gamanmynd um tvær hressar stelp* ur á þrítugsaldri sem í sameiningu leita að prinsinum á hvíta hestinum. Aðalhlutverk: Lea Thompson, Victoria Jackson, Stephen Shellen og Jerry Levine. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. 18.15 Eðaltónar. 18.40 Vaxtarverkir. (Growing Pains.) 19.19 19.19. 20.30 Líf í tuskunum. (Rags to Riches.) 21.20 Popp og kók. Þetta er nýr meiriháttar blandaður þáttur fyrir unglinga. Kynnt verður allt það sem er efst á baugi í tónlist, kvikmyndum og öðru sem unga fólkið hefur áhuga á. 21.55 Óðurinn til rokksins. (Hail! Hail! Rock'n Roll.) Rokkveisla sem haldin var til heiðurs frumkvöðli rokksins, Chuck Berry. 00.20 Löggur. (Cops.) Að gefnu tilefni viljum við benda á að þátturinn er ekki við hæfi ungra barna. 00.45 Glæpamynd.# (Strömer.) Dönsk spennumynd sem sló öll aðsóknar- met í Danmörku á sínum tíma. Myndin greinir frá lögreglumanninum, Strömer, sem svífst einskis til að hafa hendur í hári forsprakka glæpagengis sem hann finnur ekki. Strömer fer langt út fyrir verksvið sitt og fer hamförum um undirheimana. Aðalhlutverk: Jens Okking, Lotte Lermann, Otto Brandenburg og Bodil Kjer. Bönnuð börnum. 02.35 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 03.05 Dagskrárlok. Rásl Föstudagur 2. mars 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsórið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirht kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason taiar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: Norrænar þjéð- sögur og ævintýri. „Nýju fötin keisarans", danskt ævintýri eftir H.C. Andersen. Sigrún Sigurðardóttir les. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugað. Umsjón: Viðar Eggertsson. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljémur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit - Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - í heimsókn á vinnu- stað, sjómannslíf. Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Frá ísafirði.) 13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk" eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson les (8). 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Hvað er dægurmenning? 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Augiýsingar ■ Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Gamlar glæður. 21.00 Kvöldvaka frá Vestfjörðum. Umsjón: Pétur Bjamason. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir ■ Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 17. sálm. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 2. mars 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósid. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. „Hvað er svo glatt.. .?'' Jóna Ingibjörg Jónsdóttir spjallar um kynlíf. 11.03 Þarfaþing Jóhönnu Harðardóttur. - Morgunsyrpa heldur áfram, gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spumingin. Spurningakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm- ari Dagur Gunnarsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaút varp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stjórnmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfróttir. 19.32 „Blítt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Á djasstónleikum. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson með allt það nýjasta og besta. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- gönpum. 5.01 Afram ísland. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Blágresið blíða. 7.00 Úr smiðjunni. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 2. mars 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Föstudagur 2. mars 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast um helgina á Akureyri. Stjórnandi er Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.