Dagur - 02.03.1990, Síða 11
Föstudagur 2. mars 1990 - DAGUR - 11
fþróttir
Spænskí markvörðuriim sá um íslendinga
- varði 19 skot þegar Spánverjar sigruðu Islendinga 18:17
Spænski markvörðurinn Lor-
enzo Rico var í aðalhlutverki
þegar Spánverjar lögðu Islend-
inga að velli, 19:18, í öðrum
ieik Heimsmeistaramótsins í
handknattleik í gærkvöld.
Hvað eftir annað varði hann
skot íslcndinga, úr dauðafær-
um sem öðrum færum, og þeg-
ar að því er virtust augljós
dómaramistök á dramatískum
augnablikum bættust við var
ekki von að vel færi. Staða
íslenska Iiðsins eftir þetta tap
er alls ekki svo góð því Kúbu-
menn sýndu það í leik sínum
gegn Júgóslövum í gær að þeir
geta bitið frá sér og þeir eru
sýnd veiði en ekki gefin þegar
þeir mæta Spánverjum á
morgun. Eins og staðan er í
dag verða Islendingar hrein-
lega að sigra Júgóslava á morg-
un ef þeir ætla að tryggja sér
sæti í milliriðli.
Leikurinn í gær var hreint
ótrúlega jafn og spennandi allan
tímann. Spánverjar léku mjög
liratt í upphafi og virtust íslend-
íngar vera nokkra stund að átta
sig. Smátt og smátt komst liðið
Alfreö Gíslason lék bcst íslendinga
og skoraöi sex mörk.
Fimleikar:
Akureyringar með 7 verðlaun
Um síðustu helgi náðu iunlcika-
stúlkur úr Fimleikaráði Akur-
eyrar mjög góðum árangri á
móti í almennum fimleikum
sem haldið var í íþróttahúsi
Scltjarnarness. 10 stúlkur frá
FRA á aldrinum 12-14 ára
tóku þátt í mótinu og komu
þær heini með 7 verðlaun. Al-
mennir fímleikar eru frá-
brugðnir öðrum fímleikum að
því leyti að ekki er keppt á
tvíslá og slá heldur í dýnu-
stökkum og á trambólíni, auk
þess sem keppt er í hefðbundn-
um gólfæfíngum og stökkum á
hesti.
Verðlaunahafarnir akureyrsku
voru Fjóla Bjarnadóttir, sem vann
Brosmildar stúlkur úr FRA. Þær náðu frábærum árangri í almennuin tim-
leikum um síöustu helgi. Mynd: KL
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Rúnar og Magni
mœtast aftur
Rúnar Sigurpálsson og Magni Hauksson skildu jafnir í síðustu
viku en varla er hægt að tala um stórmeistarajafntefli hjá þeim
félögum því þeir höfðu hvor um sig 2 rétta. Rúnar hafði skýring-
ar á reiðum höndum og sagði að leikirnir hefðu einfaldlega ekki
farið eins og ætlast var til en seðillinn nú væri léttur. Rúnar virð-
ist vera að setja met sem seint verður slegið því þetta er 14. vik-
an sem hann er með en gamla metið átti Sveinbjörn Sigurðsson
sem náði 9 vikum,
Ekki verður sjónvarpað beint frá ensku knattspyrnunni að
þessu sinni en í staðinn sýnir RÚV þeint frá stórleik íslands og
Júgóslavíu á HM í handknattleik.
En spár þeirra Rúnars og Magna eru á þessa leið:
Rúnar:
Charlton-Norwich 2
Man. Utd.-Luton 1
Nott. For.-Man. City 1
Q.P.R.-Arsenal x
Sheff. Wed.-Derby 1
Southampton-Chelsea x
Tottenham-C. Palace 1
Wimbledon-Everton 1
Blackburn-Wolves 2
Brighton-Oldham 1
Middlesbro-West Ham 2
Watford-Leeds 2
Magni:
Charlton-Norwich 2
Man. Utd.-Luton 1
Nott. For.-Man. City 1
Q.P.R.-Arsenal X
Sheff. Wed.-Derby 2
Southampton-Chelsea 1
Tottenham-C. Palace 1
Wimbledon-Everton X
Blackburn-Wolves 1
Brighton-Oldham X
Middlesbro-West Ham X
Watford-Leeds 2
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
til gullverðláuna á trambólíni og
bronsverðlauna í dýnustökkum,
Elín Kristjánsdóttir fékk gull fyrir
stökk á hesti og silfur fyrir dýnu-
stökk, Elín Margrét Kristjánsdóttir
fékk silfur fyrir stökk á hesti, Hild-
ur Halldórsdóttir hlaut silfur fyrir
trambólín og silfur fyrír stökk á
hesti, en Hildur keppti í yngri
flokki. Þá varð Jónína Guö-
mundsdóttir 3. á trambólíni en
þar sem tvær stúlkur urðu jafnar í
2. sætinu hlaut hún ekki verð-
laun.
Mikill fjöldi keppenda frá öllu
landinu tók þátt í þessu móti
þannig að árangur þessara ungu
fimleikastúlkna er sannarlega
glæsilegur.
þó inn í leikinn, vörnin þéttist og
sóknarleikurinn fór að ganga bet-
ur og um miðjan fyrri hálfleikinn
höfðu íslendingar náð tveggja
marka forystu, 8:6. Spánverjar
náðu þó fljótlega að jafna og
staðan í leikhléi var 11:11.
í síðari hálfleik var leikurinn í
járnum allan tímann. Spánverjar
höfðu frumkvæðiö allan hálfleik-
inn en munurinn varð aldrei
meiri en eitt mark fyrr en undir
lokin þegar Spánverjar náðu
tveggja marka forystu, 19:17.
íslendingar minnkuðu muninn og
unnu síðan knöttinn þegar 30
sekúndur voru eftir. Rico varði
þá skot úr dauðafæri frá Þorgils
Óttari, boltinn barst til Guð-
mundar Guðmundssonar sem
hugðist fara inn en brotið var á
honum. Virtist um augljóst víta-
kast að ræöa en þýsku dómararn-
ir dæmdu aðeins aukakast. Afar
umdeildur dómur svo ckki sé
ineira sagt. Það var síðan Sigurð-
ur Gunnarsson sent átti síðasta
skot leiksins úr slæmu færi en
Rico varði auðveldlega og
spænskur sigur var í höfn.
Jafntefli hefði trúlegast verið
sanngjörnustu úrslitin í þessum
leik. Það var hins vegar stórleik-
ur spænska markvarðarins sem
réði úrslitum en hann var besti
maður vallarins og varði 19 skot,
þar af tvö vítaköst. Hjá íslend-
ingunt var Alfreö Gíslason besti
maður, mjög sterkur í sókn sem
vörn.
Mörk íslentlinga: Altreö 6/1. Sigurður
Gunnarsson 3, Bjarki 3. Porgils Óttar 2. SigurtV
ur Sveinsson 1/1, Geir 1. Guömundur Guö-
mundsson I og Kristján I.
Serrano var markahæstur Spánverja með 6
mörk.
Úrslit í öðrunt leikum urðu
þessi:
Alsír-Ungverjaland 16:22
Frakkland-Svíþjóð 18:25
Sviss-S-Kórea 17:21
Rúmenía-Tékkóslóvakía 25:27
Júgóslavía-Kúba 28:27
Japan-Sovétríkin 16:35
Pólland-A-Þýskaland 17:25
íþróttir
Handknattleikur:
Kösludugur:
2. dcild karlu...Þór-Fram í Iþróttuhöll-
inni u Akurcyri kl. 20.3(1.
2. dcild kvcnna...ÍBV-t>ór í Vcst-
mannacyjum kl. 20.00.
I:manr(lu”iir:
3. dcild karla...Völsungur-Ármann-b á
Húsavik kl. 14.00.
2. dcild kvcnna ..(BV-Þór > Vest-
mannacvjum kl. I4.1K).
Sunnudagur:
2.dcild kvcnna...ÍBV-1'ór í Vcst-
mannacyjum kl. 14.00.
Blak:
t.aiigarclagur:
Úrslitakcppni Úrvalsdcildar karla...
KA-I'róttur R. i íþróttahðllinni á
Akurcyri kl. 13.30.
Úrslitakcppni Úrvalsdcildar kvcnna...
KA-UBK í (þrótlahöllinni á Akurcyri
kl. 14.45.
Sunnudagur:
Úrslítakcppni Úrvalsdcildar kvcnna...
KA-UBK í fþróttahóllinni á Akurcvri
kl. 20.00.
Skíði:
Luugardagur:
Bikarmót í ulpagreinum unglinga 13-14
ára á Siglufiröi.
Barnamót l2áraogyngri í alpagrcinum
og góngu á Dalvík.
Sunnudugur:
Bikarmól i alpagrcinum unglinga 13-14
ára á Siglutirói.
Körfuknattleikur:
Haukar höfðu betur
gegn þreyttum Þórsurum
Haukar sigriiðu Þór 98:91 þeg-
ar liðin mættust í Úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik á Akur-
eyri í gærkvöld. Þórsarar
höfðu þriggja stiga forystu í
leikhléi, 48:45, en náðu ekki
að fylgja því eftir í seinni hálf-
leik og verða því að sætta sig
við að vera áfram tvcimur stig-
um á eftir Valsmönnuin sem
leika í hinum riðlinuin.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi allan tímann. Þórsarar
höfðu yfirleitt frumkvæðið í fyrri
hálfleik og höfðu oftast forystu á
bilinu 3-8 stig.
Haukar hófu síðari hálfleik
hins vegar með miklum látum og
náðu forystunni, 59:50, náðu síð-
Vasa-göngunni
aflýst
Hætt hefur verið við Vasa-
skíðagönguna sem hefjast átti í
Svíþjóð þann 4. mars. Ástæð-
an mun vera snjóleysi á ákveðn-
um köflum leiðarinnar sein
ganga átti.
Eins og komið hefur fram
hugði stór hópur Islendinga á
þátttöku í göngunni, þ.á tn.
nokkrir Norðlendingar. Þeir
hættu þó ekki allir við ferðina og
eftir því sem næst verður komist
munu flestir þeirra hafa haldið til
Noregs í fyrradag og hyggjast
þeir ganga þar á skíðum.
an II stiga forystu en Þórsarar
söxuöu á hana og komust yfir
73:72 um miðjan hálfleikinn.
Haukar náðu forystunni aftur og
þegarstaðan var 94:91 Haukum í
vil fengu Þórsarar mörg tækifæri
til að skora en tókst ekki að nýta
þau og Haukar gengu á lagið og
skoruðu síðustu 4 stigin.
Leikurinn var þokkalega leik-
inn en greinilegt var að nokkur
þreyta sat í Þórsurum enda búnir
að leika fjóra leiki á sjö dögum.
Stiti l’ors: D;m Kcnnard 27. Jön Örn Guö-
mundsson 17. Guðniundur Björnsson 16. Kon-
ráð óskarsson 11. Eiríkur Sigurðsson K. Jóhann
Sigurðsson 6. Björn Sveinsson 4 og Ágúst Guð-
mundsson 2.
Stigahicstir í liði Hauka voru Jón Arnar Ing-
varsson mcð 31 stig. Pálmar Sigurðsson 20 og
Jonathan Bow 17.
Laugardagur kl.14:55
9. leikvika- ' '3. mairs 1990 1 X 121
Leikur 1 Charlton - Norwich
Leikur 2 Man. Utd. • Luton
Leikur 3 Nott. For. - Man. Cltv
Leikur 4 Q.P.R. - Arsenal
Leikur 5 Sheff. Wed. - Derbv
Leikur 6 Southampton- Chelsea
Leikur 7 Tottenham - C. Palace
Leikur 8 Wimbledon - Everton
Leikur 9 Blackbum - Woves
Leikur 10 Brighton - Oldham
LeikurH Middlesbro -WestHam
Leikur 12 Watford - Leeds
Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá: LUKKULÍNUNNI s. 991002
ÞREFAL.ÖÖ R f • 1 •