Dagur - 02.03.1990, Page 12

Dagur - 02.03.1990, Page 12
Haldið veisluna eða fundinn ■ elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. „Nú vantar mig smjör og ost. “ Mynd: KL Skiptafundur þrotabús Árlax í gær: Tilboð í eignir samþykkt A fyrsta skiptafundi þrotabús Arlax í Kelduhverfi sem hald- inn var í gær var samþykkt til- boð Fiskveiðasjóðs Islands og Byggðastofnunar í eignir þrota- búsins, aðrar en fiskinn. Til- boð þessara aðila hljóðaði upp á 116 milljónir króna. Örlygur Hnefill Jónsson, bústjóri þrotabúsins, segir að nokkrum kröfum hafi verið hafnað. Á skiptafundinum kom einnig fram tilboð frá Samvinnu- banka íslands í fiskinn í stöðinni en bankinn er aðalveðhafi í fisk- inum. Tryggingasjóður fiskeldis- lána er líka veðhafi í fiskinum og því þarf samþykki sjóðsins fyrir því að taka tilboði Samvinnu- bankans. Aðspurður urn hvort fyrrgreind sala til Fiskveiðasjóðs og Byggða- stofnunar sé góð segir Örlygur Hnefill að meginatriðið sé að tek- ist hafi að selja. „Með þessu næst að mestu upp í veðkröfur í fast- eignir en ijóst er að ekkert kemur upp í almennar kröfur. Spurning- in er fyrst og fremst sú hve mikið fellur niður af veðkröfum í eign- irnar og fiskinn,“ segir Örlygur. Hann segir að stefna verði að skiptalokum búsins sem allra fyrst og ætti skiptum að ljúka þegar og ef tilboði Samvinnu- bankans í fiskinn verður tekið. JÓH Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli: Mesti snjór í 20 ár „Nei, við erum langt í frá að fara á kaf, en hér er færið nú eins og það best getur orðið,“ sagði ívar Sigmundsson for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíð- arfjalli. Þar, eins og annars staðar á Norðurlandi hefur snjóað mjög mikið að undan- förnu og segir Ivar það helst hafa hrjáð þeim nú að ófært var uppeftir frá sunnudegi og þar til gær að loksins tókst að Sjötíu og fimm án atvinnu á Siglufirði: Verkalýðsfélagið Vaka í viðræðum við vmnuveitendur og bæjarfélagið - hækkun á þjónustugjöldum bæjarins meðal umræðuefna Sjötíu og fímm eru skráðir atvinnulausir á Siglufírði. Töluverður hluti þess hóps vann áður hjá Siglunesi hf. við rækjuvinnslu og missti atvinnu sína vegna stöðvunar þess fyrirtækis. Burtséð frá því áfalli fyrir atvinnulíf bæjarins eru samt mun fleiri atvinnu- lausir á Siglufírði en gerst hef- ur undanfarin ár. Hafþór Rósmundsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku, Fagridalur: Snjóflóð segir að í vetur hafi orðið vart við samdrátt í atvinnu fyrir bygginga- menn, en slíku hafi menn ekki átt að venjast á seinni árum. „Það er aldrei að vita hvað gerist á vor- dögum, en hér hafa þrjátíu manns beðið eftir hvað ríkið ætli að gera við Siglóverksmiðjuna, og um leið og það mál leysist mun fækka verulega á skrá. Samt situr töluvert eftir af fólki, meira | en verið hefur hingað til,“ segir Hafþór. Ekkert hefur verið unnið við saltfiskverkun eða í frystingu hjá Þormóði ramma hf. frá því á miðvikudag í síðustu viku. Siglu- vík SI bilaði í síðasta túr og fór til Reykjavíkur til viðgerðar. Búið var að leita eftir því við eigendur Óskars Halldórssonar RE 157 um að landa einhverjum afla á Siglufirði en ekkert varð úr því. Hafþór segir að engin breyting sé fyrirhuguð á rekstri Þormóðs ramma frá fyrra ári, og verði landað sjö til átta þúsund tonnum af fiski hjá fyrirtækinu á þessu ári. Eins og kunnugt er hefur Vaka ekki samið við Vinnuveitendafé- lag Siglufjarðar eða gert sér- kjarasamninga við Siglufjarðar- bæ. Eitt af því sem hefur valdið tregðu í því efni er krafa fjár- málaráðuneytisins um að gjald- skrá Hitaveitu Siglufjarðar hækki um 10 próserít sem liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu. Vaka hefur falið ASÍ að ræða það mál sérstaklega við stjórn- völd. „Ef forsendur samninganna ganga upp, og þar set ég stórt EF, þá hljóta þeir að létta eitt- hvað á fólki. Við erum ekki á leiðinni í verkfall, en ætlum að sjá hvort við getum ekki haft ein- hver áhrif á það að treysta for- sendur samninganna, þannig að þær haldi. Við vorum ekki að setja út á samninginn sem slíkan en okkur líkar ekki að sjá fram á að þegar sé byrjað að brjóta þær forsendur sem hann á að byggjast á,“ segir formaður Verkalýðsfé- lagsins Vöku. EHB ryðja. „Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands er mars snjó- þyngsti mánuðurinn svo þetta hlýtur bara að vera rétt að byrja,“ sagði ívar. ívar segir að vegurinn upp eftir liggi gegnum há snjógöng og þurfi vind því lít- ið að hreyfa svo allt verði ófært á ný. ívar segir að eins og oft áður hafi þurft að moka aðeins frá lyft- unum, aðallega stólalyftunni og nýju Hólabrautarlyftunni en stór- virkar vélar séu ekki lengi að því. „Hér er allt landslag horfið í snjó, engin gil og hólar lengur enda hef ég ekki séð svona mik- inn snjó hér í 20 ár. Svæðið er því slétt og fínt.“ Aðspurður um hvort ekki skapist snjóflóðahætta í Fjallinu sagði ívar að svo væri ekki á sjálfu skíðasvæðinu en hins vegar hafi komið fyrir að smá flóð hafi fallið sín hvoru megin við það. Þrátt fyrir slæm veður um helg- ar hefur aðsókn í Fjallið verið nokkuð góð að sögn ívars. Að- sóknin í miðri viku ræðst sömu- leiðis nokkuð af veðri og hefur vikan sem er að líða t.d. verið alveg ónýt vegna ófærðarinnar upp eftir. Nú um helgina ætti hins vegar að vera kjörið tækifæri til skíðaiðkunar fyrir almenning því ekkert mót verður haldið þar, hvorki í göngu né alpagreinum. „Svo fer hver að verða síðastur að koma í skíðaskóla til okkar því námskeiðum fer senn að ljúka," sagði ívar. Kennt er á kvöldin í miðri viku og er hvert námskeið fjögur kvöld, frá mánudegi til fimmtudags. VG Endurbótum á Hólakirkju er nú lokið: Forsetí íslands meðal gesta í hátíðarmessu á Hólum 11. mars - kirkjumálaráðherra mun m.a. halda ávarp tók jeppa í gær var unnið að því að ryðja veginn um Fagradal, en þar féll mikið snjóflóð á mánudag. Talið er að snjó- flóðið hafí verið 400 metra breitt og allt að 20 m þykkt og kom það úr Grænafelli. Er verið var að ryðja veginn á mánudag féll smásnjóflóð í Fagradal. Hættu menn þá við verkið en skildu eftir hefil og jeppa við veginn. Á þá féll síð- an stóra flóðið, hefillinn stóð það af sér en flóðið hreif með sér jeppann og skildi hann eft- ir á hvolfi, langt neðan vegar- ins. í gær var orðið fært beggja vegna snjóflóðsins og var fólk ferjað milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, þvf var ekið að snjóflóðinu og síðan var geng- ið yfir það. Mikil ófærð var fyrir austan í gær, en unnið að því að ryðja vegi. 1M Miklum endurbótum á Hóla- kirkju er nú lokið og þeim áfanga verður fagnað með sérstakri hátíðarmessu á Hól- um sunnudaginn 11. mars nk. kl. 14. Viðstaddir verða m.a. forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir og Óli Þ. Guð- bjartsson, dóms- og kirkju- málaráðherra. Á undanförnum árum hafa far- ið fram gagngerar endurbætur á Hólakirkju og kirkjugarðinum. Þá var sett upp nýtt orgel í kirkj- una í desember sl., sem smíðað var í Danmörku. Orgelið, sem er beggja megin við dyrnar inn í kirkjuna, var smíðað sérstaklega fyrir Hólakirkju. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, sagði í samtali við Dag að orgelið þætti hljómfagurt og ánægja væri með hvernig til hefði tekist. Vert er að geta þess að altaris- brík kirkjunnar, sem verið hefur í viðgerð á Þjóðminjasafninu í Reykjavík á fjórða ár, var nýlega komið fyrir í kirkjunni. Reyndar var hluti af altarisbríkinni settur upp fyrir Hólahátíð sl. sumar en stærstur hluti hennar kom í des- ember sl. „Ég held að sé samdóma álit allra að vel hafi til tekist með endurbyggingu á kirkjunni sjálfri og þá var kirkjugarðurinn lagað- ur sl. sumar og gerður mjög skemmtilegur. Teknir voru fimm legsteinar úr garðinum, sem lágu undir skemmdum, þeir hreinsað- ir upp og nú er verið að setja þá upp á vegg í turninum. Meðal annarra eru þarna legsteinar tveggja síðustu biskupanna, Árna Þórarinssonar og Sigurðar Stefánssonar,“ sagði Sigurður. Séra Hjálmar Jónsson á Sauð- árkróki þjónar fyrir altari í hátíð- armessunni og fólk úr kirkjukór- Um í sýslunni syngur. Nú stendur yfir námskeið Hauks Guðlaugs- sonar, söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar, með söngfólki og organ- istum í Skagafirði. Organistarnir spila í hátíðarmessunni og fyrir hana og á eftir. Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, flytur ávarp í messulok og það sama gerir Sigurður Guðmundsson, vígslu- biskup. Að aflokinni hátíðarmessu verður gestum boðið til kaffi- drykkju í húsnæði bændaskólans. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.