Dagur - 24.03.1990, Side 4

Dagur - 24.03.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Hollywoodstjórar syngja heraum lofgjörð Það skýtur svolítið skökku við, nú á tímum þýðu og afvopnunar þjóðanna, að í Hollywood hafa menn sjaldnar verið spenntari fyrir vopnaskaksmyndum, þar sem bandarískir hermenn eru í aðalhlutverki, en einmitt nú. Sjóliðar eru látnir fást við sjó- ræningja á Suður-Kínahafi, flot- inn reynir að koma í veg fyrir að óvinveittir Arabar sprengi kjarn- orkusprengju og bandarískir fót- gönguliðar gera sitt besta til að mola álþjóðlegan eiturlyfjahring. Þannig er þráðurinn spunninn í þremur Hollywood-hermyndum, Fly By, Navy SEAL og Wings of the Apache, sem eru að fæðast um þessar mundir. Enn má nefna þrjár myndir í sama dúr, Flight of the Intruder, Air America og The Hunt for Red Oktober, sem varpa allar heldur vinalegri birtu yfir bandaríska herinn. Að vísu er sú síðasttalda, sem er þegar komin á markaðinn, ekki síður óður til gæsku sovéskra en bandarískra. Sean Connery leik- ur þar skipstjóra sovéska kjarn- orkukafbátsins Rauða októbers sem er svo tæknilega fullkominn að hann teflir hinu vopnaða ógn- arjafnvægi í hættu. Connery er sannfærður um að eina ráðið til að koma í veg fyrir þriðju heims- styrjöldina sé að afhenda bátinn yfir til bandarískra - og það er einmitt það sem hann ætlar að gera. Eins og sjá má er kveikjan að The Hunt for Red Oktober til orðinn fyrir daga Gorbachevs, glasnosts og perestroiku. Það sem er þó athyglisverðast við þessa kvikmyndaupptalningu hér að framan er skyndilegur áhugi Hollywood fyrir hernum. Fyrir svo sem 15 árum hefði það þótt óhugsandi að nota kvikmyndirn- ar til að varpa frægðarljóma á bandaríska herinn. En í dag eru aðrir tímar. Thom Mount, fram- leiðandi Bull Durham og Tequila Sunrise segir um þetta: „Ég lít á þessar bíómyndir sem eins konar öryggisloka eða öryggisvissu. Ég held að flestir Bandaríkjamenn álíti Bandaríkin vanmáttug á alþjóðavettvangi. Þessar kvik- myndir vinna á móti vanmáttar- tilfinningunni, þær smita frá sér sigrinum sem við virðumst ekki geta náð í daglega lífinu.“ Hugarfarsbreytingin varð öll- um augljós þegar Paramount ákvað að veðja á Top Gun, róm- antíska sögu um orrustuflug- menn flotans. Fólkið hreifst með og Top Gun varð ábatasamasta kvikmyndin 1986. Hollywood- stjórarnir byrjuðu strax að gæla við að gera fleiri kvikmyndir í þessum dúr og herforingjarnir í Pentagon voru þegar með á nót- unum. Fram til þessa höfðu þeir ekki verið sérlega viðmótsþýðir við kvikmyndagerðarmenn. Don Simpson, framleiðandi Top Gun, man tímana tvenna. Þegar hann vann að An Officer and a Gentle- men harðneitaði herinn að aðstoða hann en þegar hann kom til þeirra öðru sinni, nú með Top Gun, var komið annað hljóð í strokkinn og Simpson fékk alla þá aðstoð er hann bað um. Að vísu varð Paramount að punga út með um það bil 60 milljónir íslenskra króna fyrir aðstoðina en herforingjarnir reyndu aldrei að fá söguþræðinum breytt. í raun og veru eru Pentagon- menn ákaflega hlynntir þeirri stefnu sem Hollywood hefur tek- ið á seinustu árum. Þess vegna eru þeir hættir að stimpast á móti eins og þeir gerðu með An Offic- er and a Gentleman. Leikstjór- inn Sidney Furie (The Boys in Company C, Iron Eagle) segir það engum vandkvæðum bundið orðið að fá stuðning Pentagon, svo fremi að kvikmyndin gefi þægilega mynd af hernum. „En ef þeim fellur ekki eitthvað, hversu lítið sem það er, þá er eins gott að gleyma öllu saman. Ég hef ætíð látið að vilja þeirra um breytingar á efnisþræði enda allt- af staðið í þeirri trú að annars yrði ég að leita út fyrir landamær- in til að kvikmynda og útvega mér tæki og tól. Enda tel ég það alveg útilokað að herinn hefði nokkru sinni hjálpað til við gerð Platoon, Apocalypse Now eða The Deer HunterC Framleiðandinn Mace Neu- feld, sem fékk alla þá aðstoð frá bandaríska hernum er hann vildi við gerð Red Oktober og Flight of the Intruder, viðurkennir að þræða verði ákaflega mjótt ein- stigi þegar unnið sé með banda- rískum hernaðaryfirvöldum. Það skemmdi heldur ekki fyrir segir hann að bækurnar, sem báðar myndirnar eru byggðar á, eru gefnar út af Naval Institute Press. Tim McCanlies, en hann skrif- aði FlyByex fjallar um flugmenn í bandaríska flotanum, segir að: „Til þess að fá tækin leigð verður að skrifa undir samning þar sem maður skuldbindur sig til að kasta engri rýrð á bandaríska sjóliða.“ Það er auðheyrt á þeim báð- um, Neufeld og Simpson, að skemmtigildi bíómynda þeirra er þeim efst í huga. Simpson gengur þó skrefi lengra og segist kæra sig kollóttan um það hvort myndir hans leiði til fjölgunar sjálfboða- liða í bandaríska hernum eða 100% fækkunar. Það sem skipti máli sé að verða sér úti um hern- aðartækin, flugvélar, skip og byssur; að öðrum kosti verði myndin óraunveruleg og fölsk í augum bíófara. Dálkahöfundur tímaritsins American film hefur bent á að enginn virðist veita því nokkra athygli hvað þessar stríðsmyndir virðast vera að undirstrika, nefni- lega það að það sé kominn tími til að bandaríski herinn sýni klærnar. Pentagon studdi með ráðum og dáð gerð Top Gun. Paramount fékk það sem beðið var um, afganginn sáu Tom Cruise og Kelly McGillis um. Kvikmvndir í burðarlíðnum NOSTROMO Leikstjórinn David Lean hefur lengi gælt við að gera kvikmynd eftir þessari sögu Josephs Con- rad er fjallar um græðgi og völd í afskekktu samfélagi. Georges Carafas og Liam Neeson eru í aöalhutvcrkum. 48 HRS. II Nick Nolte og Eddie Murphy fara hér aftur á stjá. Ekki veit ég hvort þeir eru ennþá hand- járnaðir saman en útkoma myndarinnar er áætluð í sumar. Walter Hill leikstýrir og Para- mount borgar. CLASS ACTION Gene Hackman leikur lögfræð- ing af gamla skölanum er mætir tækífærissinnanum dóttur sinni, Mary Elizabeth Mastrantonio, fyrir rétti en þau hafa þar sinn hvorn málstaðinn aö verja. Leikstjóri Michael Apted. 20th Century Fox. EYE OF DESTRUCTION Vísindamaðurinn Renee Sout- endijk og skyttán Gregory Hin- es taka höndum saman að stöðva lífshættulegt gervi- menni. Leikstjóri Duncan Gibbins. Orion. AWAKENINGS Robert De Niro vaknar upp eft- ir að hafa legið í dái í 30 ár. Helsta haldreipi hans er læknir- inn sem Robin Williams leikur. Penny Marshall leikstýrir. Col- umbia. Sidney Furie bendir á að það hefði varla orðið neinn leikur fyrir Oliver Stone að fá leikmuni hjá bandarískum hernaðaryfirvöldum í kvikmyndina Platoon. Enn stinga klám- hundar upp kollinum Það á svo sannarlega ekki af siðprúðu konunum í Reykjavík að ganga. Nú þegar þær eru rétt nýlega búnar að brjóta lagabók- stafinn um klámmyndasýningar, auðvitað í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir frekari sýningar á kynlífsmyndum, berast þær fréttir yfir hafið að búið sé að kvikmynda bók Huberts Selby, Last Exit from Brooklyn. Þegar bókin kom út á sínum tíma (1964) þótti sumum hún fáránleg og Time kallaði hana klámbók. Með lýsingum á samförum götu- gæja og kynskiptinga, nauðgun- um og vændi karla og kvenna í Brooklyn á 6. áratuginum, hafði Selby tekist að hneyksla borgar- ana svo um munaði. Ekki datt nokkrum manni í hug þá að gera kvikmynd eftir bók hans eða að það yrði yfirleitt nokkru sinni gert. Jennifer Juson Leigh. Ekki voru þó allir á sama máli um smekkleysi Last Exit, þeirra á meðal var þýski undramaðurinn og kvikmyndaframleiðandinn Bernd Eichinger sem staðið hef- ur að gerð ekki ómerkari mynda en Das Boot, The Name of the Roses og The Neverending Story. Segja má að kvikmyndun Last Exit hafi verið langtíma- verkefni hjá honum undanfarin ár. En til að gera langa sögu stutta réði Eichinger Desmond nokkurn Nakono til að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bók- inni, Uli Edel til að leikstýra og Jennifer Jason Leigh og Ricki Lake til að taka að sér aðalhlut- verkin. Auk þessa tókst honum einhvern veginn að safna 25 millj- ónum dollara til að byggja sann- færandi leiksvið. Nú þegar eru sýningar hafnar á Last Exit to Brooklyn í Þýska- landi og Bretlandi og sýningar á henni hefjast í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Hvenær hún kemur til íslands er enn á huldu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.