Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 'I dagskrárkynning Sjónvarpið, laugardagur kl. 23.25: Taggart mœttur Já, hinn góökunni lögregluforingi Jim Taggart er mættur til leiks. Sjónvarpið sýnir nýja skoska sakamálamynd sem nefnist Tvö- föld tvísýna (Double Jeopardy). Kona finnst látin og allt bendir til sjálfsvígs en systir hennar er á ööru máli. Taggart fer á stúf- ana ásamt aðstoðarmanni sínum og málið reynist ekki einfalt. Stöð 2, laugardagur kl. 21.20: Hrópað á fretsi Kvikmynd vikunnar er Hrópað á frelsi (Cry Freedom), raunsæ lýsing á því ófremdarástandi sem ríkir í mannréttindamálum í Suður-Afríku. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá að Woods, frjálslyndur ritstjóri, uppgötvar hið rétta eðli aðskiln- aðarstefnunnar og hve stjórn- völd ganga langt í ofbeldisað- gerðum gegn svertingjum. Helsti áhrifavaldurinn í þessum um- skiptum Woods er ungur blökku- mannaleiðtogi, Steve Biko að nafni. Leikstjóri er Richard Att- enborough en með aðalhlut- verk fara Kevin Kline og Denzel Washington. Rós 1, laugardagur kl. 15.00: Tónelfur Tónelfur er þáttur starfsmanna Tónlistardeildar Útvarpsins. í þættinum er boðið upp á tónlistarefni af ýmsum toga og umfjöll- un um tónlist og tónlistarmálefni. Meðal efnis er umfjöllun um tónleikaviðburði og umsagnir um tónleika, fréttir úrtónlistarlífinu og útskýringar á orðum og hugtökum í tónlist. Pá heldur tónlist- armaður stutt erindi um sér hugleikið tónlistarmálefni og fjöl- breytt tónlist er leikin. Tónlistargetraunin hefur vakið athygli en þar er eingöngu spurt um íslenska tónlist af ýmsum gerðum og hljómplata með íslenskri tónlist í boði fyrir heppinn hlustanda. Sjónvarpið, sunnudagur kl. 22.20: Hamskiptin Hamskiptin (Metamorphosis) er bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1987 byggð á hinni víðfrægu og stórbrotnu sögu eftir Franz Kafka. Eins og þeir sem hafa lesið söguna vita fjallar myndin um líðan og hegðan manns að nafni Gregor Samsa, en hann vaknar einn morguninn í væg-| ast sagt ankannalegu ástandi.j Fjölskylda hans er ekki á eitt sátt um hvernig bregðast skuli við þessum hamskiptum. Með aðalhlutverk fara Tim Roth, Gary Olsen, Linda Marlowe og' Saskia Reeves. SSí ra dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 24. mars 14.00 íþróttaþátturinn. 14.00 Meistaragolf. 15.00 Enska knattspyman: QPR-Nott,- ingham Forest. Bein útsending. 17.00 íslenski handboltinn. Bein útsend- ing. 18.00 Endurminningar asnans (7 og 8). 18.25 Dáðadrengurinn (8). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr (3). 19.30 Hringsjá. 20.30 Lottó. 20.35 '90 á stöðinni. 20.55 Allt í hers höndum. 21.20 Fólkið í landinu. Myndskurðarlist í Miðhúsum. Inga Rósa Þórðardóttir spjallar við Hall- dór í Miðhúsum, bónda á Héraði. 21.45 Litli sægarpurinn. (Touch the Sun: Captain Johno.) Áströlsk sjónvarpsmynd frá árinu 1987. Aðalhlutverk John Waters, Damien Walt- ers og Rebecca Sykes. í sjávarþorpi í Suður-Ástralíu býr heym- arskertur og málhaltur drengur sem á í ýmsum erfiðleikum vegna fötlunar sinnar. Hann eignast vin sem á við svipuð vandamál að etja. 23.25 Tvöföld tvísýna. (Double Jeopardy.) Ný skosk sakamálamynd um störf lög- reglumannsins Jim Taggart. Kona finnst látin og allt bendir til sjálfsmorðs en syst- ir hennar er á öðm máli. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 25. mars 14.10 Youssou'n Dour - Söngvari frá Senegal. Kanadísk mynd um söngvarann þekkta frá Senegal. 15.10 Ferill dansaranna Fonteyns og Nureyevs. Bresk heimildamynd um dans- og lífsferil þessa heimsfræga listafólks. 16.40 Kontrapunktur. Áttundi þáttur af ellefu. Að þessu sinni keppa lið íslendinga og Norðmanna öðm sinni. 17.40 Sunnudagshugvekja. 17.50 Stundin okkar. 18.20 Litlu Prúðuleikararnir (3). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri-Blakkur. 19.30 Kastljós á sunnudegi. 20.35 Frumbýlingar. (The Alien Years.) Ástralskur myndaflokkur í sex þáttum. 21.30 Að láta boltann tala. Geir Hallsteinsson handknattleiksmaður. Hilmar Oddsson spjallar við Geir Hall- steinsson fyrrum handboltastjörnu úr FH. Svipmyndir úr ýmsum leikja hans verða sýndar og leitað álits með- og mótherja hans í gegnum árin. 22.15 Myndverk úr Listasafni íslands. Sumarnótt - Lómar við Þjórsá, olíumál- verk eftir Jón Stefánsson (1881-1962). 22.20 Hamskiptin. (Metamorphosis) Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1987 byggð á smásögu eftir Franz Kafka. Aðalhlutverk Tim Roth, Gary Olsen, Linda Marlowe og Saskia Reeves. Myndin fjallar um líðan og hegðan manns sem vaknar einn morgun í ankannalegu ástandi. Fjölskylda hans er ekki á eitt sátt um hvemig bregðast skuli við. 23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 26. mars 17.50 Töfraglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (79). 19.20 Leðurblökumaðurinn. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Brageyrað. Lokaþáttur. 20.40 Roseanne. 21.05 Svona sögur. Meðal efnis: Viðtöl við eyðnisjúkling og fjölskyldu hans. Fjallað er um slysagildru í umferðinni. Myndabók úr ævi konu skoðuð. Umsjón Stefán Jón Hafstein. 21.40 íþróttahornið. Stöð 2 sýnir Snákagrenið (Nest of Wipers) á laugardagskvöld kl. 23.55. Þetta er ítölsk mynd í djarfara lagi og þar af leiðandi stranglega bönnuð börnum. Myndin fjallar um fjölskyldu. Móðirin er í ástarsambandi við bekkjarfélaga sonarins og sonurinn gerir sér dælt við píanónemanda móður sinnar. Fjallað verður um íþróttaviðburði helgar- innar. 22.05 Að stríði loknu (8). (After the War.) Örlagavindar. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. Umsjón Árni Þórður Jónsson. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 24. mars 09.00 Með afa. 10.30 Jakari. 10.35 Glóálfarnir. 10.45 Júlli og töfraljósið. 10.55 Denni dæmalausi. 11.20 Perla. 11.45 Klemens og Klementína. 12.00 Popp og kók. 12.35 Foringi úlfanna. (Boss der Wölfe.) Úlfurinn hefur um aldir verið tákn hins grimma og slóttuga og af mörgum álitinn slægvitur. Nú er svo komið, a.m.k. í Evr- ópu, að úlfurinn er nær útdauður. 13.30 Frakkland nútímans. (Aujourd'hui en France.) 14.00 Ópera mánaðarins. La Gioconda. 17.00 Handbolti. 17.45 Falcon Crest. 18.35 Heil og sæl. 19.19 19.19. 20.00 Sérsveitin. (Mission: Impossible.) 20.50 Ljósvakalíf. (Knight and Daye.) 21.20 Kvikmynd vikunnar. Hrópað á frelsi.# (Cry Freedom.) Söguþráður myndarinnar er sá að Woods, frjálslyndur ritstjóri, uppgötvar hið rétta eðli aðskilnaðarstefnunnar og hve stjórn- völd ganga langt í ofbeldisaðgerðum gegn svertingjum. Helsti áhrifavaldurinn í þessum umskiptum Woods er ungur blökkumannaleiðtogi, Steve Biko að nafni. Aðalhlutverk: Kevin Kline og Denzel Washington. Bönnuð börnum. 23.55 Snákagrenið.# (Nest of Wipers.) ítölsk mynd í djarfara lagi sem fjallar um mæðgin sem eru afkomendur yfirstéttar- fjölskyldu og búa nú í niðurníddu ættar- setri fjölskyldunnar. Mikil ringulreið skapast í lífi þeirra þegar móðirin hefur ástarsamband við bekkjarfélaga sonarins og sonurinn fer að gera sér dælt við píanónemanda móður sinnar. / þættinum Fólkið i landinu sem Sjónvarpið sýnir á laugardagskvöld ræð- ir Inga Rósa Þórðardóttir á Egilsstöðum við hagleiksfólkið að Miðhúsum á Héraði. Aðalhlutverk: Omeila Muti, Senta Berger og Capucine. Stranglega bönnuð börnum. 01.25 Dr. No. James Bond er fenginn til þess að rann- saka kaldrifjað morð á breskum erindreka og einkaritara hans. James kemst að því að þessi morð eru aðeins hlekkir í langri fólskuverkakeðju. Aðalhlutverk: Sean Connery, Ursula Andress, Jack Lord, Joseph Wiseman og John Kitzmiller. Bönnuð börnum. 03.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 25. mars 09.00 í Skeljavík. 09.10 Paw, Paws. 09.30 Litli folinn og félagar. 09.55 Selurinn Snorri. 10.10 Þrumukettir. 10.30 Mímisbrunnur. 11.00 Skipbrotsbörn. (Castaway.) 11.30 Dotta og hvalurinn. 12.40 Listir og menning. Heimur Peter Ustinovs. 13.30 íþróttir. 16.50 Fréttaágrip vikunnar. 17.10 Umhverfis jörðina á 80 dögum. (Around The World In Eighty Days.) 18.40 Viðskipti í Evrópu. (Financial Times Business Weekly.) 19.19 19.19. 20.00 Landsleikur. Bæirnir bítast. 20.55 Lögmál Murphys. (Murphy's Law.) 21.50 Fjötrar. (Traffik.) Fimmti hluti. 22.40 Listamannaskálinn. (The South Bank Show.) New World Symphony. 23.35 Furðusögur IV. (Amazing Stories IV.) Þetta eru þrjár stuttar gamansamar spennumyndir úr furðusagnabanka Stev- ens Spielberg. Aðalhlutverk: Joe Seneca, Lane Smith, Louis Giambalvo, John Scott Glough og Lisa Jane Persky. Bönnuð börnum. 00.50 Dagskrárlok. Stöð2 Mánudagur 26. mars 15.40 Reykur og Bófi 3. (Smokey and the Bandit 3.) Stórskemmtileg gamanmynd. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Veronica Gamba, Jackie Gleason og Paul Wiliams. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Hetjur himingeimsins. 18.15 Kjallarinn. 18.40 Frá degi til dags. 19.19 19.19. 20.30 Dallas. 21.25 Hvað viltu verða? I þessum þáttum verða kynntar ýmsar starfsgreinar sem ungum íslendingum standa til boða eftir að skyldunámi lýkur. 22.10 Morðgáta. (Murder, She Wrote.) 22.55 Óvænt endalok. (Tales of the Unexpected.) 23.20 Armur laganna. (Code of Silence.) Chuck Norris í hlutverki einræna lög- regluþjónsins sem er sjálfum sér nógur. í samskiptum sínum við glæpagengi göt- unnar beitir hann sínum eigin aðferðum og hirðir ekki um hefðbundnar starfsað- ferðir lögreglunnar. Stranglega bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.