Dagur


Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 5

Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 5 55 Sæunn Axelsdóttir, 48 ára, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis í Ólafsfirði: Ég er einstaklega heppin kona 44 Rúmlega tveggja tonna trilla markaði upphafíð árið 1980. Synirnir voru á „skellinöðrualdrinum“ og vildu eins og jafnaldrarnir eignast slík tæki. Móðirin var ekki yfir sig spennt og ákvað að gera sonunum tilboð, að láta smíða trillu og róa með þeim yfír sumarmánuðina. Tiiboðinu var tekið og þar með hófst fjölskylduútgerðin. Nú er tæpur áratugur að baki. Litla trillan er ennþá til staðar en önnur 9 tonna trilla, Sæunn ÓF-7 bættist í flotann vorið 1983. Pá hefur útgerðin, sem frá og með síðustu áramótum heitir Sæunn Axels. hf. í höfuð áðurnefndrar móður, komið sér upp tveim fisk- húsum. Annað var byggt sumarið 1985, 150 fermetrar að gólffleti, hitt var keypt sl. sumar af Iðn- þróunarsjóði. Um er að ræða glæsilegt og rúmgott hús, 500 fer- metrar að gólffleti, þar sem áður var rækjuverksmiðjan Sæver hf. Dagur átti þar spjall við Sæunni Axelsdóttur fram- kvæmdastjóra á dögunum yfir rjúkandi kaffibolla og gómsætum nýbökuðum lummum. Eitt samfellt ævintýri Sæunn segir að þessi síðustu ár hafi verið samfellt ævintýri. Hún hefur ýmislegt reynt og var til dæmis á vertíð í Grímsey árið 1985. Eiginmaður Sæunnar, Ásgeir Ásgeirsson, á hlut í togar- anum Sólbergi og síðustu misseri hefur Sæunn fengið 15 prósent af afla þess til vinnslu. „Við töldum að fiskhúsið sem við byggðum árið 1985 væri okk- ur yfirdrifið nógu stórt. Annað kom á daginn," segir Sæunn. Verkun á saltfiski kallar í dag á fullkomna kælingu og hún er ekki til staðar í gamla húsinu. Frá og með áramótum 1988-1989 tók Sæunn kælinguna í Sævers-hús- inu á leigu og í júní sl. keypti hún húsið af Iðnþróunarsjóði. „Húsið var of dýrt til þess að við nýttum bara kælinn og því fórum við út í þurrfiskverkun í nóvember sl. Við sáum fram á að fá ekki meiri fisk og með minnkandi kvóta vil ég meina að við verðum að ein- beita okkur að því að vinna betur úr hráefninu. Þurrfiskurinn sem við vinnum hér hefur verið flutt- ur blautur til Frakklands og þurrkaður þar. Bara þessi þurrk- un hefur skapað hér átta ný störf og þegar flest er erum við fjórtán að vinna hér,“ segir Sæunn. Hún segir að ekki sé um flókna verkun að ræða, spurningin með þetta eins og annað sé að hafa ná- kvæmnina að leiðarljósi. Nauð- synlegt sé að fylgjast vel með raka- og hitastigi í fiskinum á þeim þrem sólarhringum sem þurrkunin standi yfir. „Hann er í sinni vinnu og ég í minni“ „Þetta hefur allt vafið utan á sig,“ segir Sæunn og brosir. „Það er ótrúlega stutt síðan við vorum í klaka og kulda í lélegum skúr hér niður frá. Óneitanlega liggur ntikil vinna á bak við þetta, eigin- lega höfum við unnið nótt sem nýtan dag. Það er fyrst í haust sem ég réð fast starfsfólk," segir Sæunn. Verkaskipting þeirra hjóna Sæunnar og Ásgeirs er skýr. All- ar ákvarðanir við rekstur fyrir- tækisins eru hennar en hann sér um bókhald og launaútreikninga. „Hann er í sinni vinnu og ég í minni,“ segir Sæunn og leggur áherslu á orð sín. „Það eru ekki allir sem skilja þetta. Mjög marg- ir hringja fyrst í Ásgeir og hann verður síðan að vísa á mig. Sú hugsun er rík bæði hjá körlum og konum að af því að um þessa atvinnugrein er að ræða komi ekki til greina að kona.sé í for- svari. Staðreyndin er sú að það er allt annað að vera kona í þessum „bransa“ en karl. Ég get ekki annað en treyst því að fólk hugsi vel til mín.“ „Efast um aö margir sofni ánægöari á kvöldin“ Sæunn segir að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi stækkað umtals- vert á liðnum árum sé ekkert mál að standa í rekstri þess með húsmóðurstörfum. „Ég er ekki viss um að það finnist ánægðari kona en ég í dag og ég efast um Sæunn Axelsdóttir. að margir sofni ánægðari á kvöld- in og vakni ánægðari á morgn- ana. Ég tel mig vera heppna, er hvorki stressuð né með vöðva- bólgu. Ég væri orðin vitlaus á því að vera heima. Ég verð að fá útrás og hana fæ ég í þessu. Mér finnst ég vera einstaklega heppin kona. Hér eru ekki settar á mig hömlur. Ég er algjörlega frjáls þótt tugmilljónir séu í húfi. Mér hefur tekist að standa í skilum og það er fyrir öllu,“ segir Sæunn. Hún segist aldrei hafa fengið útborgað. Henni séu hins vegar reiknuð laun og borgi skatta eins og aðrir. „Ég stefni ekkert ákveðið með þetta fyrirtæki. Ég tek hvern dag fyrir í einu og læt koma í ljós hvernig þetta þróast. Til dæmis voru kaupin á þessu húsi ákveðin einn, tveir og þrír,“ segir Sæunn. Ævintýrið hófst með trillu- útgerð móður og sonanna eins og áður segir. Synirnir eru nú flognir úr hreiðrinu og stunda nám út um allar jarðir, í Noregi, Frakklandi og Reykjavík. „Þeir rétta mér hjálparhönd eins og þeir geta og hringja reglulega í mig og leita frétta af gangi mála. Ég læt þá vita nákvæmlega hvernig gengur," segir Sæunn. Kynsysturnar fussa og sveia Sæunn fer oft á tíðum ein á sjó á trillunni sinni og segir hún að mörgum finnist það í hæsta máta athugavert. Hún segist hins vegar Á síðastliðnu ári keypti fyrirtæki Sæunnar, Sæunn Axels hf., Sævers-húsið ganila. Á innfelldu myndinni sést fisk- vinnsluhúsið, sem Sæunn og fjölskyldu byggði árið 1985. í þá daga var álitið að það hús yrði yfirdrifið nógu stórt fyrir starfsemina. Annað kom þó á daginn. Eins og sja nia er þurrfiskverkunin plássfrek. Fiskinuin er koinið fyrir í stæð- um þar sem loftar um hann. Þurrfiskvcrkunin krefst mikillar nákvæmni og natm. ekki sjá neitt athugavert við það. Engum detti í hug að setja út á þegar eldri menn fari á sjó og það Myndir: Kl. sama hljóti að gilda um hana. „Það er ekki mikið um það að , konur rói. Ég held hins vegar að þetta fari að breytast. Hér á árum áður réru margar konur. Sumar voru landsþekktar eins og Látra- Björg og Þuríður formaður á Stokkseyri. Kynsystur mínar margar hverj- ar hafa ekki verið jákvæðar gagn- vart mér og það finnst mér alveg furðulegt. Þær sem gala hæst um jafnrétti og vilja komast í nefndir og stjórnir fussa og sveia yfir mér og segja að ég sé snarrugluð og drepi mig á þessu. Þær tala einnig um græðgi í mér. Það sem er kall- að harka og dugnaður í karl- mönnum heitir græðgi í mér. Ein einasta manneskja hefur óskað mér til hamingju með húsakaupin. Ég er mjög laus við hamingjuóskir yfir höfuð. Mér er í sjálfu sér alveg sama, en oft hef ég hugsað um tvískinnunginn í þessu. Konur vilja troða sér hér og þar, en þcgar á hólminn er komið virðist þetta vera meira í orði en á boröi." óþh Hálf öld frá hersetu Breta: Sjónvarpið auglýsir eftir minnugu fólki - þáttaröð um stríðsárin í vinnslu Senn er liðin hálf öld frá því Bretar gengu hér á land, en sá örlagaríki atburður átti sér stað 10. maí árið 1940. Má með sanni segja að þar með hafi hinni friðsælu smáþjóð við ysta haf verið att út í hringiðu síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjónvarpið ætlar að gera þátta- syrpu af þessu tilefni þar sem rak- in verður saga hernámsins og stríðsáranna hérlendis í máli og myndum, stiklað á helstu stór- viðburðum og ljósi brugðið á daglegt líf íslenskra borgara. Margir íslendingar muna vel eftir landgöngu Breta. Sjónvarp- ið vill gjarnan ná tali af ýmsum þeim sem geta rifjað þessi ár upp. Má þar nefna þá sem urðu vitni að landgöngunni, sjómenn af íslenskum skipum sem urðu fyrir árásum Þjóðverja, íslendinga sem komu heim á stríðsárunum Hclgi H. Jónsson, unisjónarmaður þáttanna. fyrir tilstuðlan þýskra yfirvalda, konur sem voru í „ástandinu“ og þær konur sem drýgðu tekjur sín- ar á hernámsárunum með svo- nefndum „Bretaþvotti“ er mörgu heimili reyndist búbót. Einnig vill Sjónvarpið komast í samband við þá sem luma á ljós- myndum eða kvikmyndum frá þessum árum og reyndar alla þá sem kunna frá markverðum atburðum að segja er tengjast hersetunni með einhverjum hætti. Þá er öll vitneskja um hvers kyns muni og minjar frá stríðsárunum vel þegin. Umsjónarmenn þáttanna, Helgi H. Jónsson og Anna Heið- ur Oddsdóttir, taka á móti öllum ábendingum hjá Sjónvarpinu. Akureyringar fóru ekki varhluta af hersetunni og eru þeir hvattir til að láta í sér heyra svo lands- byggðin fái eitthvað til málanna að leggja líka. Þættirnir um stríðsárin verða að minnsta kosti þrír talsins og er ráðgert að taka þá til sýninga er hálfrar aldar afmælið nálgast. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.