Dagur


Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 7

Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 7 Danska og íslenska Danska og íslenska eru náskyld mál, enda þótt þau hafi gengist svo og greinst í munni manna að Danir skilja ekki lengur íslensku og íslendingar ekki dönsku, nema leggja á sig langt nám. Áður og fyrrum var þessu öðru vísi farið. í formála að Heimskririglu ségir Snorri að á bók þá hafi hann látið rita forn- ar frásagnir um höfðingja þá „er ríki hafa haft á Norðurlöndum og á danska tungu hafa mælt." Af þessum ummælum má ráða að á f3du öld hafa menn kallað hina fornu, sameiginlegu tungu Norðurlandaþjóða dönsku og eru raunar fleiri dæmi þar um. Munur á máli manna var þá svo lítill að flestir Norðurlandabúar gátu notað eigið mál, þjóðtungur sínar eða móðurmál, í samskiptum sín á milli, og var svo lengi. Eftir að íslendingar komust undir Danakonung árið 1380 - og þó einkum eftir siðskiptin á 16du öld - urðu áhrif dönsku sterk á Islandi. Við upphaf einokun- arverslunar Dana 1602 og við einveldið 1662 jukust dönsk áhrif enn. Fjölmörg dönsk tökuorð bárust í daglegt mál, sum komin úr þýsku eða enn lengra að. Mál margra kaup- manna og embættismanna á ls- landi á 19du öld var danska og var þá svo komið að sumir ótt- uðust að íslenska dæi út og danska tæki við, enda töldu margir að sjálfsagt væri fyrir íslendinga að taka upp „heims- málið“ dönsku. Sagt er um Akureyringa að þeir hafi fyrrum talað dönsku á sunnudögum, enda þótti mörg- um fínt að tala dönsku. Fetta er ef til vill ekki alveg úr lausu lofti gripið um Akureyringa á síð- ustu öld því við guðsþjónustur inni á gömlu Akureyri voru sungnir danskir sálmar vegna kaupmanna og embættismanna auk þess sem ýmis kennsla fór fram á dönsku og einnig var leikið á dönsku. Þegar ég kom ungur til Akur- eyrar austan af Norðfirði í lok UNDERVISNINGI SKANDINAVISKE SPRAK PA ISLAND, FÆR0YENE OG GR0NLAND o o m Q S'. o Q w Sfi#{ U4 Uh Nudansk w ?rdb°g i: aí,o0^oG ™ Gyldendals Fremmedordbog stríðsins hitti ég á Ráðhústorgi mann sem bauð mér „bolsí- ur“. Þótt við Norðfirðingar brygðum fyrir okkur dönsku eða norsku á hátíðum og tylli- dögum vissi ég ekkert hvað „bolsíur" voru og þorði því ekki annað en að afþakka boðið. Á Akureyri voru á þeint árum drukknir gosdrykkirnir VALASH og KIST, sem eiga rætur að rekja til Danmerk- ur og talað var um „fortó“, „verönd" og „gallossíur" og „konfirmasjón" markaði þátta- skil í lífi ungs fólks. Enn nota margir orðin „kontór", „gardín- ur“, „mublur" og auðvitað „bakarí“ og auk þess eru í íslensku fjölmörg önnur orð sem komin eru úr dönsku: „apótek“, „bí!l“, „drakt“, „fínn“, „kíkir”, „klósett", „passi“, „pirraður", „rúta“ - og svo mætti „albúm", „bíó“ „falskur“ „lekker“, „píanó“, lengi telja. Nú notar enginn maður leng- ur orðið „bolsíur“ og VALASH og KIST sést ekki lengur heldur er það PEPSI og COKE. Hins vegar eru þau þrjú orð í íslensku nútíðarmáli, sem einna algengust eru, komin úr dönsku: „ha“, „sko“ og „jæja“ - og þrátt fyrir áralanga baráttu okkar barnakennara er enn al- gengt að fólk tali um að þetta og hitt hafi „skeð“ og „reikna megi með“ þessu og hinu og menn „undirstrika“ tíðum það sem þeir vilja leggja áherslu á. Dönsk máláhrif eru því enn víða í íslensku máli og verður seint unnt að þurrka þau öll burtu. En til þess að geta dæmt um hvað eru dönsk áhrif í íslensku máli verða menn að þekkja vel til dönsku - og það gera því miður allt of fáir Islendingar. BÆJARBÚAR - NÆRSVEITAMENN íslandsmótið í bridge - sveitakeppni 1990 Spilað er í Alþýðuhúsinu og hefst spilamennskan kl. 14.00 laugardag til kl. 24.00. Sunnudag 25. mars frá kl. 10.00 til 15.00. ★ Ókeypis aðgangur Komið og sjáið spennandi keppni Bridgefélag Akureyrar. spurning vikunnar Ætlar þú að fylgjast með dag- skrá Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem hófst á Akureyri í gær? Ásgeir Heimir Guömundsson: „Ha, vetraríþróttahátíðar? Þú verður að segja mér eitthvað nánar um hana. Nei, ég held að það verði enginn tími til að fylgj- ast með þessu. Helgin fer öll í aö spila á íslandsmótinu í bridge.“ Herdís Ingvadóttir: „Já, ég fylgist með einhverju af þessari dagskrá. Mig langar til að sjá sýningu sovéska skauta- parsins, það sýnist mér standa hæst í dagskránni. Ég er ekki búin að gera upp við mig hvort ég fer í Fjallið en það gæti vel verið ef veðrið verður gott.“ Anna S. Jónsdóttir: „Já, ég fylgist örugglega með. Mig langar til að sjá sýningu sovéska skautaparsins, þau heilla mig mest í þessari dagskrá. Og kannski bregður maður sér á skíði í Hlíðarfjall þessa daga.“ Gunnar Karl Guðmundsson: „Nei, ég held að maður komist ekki á þessa dagskrá. Ég verð alveg upptekinn fram á sunnu- dagskvöld við að spila á íslandsmótinu í bridge.“ Guðný Gunnarsdóttir: „Já, auðvitað fylgist ég meö þessu. Eg ætla aö sjá skauta- parið en ég veit ekki hvort ég fer til að horfa á keppnisíþróttirnar. Ég ætla frekar að reyna að komast sjálf á skíði.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.