Dagur - 24.03.1990, Síða 8

Dagur - 24.03.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 Mannlegí þátturinn má aldrei gleymast - spjallað við Halldór Halldórsson yfirlækni um öldrunarmál og nýjar reglur varðandi vistunarmat aldraðra - Síðari hluti Hér birtist síðari hluti viðtals við Halldór Halldórsson, yfir- lækni Kristnesspítala, um vist- unarmat og fleira tengt nýjum reglugerðum í tengslum við lög um málefni aldraðra. Halldór er formaður þjónustuhóps aldraðra í Akureyrarlæknis- umdæmi. Sú spurning hlýtur að vakna hvernig mælikvarði vistunarmat- ið sé á þörf einstaklinga fyrir stofnanavist. Halldór segir að tekið sé tillit til félagslegra og læknisfræðilegra þátta í vistunar- matinu, eins og áður var minnst á. Hæsta mögulega stigagjöf í vistunarmati er 120 stig, en slík útkoma er nánast útilokuð, því til að fá 120 stig verða allir þættir að vera eins slæmir eins og verst get- ur orðið. Ekki komin löng reynsla á vistunarmatið „Það er ekki komin full reynsla á þetta vistunarmat, því svo skammt er síðan farið var að nota það. Nú er þetta ekki svo að menn einblíni á tölulega niður- stöðu matsins, heldur er það fyrst og fremst leiðbeinandi. Endan- legt mat byggist á heildarniður- Glæsileg íbúðartilboð (búðir í fjölbýlishúsi við Vestursíðu 16-18, Akureyri. v h*rb '—' ír íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra her bergja og afhendast með sameign og lóð frágenginni. íbúðirnar afhendast bæði tilbúnar undir tréverk og eins eftir samkomu lagi. Skóli og leikvöllur í næsta nágrenni. Glæsilegar raðhúsíbúðir við Bogasíðu 10-12-14, Akureyri. Erum að hefja byggingu á 4ra herbergja íbúðum á einni hæð með áföstum bílskúr. Ibúðirnar eru 113 fm + bílskúr 29 fm = 142 fm samtals. íbúðirnar afhendast eftir samkomulagi. Góðir greiðsluskilmálar Nú er að slá til og ná sér í góða íbúð Teikningar og nánari upplýsingar í síma 96-25131, Haraldur og 96- 22351, Guðlaugur eftir kl. 17.00. Haraldur og Guctlaugur byjígingaverktakar Mððrusiðu 6. Siriar Har. 25131. Guðl 22351 öldrunarmól Halldór Halldórsson, yfírlæknir. stöðu, þegar allir þættir hafa ver- ið kannaðir. Tveir einstaklingar geta haft sömu útkomu tölulega séð í vistunarmati, en þó getur ástand þeirra og aðstæður verið ólíkar. Mannlegi þátturinn í slíku mati má aldrei gleymast,“ segir Halldór. Eftir að vistunarmat hefur far- ið fram skráir þjónustuhópur aldraðra niðurstöðu þess í sér- staka skrá, sem Heilbrigðisráðu- neytið fær reglulega upplýsingar úr. Halldór segir að tilgangurinn með skráningunni sé m.a. að auðvelda þjónustuhópnum að hafa heildaryfirlit yfir þjónustu- svæðið. Samkvæmt nýju reglunum geta einstaklingar komist á biðlista hjá fleiri en einni stofnun með því að senda afrit af vistunarmati sínu til þeirra. Að sögn Halldórs er reglan sú að eftir vistunarmat eigi að afhenda viðkomandi ein- staklingi niðurstöðu þess. „Ef niðurstaða matsins er t.d. sú að þörf sé fyrir vistun á hjúkrunar- deild, þá á viðkomandi sjálfur að óska eftir því á hvaða hjúkrunar- deild hann eða hún vill fara. Það sama gildir ef niðurstaðan bendir á dvalarheimili. Oft eru langir biðlistar, og því er sá kostur fyrir hendi að senda vistunarmatið á fleiri en einn stað. Þannig getur sami aðili verið á biðlista á tveim- ur eða fleiri stöðum,“ segir Halldór. Aukin heimaþjónusta leysir oft vanda - Getur einstaklingur sótt um meiri heimaþjónustu ef niður- staða vistunarmats sýnir að hann er í þörf fyrir dvalarheimilispláss, en biðlisti er mjög langur eða þá að viðkomandi vill ekki fara á dvalarheimili, þrátt fyrir niður- stöðu matsins? „Já, sá möguleiki er einmitt fyrir hendi, því stefnan er sú að vista fólk ekki á stofnunum fyrr en allt annað hefur verið reynt. En oft getur leikið vafi á hvort til- tekinn einstaklingur á frekar heima á dvalarheimili eða hjúkr- unardeild. Á stofnunum sem starfrækja bæði dvalarheimili og hjúkrunardeild getur starfsfólkið sjálft annast matið á þeim ein- staklingum sem þegar eru komnir inn á stofnunina. En þó er aðal- reglan sú að þjónustuhópurinn annast matið, í samvinnu við starfsfólkið, sem þekkir viðkom- andi best,“ segir Halldór. Nýju reglurnar eiga að tryggja að gamla fólkið hafi meira að segja um sín mál með tilliti til vistunar á stofnun en áður, a.m.k. er reynt að tryggja að eng- inn fari nauðugur inn á stofnun. Valkostirnir eru auknir og bent á leiðir til eflingar heimaþjónustu. Um þetta segir Halldór: „Ég og fleiri sem starfa í þessum mála- flokki álíta að rými fyrir aldraða séu að meðaltali fleiri á íslandi en í flestum nágrannalöndum. Samt er erfitt að komast inn á þessar stofnanir og biðlistar verið langir árum sarnan. Skoðun mín er sú að margir hafi farið inn á stofnanir án þess að hafa raunverulega þurft á því að halda. Á Akureyri stóðum við frammi fyrir því að forsenda þess að unnt væri að breyta stórum hluta Hlíðar í hjúkrunarheimili væri að stórauka heimaþjónustu, í víðtækustu merkingu. Þó skort- ir ennþá talsvert á að settu marki hafi verið náð í þessu efni. Við vonum þó að átak í húsnæðismál- um skili árangri, að hægt verði að koma upp sambýlum fyrir aldr- aða o.s.frv.,“ segir Halldór. Einstaklingar ættu ekki aö gleymast í bæjarfélagi á borð viö Akureyri j - Hefur ekki oft verið erfitt fyrir | stofnanir að meta þörf einstakl- inga fyrir vistun? „I sjálfu sér eru þessi mál ekki lengur á könnu stofnananna, þar sem þjónustuhóparnir taka að sér að framkvæma matið. í sumum tilvikum mun þjónustuhópurinn fylgjast áfram með viðkomandi eftir matið, og láta vita ef ástand- ið breytist og þörfin fyrir stofn- anadvöl verður brýnni. Ég óttast ekki að aldrað fólk gleymist í bæjarféiagi á borð við Akureyri. Én því er ekki að neita að erfitt getur orðið fyrir stofnanir að gera upp á milli þeirra sem eru á bið- lista. Tru manns geta t.d. verið á biðlista, allir með svipaða út- komu í vistunarmati. Þá getur kyn skipt máli, t.d. þegar pláss losna á fjölbýlisstofu, andlegt ástand þeirra sem eiga að búa saman á herbergi, og þannig mætti lengi telja. Ég tel að þessar nýju reglur séu mjög til bóta, sérstaklega mats- regiurnar. Þær á að nota um land allt, og þótt einhver mismunur sé hugsanlegur í niðurstöðum hóp- anna sem framkvæma matið þá verður hann tæpast stórvægileg- ur. Þetta er ákveðin trygging fyrir því að álíka viðmiðanir gildi í landinu. Reynslan verður þó að skera úr um notagildið, og mats- lykillinn ásamt vinnureglunum verður endurskoðaður í fyllingu tímans.“ EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.