Dagur - 24.03.1990, Síða 10

Dagur - 24.03.1990, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 „Það skiptir máli hvað við segjum í návist ungra bama" - segir Björg Bjarnadóttir, sálfrœðingur, sem hefur unnið að rannsóknum á málþroska barna og unglinga Hún var ekki orðin tíu ára þegar hún ákvað að leggja fyrir sig umönnunarstörf. Sú ákvörðun breyttist ekki með árun- um. Hún hefur unnið með börn, unglinga, þroskahefta, fólk með geðræn vandamál, fengist við kennslu, rannsókn- ir og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og kynnst uppeldi og umönnun á mjög breiðum grundvelli. Hún er að Ijúka doktorsnámi við háskóla í Skotlandi. Umrædd manneskja er Björg Bjarnadóttir, sálfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún er í helgarviðtali í dag og ræðir m.a. um rannsóknir á málþroska barna og nýjar hugmyndir í sálar- fræði og geðlæknisfræði. Blaðamaður Dags hitti Björgu á skrifstofu hennar í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Við hófum spjallið á örlítilli kynningu. Björg sagðist vera af húnvetnsk- um. þingeyskum og austfirskum ættum en fædd og uppalin á Akureyri. Hún gekk í Barnaskóla Akureyrar, var síðan í Gagn- fræðaskólanum í tvo vetur en tók landspróf í Reykholti. Fór þá í Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan 1972. Þá lá leiðin suður til Reykjavíkur þar sem hún hóf störf á Kleppsspítala. Um veturinn var Björg komin til Vestmannaeyja og kenndi hún þar í Gagnfræðaskólanum. í janúar 1973 brast á eldgos og hlýtur það að hafa verið sérstök upplifun. „Já, ég lenti í gosinu og það var sérstök reynsla að vera í Vestmannaeyjum og kym ast dugnaði fólksins. Það brást vel og rét við þessum ósköpum og allir hjálpuðust að, þannig að góð stjórn varð á öllum aðgerð- um," sagði Björg. Unglingar í hrakningum Fljótlega eftir gosið og brottflutninginn úr Eyjum tókst að koma saman skóla fyrir Vestmannaeyingana í Reykavík og Björg hélt áfram kennslu. Haustið 1973 innritaðist hún í sálarfræði við Háskóla íslands og samhliða nárni vann hún á Kleppsspítala, nánar tiltekið á nýlega stofriuðu heimili fyrir fólk með geðræn vandamál. Hún tók námið að mestu utan skóla, fór norður til Akureyr- ar og vann á Taugadeildinni, en náminu lauk hún að mestu 1977. Þá var Björg kom- in með tvö börn. Á árunum 1977-1981 vann hún mest við kennslu og ráðgjöf í Hafnar- firði og Reykjavík, m.a. í Unglingaathvarfi Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og hjá Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykja- nesi sem fulltrúi fræðslustjóra. í því starfi fór hún heim til foreldra fatlaðra barna og veitti ráðgjöf. - Var þörfin fyrir sérstakt unglinga- athvarf orðin merkjanleg á þessum árum? „Já, þörfin var fyrir hendi þá og ég veit að hún er enn meiri í dag, því miður. Ungling- arnir komu úr margs konar umhverfi. Sumir höfðu búið við mjög erfiðar heimilisaðstæð- ur, aðrir höfðu flosnað upp úr námi, en erf- iðast áttu þeir einstaklingar sem höfðu verið á stanslausum hrakningum frá því þeir voru börn. Flestir fagmenn gera sér grein fyrir því nú að við þurfum meiri mannskap til þess að sinna þessum málum þannig að það sé hægt að halda betur utan um mál hvers einstaklings og fylgja honum eftir og helst að koma í veg fyrir að hann þurfi að skipta oft um samastað. Það kom í ljós hjá okkur að ef viðkom- andi átti góðan að sem hann gat treyst og trúði á hann, t.d. ættingja eða bónda sem hann hafði verið hjá, þá varð það honum til lífs í andlegum skilningi, en að sjálfsögðu skiptir upplag og geðslag miklu líka.“ „Gott að koma aftur heim í MA“ Björg segir að ekki sé hægt að dæma „vand- ræðaungling" sem vonlaust tilfelli. „Það er ekki fyrirfram gefið þótt einhver eigi mjög erfiðar uppvaxtaraðstæður að hann verði vonlaus seinna í lífinu. Það er mjög mikilvægt að unglingurinn hafi ein- hvern til að tala við, einhvern sem trúir á liann. Ég held að sá stuðningur sem t.d. Rauða kross húsið veitir sé mjög mikilvægur og margvísleg starfsemi Unglingaheimilis ríkisins og veit að þar er unnið geypilega gott starf." Veturinn 1981 var Björg aftur komin í Menntaskólann á Akureyri, nú sem sál- fræðikennari og námsráðgjafi. Hún kenndi í þrjú ár, aðallega almenna sálarfræði og þróunarsálarfræði á félagsvísindabraut, en einnig félags- og uppeldissálarfræði. „Það var mjög gott að koma aftur heim í MA. Þarna voru ennþá starfandi kennarar sem höfðu kennt mínum árgangi og andinn á kennarastofunni var mjög skemmtilegur. Menn spiluðu Ólsen í frímínútum og höfðu lag á að sjá bjartari hliðar tilverunnar." - En segðu mér, svo við lítum aðeins um öxl, hver var kveikjan að þínum umönnun- arstörfum? „Hugurinn hneigðist snemma til þessa náms og sálarfræði þroskans. Ég var 9 ára gömul þegar ég fór fyrst í sveit í Húna- vatnssýslu og þar var mitt aðalstarf að passa litla hreyfihamlaða stúlku. Það voru líka miklar umræður á æskuheimili mínu um mannúðarmál og barnavernd og ég varð snemma ákveðin í því hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig.“ Rannsóknir á málþroska barna út frá samhengi orða í texta Haustið 1984 lá leið Bjargar til Skotlands. Hún hóf master-nám í sálarfræði við Stirling háskóla með áherslu á þróunarsálarfræði og rannsóknir. Eftir hálft ár í sálfræðideildinni bauðst henni að fara beint í doktorsnám við rannsóknir á málþroska barna og unglinga. Þessar rannsóknir eru mjög forvitnilegar og bað ég Björgu að greina okkur nánar frá þeim. „Hvatinn að þessum rannsóknum sem ég hef verið að vinna við kemur frá rannsókn- um sem gerðar voru í kringum 1957 af þekktum þróunarsálfræðingi, Heinz Werner. Hann vildi reyna að bera saman merkingarfræði orða út frá sögulegri mál- þróun við þróun merkingar hjá börnum. Hann vann með börn á aldrinum 6-13 ára og lagði fyrir þau stakar setningar sem allar innihéldu sama tilbúna orðið. Síðan áttu börnin að segja hvað þetta nýja orð þýddi út frá samhenginu í hverri setningu. Við í Stirl- ing háskóla ákváðum að taka þetta rann- sóknarsnið Werners upp en breyta því þannig að tilbúna orðið var sett í sögu sem var lesin upp fyrir börnin. Við töldum að með því að hafa setningarnar í stærra heild- arsamhengi, sem höfðaði meira til barn- anna, þá værum við komin með frekari hlið- stæðu við það sem gerist í daglegu lífi í stað þess að sýna þeim stakar setningar á spjöldum. Niðurstöður Werners sýndu að börnin voru orðin 11 ára þegar hópurinn í heild gat svarað spurningunni um nýja orðið rétt. Það reyndist hins vegar hærra hlutfall réttra svara hjá yngri börnunum hjá okkur. Við unnum með milli 400 og 500 börn frá 4-12 ára. Börn geta svarað með teikningum í stað orða Ýmislegt hefur komið í ljós í rannsóknum okkar sem bendir til þess að málið síist inn hjá börnunum strax á unga aldri, án þess að þau beiti sér sjálf meðvitað við að nema málið. En vissuíega hefur áhugi og hvatning mikið að segja líka og það að hafa fyrir því að sinna máluppeldi barnsins. Það var mjög algengt hjá yngstu börnun- um í rannsóknunum að þótt þau gætu ekki svarað því hvað nýja orðið þýddi þá gátu þau stundum teiknað hlutinn sem orðið átti að vísa til. Þau svöruðu rangt en teiknuðu rétt og þarna virðist vera á ferðinni dýpri óorðrænn skilningur hjá barninu sem stang- ast á við getgáturnar sem það kemur með þegar það reynir að svara beinum spurning- um um merkingu orðsins. í ljósi þessa hefur verið bent á að ef við gerum of miklar kröfur til yngri barnanna um orðræna útskýringu á merkingu orða standast þau þær ekki og við getum leitt þau afvega. Við þurfum að nálgast þau á annan hátt og teikningarnar sýna að þau hafa þessa þekkingu eða eru að afla sér hennar. Rannsóknir okkar beinast að því að reyna að skilja þróun merkingar orða hjá börnum út frá texta sem þau heyra lesinn. Inn í þetta fléttast nýjar hugmyndir um vitsmuna- þroska barna. f sálarfræðinni og geðlæknis- fræði eru í dag uppi hugmyndir um aukið gildi erfða og mikilvægi líffræðilegra þátta. Samkvæmt þessum nýju hugmyndum um vitsmunaþroskann þá er ekki munur á eðli hugsunar hjá barni og fullorðnum, eins og Piaget hélt fram, en með aldrinum öflum við okkur meiri þekkingar og við það erum við að byggja upp þau hugtök sem við hugs- um út frá. Samkvæmt þessu hefur 4-5 ára barn sömu megind til hugsunar og eldra barn, þó hún birtist á frumstæðari hátt, en býr yfir minni þekkingu.“ „Þarf aö taka meira tillit til persónulegra hæfíleika hvers barns“ Og gefum Björgu orðið áfram: „Þessar hugmyndir ganga þvert á kenn- ingar Piagets um stigskiptan vitsmuna- þroska. Þær gera ekki ráð fyrir stigum held- ur líta meira á einstaklinginn sem heild og á þroskann sem samfelldan feril. Sumir fræði- menn sem hafa verið í forsvari fyrir þessar nýju hugmyndir leggja meiri áherslu á erfðaþætti greindar og málgáfu. Það er margt í niðurstöðum okkar sem bendir til þess að við þurfum að endurskoða hugmyndir um tengsl vitsmunaþroska og málþroska. Við höfum séð 4ra ára barn fara jafn vel í gegnum tilraunina og 8-9 ára barn.“ - Telur þú nauðsyn á því að breyta nú- gildandi kerfi í ljósi nýrra hugmynda, t.d. á dagvistum eða í grunnskóla? „Já, ég held að það sé æskilegt að breyta núgildandi kerfi þannig að í viðleitni kennara eða leiðbeinanda sé tekið meira til- lit til persónulegra hæfileika hvers barns og litið á einstaklinginn sem heild og gengið út frá því að allir hafi til síns ágætis nokkuð. Það þyrfti að gera kennsluna einstaklings- hæfari. Mér finnst skipta máli, t.d. í leikskóla eða skólabekk, almennt viðhorf fóstrunnar eða kennarans til mannsins. Ég held að það sé tilhneiging til meiri mannúðarstefnu í heim- inum í dag og að hún muni koma fram í því að við munum reyna að vinna gegn dómum á persónu barnsins í leikskóla og skóla. Við munum hafa það að leiðarljósi að börnin kunni öll að hafa sína sérstæðu greind til að bera, en samhliða þurfum við að endur- skoða mat okkar á vitsmunaþroska í skólun- um, t.d. með því að koma með fjölbreyttari verkefni þannig að vitsmunalegur stíll hvers og eins fái að njóta sín. í sambandi við dóma á persónuleika manna held ég að einmitt í svona litlu sam- félagi eins og okkar þar sem nándin er mikil milli einstaklinga, sérstaklega úti á lands- byggðinni, þá sé það mjög mikilvægt fyrir þann sem stjórnar leikskóladeild eða skóla- bekk að vinna gegn slíku. Mér finnst þessu oft mjög ábótavant í samfélaginu. Varðandi málþroskann, þá held ég að það megi bjóða börnum upp á flóknari texta fyrr, gæta þess að tala ekki „srnábarnamál“ og miðla til barnsins ást á málinu." „Lífskjörin eru Iök“ Björg segir að grunnskólalögin frá 1976 hafi margt til síns ágætis en það hefði líka þurft að fækka í bekkjardeildum eða fá leiðbein- anda inn í bekkinn með kennaranum. Hún segir þó að bekkir séu nú oft fámennari og merkja megi framför í skólakerfinu. Sem foreldri tveggja barna segist hún ánægð með þá uppfræðslu sem þau hafi fengið, bæði í leikskóla og skóla. Björg ræðir líka um þjóðfélagið og segir það fjandsamlegt börnum að mörgu leyti. Ungir foreldrar búi við mikið vinnuálag og þau hafi lítinn tíma aflögu til að sinna börn- um sínum. Þjóðfélagslegur veruleiki á hverjum tíma hefur áhrif á uppvaxtar- skilyrðin. „Skýringin er ekki sú að allir séu að deyja úr efnishyggju og vinni svona mikið til að geta veitt sér alls kyns munað. Staðreyndin er einfaldlega sú að lífskjörin eru lök, við höfum það alls ekki eins gott og látið er skína í og margir þurfa að vinna mjög mikið til að ná endum saman. Þá finnst mér út í hött að hafa eitt skattþrep. Þjóðfélagið ætti að koma meira til móts við ungt fólk með börn sem er að koma yfir sig húsnæði. Öll þessi vinna og basl kemur niður á börnun- um. Réttarstaða einstaklinga hér er einnig oft bágborin, t.d. barna. Við ræddum áfram um málþroska barna. Björg segir að orðaforði barna sé geysileg- ur, 5-6 ára barn skilur að meðaltali a.m.k. 2500-3000 orð og getur notað fimm til sex orða setningar með réttri setningaskipan. „Það er ekki nægjanleg skýring á þessum orðaforða að börn hljóti markvissa kennslu í meðferð málsins frá byrjun. Miklu frekar má ætla að barnið nemi málið og merkingar orða með því að heyra þau töluð í mismun- Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 11 „Varóandi málþroskann, þá held ég að það megi bjóða börnum upp á flóknari texta fyrr, gæta þess að tala ekki „smábarnamál" og miðla til barnsins ást á málinu,“ segir Björg. Mynd. KL andi samhengi og vitund þess sjái um úrvinnsluna auk þeirrar hvatningar, sem samskiptin við aðra veitir barninu. Við leggjum aðaláherslu á í okkar rannsóknum að málið síast inn á fyrstu æviárunum, jafn- vel án þess að barnið geri sér grein fyrir því. Þess vegna skiptir máli hvað við segjum í návist ungra barna, bæði varðandi málfar og hugmyndir." Erfðir og líffræðilegir þættir Björg nefndi að ung börn læra marga söngva með flóknum texta og þau læra sög- ur utan að og leiðrétta jafnvel fullorðna ef sögurnar eru ekki sagðar nákvæmlega orð- réttar miðað við fyrri lestur. Slík örvun er barninu mjög til góðs. Hún ræddi einnig um vitsmunaþroska og málþroska þroskaheftra barna og segir það gefa villandi mynd þegar ákveðinn fullorð- inn þroskaskertur einstaklingur sé t.d. sagð- ur vera á stigi fjögurra ára barns hvað vits- munaþroska snertir. „Þroskaskertir eru mjög misvígir á hinurn ýmsu sviðum vitsmunaþroskans. Á sumum sviðum gæti þetta gilt en á öðrum alls ekki. Mér finnst það hjálpa mér að hugsa út frá heildrænum sjónarmiðum og að vitundin sé margslungin og þroskamöguleikar mannsins miklir. Varðandi málþroska barna með Down's syndrom t.d. þá eru þau gjarnan mjög músikölsk og söngelsk og ég hef oft orðið vitni að því að þessir einstaklingar kunna ógrynni af söngvum sem þeir geta farið með eins og hver annar. Þeir búa þarna yfir þekkingu, sem þeir fá tjáð best á þennan hátt og það er hæpin skýring að þarna sé enginn skilningur að baki, bara utanaðlær- dómur. Einmitt núna er ég, ásamt kennurum mín- um úti í Stirling, að fara af stað með sam- starfsverkefni um málþroskarannsóknir þroskaskertra. Prófessor minn úti, Ivana Markova, hefur unnið rnikið að málefnum fatlaðra og á sviði læknisfræðilegrar sálar- fræði. í því sambandi má líka nefna geðlæknis- fræðina og nýjar hugmyndir varðandi erfðir og líffræðilega þætti. Varðandi alvarlegri geðsjúkdóma eins og æði/þunglyndi og geðklofa, þá eru uppi hugmyndir um að litn- ingar og þar með erfðir leiki stórt hlutverk í sjúkdómnum æði/þunglyndi. Hins vegar hallast menn að því að fósturskaði og áföll í fæðingu, jafnvel vírussýkingar í miðtauga- kerfi geti sett ákveðna röskun af stað sem komi seinna fram sem geðklofi. Mér finnst það hafa hjálpað mér í starfi að vinna út frá þessum nýju hugmyndum. Þær gefa manni svigrúm til að líta á þessa sjúkdóma sem sjúkdóma en ekki að þeir einstaklingar sem eiga við þessa tilteknu geðsjúkdóma að stríða séu breyskir, eða að uppeldi foreldr- anna á þeim hafi verið misheppnað. Hingað til hefur umræða um mistök í uppeldi í bernsku út frá hugmyndum Freuds oft verið oftúlkuð og mistúlkuð og alið á sektarkennd hjá foreldrum. En auðvitað er nauðsynlegt að hver einstaklingur beiti sér sjálfur til auk- innar sjálfshjálpar, en lifi ekki sem óvirkur sjúklingur. Raunar gildir þetta um alla sjúk- dóma.“ „Best að forðast allar öfgar“ Björg er enn í nánu samstarfi við Stirling háskóla. Hún er að undirbúa ásamt sínum aðalleiðbeinanda, Robin N. Campell, að hluti af rannsóknargögnum þeirra verði sýndur á fjórðu Evrópuráðstefnunni í þró- unarsálfræði, sem haldin verður í Stirling síðustu vikuna í ágúst, en í forsæti hennar verður einn af þekktari yngri barnasálfræð- ingum Breta, George Butterworth, sem er yfirmaður sálfræðideildar Stirling háskóla. „Ég vil taka það fram í sambandi við rannsóknina að okkur hefur þótt alveg jafn mikilvægt að skoða frammistöðu hvers ein- staklings eins og hvers aldurshóps, því það getur verið geysileg breidd í svörum ein- staklinganna. í öllum svörunum eru skemmtilegar útgáfur þar sem persónuleiki barnanna og ýmsir aðrir þættir koma fram. Það skiptir ekki bara máli hvort þau svara rétt heldur líka hvernig þau svara. Einnig teljum við að röng svör gefi innsýn í þróun hugsunar barnsins á hverjum tíma." - En hvað getur þú sagt mér um stöðuna hér á landi út frá rannsóknum á málþroska barna? Nú alast börn ekki upp við húslestra og íslendingasögur heldur liggja yfir amer- ísku sjónvarpsefni og myndböndum. Hefur þetta skaðvænleg áhrif á móðurmál barna? „Ef það er einhliða þá er það hættulegt, bæði fyrir barnið og málið sem slíkt. Hins vegar held ég að það sé æskilegt að börnin fái alla blönduna, bæði þetta efni sem þú nefndir og einnig ýmsar bókmenntir aðrar. Grunnurinn að áhuga barnsins á rituðu máli seinna er lagður nreð því viðnróti og þeirri málörvun sem foreldrarnir gefa upphaflega og síðan skólinn. Ég hef áhyggjur af því hve íslensk börn lesa lítið í dag og mér finnst þetta koma fram bæði í tali og rituðu máli. Það vantar oft fjölbreytt orðaval og mér finnst málfræðikunnáttu hafa farið aftur. Hins vegar vil ég ekki gera of mikið vanda- mál úr þessu, en það er spurning hvort það er ekki of mikil mötun í skólakerfinu. Börn- in venjast á að taka próf úr tilteknu efni sem þau fá einhverjar spurningar úr í stað þess að þeim sé vísað á bækur og látin afla sér fróðleiks sjálf. En við gerum börnunum engan greiða heldur nreð því að loka þau frá sjónvarpsnrenningunni og lialda eingöngu að þeim íslendingasögum og kjarnyrtu máli. Þau gætu orðið félagslega afskipt og ég held að þetta sé eins og með ýmsa hollustuhætti að það sé best að forðast allar öfgar." „Vantar fagfólk til starfa“ Eftir að hafa lokiö öilum rannsóknunr varð- andi doktorsverkcfnið kom Björg aftur til íslands síðla árs 1987. Hún kom heinr til að skrifa doktorsritgerðina og nrun Ijúka henni á næstu mánuðum. Hún hefur sjálf unnið fyrir náminu síðastliðin tvö ár, var á tímabili með öll sambýlin fyrir þroskahefta á Akur- eyri og veitti síðan forstöðu nýstofnuðu sambýli á Akureyri fyrir fólk nreð geðræn vandamál, en því var konrið á fót í desem- ber 1988. Þá hefur hún verið lektor í sálar- fræði við Háskólann á Akureyri frá stofnun hans. Þetta segir hún hafa verið fullmikla vinnu enda tók hún sér frí frá sambýlinu í febrúar. Sambýlið við Álfabyggð er fyrsta sambýl- ið fyrir fólk með geðræn vandamál fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Við höfunr áður rætt við Björgu um þessa nýjung, nýjung sem hún segir hafa gefist vel. Þetta hafði verið baráttumál Geðverndarfélags Akur- eyrar og ýmissa fagaðila um 15 ára skeið. Þar er rými fyrir fimm einstaklinga og Kiw- anismenn eru að vinna að endurbótunr í kjallara fyrir hluta þess fjár sem safnaðist á K-deginum síðastliðið haust. Eftir þær breytingar verður hægt að taka 8-9 einstakl- inga inn á þetta áfanga- og aðlögunarheim- ili. G.eðdeild FSA er faglegur bakhjarl sam- býlisins en starfið fer fram í samvinnu við Félagsmálastofnun og Svæðisstjórn um málefni fatlaðra, sem sér um rekstur sam- býlisins. „Það vantar tilfinnanlega fagfólk til starfa á landsbyggðinni til að vinna að ýmsum umönnunarstörfum inni í skólunum, á stofnunum og sambýlum. Þetta er stað- reynd. Á þessu svæði vantar okkur t.d. hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fóstrur. Þetta mundi breytast ef faglært fólk af menningarhorninu fyrir sunnan kæmi út á land og ef okkur tekst að halda áfram upp- byggingu Háskólans á Akureyri og mennta slíkt fólk í framtíðinni," sagði Björg að lok- um og sláum við hér botninn í þetta spjall. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.