Dagur - 24.03.1990, Page 15

Dagur - 24.03.1990, Page 15
* i*1 .» <• m - W ».« 0( I.O.O.F. 15 =17132781/:= Skákm. □ HULD 59903267 VI 2. Glerárkirkja. Barnasamkoma sunnud. kl. 11.00. Góður gestur kemur í heimsókn. Tónleikar kirkjukórs og hljómsveit- ar kl. 17.00. Vönduð söngskrá, þrír einsöngvarar. Stjórnandi er Jóhann Baldvinsson. Allur ágóði tónleikanna rennur til kirkjubyggingarinnar. Pétur Þórarinsson. Aku rey rarprest akall. Sunnudagaskólinn verður n.k. sunnudag kl. 11. f.h. Öll börn velkomin. Takið vini ykkar og félaga með. Sóknarprestarnir. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Heimir Steinsson, formaður samstarfsnefndar kristinna trúfé- laga, predikar. Fulltrúar nokkurra safnaða taka þátt í athöfninni. Sálmar: 43-288-267-531. 43-287-257-531. Þ.H. Aðalfundur Bræðrafélagsins verður í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustu. Nýir félagar alltaf velkomnir. Guðsþjónusta verður á Dvalar- heimilinu Hlíð sama dag kl. 4 e.h. B.S. Fundur verður hjú Æskulýðsfélag- inu n.k. sunnudag kl. 5 e.h. í Safn- aðarheimilinu. Sóknarprestarnir. Möðruvallaprestakall. Guðsþjónusta verður í Skjaldarvík n.k. sunnud. 25. mars kl. 16.00. Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10. Sunnudaginn kl. 11.00, helgunarsamkoma. Kl. 13.30, sunnudagaskóli. Kl. 16.30, bæn, Kl. 17.00, fjölskyldusamkoma. Yngriliðsmennirnir taka þátt. Mánudaginn kl. 16.00, heimilissam- bandið. Þriðjudaginn kl. 17.30, yngriliðs- mannafundur. Allir eru hjartanlega velkomnir. SJÓNARHÆÐ HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 24. mars.: Laugar- dagsfundur fyrir 6-12 ára krakka kl. 13.30 á Sjónarhæð. Unglingafundur sama dag kl. 20.00. Sunnudagur 25 mars.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Almcnn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Komið og hlustið á Guðs orð. Allir hjartanlega velkomnir. ÍdE KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. ’ Sunnudagur 25. mars: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður séra Guðmund- ur Guðmundsson, starfsmaður Kristniboðssambandsins. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir velkomnir. HVÍTASUnnUKIRKJM wsmrdshlíð Laugard. 24. mars kl. 20.30, ung- lingafundur. Allt ungt fólk frá 14 ára aldri velkomið. Sunnud. 25. mars kl. 11.00, sunnu- dagaskóli, öll börn velkomin. Sama dag kl. 16.00, almenn sam- koma. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samskot tekin til kristniboðsins. Allir eru hjartanlega velkomnir. Arnað heilla Sunnudaginn 25. mars verður Finn- ur Eydal, tónlistarkennari á Akur- eyri fimnitugur. Hann verður heima á afmælisdaginn að Skarðshlíð 15 og tekur á móti gestum. Land míns föður: Góð aðsókn að sýningum Leikfélag Húsavíkur frumsýndi Land míns föður sl. laugardag, við mikinn fögnuð leikhússgesta sem áttu von á góðu - og fengu það. Uppsetning verksins hefur vakið verðskuldaða athygli og umfjöllun. Búast má við góðri aðsókn að sýningu LH að þessu sinni, enda uppsetningin á Land míns föður skemmtun sem óhætt er að mæla með. Uppselt var á fjórar fyrstu sýningarnar. Fimmta sýning er á laugardaginn og næstu sýningar á mánudags- og miðvikudags- kvöld. 1M Hafliðadagar á Akureyri - 24. mars - 1. apríl 1990 Hafliði Hallgrímsson er borinn og barnfæddur Akureyringur og hóf ungur nám í sellóleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Síðan hafa leiðir hans legið vítt um heim og hann hlotið frægð fyrir sellóleik og tónsmíðar og komið fram á helstu stórstöðum veraldar við mikinn fögnuð. Með í förinni norður verður Pétur Jónasson gítarleikari, sem einnig er að góðu kunnur. Pétur nam meðal annars í Mexíkó og á Spáni og hefur haldið fjölda tón- leika heima og erlendis. Hafliðadagar hefjast laugar- daginn 24. mars kl. 17.00 á Sal Menntaskólans á Akureyri. Par flytja þeir Hafliði og Pétur tvö tónverk eftir Hafliða. Einnig verða flutt verk eftir Telemann o.fl. Að því búnu munu þeir halda námskeið við Tónlistar- skólann og hefja æfingar með Kammerhljómsveit Akureyrar, en sunnudaginn 1. apríl kl. 17.00 stjórnar Hafliði Hallgrímsson Kammerhljómsveitinni á tónleik- um í Akureyrarkirkju. Á tón- leikunum verður flutt verk sem Hafliði samdi síðastliðið sumar hér á Akureyri og nefnist Fjöldi dagdrauma. Verkið er tileinkað Kammerhljómsveit Akureyrar. Einnig verða flutt verk eftir Béla Bartók, Haydn og Rodrigo. Fólki er sérstaklega bent á að kaupi það aðgöngumiða á báða tónleikana er verðið samtals 1.200 krónur. Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 15 dogskrá fjölmiðla Rás 1 Laugardagur 24. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Gódan dag, góðir hlustendur." Pétur Pétursson sér um þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn á laugardegi. - Úr ævintýrum Steingríms Thorsteins- sonar. 9.20 Morguntónar. 9.45 Þingmál. 10.00 Fréttir. 10.03 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir svarar fyrirspurnum hlustenda um dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarpsins. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Vikulok. Umsjón: Einar Kristjánsson og Valgerður Benediktsdóttir. 12.00 Auglýsingar. 12.10 Á dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 13.00 Hér og nú. 14.00 Leslampinn. 15.00 Tónelfur. 16.00 Fréttir. 16.05 íslenskt mál. 16.15 Veðurfregnir. 16-30 Dagskrárstjóri í klukkustund. 17.30 Stúdíó 11. Nýjar og nýlegar hljóðritanir Útvarpsins kynntar og rætt við þá listamenn sem hlut eiga að máli. 18.10 Bókahomið. - Þáttur fyrir unga hlustendur: Jónas Hallgrímsson og Marryat. Umsjón: Vernharður Linnet. 18.35 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Ábætir. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Vísur og þjóðlög. 21.00 Gestastofan. Gunnar Finnsson tekur á móti gestum á Egilsstöðum. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 35. sálm. 22.30 Dansað með harmonikuunnendum. 23.00 „Seint á laugardagskvöldi." Þáttur Péturs Eggerz. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. 01.00 Veðurfregnir. Rás 1 Sunnudagur 25. mars 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. 8.15 Veðurfregnir • Dagskrá. 8.30 Á sunnudagsmorgni. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. 10.00 Fréttir. 10.03 Á dagskrá. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Skáldskaparmál. Fornbókmenntimar í nýju ljósi. 11.00 Messa í Árbæjarkirkju. 12.10 Á dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.00 Hádegisstund í Útvarpshúsinu. 14.00 „Hann hét Kurt Tucholsky." 14.50 Með sunnudagskaffinu. 15.10 í góðu tómi. 16.00 Fréttir. 16.05 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Þorpið sem svaf“ eftir M. Ladebat. 17.00 Tónlist á sunnudagssíðdegi. 18.00 Flökkusagnir í fjölmiðlum. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.31 Ábætir. 20.00 Eitthvað fyrir þig - Barnaafmæli. 20.15 íslensk tónlist. 21.00 Úr menningarlífinu. 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða" eftir Karl Bjarnhof. Arnhildur Jónsdóttir les (6). 22.00 Fréttir - Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 23.00 Frjálsar hendur. Illugi Jökulsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. 00.07 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 1 Mánudagur 26. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Baldur Már Arngrímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múmínpabba" eftir Tove Jansson. Lára Magnúsdóttir les (16). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 íslenskt mál. 9.40 Búnaðarþátturinn. - Kynning á nokkrum málum frá ný- afstöðnu Búnaðarþingi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. fííkisútvarpið tekur þátt í þjóðar- átaki gegn krabbameini vikuna 25.-31. mars og verða allir þætt- irnir „í dagsins önn" helgaðir þessu átaki. Á þriðjudaginn gerir Guðrún Frímannsdóttir Krabba- meinsfélagi Akureyrar skil. 10.30 Brotið blað. Jóhanna Birgisdóttir ræðir við fólk sem hefur tekist á við ný verkefni á efri ámm. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hódegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Hvers vegna þjóðar- átak gegn krabbameini? 13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk" eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson les (24). 14.00 Fréttir. 14.03 Á frívaktinni. 15.00 Fréttir. 15.03 Skáldskaparmál. 15.35 Lesið úr fomstugreinum bæjar- og héraðsfréttablaða. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Um daginn og veginn. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Barrokktónlist. 21.00 Og þannig gerðist það. Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir. (Frá Egilsstöðum.) 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða" eftir Karl Bjarnhof. Arnhildur Jónsdóttir les (7). 22.00 Fréttir. 22.07 Aö utan. 22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 36. sálm. 22.30 Samantekt um viðskiptabandalög i Evrópu. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Laugardagur 24. mars 8.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist frá þriðja og fjórða áratugnum. 10.00 Helgarútgáfan. Allt það helsta sem á döfinni er og meira til. Helgarútvarp Rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og vera með. Umsjón: Árni Magnússon og Skúli Helga- son. 12.20 Hádegisfréttir. Helgarútgáfan heldur áfram. 15.00 ístoppurinn. Óskar Páll Sveinsson kynnir. 16.05 Söngur villiandarinnar. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Fyrirmyndarfólk. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blágresið blíða. 20.30 Gullskifan. Að þessu sinni „Welela" með Miriam Makeba. 21.00 Úr smiðjunni. - Brasilísk tónlist. 22.07 Gramm á fóninn. Umsjón: Margrét Blöndal. 00.10 Bitið aftan hægra. Umsjón: Lísa Pálsdóttir. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Kaldur og klár. 3.00 Rokksmiðjan. 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Tengja. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Af gömlum listum. 7.00 Áfram ísland. 8.05 Söngur villiandarinnar. Rás 2 Sunnudagur 25. mars 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Helgarútgáfan. Úrval vikunnar og uppgjör við atburði líð- andi stundar. Umsjón: Árni Magnússon. 12.20 Hádegisfréttir. Helgarútgáfan heldur áfram. 14.00 Með hækkandi sól. 16.05 Raymond Douglas Davies og hljóm- sveit hans. Annar þáttur Magnúsar Þórs Jónssonar um tónlistarmanninn og sögu hans. 17.00 Tengja. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan. Að þessu sinni „Graceland" með Paul Simon.. 21.00 Ekki bjúgu! 22.07 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttlr rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur við í kvöldspjall. 30.10 íháttinn. Umsjón: Ólafur Þórðarson. 32.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8,9,10,12.20,16,19,22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Djassþáttur. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Harmonikuþáttur. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Suður um höfin. Rás 2 Mánudagur 26. mars 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrin Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsáiin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriður Arnardóttir. 20.30 Gullskifan. „Travel-log" með J. J. Cale. 21.00 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 22.07 „Blitt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn til Lísu Páls i kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. 3.00 Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af vedri og flugsamgöngum. 5.01 Sveitasæla. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Á gailabuxum og gúmmískóm. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 26. mars 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Mánudagur 26. mars 17.00-19.00 Óskalög og afmæliskveðjur. Siminn er 27711. Stjómandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00. Rás 2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.