Dagur - 14.07.1990, Síða 20

Dagur - 14.07.1990, Síða 20
Gert við trébryggju í Ólafsfirði Norðurland: „Besta veðrið verður hjá ykkur“ - sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur „Það er a.m.k. hægt að segja það, að besta veðrið á iandinu verður hjá ykkur,“ sagði Bragi Jónsson, veður- fræðingur, þegar blaðamað- ur Dags reyndi að véla hann til að segja að gott veður yrði á norðanverðu landinu um helgina. Það verður hæg suðaustan átt á Norðurlandi yfir helgina og hiti á bilinu 15-20 stig. Það verður þurrt að mestu en ein- hverjir smákaflar gætu komið þar sem skýjað yrði og ein- hverjir dropar dyttu. „Það er ekki víst að veröi neitt bikiniveður en gott samt,“ sagði Bragi að lokum. -vs Vestur-Hún.: Tengdafeðgar í samstuði Árekstur varð á fimmtu- dagskvöld við brúna yfir Víðidalsá í V-Húnavatns- sýslu. Enginn slasaðist, en bílarnir eru illa farnir. Aðdragandinn var sá að tveir bílar voru í samfloti, tcngdasonurinn á undan og tengdafaðirinn á eftir. Sonur- inn ákveður að aka út á af- ieggjara til að fá sér í svanginn og hægir þvf ferðina. Þá kem- ur tengdó og lendir aftan á bíi sonarins af miklum krafti. Allt fór samt vel, fernt var flutt á sjúkrahús en leyft að fara fljötlega því meiðsli voru lítil. SBG Þessa dagana er unnið að yiðgerð á trébryggju við norðurgarð í Olafsfirði. Gamla bryggjan var farin að gefa sig og því komin tími á að huga að endurbótum. Sláturhúsið á Kópaskeri, sem nú er í eigu Samvinnubankans, er falt fyrir 48,5 milljónir króna. Svo kann að fara að bændur í Öxarfirði og á svæð- inu kringum Þórshöfn taki sig saman um kaup á húsinu en á mánudagskvöld koma bændur á svæðinu kringum Þórshöfn saman til fundar og ræða slát- urhúsamálin og taka væntan- lega ákvörðun um það þá Dekkið var rifið upp og í gær var unnið að því að skipta um staura bryggjunnar. Verk- inu miðar vel og verður lokið innan fárra daga. Fyrir dyrum standa miklar hvort ráðist verður í kaup á húsinu á Kópaskeri með Öxarfjarðarbændum eða hvort lagt verður í endurbætur á slát- urhúsinu á Þórshöfn. Sem kunnugt er hafa miklar umræður verið um sláturhúsa- málin á Norðausturlandi. Lengi vel var rætt um þann möguleika að menn sameinuðust um upp- byggingu á húsi á Þórshöfn en framkvæmdir við grjótgarð í Ólafsfjarðarhöfn. Það er Árni Helgason, verktaki í Ólafs- firði, sem mun annast verkið. óþh málið tók nýja stefnu þegar Vopnfirðingar tóku ákvörðun um að halda áfram slátrun í heima- héraði. Unnið hefur verið í þess- um málum í sumar og fyrir nokkrum dögum fékkst ákveðið svar frá Samvinnubankanum um verð á sláturhúsinu á Kópaskeri, en það er löggilt hús og tilbúið í rekstur án verulegra lagfæringa. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, segir Kaldbakur hf.: Brjálað að gera um helgina Eftir frekar rólega tíð að undanförnu verður allt brjálað að gera hjá fiskvinnslufólki Kaldbaks hf. á Grenivík um helgina. Togararnir Sjöfn og Frosti eru væntanlegir með góðan afla og verða um 50 manns í vinnu hjá Kaldbaki yfir helgina. Bessi Brynjarsson, verkstjóri, sagði í samtali við Dag að í dag, laugardag, yrði unnið í 9 tíma og a.m.k. 6 tíma á sunnudag. Einnig verður nóg að gera dagana þar á eftir. Kaldbakur er eingöngu í frystingu aflans um þessar mund- ir og ekki einn fiskur verið saltað- ur frá því í vetur, og ekki að vænta að þeim fjölgi á næstunni. Bessi sagði að frá því um páska hefði verið unnið í venjulega 8 dagvinnutíma, en starfsfóik Kaldbaks varð að fresta páskun- um um viku vegna mikillar vinnu þá. Sjöfn ætlar í einn þorsktúr í viðbót og fara síðan á rækjuveið- ar. Skipið á einnig ónýttan síldar- kvóta sem það ætlar að nýta í haust. -bjb að af því verði ekki að bændur taki sig saman um kaup og rekst- ur á húsinu á Kópaskeri nema menn taki sig saman á svæðinu frá Jökulsá austur að Langanesi. Hugmyndin er þá sú að þeir stofni með sér samvinnu- eða hlutafélag um kaupin og hugsan- lega kæmu sveitarfélögin inn í málið. Jóhannes segir að sá kostur sé ekki kominn út af borðinu að bændur í Þistilfirði og nágrenni aki sínu fé til slátrunar á Vopna- firði en fyrst vilji menn skoða möguleikana á kaupum á húsinu á Kópaskeri eða uppbyggingu á húsinu á Þórshöfn. Kostnaður við síðari möguleikann mun vera um 35 milljónir króna. Verkamannafélagið Fram ályktar um sölu Loðskinns til Póllands: „Menn verða að bjarga brókum sínmn“ - segir Þorbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Loðskinns Línur að skýrast í sláturhúsamálum á Norðausturlandi: Samvinnubankinn tilbúinn að selja slátur húsið á Kópaskeri fyrir 48,5 mílljónir í Degi sl. fimmtudag var frétt um sölu Sútunarverksmiðjunn- ar Loðskinns á Sauðárkróki á forsútuðum skinnum til Póllands. Ekki eru allir jafn- hressir með þessa sölu verk- smiðjunnar og hefur Verka- mannafélagið Fram á Sauðár- króki sent frá sér svohljóðandi ályktun um málið: „Vegna frétta sem borist hafa um útflutning Loðskinns h.f. á forsútuðum skinnum til Póllands samþykkir stjórn Vmf. Fram eftirfarandi: Loðskinn h.f. hefur í nær tvo áratugi verið þýðingarmikill þátt- ur í atvinnulífinu á Sauðárkróki en þó sérstaklega hin síðari ár, eftir að farið var að fullsúta skinn og flytja þau þannig út. Á vissum tímum hafa verið erfiðleikar varðandi markaðsmál og birgðir safnast, en jafnan greiðst úr því. Enda verður tæpast öðru trúað en að með stöðugu markaðsstarfi sé hægt að selja framleiðslu Loð- skinns eins og annarra hliðstæðra fyrirtækja. Verði nú horfið að því að hefja á ný framleiðslu og sölu á forsútuðum skinnum er ljóst að störfum í verksmiðjunni, mun stórfækka og við því má atvinnu- lífið í bænum ekki. Stjórn Vmf. Fram lýsir áhyggjum yfir því sem þarna er að gerast og skorar á stjórn Loðskinns að gera allt sem hægt er til að snúa þessari þróun við.“ Jón Karlsson formaður Vmf. Fram sagði að í ályktuninni kæmi þeirra sjónarmið vel fram. Aðal- atriðið væri það að ef að Loð- skinn færi inn á þessa braut aftur að selja forsútuð skinn þá hefði það í för með sér fækkun á störf- um í verksmiðjunni. „Að vísu hefur engum verið sagt upp ennþá, en möguleikinn er fyrir hendi,“ sagði Jón. Dagur hafði samband við Þor- björn Árnason, framkvæmda- stjóra Loðskinns, út af ályktun- inni. „Mér finnst þessi ályktun hjá Verkamannafélaginu að mörgu leyti eðlileg, en hjá okkur hefur ekki komið til neinna upp- sagna enn sem komið er og þó svo að það væru seldar einhverjar forsútaðar gærur núna þá er ekki þar með sagt að það sé endan- Ieg ákvörðun um að hér verði bara pæklunarstöð. Megin- markmið allra fyrirtækja er að græða og ef að fyrirtækið skilar ekki gróða, þá verða engin störf, ekki tíu eða fimmtán og því síður fimmtíu til sextíu. Menn verða náttúrlega bara að reyna að bjarga brókum sínum og greiðsl- an fyrir þessi skinn er trygg. Fólk verður að átta sig á því að minnsta kosti einkafyrirtæki eru ekki rekin í neinu atvinnubóta- skyni. En væri Verkamannafé- lagið t.d. tilbúið til að koma inn með hlutafé í fyrirtækið? Það held ég nefnilega ekki, ég hef ekki orðið var við að þeir telji sig bera ábyrgð í þá áttina,“ sagði Þorbjörn Árnason í gær. Loðskinn hefur nú þegar sent 14.000 forsútuð skinn til Póllands og næsta sending fer fljótlega. Samhliða forsútuninni er samt fullvinnslu haldið áfram og sagði Þorbjörn að hann sæi ekki fram á breytingu á því á næstunni. Um tíu ár eru nú síðan verk- smiðjan hóf fullvinnslu á skinn- um og hefur á þeim tíma lítið verið selt af forsútuðum. Áður fór töluvert magn til Póllands, meðan fullvinnsla var ekki fyrir hendi. SBG Svipaðar hugmyndir liggja fyr- ir bændum í Oxarfirði og verða þeir að gera upp við sig hvort þeir vilja leggjast á sveif með öðrum um húsið á Kópaskeri eða aka sínu fé til Húsavíkur og slátra því þar. Fyrirliggjandi svör Samvinnu- bankans um húsið á Kópaskeri kunna að hreyfa af krafti við þessu máli sem óvissa hefur ríkt um lengi. Jóhannes segir ljóst að greiðslukjör á húsinu verði góð en Stofnlánadeild landbún- aðarins á þarna líka hagsmuna að gæta sem annar stærsti veðhafi í húsinu. „Niðurstaða verður að fara að fást í þetta mál sem fyrst. Við verðum að fara að taka ákvörðun vegna haustsins og hver sú sem niðurstaðan verður þá held ég að opinberir aðilar standi með okkur,“ sagði Jóhannes. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.