Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. júlí 1990 Stefán Jónsson hefur lokið skráningu listaverka í eigu MA: Fyrsta og ein verömætasta myndin í safninu er umdeild - Jónas frá Hriflu gaf MA myndina en Listasafn íslands telur sig eiga hana Nú er lokið fyrsta áfanga við skráningu listaverka í eigu Menntaskólans á Akureyri. Stefán Jónsson hefur aðallega haft umsjón með verkinu, og tók við því af föður sínum, Jóni Arna, menntaskóla- kennara. Listaverk í eigu MA eru nú 127 talsins og þar má finna mörg af þeim bestu í íslenskri listasögu, el'tir lista- menn á borð við Jóhannes S. Kjarval, Asmund Sveinsson, Finn Jónsson, Jón Stefánsson og fleiri góða. Listaverkin eru öll íslensk, nema ein grafík- mynd, sem er eftir ekki ófrægari listamann en Salvador Dali. Það er ekki ofsagt að segja að líklega er listaverkasafn Menntaskólans á Akureyri eitt það merkilegasta á landinu í eigu einnar skólastofnunar. Blaðamaður Dags hitti Stefán að máli nýlega þar sem hann var að ljúka við listaverkaskráning- una í Möðruvöllum og flytja listaverkin á milli húsa á skólalóð MA. Hann gaf sér þó tíma í örlít- ið spjall og var hann fyrst inntur eftir því hvenær ákveðið var að skrá listaverk í eigu skólans. Það er ýmislegt sem þarf að skrá „Það var fyrir þrem árum að Jó- hann Sigurjónsson, skólameist- ari, bað föður minn, Jón Árna Jónsson, sem þá var að hætta kennslu, að taka að sér lista- verkaskráninguna. Hann byrjaði á verkinu en gafst upp þar sem hann þekkti ekki almennilega muninn á t.d. olíumynd eða akrýlmynd, hvað var grafík og hvers konar grafík það var o.s.frv. Það var svo í vor að Jó- hann bað mig um að taka við verkinu og ég gerði það.“ Það var ekki að ósekju að Stef- án var fenginn í verkið því hann er við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og búinn með tvö ár og byrjar næsta haust í skúlptúrdeild. Námið hefur komið honum vel við skráning- una og Stefán segist hafa lært mikið um íslenska listasögu. „Jóhann hafði mjög mikinn áhuga á að þetta yrði gert og vill gjarnan að það verði haldið áfram að skrá eigur skólans. Ekki bara að skrá listaverkin heldur einnig að láta taka ljósmyndir af þeim og safna t.d. saman öllum ljósmyndum af stúdentum frá 1927. Þannig að það er ýmislegt sem þarf að skrá,“ sagði Stefán. Eitt listaverk keypt á ári frá 1975 Þegar Stefán byrjaði í vor á skráningunni var fyrsta verkið að ganga um skólann og skoða hvað var til. Meðal þess sem Stefán skráði voru nöfn höfunda, heiti verkanna, stærð, efni og hvernig skólinn eignaðist verkin. Stefán segir að erfiðast hafi verið að finna hvernig MA hefur eignast þau listaverk sem skólinn á. „Mikið af listaverkunum eru gjafir gamalla nemenda til skól- ans þegar þeir koma og fagna útskriftarafmæli. Síðan er mikið um verk sem skólinn hefur keypt sjálfur. Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólameistari, keypti nokkuð af myndum og margt af þeim mjög merkilegar myndir," sagði Stefán og minntist um- deildra kaupa Sigurðar á sínum tíma á málverkum eftir Þorvald Skúlason. „Þetta var 1937 og þá var Þorvaldur óþekkt nafn, en í dag er skólinn mjög stoltur af því að eiga þessi verk þannig að Sigurður hefur verið mjög fram- sýnn maður,“ sagði Stefán. Frá 1975 hefur það verið stefna Menntaskólans á Akureyri að kaupa a.m.k. eitt listaverk á ári og fjármagn notað til þess úr sér- stökum sjóði. Það er einmitt sami sjóður sem styrkir listaverka- skráninguna, en hún er alfarið fjármögnuð af skólanum. „Unglingarnir“ á veggi Möðruvalla Stefán sagði að listaverkin væru yfirleitt í góðu ásigkomulagi en þau elstu þyrftu lagfæringar við. Búið er að hreinsa tvær myndir eftir Jón Stefánsson og sagði Stefán að fleiri verk yrðu hreins- uð. Sum þurfa varla annað en nýjan ramma. Af þeim 127 listaverkum sem Menntaskólinn á eru flest olíu- málverk, eða 74 talsins. Næst koma 24 grafíkmyndir, 14 högg- myndir, 9 vatnslitamyndir og 6 teikningar. Alls eru það 63 lista- menn sem eiga þessi verk og á Örlygur Sigurðsson áberandi flest þeirra, eða 19 myndir. Það eru mest portrettmyndir af kenn- urum og starfsliði skólans. Málverkin sem Stefán skráði voru öll hangandi á veggjum skólans og sagði Stefán að hug- myndin væri að hengja myndirn- ar aftur upp á skipulegan hátt. Hann hefur sett fram þá hug- mynd að hengja upp málverk hinna elstu listamanna upp í gamla skóla, „miðaldra" lista- menn á heimavist og „ungling- ana“ á veggi Möðruvalla. „Þetta þarf ekki að vera eftir nákvæmu kerfi en að myndirnar verði ekki hengdar upp þar sem er veggur, bara af því að hann er þar,“ sagði Stefán. Fyrsta myndin í safninu umdeild Árið 1927, þegar stúdentar voru fyrst útskrifaðir frá Akureyri, eignaðist skólinn eitt af sínum fyrstu málverkum þegar Jónas frá Hriflu, þáverandi menntamála- ráðherra, gaf myndina „Baulu“ eftir Ásgrím Jónsson. Stefán sagði að Listasafn íslands hafi hins vegar aldrei viljað viður- kenna að skólinn ætti þessa mynd. „Jónas fór í Listasafnið og tók þessa mynd og hafði til þess leyfi samkvæmt reglugerð um safnið, þar sem stóð að myndina mætti hengja upp hvar sem er. En þegar ég fletti í bók þar sem Listasafnið skráir öll sín verk, er mynd Ásgríms talin þar upp með eftirfarandi athugasemd: „Var lánuð Menntaskólanum á Akur- eyri 1927 en hefur ekki verið skil- að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.“ Myndin hefur verið í skólanum síðan, enda telur hann myndina sína eign,“ sagði Stefán og taldi myndina „Baulu“ vera líklega eina af þeim verðmætari í eigu skólans, og væru þær þó margar verðmætar. Stefán var að lokum spurður hvernig vinnan við skráninguna hafi verið og sagði hann að hún hafi verið mjög skemmtileg og fræðandi. „Ég kem til með að fylgja verkinu eftir, m.a. hug- myndinni um upphengingu mál- verkanna, en það verður ekki meira gert í sumar. Kvótinn er búinn í ár, en það verður meira gert á næsta ári,“ sagði Stefán að endingu. Fyrir liggur hjá Stefáni mánaðardvöl í Danmörku þar sem hann mun m.a. sækja 14 daga námskeið í myndhöggi við Kunsthpjskolen í Holbæk. -bjb Stefán Jónsson við myndina „Bauiu“ eftir Ásgrím Jónsson, sem Jónas frá Hriflu gaf skólanum fyrir 63 árum, en Listasafn íslands telur sína eign.Lengst til hægri er myndin „Af Kerlingar skarði“ eftir Jón Stefánsson, semer ein af „perlunum“ í safni MA. Mynd: -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.