Dagur - 15.08.1990, Page 3
Miðvikudagur 15. ágúst 1990 - DAGUR - 3
fréftir
Akureyri:
Bæjarniála-
punktar
■ Stjórn Tónlistarskólans hef-
ur samþykkt aö veita Sigurlínu
Jónsdóttur og Michael Jóni
Clarke launalaust leyfi tíma-
biliö l. september 1990 til 31.
ágúst 1991.
■ Jófríftur Traustadóttir,
fóstra, Einholti 5, hefur verið
ráðin yfirfóstra við Árholt í
100% stöðu frá 1. júní sl.
■ Þá hefur félagsmálaráö
samþykkt að ráða Maríu
Kctilsdóttur, fóstru, Holta-
götu 6 í 75% stöðu deildar-
fóstru við skóladagheimilið
Brekkukot.
■ Heilbrigðisnefnd hefur
samþykkt starfsleyfi fyrir ann-
ars vegar „gistiskála" að
Hrafnagilsstræti 23 fyrir allt að
8 manns og hins vegar Gisti-
heimili að Eyrarlandsvegi 22.
■ Fram kom á fundi hús-
næðisnefndar nýverið að
Erlingur Aðalsteinsson væri
að liætta störfunt hjá skrifstofu
verkamannabústaða.
■ í bókun umhverfisnefndar
frá 8. þessa mánaðar keniur
fram að hún hafi „lengi verið
þeirrar skoðunar að ónotuð og
vanhirt skip við Torfunefs-
bryggju séu mjög til óprýði
umhveri Miðbæjarins. Um-
hverfisnefnd vonast til 'að
hafnarstjórn gcri allt sem í
hennar valdi stendur til þess
að finna lausn á málinu.”
■ Heilbrigftisncfnd hefur
samþykkt starfsleyfi fyrir
sundlaug viö Sólborg á Akur-
eyri.
■ Kjaranefnd hefur úthlutað
Hclgu Frímannsdóttur 50 þús-
und króna styrk til Danmerk-
urferðar til þcss að kynna sér
aðbúnað aldraðra.
■ íþrótta- og tómstundaráð
hefur samþykkt að leggja til
að keypt verði lítil rennibraut
sent sett verði upp við grynnri
hluta núverandi laugar Sund-
laugar Akureyrar. Áætlaður
kostnaður er 800 þúsund
krónur, sent greiðist af áætl-
uöu framkvæmdafé sundlaug-
arinnar.
■ Anna Árnadóttir, for-
stööumaður á Krógabóli, hef-
ur verið fastráðin frá 1. ágúst
sl.
■ Fclagsniálaráð hefur sam-
þykkt að ráða Guðnýju Önnu
Annasdóttur, fóstru, í 50%
stöðu yfirfóstru á Flúðunt frá
I. september sl.
■ Michael Jacques, málm-
blásturskennari, Anna
Rodhajski, fiðlukennari og
Andrzeej Rodhajski, píanó-
kennari, hafa verið ráöin til
eins árs að Tónlistarskólanum
á Akureyri.
■ Fram koni á fundi menn-
ingarmálanefndar nýverið að
framkvæmdir vegna lista-
verksins „Sigling" eftir Jón
Gunnar Árnason hafa farið
fram úr áætlun. í ljósi þess fór
menningarmálanefnd þess á
leit að menningarsjóði yrði
tryggt viðbótarfjármagn á
þessu ári, sem samsvaraði
þessum umframkostnaði:
Nýleg breyting á mjólkurreglugerðinni:
Haughús víð öll íjós fyrir næstu áramót
Samkvæmt nýlegri breytingu á
mjólkurreglugerðinni ber kúa-
bændum að hafa komið upp
lokuðu haughúsi við öll fjós
fyrir næstu áramót. Fresturinn
átti að renna út um síðustu ára-
mót en að tilstuðlan Lands-
sambands kúabænda fékkst
hann lengdur um eitt ár, þar
sem haughús vantaði við nokk-
uð mörg fjós hérlendis.
Mjólkurreglugerðin var sett
1986 þar sem m.a. var það
ákvæði að þeir kúabændur sem
ekki voru með haughús höfðu
frest til 1. janúar 1990 að koma
því upp við sín fjós. En á síðasta
ári var Ijóst að ekki höfðu allir
kúabændur tekið til hendinni,
þannig að breytingu á mjólkur-
reglugerðinni var komið á.
Ekki er til nákvæm úttekt á því
hvað vantar mörg haughús en tal-
ið að þau séu nokkuð mörg.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
ritaði héraðsdýralæknum bréf
þar sem farið var fram á að þeir
könnuðu ástand mála við fjós
kúabænda, en að sögn Guð-
mundar Lárussonar, formanns
Landssambands kúabænda, hafa
dýralæknar ekki sinnt þessu
erindi sem skyldi. Guðmundur
sagði í samtali við blaðið að ætl-
unin væri að leita til mjólkursam-
laganna, um að þau tækju út sín
svæði.
Guðmundur sagði að viðræður
væru að fara af stað við heilbrigð-
isráðuneytið þar sem Landssam-
band kúabænda ætlar að leggja
fram þá tillögu að kúabændur fái
að enda sinn starfsferil með
núverandi fjósbyggingar án þess
að koma upp haughúsi, ef þeir
eru og hafa verið með 100%
mjólk. Einnig verður lögð fram
sú tillaga að ekki verði leyfð ný
fjós eða mjólkursöluleyfi án þess
að þar verði lokuð haughús.
„Þannig að ef það verða kyn-
slóðaskipti eða ábúcndaskipti þá
fái nýir ábúendur ekki leyfi til
framleiðslu á mjólk nema vera
með haughús," sagði Guðmund-
ur.
Samkvæmt mjólkurreglugerð-
inni er hægt að sækja um undan-
þágur. að uppfylltum vissum
skilyrðum. Heilbrigðisnefndir og
dýralæknir á viðkomandi stað
þurfa að taka þær beiönir til
athugunar, og þurfa síðan sam-
þykki Hollustuverndar ríkisins
og yfirdýralæknis. Guömundur
sagði að af hálfu kúabænda væri
Krossanesborgir:
Leigutökum lands verður sagt
upp og Krossanesborgir Mðaðar
„Akureyrarbær stendur ekki
nægilega vel aft friðun lands í
Krossanesborgum, þegar litift
er til laga um gróðurvernd, því
vífta er ofbeitt á svæðinu. Rík-
ið gaf Akureyrarbæ Krossa-
neslandið fyrir alla EyFirðinga
til útivistar í tilcfni 1100 ára
byggðar á íslandi. Ekki er búið
að segja upp leigu á landi í
Krossanesi, við erum að setja
niður fyrir okkur hverjir eru
leigutakar, en það eru fjöl-
margir hestamenn sem hafa
beitaraðstöðu á svæðinu yfir
sumartímann,“ sagði Árni
Steinar Jóhannsson, garð-
yrkjustjóri Akureyrarbæjar.
„Við munum segja öllum upp.
sem hafa land á Krossanesjörð-
inni, en síðan verða viss svæði
leigð út að nýju. Krossanesborg-
irnar verða friðaðar, svæðið
verður að fá að gróa upp og
göngustígar verða gcrðir unt
svæðið fólki til útivistar. Svæðið
er gjöf frá ríkinu í því augnamiði
að það verði friöað og útbúið sem
útivistarsvæði.
Vissulega þrengir að hesta-
mönnum við þcssar aðgérðir, en
Glerárdalur stendur þeim til
boða sem fyrr. Nýjar leiðir hafa
einnig opnast hestamönnum. Við
höfum keypt lönd sem verða
stykkjuð niöur og girt svo sem í
Hamralandinu svo og ræktað
land í Krossanesi, sent þeir hafa
ekki nýtt fyrr. Kjarnaskógur er
Blönduós:
Þrjár kennslustofiir í notkun
„Framkvæmdir í íþróttamið-
stöðinni ganga samkvæmt
áætlun og hægt verður að taka
þrjár kennslustofur í notkun í
haust eins og reiknað var
með,“ segir Ófeigur Gestsson,
bæjarstjóri á Blönduósi. Fram-
kvæmdir sumarsins á Blöndu-
ósi hafa gengið vel og eru
margar hverjar búnar eins og
lögn plasts í holræsi og vinna
við bryggjuna.
Góð aðsókn hefur verið á
tjaldstæðin á Blönduósi í sumar,
en þau voru stækkuð um helming
í vor og aðstaða öll bætt.
Verið er að ganga frá samning-
um við verktaka unt byggingu
íbúða á vegum félags aldraðra í
V-Hún svo bráðlega verður byrj-
að á framkvæmdum við þá bygg-
ingu enda á hún að vera orðin
fokheld um áramót.
Ófeigur sagði að reiknað væri
með að haldið yrði áfram fram-
kvæmdum við íþróttaaðstöðuna í
íþróttamiðstöðinni í vetur, enda
reiknað með að taka salinn í
notkun innan tveggja ára. SBG
mikiö notaður til útiveru, bæði
sumar sem vetur, og þetta svæði
kemur örugglega til mcð að
þjóna útivistarfólki á marga
vegu, enda gefið til þeirra nota.
Ég hef gegnt starfi garðyrkju-
stjóra í ellefu ár og vissulega hef-
ur alltaf vantað land til ýmissa
hluta, langir biðlistar eru fyrir-
liggjandi á öllum tímum, en upp-
sögn á landi í Krossanesborgum
er ekki komin til af illvilja til
hestamanna við erurn aöeins aö
bregðast við þeim kröfum sem
gjöfinni fylgdu,” sagði Árni
Steinar. ój
það algjört skilyrði til að fá
undanþágu, að hafa framlcitt 1.
flokks mjólk.
Halldór Runólfsson hjá Holl-
ustuvernd sagði í samtali við
blaðiö að mjólkurframleiðsla
væri eins og hver önnur matvæla-
framleiðsla, og því þyrfti hún að
uppfylla sömu kröfur. „Það voru
ýmis grundvallaratriði sem bæði
Stéttarsamband bænda og kúa-
bændur féllust á þegar reglugerð-
in var samþykkt. Það var ákveðið
að fara hægt í málin en núna eru
dagsetningar komnar," sagði
Halldór. “ -bjb
r
Akureyringar -
Eyfirðingar
Guðmundur og Valgerður
verða til viðtals á skrif-
stofu Framsóknarflokksins,
Hafnarstræti 90, Akureyri,
fimmtudaginn 16. ágúst
frá kl. 17-19.
Hestamót
Vísitala framfærslukostnaðar:
6,8% verðbólga samkvæmt
þriggja mánaða mælingu
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í ágústbyrj-
un 1990. Vísitalan í ágúst
reyndist vera 146,8 stig (maí
1988=100), eða 0,3% hærri en
í júlí. Samsvarandi vísitala
samkvæmt eldri grunni (febrú-
ar 1984=100) er 360,1 stig.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts
af vinnu manna við endurbætur
og viðhald íbúðarhúsnæðis skv.
2. grein bráðabirgðalaga um ráð-
stafanir vegna kjarasamninga nr.
85 frá 17. júlí 1990 olli 0,4%
lækkun á vísitölunni. Á móti
kemur verðhækkun orlofsferða
til útlanda sem olli um 0,2%
hækkun og verðhækkun ýmissa
vöru- og þjónustuliða sem olli
0,5% hækkun á vísitölu fram-
færslukostnaðar.
Síðastliðna 12 mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 14,2%. Undanfarna
3 mánuði hefur vísitalan hækkað
um 1,7% og jafngildir sú hækkun
6,8% verðbólgu á heilu ári. óþh
Kynbótasýning og hestamót verður haldið að Flötu-
tungum Svarfaðardal dagana 18. og 19. ágúst.
DAGSKRA:
Laugardagur 18. ágúst
Kl. 9.00 Kynbótasýning.
Kl. 14.00 B-flokkur gæöinga, A-flokkur gæöinga.
Úrslit í gæðingakeppni.
Kl. 17.00 Sýning kynbótahrossa og dómum lýst.
Kl. 18.00 Sölusýning.
Sunnudagur 19. ágúst
Kl. 11.00 Brokk 300 m, stökk 300 m.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.30 Bæjakeppni.
Kl. 14.00 Skeið 150 m, naglaboðreið.
Bunaðarsamband Eyjafjarðar.
Hestamannafélagið Hringur.