Dagur - 17.08.1990, Síða 2

Dagur - 17.08.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 17. ágúst 1990 fréftir KA-menn á hrakhólum með vallaraðstöðu: Þriðjungur aðal- vallarins gjörónýtur - „kjarni málsins er slæmt ástand vallarmála í bænum,“ segir varaformaður knattspyrnudeildar Knattspyrnumenn KA hafa í sumar verið á miklum hrakhól- um hvað vallaraðstöðu snertir. Vegna kals og ofnotkunar er aðalvöllur félagsins fyrir vest- an KA-heimilið mikið skemmdur og æfingavöllur fyr- ir sunnan húsið er ónýtur. Á næstu dögum verður ráðist í endurbætur á aðalvellinum en Ijóst er að aðstöðuleysi kemur til með að há félaginu næsta sumar líka. Vellir KA-manna komu afar illa undan vetri en fram eftir sumri bundu menn einhverjar vonir við að ástandið myndi lagast. Nú er ltins vegar ljóst að um þriðjungur aðalvallarsvæðis- ins, eða um 3000 fermetrar, er gjörónýtur og æfingavöllur sunn- an hússins sömuleiðis. Að sögn Sveins Brynjólfssonar varaformanns knattspyrnudeild- ar sem einnig situr í vallarstjórn voru vellirnir í mjög slæmu ásig- komulagi í fyrrasumar, en þá náðist ekki að gera þær endur- bætur sem nauðsynlegar voru. Astæða hins slæma ástands var að sögn Sveins fyrst og fremst mikil ofnotkun á svæðinu en að hans mati var svæðið notað tvö- falt meira en ráðlegt er. í vor bættust við miklar kalskemmdir og við það að ákveðin svæði urðu ónothæf varð ofnotkun annarra enn meiri og má að mati Sveins ætla að ákveðin svæði séu undir fjórföldu því álagi sem þau þola. „Þetta hefur þýtt að sú æfinga- aðstaða sem meistaraflokkur félagsins býr við er mjög bágbor- in og aðstaða yngri flokka í sum- ar er fyrir neðan allar hellur,“ segir Sveinn. Hann segir að þessi mál sýni í raun ástand vallarmála á Akureyri í hnotskurn og þar sé ljóst að úrbóta sé þörf. Á næstu dögum verður farið í að skipta um hin ónýtu svæði á aðalvellinum. Sveinn segist von- ast til að hægt verði að virkja KA-menn vel í því starfi, ekki síst börn og unglinga sem mörg hver eru orðin atvinnulaus. Engu að síður sé um að ræða fram- kvæmdir upp á hundruð þús- unda. Ekki verður gert neitt við æfingavöllinn fyrr en ljóst er hvar og þá hvenær íþróttahús KA kemur til með að rísa. Sveinn segir að menn séu að vona að hægt verði að taka aðalvöllinn aftur í notkun síðla næsta sumar. Hins vegar sé ljóst að aðstöðuleysi hái félaginu þá líka. „Það sem hefur bjargað okkur í sumar er að við fengum völl Menntaskólans leigðan,“ segir Sveinn. Kjarni ntálsins er að sögn Sveins hins vegar plássleysi félagsins á þessu svæði. Ónýtt er þó um 7000 fermetra svæði aust- an Lundarskóla og norðan rað- húsa við Heiðarlund. Sveinn seg- ir að KA-menn vilji skoða það í samvinnu við bæinn hvernig best sé að ganga frá því svæði öllu, ekki aðeins til að bæta úr brýnni þörf fyrir æfingasvæði, heldur líka til þess að fegra þetta svæði sem lengi hafi verið til skammar. ET Sveinn Brynjólfsson, Sigmundur Þórisson og Siguróli Sigurðsson virða fyrir sér dapurlegt ásigkomulag KA-vallarins. Mynd: Goiii Mögulegar aðgerðir HÍK vegna bráðabirgðalaganna? AKUREYRARB/íR Akureyrarbær - Vatnsveita Tilboð óskast í vörubifreiðina A-1284 Bifreiöin er af gerðinni Volvo F87 árg. 77. Á bifreiðinni er Híab 650 krani. Tilboð sendist undirrituðum á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, 600 Akureyri, fyrir 25. ágúst nk. Frekari uppl. má leita á sama stað eða í síma 96- 22105. F.h. Vatnsveitu Akureyrar. Franz Árnason. 0PIÐ A LAUGARDÖGUM í HELLUDEILD AFGREIÐSLA OKKAR ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 8.00-17.00 OG NÚ EINNIG Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 8.00-16.00. ALLAR GERÐIR AF HELLUM OG STEINUM TIL Á LAGER. SÖGUM ALLAR GERÐIR AF HELLUM. V/Súluvog Pósthólf 618 ■ 602 Akuroyri Slmi 96-21255 Kennarar á Norðurlandi firnda um málið í byrjun september Eins og kunnugt er setti ríkis- stjórnin bráðabirgðalög á kjarasamning háskóiamennt- aðra ríkisstarfsmanna nýverið og lýstu háskólamcnn því yfir að við það yrði ekki unað. Reiknað er með að flestir hóp- ar háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna grípi til einhverra aðgerða. Meðal þeirra aðildarfélaga BHMR sem hvað mest óánægja er í, er Hið íslenska kennarafé- lag. Fulltrúaráð félagsins sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem fullri ábyrgð er lýst á hendur ríkisvaldinu vegna þess að skóla- starfi í landinu sé stefnt í mikinn voða með bráðabirgðalögunum. Iðavöllum lokað eftir viku: Böm af Eyrimii vistuð í Glerárhverfi - endurbætur Iðavalla kosta um 10 millj. kr. Leikskólanum Iðavöllum verð- ur lokað 23. ágúst nk. vegna gagngerra endurbóta og börn af Eyrinni verða vistuð á Holtakoti, nýja leikskólanum við Þverholt í Glerárhverfi, á meðan. Eins og komið hefur fram í blaðinu vísaði bæjarstjórn Akur- eyrar Iðavallamálinu aftur til bæjarráðs á fundi sínum sl. þriðjudag. Bæjarráð hafði sam- þykkt að láta gera kostnaðaráætl- un um viðbyggingu við ieikskóla- húsið, í samræmi við samþykkt félagsmálaráðs, og hinsvegar um byggingu nýrrar dagvistar af sam- bærilegri stærð og Iðavellir. Sigríður Jóhannsdóttir, dag- vistunarfulltrúi, sagði í samtali við Dag að mjög brýn þörf væri fyrir meira dagvistarpláss á Eyr- inni. Til að hægt sé að reka dag- heimili og leikskóla á Iðavöllum þarf um 50 fermetra viðbyggingu. Sigríður sagði að endurbæturnar á Iðavöllum kæmu til með að kosta um 10 milljónir króna. Þar verður nánast gert við allt nema grind hússins. Sigríður sagðist bíða spennt eftir afgreiðslu málsins í bæjar- kerfinu, en fjárhagsáætlun verð- ur tekin til endurskoðunar síðar í mánuðinum. Ekki eru komnar neinar tölur á blað um hvað við- bygging við Iðavelli muni kosta, en plássið er nóg til að byggja á. -bjb Þá hvetur fulitrúaráðið félags- menn sína til að hnekkja bráða- birgðalögunum og nota við það löglegar aögerðir. Meðal annars hefur því verið fleygt að kennar- ar muni vinna alla sína vinnu í skólanum en ekki heima við og með því og öðru verði skólastarf tafið án þess að ólöglegum aðferðum verði beitt. Kennarar hafa ekki fundað enn um málið og því óvíst hversu breið samstaða myndast um aðgerðir. Benedikt Bragason kennari á Akureyri, sem sæti á í fulltrúaráði HÍK, sagði í samtali við blaðið að stíf fundahöld myndu hefjast í septemberbyrjun hjá norðlenskum kennurum, þar sem aðgerðir yrðu ræddar. Ekki væri því hægt að segja til um það ennþá, hvort skólastarf muni raskast í vetur, það kæmi í ljós þegar kennarar færu að tala saman. Miðað við þá almennu óánægju sem virðist ríkja meðal kennara, virðast vera töluverðar líkur á því að skólastarf verði tafið með einhverjum hætti í vetur, þótt of snemmt sé að fullyrða um hug norðlenskra kennara til aðgerða. -vs Akureyrarmótið í sjóstangveiði: Búist við um 70 keppendum - mótið haldið í 26. sinn Um næstu mánaðamót verður Akureyrarmótið í sjóstang- veiði haldið í 26. sinn. Búist er við góðri þátttöku í mótinu, eða um 70 keppendum víðs vegar af landinu. Mótið hefst föstudaginn 31. ágúst og verður lagt upp frá Dal- víkurbryggju kl. 7 um morgun- inn. Bátarnir koma til lands kl. 15 um daginn og síðan aftur lagt upp kl. 7 á laugardagsmorgun. Akureyrarmótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á Hótði KEA að kveldi laugardagsins 1. september. Með mótinu hefst stigakeppni næsta árs í sjóstang- veiði en síðasta keppnistímabili lauk á ísafirði í sumar. Sjóstang- veiðimótið á Siglufirði á dögun- um var ekki talið til stiga en til stendur að koma því inn í stiga- keppnina og breyta stigagjöfinni um leið. Nánar verður sagt frá Akureyrarmótinu þegar nær dregur mánaðamótum. -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.