Dagur - 17.08.1990, Síða 4

Dagur - 17.08.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 17. ágúst 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Nýr búvömsairniingur og Alþýðubandalagið Búvörusamningur bændastéttarinnar við ríkið rennur út árið 1992. Hann hefur verið umdeildur á meðal þjóðar- innar. Hann hefur einnig verið umdeildur meðal bænda sjálfra. Það er eðlilegt í ljósi þess að engin einföld aðgerð var til er leyst gat vanda íslensks landbúnaðar í upphafi níunda áratugarins. Samdráttur og skerðing lífskjara verða aldrei gleðiefni og misjafnar aðstæður á sveitabæj- um urðu til þess að reglugerðarákvæði höfðu ólík áhrif á líf bænda og fjölskyldna þeirra. Búvörusamningurinn tryggði þó bændum fast verð fyrir ákveðna framleiðslu. Líta má til þess hvað orðið hefði ef enginn samningur hefði verið gerður. Offramleiðslan hefði margfaldast með tilheyrandi verðhruni og vanda sem ekki hefði verið séð fyrir endann á. Fyrir um ári hófust umræður um nýjan búvörusamning er leysi hinn eldri af hólmi. Rætt hefur verið um ýmsar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Rætt hefur verið um að tengja verðábyrgð ríkisins við sölu afurða næstu tvö ár á undan. Rætt hefur verið um að losa um það mið- stýringarkerfi er tilfærsla á framleiðslurétti milli býla er háð. Rætt hefur verið um nýjar leiðir varðandi kinda- kjötsframleiðsluna en þar stefnir enn í samdrátt sölu með augljósum afleiðingum fyrir bændur í sauðfjársveit- um. Flestar hugmyndir um nýjan búvörusamning miða að auknu frelsi bænda en jafnframt að tengja verð- ábyrgð ríkisins sölumöguleikum framleiðsluvara og koma þannig til móts við eðlileg sjónarmið neytenda og skattgreiðenda þessa lands. Áætlað er að leggja drög að nýjum búvörusamningi fyrir aðalfund Stéttarsambands bænda sem haldinn verður í Hrútafirði nú í mánaðarlok. Óljóst er þó enn hvort af því getur orðið. í ræðu sem Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, flutti á kjörmanna- fundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar nýverið kom fram að lítið hefði áunnist í viðræðum við ríkisvaldið um nýjan búvörusamning. Ríkisstjórnin er ekki samstíga í þessu máli. Lengi hefur verið vitað um andstöðu innan Alþýðu- flokksins við skipulagningu af því tagi sem í búvöru- samningi felst. Þeir hafa þó lítið haft fram að færa varð- andi málefni landbúnaðarinns annað en taka undir þau .sjónarmið að umframmatvæli meginlandsþjóða Evrópu séu nógu góð til að fæða íslenskan almenning. Þá kom einnig fram í ræðu formanns Stéttarsambandsins að lítil samvinna virðist vera á milli fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra um gerð nýs búvörusamnings. Ef núverandi búvörusamningur fellur úr gildi án þess að annar taki við er ljóst að mikil vandræði skapast í íslenskum landbúnaði. Hætt er við að framieiðsla aukist stjórnlaust og leiði af sér birgðasöfnun og verðhrun. Þótt nauðsynlegt sé að losa um þá miðstýringu sem nú ríkir í landbúnaðarmálum verður að gera það á skipulegan hátt. Annars stendur þjóðin frammi fyrir landbúnaðar- vanda liðins áratugar á nýjan leik. Það er furðulegt að tafir á gerð nýs búvörusamnings skuli meðal annars stafa af samstarfsvanda tveggja ráðherra sem þó sitja fyrir sama stjórnmálaflokk í rikisstjórn. En vandi Alþýðu- bandalagsins lætur ekki að sér hæða og birtist á mörgum vígstöðvum. Þannig gætu innanhússerfiðleikar þess stjórnmálaflokks fært stöðu íslenskra bænda aftur um áratug og leitt þá á nýjan leik í gegnum átök og erfið- leika sem þeir eiga að baki. Það má ekki verða. ÞI. Happdrætti Hjartaverndar 1990 Árlegt happdrætti hefur um langt skeið verið styrkur tekju- stofn Hjartaverndar. Aðeins eitt happdrætti á ári er á veg- um samtakanna og dregið í því á haustin, í þetta sinn 12. októ- ber n.k. Aðalverkefni Hjarta- verndar er tvenns konar: fræðslustarfsemi og rekstur rannsóknarstöðvar. Samtökin efna til fræðslufunda þar sem þekktir sérfræðingar fjalla um hjarta- og æðasjúkdóma, þró- un þeirra og varnir gegn þeim. Skýrslur, bæklingar og tímarit koma út á vegum saintakamia til að fræða almenning um helstu áhættuþætti þessara mannskæðustu sjúkdóma hér á landi og hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst að gagni. Hjartavernd hefur rekið rann- sóknarstöð í 22 ár. Rannsóknar- stöð Hjartaverndar var stofnuð og hefur verið starfrækt í því augnamiði að freista þess að finna einkenni og orsakir hjarta- og æðasjúkdóma svo unnt sé af öryggi að snúast til varnar. Arangur af rannsóknum Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar er sífellt að koma í ljós eins og lesa má í skýrslum og greinum. Kem- ur þetta að gagni fyrir heilbrigðis- þjónustuna í landinu í bráð og lengd. Forvarnir eru haldkvæmasta heilsugæslan eins og Hjartavernd hefur bent á frá upphafi. Fækkun dánartilfella af völdum krans- æðastíflu á seinni árum gefur til kynna að fólk er farið að átta sig á þessu. „Happdrættið hefur árlega lagt drjúgan skerf til Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar. í þetta sinn eru vinningar margir og glæsilegir, alls 15 talsins að verð- mæti kr. 9 milljónir. Tveir hæstu vinningar eru V/2 milljón krónur hvor, annar til íbúðarkaupa og hinn bifreið, Mitsubishi, að verð- mæti kr. 1.5 milljón. Aðrir vinn- ingar eru hinir álitlegustu og lægsti er kr. 450 þúsund. Happdrætti Hjartaverndar hef- ur jafnan átt góða hauka í horni sem keypt hafa miða og hvatt til að gera það. Þannig hefur almenningur lagt hönd á plóginn. Átaks, er þörf til að sporna við einum mesta vágesti í íslensku Unr þessar mundir er hljómsveit- in Bandamenn að taka til starfa. Æfingar hófust í byrjun júlí og er fyrsti dansleikurinn í Sólgarði laugardaginn 18. ágúst. Hjómsveitin leikur mjög fjöl- breytta tónlist, og er ætlunin að reyna að gera sem flestum til hæf- þjóðlífi, kransæðastíflu, og öðr- urn æðasjúkdómum. Það er hlut- verk Hjartaverndar. Heitið er á almenning að styðja gott málefni og freista gæfunnar um leið,“ segir í frétt frá Hjartavernd vegna happ- drættisins. Hljómsveitina skipa: Birgir Arason bassi og söngur, Haukur Pálmason trommur, Hlynur Guðmundsson gítar og söngur, Pálmi Stefánsson hljómborð og harmonika. Hljómsveitin Bandamenn tilbúnir í slaginn. Talið frá vinstri: Hlynur, Pálmi (fremstur á myndinni), Haukur og Birgir. Bandamenn taka til starfa hvað er að gerast Snartar stað akirkj a: Mimiíngartónleikar um J. Ragnar Helgason orgel eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Svarfaðardalur: Hestamannamót á Tungunum um helgina Tónleikar helgaðir minningu J. Ragnars Helgasonar verða haldnir í Snartarstaðakirkju á Kópaskeri n.k. þriðjudagskvöld, 21. ágúst, kl. 20.30. J.Ragnarlést síðastliðinn vetur. Hann var söngstjóri og organisti við Snart- arstaðakirkju í 35 ár, frá 1945 til 1980. Á tónleikunum flytja Þuríður Baldursdóttir, altsöngkona, og Guðjón Pálsson, orgelleikari, veraldleg og kirkjuleg sönglög, þ. á m. tvö lög eftir J. Ragnar og fimm Postludiur fyrir rödd og Hinn árlegi útimarkaður í Reist- arárrétt verður haldinn á morgun laugardag. Það er Ungmennafé- lag Skriðuhrepps og Möðruvalla- sóknar sem stendur fyrir markað- inum sem hefst klukkan 13.00. Á markaðinum verðuiÆoðið upp á Um helgina verður haldin kyn- bótasýning og hestamót á félags- grænmeti, lax, prjónavörur og margt fleira og má búas.t við að töluverður fjöldi fólks leggi leið sína þangað sem fyrr. Um kvöld- ið verður í tengslum við markað- inn haldinn dansleikur í félags- heimilinu að Melum. svæði Hestamannafélagsins Hrings, að Flötutungu í Svarfað- ardal. Að mótinu standa Hesta- mannfélagið Hringur og Búnað- arsamband Eyjafjarðar. Mótið hefst á morgun, laugar- dag, kl. 9 með kynbótasýningu, en kl. 14 verða úrslit í A og B- flokki gæðinga og kl. 17 sýning kynbótahrossa og dómum lýst. Dagskránni á morgun lýkur kl. 18 með sölusýningu. Á sunnudag hefst mótið kl. 11 með 300 metra brokki og 300 metra stökki. Eftir hádegið, kl. 13, verður bæjakeppni og kl. 14 150 metra skeið. Mótinu lýkur að því búnu með naglaboðreið. Utimarkaður í Reistarárrétt

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.